Þjóðviljinn - 02.09.1978, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 02.09.1978, Blaðsíða 15
Laugardagur 2. september 1978 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 15 Frá dönsku sýningunni I Iönaöarmannahúsinu Dönsk sýning á vörum tengdum sjávarútvegi 1 fyrradag var opnuð sýning á dönskum framleiðsluvörum á sviði fiskiðnaðar og sjávarútvegs i Iðnaðarmannahúsinu að Hall- veigarstíg 1. Er sýningin haldin að tilstuðlan og á vegum sjávar- útvegsdeildar Danska Útflutn- ingssambandsins, en alls sýna á sýningu þessari tuttugu og fimm fyrirtæki á flestum sviðum sjáv- arútvegs. Sýningin verður opin almenningi i dag, laugardag, en fyrri dagana tvo var sérstaklega boðið viðskiptavinum fyrirtækj- anna til að skoða sýninguna, og eiga viðræður við fulltrda þeirra fyrirtækja sem þátt taka i sýning- unni. Blaðamaður og ljósmyndari Þjóðviljans litu inn á sýninguna i gær, og ræddu meðal annars við þá Chresten S. Jörgensen út- flutningsfulltrúa og Ib Thomsen, formann Danska Útflutnings- 25 danskir aðilar sýna framleiðslu sina á vegum Danska Utflutnings- sambandsins sambandsins. beir sögðu, að markmiðið með þessari sýningu væri fyrst og fremst að viðhalda tengslum við islenska viðskipta- vini, þvi islenski markaðurinn væri vissulega afar mikilvægur. Ennfremur vildu þeir með sýningunni leggja áherslu á, hvers danskir framleiðendur væru megnugir, og lögöu áherslu á, að danskar framleiðsluvörur á sviði sjávarútvegs væru taldar gæðavörur og mikið keyptar viðs vegar i heiminum. Þeir sögðu jafnframt, aö með sýningunni væri stefnt að þvf að auka þau hefðbundnu tengsl sem verið hefðu milli aðila sjávarútvegsins á tslandi og i Danmörku, og sögðu þá samvinnu sem verið hefði milli þeirra góða og ánægjulega. Það kom lika fram, að lukkist sýningin vel, er ekki loku fyrir þaö skotiö, aö framhald veröi á slikri starfsemi að hálfu Danska Útflutningssambandsins, enda markaður hinna dönsku fyrir- tækja hér á tslandi töluverður. Meðfylgjandi mynd tók Leifur á sýningunni i gær, —jsj. SÍS og Olíufélagið: Semja um smíði olíuskips Eins og skýrt var frá I Þjóövilj- anum fyrir skömmu voru þeir Axel Gislason og Óttar Karlsson staddir i Þýskalandi, aö semja um smiöi oliuskips fyrir StS ogOIiufélagið hf. Samingar hafa nú tekist á milli áöurgreindra aö- ila og Skipasmiöastöö J.G. Hitz- ler i Vestur-Þýskalandi, en þaö fyrirtæki hefur sérhæft sig i smiöi slikra skipa. Skipið er fyrst og fremst ætlað til flutninga og dreifingar á oliu hérlendis og einnig til flutninga á lýsi, fljótandi hrásykri, lausu korni og fiskmjöli. Skipið er 2000 tonn að burðar- getu og rými farmhylkja 2640 rúmmetrar. Lengd skipsins er 70 metrar, breidd 13,20 metrar og djúkrista 4,70 metrar. Skipið getur flutt 3 farmtegundir sam- timis. A skipinu verður 12 manna áhöfn og fær hverskipverja sér- staka vistarveru. Skipið verður afhent eigendum i ágústmánuði 1979. RÍKISSPÍTALARNIR Lausar stöður Landsspítalínn Staða Hjúkranarnámsstjóra við spitalann er laus til umsóknar. Framhaldsmenntun i kennslufræð- um áskilin. Staðan veitist frá 1. okt. n.k. Umsóknir er greini aldur menntun og fyrri störf sendist skrif- stofu rikisspitalanna fyrir 22. sept. n.k. Hjúkrunarfræðingur með fram- haldsmenntun i skurðstofuhjúkrun óskast á skurðdeild spitalans. Hjúkrunarfræðingar óskast til starfa á Barnaspitala Hringsins og Hátúnsdeild. Upplýsingar veitir hjúkrunarforstjóri i sima 29000. Ileykjavik, 1.9. 1978. SKRIFSTOFA Rí KISSPÍ TALANNA FIRÍKSGÖTU 5, SÍMI 29000 1*1 Felagsmalastofnun Reykjavíkurborgar y g p Vonarstræti 4 simi 25500 auglýsir eftirfarandi lausar stöður til umsóknar 1. Sálfræðingur, umsóknarfrestur til 20. sept. n.k. 2. Fulltrúa i fjármála- og rekstrardeild, umsóknarfrestur til 11. sept. n.k. Upplýsingar um ofangreindar stöður veit- ir skrifstofustjóri. , F Otti vegna kúabólu GENF 31/8 (Reuter) — Talsmenn alþjóöa heil- brigðismálastofnunarinn- ar (WHO) í Genf sögðu í dag að engin ástæða væri fyrir aðrar þjóðir að breyta reglum sínum um bólusetningu gegn kúa- bólu, þótt þessi sjúkdómur hefði komið upp í Englandi. Bresk heilbrigðisyfirvöld hafa nú lýst Birmingham sjúkdóms- svæði eftir aö Janet Parker, breskur ljósmyndari, sem starfar við læknadeild háskólans i Birmingham, sýktist af kúabólu. I þessari deild er unnið að rann- sóknum á kúabóluveirunni, og hefur nú verið fyrirskipuð rann- sókn til að komast að þvl hvernig Janet Parker smitaðist. Vegna þessa sjúkdómstilviks hafa yfir- völd i Italiu og Möltu gert kröfur til þeirra sem koma frá Birming- ham að þeir hafi bólusetningar- vottorð, en talsmenn alþjóöa heil- brigðismálastofnunarinnar sögðu i dag að slikt væri alger óþarfi og væri ekkert að óttast. Undanfarin þrjú ár hefur stjórn WHO hvatt yfirmenn rann- sóknarstofa, þar sem gerðar eru rannsóknir á kúabóluveiru, að eyðileggja veiruna eða flytja hana i einhverja af þeim rann- sóknarstofnum sem WHO hefur eftirlit með. UTBOÐ Framkvæmdanefnd Byggingaráætlunar óskar eftir tilboðum i raflögn i 15 parhús i Hólahverfi Breiðholti. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu F.B. Mávahlið 4 Rvk. gegn 20 þús. kr. skila- tryggingu. Tilboð verða opnuð á skrifstofu F.B. þriðjudag 5. sept. kl. 16.00. Athugið að skilafrestur er mjög stuttur. Tékkóslóvakía og sósíalismmn í Evrópu Tékkóslóvakíunefndin 1978 heldur almennan fund um málefni Tékkó- slóvakiu 10 árum eftir innrás og um vandamál sósialismans i Evrópu. Þriðjudaginn 5. september kl. 20.30 i Félagsstofnun stúdenta. Svavar Gestsson viðskiptaráðherra flytur ávarp Zdenek Hejzlar fyrrverandi útvarpsstjóri í Prag og Eduard Goldstiickler fyrrverandi formaður Rithöfunda sambands Tékkóslóvakíu flytja erindi og svara fyrirspurnum Fundarstjóri er Guðrún borgarfulltrúi. Helgadóttir Aðgangur er frjáls og öllum heimill.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.