Þjóðviljinn - 02.09.1978, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 02.09.1978, Blaðsíða 14
14 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 2. september 1978 Fyrirlestur í HÍ Um „Réttar- höld” Kafka Edvard GoldstUcker, prófess- or i samanburðarbókmennta- fræði við Háskólann i Sussex, flytur opinberan fyrirlestur i boði heimspekideildar mánu- daginn 4. september 1978 kl. 17.15 i stofu 201, Arnagarði. Fyrirlesturinn nefnist ,,On Kafka’s The Trial” og verður fiuttur á ensku. öllum er heimili aðgangur. Fiskimjölsframleiöendur i vanda: Ætla á fund nýs ráðherra A fundi FIF, sem haldinn var i ar með miklu tapi undanfarið. gærmorgun voru erfiðleikar Á fundinum var samþykkt að vinnslu sumarloðnunar til um- fela stjórn félagsins að fara á ræðu. fund væntanlegs sjávarútvegs- 1 umræðunum, sem voru bæði ráðherra og útskýra og ræða þann um tæknileg og fjárhagsleg vanda sem verksmiðjurnar eiga vandamál kom m.a. fram, að nú við að etja. verksmiðjurnar hafa verið rekn- Leiðrétting 1 minningargrein um frú kaupmaður, af vangá nefndur Önnu Aradóttur i blaðinu i gær Brynjólfur. Beðist er velvirð- var Björgúlfur Stefánsson, ingar á þessum mistökum. Aðalfundur Vestfirskra náttúruverndarsamtaka 1978: Jarðfræði Hornstranda og Jökulfjarða er ásamt kynningu á Náttúru - verndarráði meðal dagskrárliða Jarðfræði Hornstranda og Jök- ulfjarða ásamt kynningu á verk- sviði Náttúruverndarráðs eru meðal dagskrárliða á aðalfundi vestfirskra Náttúruverndarsam- taka sem haldinn verður að Klúku f Bjarnarfirði i Strandasýslu dag- ana 2. og 3. september. Frum- mælendur verða Leifur Simonar- son og Vilhjálmur Lúðvikssom. Auk þessaraforvitnilegu erinda verður farin ferð norður i Strandasýslu. Skoðuð verða helstu náttúruundur sýslunnar undir leiðsögn heimamanna. RUtuferð verður frá ísafirði föstudaginn 1. september kl. 16, en á Klúku verður hægt að fá svefnpokapláss og fæði. Fundur- inn er opinn félagsmönnum og öðrum áhugamönnum og einnig er heimilt að taka með sér gesti. Góöar gjafír til SVFÍ Slysavarnafélagi Islands hafa borist margar góðar gjafir að undanförnu i tilefni . 59 ára af- mælisins. brjár systur af islenskum ættum, sem búsettar eru i Canada hafa sent peningagjöf i minningu afa sins, Séra Odds V. Gislasonar, prests að Stað i Grindavik, hins mikla brautryðjanda um sjó- slysavarnir hér á landi. Séra Oddur ritaði margar greinar um öryggismál sjómanna og gaf út timaritið „SÆBJÖRG”, sem hann helgaði sérstaklega þessum málum. Hann þjónaði að Stað frá 1878 til fardaga 1894 að hann fluttist vestur um haf, þar sem hann andaðist i janúar 1911. Breska fyrirtækið Pains- Wessex Schermuly, sem fram- leiðir linubyssur og alls konar merkjaskot og blys hefur sent SVFI að gjöf 4 samstæður af hinum nýju Hnubyssum „Speed- line” með ósk um, að þær verði afhentar þeirri björgunarsveit fé- lagsins, sem flestum mönnum hefur bjargað úr sjávarháska. Björgunarsveitin „Þorbjörn” i Grindavik hefur fengið þessar linubyssur til-afnota, en hún hefur bjargað 194mönnum af strönduð- um skipum. Það var i mars 1931, að i fyrsta sinn var bjargað mönnum með fluglinutækjum og var það „Þorbjörn” er vann það afrek með linubyssu af gerðinni Schermuly-Supreme. Og á siðast- liðnu ári bjargaði „Þorbjörn” islenskum sjómanni af fiskibáti, sem strandaði skammt vestan Grindavikur. Þá var i fyrsta sinni notuð linubyssa af gerðinni „Speedline”, en björgunarsveitir SVFÍ eru nú sem óðast að taka þá gerð af linubyssu i notkun i stað- inn fyrir þær eldri, sem nú hafa verið aflagðar að mestu. Lionsklúbburinn Þór i Reykja- vik hefur afhent SVFl vandað eintak af nýrri útgáfu kennslu- kvikmyndarinnar „Pulse of Life” er sýnir lifgun úr dauðadái með blástursaðferðinni. Myndin er með islensku tali, sem eykur notagildi hennar mjög við kennslu á hinum mörgu nám- skeiðum i skyndihjálp, er félagið gengst fyrir. Það er ekki i fyrsta sinn , er ÞÓRS-félagar sýna starfsemi SVFl slikan vinarhug. Aður höfðu þeir afhent framlag til kaupa á fjarskiptabúnaði og gefið Framhald á 18. slðu bridge Umsjón: Ólafur Lárusson Húsnæðismál Ljóst er, að brýn nauðsyn er á þvi að útvega bridgehreyfing- unni á höfuðborgarsvæðinu at- hvarf, þar sem fólkið sjálft á hlut að máli, og þarf ekki að vera undir náð og miskunn einstakra húshaldara i bænum komið. Bridgehreyfíngin hér á höfuðborgarsvæðinu telur i hundruðum og þúsundum félaga. Landsmót bridgemanna eru meðal fjölmennustu keppna hér á landi og telja má, að um 20.000 — tuttugu þúsund — manns iðki bridge að ráði. Svo sannarlega eru fáar greinar sem njóta eins mikillar athygli almennings og um leið eins litils stuðnings hins opinbera. Arlegur styrkur borgarinnar undanfarin ár hefur verið kr. 50.000 — fimmtiu þúsund — hvert ár. Gert er ráð fyrir aö þvi fé sé varið til styrktar unglinga- starfsemi bridgedeildar Reykjavikur. Svo mörg voru þau orð. Hvað ætli bridgedeild Reykjavikur hafi borgað mikið i húsaleigu fyrir siðasta keppnis- timabil? Eða fyrir verðlaun, eða leiðsögn eða aðra vinnu og ýmislégt, sem ekki verður tiundað hér? Jú, sú upphæð er stórum rosalegri, heldur en litl- ar 50.000 — fimmtiu þúsund krónur. Að komast i eigið húsnæði, er stærsta baráttumál okkar bridgemanna nú, og nauðsyn- legt er, að forráðamenn félag- anna i Reykjavik komi saman hið fyrsta, ræði málin og athugi þá valkosti sem bjóðast. Ákveðin félagsstjórn i Reykjavik hefur þegar hafið kannanir i þessa átt, og er ákveðið húsnæði i eigu borgar- Innar haft i sjónmáli i þessu skyni. Bridgehreyfing á götunni Ræða verður við ráðamenn ýmsa, sem með þessi mál fara, en lita ber á, að þó hlutirnir séu i föstum skorðum i dag, þarf ekki svo að vera á morgun... Látum þetta keppnistimabil risa hærra, en áður. Kaupum Tónabæ (gamla Lidó). Einmitt Tónabær hefur alla þá aðstöðu upp á að bjóða, sem frekast vantar. Salurinn er stór, þarna er eldunaraðstaða og skrifstofurými. Hvað vantar? Jú, hagstæða samninga og út- vegun fjármagns. Það er fyrir öllu, og ætti ekki að vera neinn vendipunktur i viðræðu okkar við ráðamenn borgarinnar. Þetta húsnæði hefur nú staðið autt um langt skeið, og eru ekki sjáanlegar breytingar þar á- næstunni. Hvað gæti verið hentugra fyrir Reykjavikurborg en afhenda bridgemönnum þetta húsnæði og slá þannig tvær flug- ur i einu höggi: Losna á hentug- an máta við það og um leið að styðja við bakið á þessari iþróttagrein, sem hvað mest hefur setið á hakanum hjá hinu opinbera um fjölda ára. Væri ekki upplagt fyrir hina nýju félagsmálasinnuðu stjórn Reykjavikurborgar að sýna hug sinn i góðu verki og selja bridgehreyfingunni Tónabæ (nú eða leigja) og um leið styrkja gott málefni? Hvað er betra? Verkefnaskortur? Ein er sú keppni, sem skilar árlega miklum hagnaði til bridgehreyfingar. Þar á ég við firmakeppni BSI, sem jafn- framt hefur verið einmennings- meistaramót BSI. Þegar Norræna mótið var haldið hér á landi i júni sl„ lögðu margir hönd á plóginn. Eðlilega gafst ekki mikill timi til annars, hjá ráðamönnum né öðrum. A hitt ber að lita, að nú eru liðnir nær 3 mánuðir frá móti þessu, og enn örlar ekki á framtaki frá stjórn BSI, til að halda keppni þessa og ná inn fjármagni, þvi manni skilst að norræna mótið hafi jú kostað einhvern skilding. I viðræðu minni við góðan mann innan stjórnar sambands- ins fyrirstuttu innti ég hann um gang mála varðandi mót þetta og önnur sem virðast hafa gefið upp andann á göngunni miklu, og kvað hann öllum frjálst að gera það sem eir vildu, jú bara ei einhver vildi nú gera eitthvað... Hann leit siðan forvitnislega á mig og spurði: „Viltu ekki gera þetta bara sjálfur, að halda firmakeppnina” Ég þagði lengi. Það er bara ’sona. Annars má geta þess, að aðal- fundur Bridgesambands Islands á að vera i september (að öllu óbreyttu) en mikið væri nú skemmtilegt, ef núverandi stjórn tækist að ljúka við verk- efni sin, áður en formlegur aðal- fundur verður haldinn. Eða er meiningin sú að fresta þessu fram yfir næsta stjórnarkjör? Það er timi til kominn að menn geri sér ljóst, að bridge- hreyfing verður ekki rekin sem persðnuleg eign, heldur verða menn að vinna saman að mál- unum- og hver maður fái skýrt afmarkað embætti innan stjórn- ar eða utan, það er auka-atriði. Fyrir öllu er, að Ijóst sé hvað gera þarf og það verði gert sómasamlega. Til þess er kjörin stjórn manna, á 2 ára fresti. Frá Ásunum Úrslit sl. mánudags, i sumar- spilamennsku Asanna. Keppt var i 2x12 para riðlum.: A-riðill: 1. Halla Bergþórsdóttir-Esther Jakobsdóttir 221 st 2. Guðmundur Páll Arnarson- Valur Sigurðsson 193 st. 3. Hreinn Hreinsson-Georg Sverrisson 185 stig ■4. óli Már Guðmundsson-Þórar- inn Sigþórsson 184 stig 5. Steinberg Rikharðsson- Tryggvi Bjarnason 180 st. B-riðill: 1. Baldur Bjartmarsson-Jón Oddsson 196 stig 2. Bjarni Pétursson-Halldór Helgason 193 stig 3. Björn Halldórson-Jörundur Þórðarson 184 stig 4 Guðrún Bergs-Sigrún Ólafs- dóttir 183 stig 5. ómar Jónsson-Jón Þorvarðarson 174 stig Meðalskor var 165 stig. 1 stigakeppni Asanna er staða efstu manna þessi: Þorlákur Jónsson 10,5 stig Esther Jakobsdóttir 9 stig Guðmundur Páll Arnarson 7 stig Baldur Bjartmarsson 7 stig JónOddsson 7stig Guðmundur Pétursson 6stig Oddur Hjaltason 6 stig Öli Már Guðmundsson 5 stig Þórarinn Sigþórsson 5stig Alls hafa nú 60 aðilar hlotið stig i sumarkeppni Ásanna, en samtals hafa 193 pör spilað hjá BÁK á mánudögum. Samtals hafa þvi 875 pör spilað sumar- bridge frá upphafi, en þetta er þriðja sumarið sem félagið spilar á sumrin. Keppni verður fram haldið nk. mánudag, og mun ólafur Lárusson sjá um keppnisstjórn. Bikarkeppni BSi Dregið hefur verið i 3. umferð (8 liða úrslit) mótsins og fór dráttur þannig: Steinberg Rikharðsson BR — Þórarinn Sigþórsson BR Hjalti Eliasson BR — Guð- mundur T. Gislason BR Vigfús Pálsson TBK — Jón As- björnsson BR Guðmundur Páll Arnarson BR — Jóhannes Sigurðss. Keflav. Leikjum skal vera lokið fyrir 17. sept nk. Frá Evrópumótinu i Skot- landi — yngri flokk Er þetta er skrifað er lokið við að spila 10 umferðir á mótinu. Island er nú i 12. sæti af 19 þátt- tökuþjóðum, með 93 stig. Erfitt er að henda reiður á úr- slitum i einstökum leikjum, þar eð geta ungra manna i svona mótum, þarf ekki að samsvara orðstir þeim sem sömu þjóðir hafa getið sér i karlaflokki. Þessi eru einstök úrslit Is- lands: 1. umferð: Island — Austurriki: 9-11 2. umferð: Island — Italia: 11-9 3. umferð: Island — Danmörk: 19- 1 4. umferð: Island — Ungv.land: 5-15 5. umferð: yfirseta 12-0 6. umferð: Island — Belgia: 12-8 7. umferð: Island — Israel: 5-15 8. umferð: Island — Noregur: 20- 1 9. umferð: Island — Pólland: 1- 19 10. umferð: Island — Sviþjóð: 3- 17 Eftir 10 umferðir var staða efstu þjóða þessi: 1. V.-Þýskaland 137 stig 2. Bretland 132 stig 3. Pólland 127 stig Einsog fyrr sagði er Island nú i 12. sæti af 19 þátttökuþjóðum. Mótinu lýkur á morgun (sunnu- dag). Nánar siðar. Svar 1 vikunni barst mér ágætt bréf frá Kópavogi, og þakka ég send- anda. Ég vil leitast við að svara þvi og þá vil ég fyrst nefna það að Evrópumót eru haldin i ákveðnum „flokkum” en þar ber þó hæst „opinn flokk” sem karlmönnum jafnt sem kvenmönnum er frjálst að skipa svo lengi sem þær eru boðlegar i „besta” flokk. Til að mynda má nefna að i nv. liði Svia á mótinu i Skotlandi er ein sænsk stúlka' Pia Anderson. Hún ku vera með þeim bestu. Annað dæmi er liðið frá ísrael, þar er ung stúlka einnig meðal keppenda. Sérmót fyrir stúlkur undir 25 ára aldri hafa ekki ver- ið haldinn enn, mér vitandi. Og að lokum tek ég undir það að vissulega hafa karlmenn einnig viss „fjölskyldumál” á sinni könnu, og væri ekki bara gaman ef þeir myndu nú sinna þeim svona af og til. Hvernig væri td. að karlmenn tækju að sér að kenna krökkunum bridge á sama tima og konurnar halda áfram aðsjá um allt hitt? Ha...?

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.