Þjóðviljinn - 02.09.1978, Blaðsíða 3
Laugardagur 2. september 1978 WÓÐVILJINN — SIÐA 3
ERLENDAR FRÉTTIR
Haust og ] ]
vetrartískan frá MAX k
I
er kynnt
á sýningiinni ^ i
Föt 78
;í Laugardalshöll.
MAX hf.
'j 'v
/
Armúla 5
Flóttamenn snúa aftur
DACCA, 31/8 (Reuter) — Hópur flóttamanna frá Burma sem
flúðu til Bangladesh fyrr á þessu ári, hefur snúið heim. Flótta-
mannahjálp Sameinuðu þjóðanna i Genf sagði að 200 manns
myndu snúa heim til Burma i dag, samkvæmt nýjum samning-
um milli stjórna þessara landa.
Að sögn yfirvalda i Bangladesh munu um 100.000 manns hafa
flúið frá Burma, ;pegar ofsóknir hófust á hendur múham-
eðstrúarmanna i landamærahéruðunum. Yfirvöld i Burma '
segja hins vegar að um hafi verið aö ræða fólk ættað frá Bangla-
desh.
Innanrikisráðherra stjórnar
umferð
TEL AVIV, 1/9 (Reuter) — Innanrikisráðherra lsraels lenti I
umferðaröngþveiti i dag, þar sem hann var á leiö til vinnu sinn-
ar.
1 krafti valds sins sem æösti yfirmaður lögreglunnar steig
hann út úr bil sinum og tók umferðarstjórn i sinar hendur. Veg-
farendur sem áttu leið fram hjá sögðu að innanrikisráðherran-
um Josef Burg hafi tekist að greiöa úr umferðarflækjunni á tutt-
uguminutum. Þeir sem tilumferðarmála þekkja eru á einu máli
um aö innanrikisráðherrann myndi vera fyrsta flokks götulögga.
Flugræningi fyrir rétt?
WASHINGTON, 1/9 (Reuter) — Liklegt þykir að bandarisk yfir-
völd muni láta vestur-þýskum dómstólum um að dæma austur-
þýska þjóninn, Detlev Alexander Tiede sem rændi pólskri flug-
vél fyrir tveimur dögum.
Vestur-þýsk yfirvöld sögðu þó i gær að maöurinn yrði leiddur
fyrir bandariskan herdómstól. Vestur-þjóðverjar hyggjast ekki
framselja manninn, en Pólverjar munu fara þess á leit að
maðurinn verði framseláur, eftir þvi sem pólska fréttastofan
PAP' hermir.
NATO-freti mótmælt
PRAG, 1/9 (Reuter) — Málgagn tékkneska kommúnista-
flokksins Rude Pravo fordæmdi i dag heræfingar NATO sem
munu eiga sér staö innan skamms. Að sögn þess eru þessar her-
æfingar aðeins ögrun við Tékka.
Tvö þúsund skriðdrekar, og sextán þúsund herflutningabilar
með fimmtiu og sex þúsund hermenn innanborðs munu verða
notaöir á þessum heræfingum sem munu eiga sér stað i augsýn
frá tékknesku landamærunum. Hermennirnir sem þátt taka i æf-
ingunum eru frá Vestur-Þýskalandi, Bandarikjunum og
Kanada.
Sakaður um njósnir
BONN,l/9 (Reuter) — Vestur-þýski þingmaðurinn, Uwe Holtz
sem sakaður hefur verið um njósnir fyrir austantjaldsriki
neitaði þessum áburöi i sjónvarpi i gær. Holtz sem nú er hálf-
fertugur að aldri hlaut óvenju skjótan frama innan Jafnaðar-
mannaflokksins sem nú situr viö völd i Vestur-Þýskalandi.
Asakanir þær sem á hann hafa verið bornar komu i kjölfar
þess er rúmenskur stjórnmálamaður að nafni Ion Pacepa flúði
til vesturlanda og gaf i skyn við bandarísku leyniþjónustuna að
háttsettir menn innan stjórnarinnar i Bonn stunduðu njósnir
fyrir kommann. Atburður þessi kemur á óþægilegum tima fyrir
vestur-þýsku stjórnina, þar sem kosningar standa fyrir dyrum i
Hessen og Bæjaralandi, nánar tiltekið i næsta mánuði.
lóhannes Páll biður um hjálp
VATIKANIÐ.31/9 (Reuter) — Talsmaður Vatikansins viður-
kenndi i dag, að ræða sem Jóhannes Páll páfi flutti til kardinál-
anna hafi verið send brengluð út vegna mistaka. Talsmaðurinn,
séra Rómeó Panciroli kenndi tæknilegum mistökum hjá út-
varpsstöð Vatikansins um aö italska útvarpinu var kleift að
senda ræðuna út i gær. Ætlun Vatikansins var að hljóðrita ræð-
una í þágu Vatikansins eins.
Oröalag ræðunnar var mjög látlaust og persónulegt. Páfinn
sagði kardinálunum að hann þekkti ekki stjórnkerfi Vatikansins
og baö þá um hjálp og samúö eftir hina óvæntu kosningu.
Bankaverkfall i Brasilíu
SAO PAULO, 31/8 (Reuter) — Annriki var I brasillskum bönkum
i dag, þar sem bankastarfsfólk hefur hótað að fara I verkfall á
morgun. Bankastarfsfólk hefur krafist 65% launahækkunar en
verið boðin 15% iaunahækkun fyrir lægri launaflokka en 5%
hækkun fyrir þá hærri. Búist er viö að 120.000 bankastarfsmenn
felli niður vinnu en það mun hafa áhrif á starfsemi 1.500 banka.
Forseti Brasiliu, Ernesto Geisel, hefur nýlega sett lög sem
banna bankastarfsfólki að leggja niður vinnu og geta verkfalls-
menn átt á hættu að missa stööur sinar.
Vegna ástmannsins
LOD, Israel, 31/8 (Reuter) — ^rabiskur skæruliði viðurkenndi I
dag fyrir israelskum herdómstól að hafa komið fyrir sprengju
sem særði 28 manns. Skæruliöinn, sem er kona aö nafni Aliya
Muhamed Alexiya,sagðist hafa gert þetta til aö þóknast elskhuga
sinum. Aliya er ættuð frá vesturbaka Jórdan og kom sprengj-
unni fyrir á grænmetismarkaði i Suður-Israel 1 júlimánuði i
fyrra. Aliya var dæmd i tiu ára fangelsi fyrir að þóknast mannin-
um.
GAZELLA
purnar eru víða
vinsælar.
i stuttu
méfí
l_______
Vinningar i happdrættinu eru valdir með yngri ferðalangana I huga.
SUMARFERÐIN A MORGUN:
101 vinningur
Vinningar í happdrætti sumarferðarinnar eru 101
talsins/ en miðarnir verða seldir i rútunum og kosta 500
krónur stykkið. Vinningarnir eru aðallega miðaðir við
yngri þátttakendurna, en vinningar koma i hverja rútu.
Aðalvinningurinn er 2ja manna tjald en auk þess eru bakpokar, borð-
tennisáhöld, málverkaeftirprentanir, hljómplötur, mikill fjöldi bóka
fyrir fólk á öllum aldri, myndaþrautir, kubbakassar, föndurkassar,
smiðaáhöld, keramik og margt margt fleira.
Látið ekki happ úr hendi sleppa, i dag eru siðustu forvöð að tryggja
sér sæti i ferðina. Skrifstofan er opin frá kl. 11 - kl. 17. Siminn er 17500.
Q
HH
ö?