Þjóðviljinn - 02.09.1978, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 02.09.1978, Blaðsíða 6
,6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN j Laugardagur 2. september 1978 Hjörleifur hélt starfsmanna- fund Eftir rikisráðsfundinn á Bessastöðum hélt Hjörleifur Guttormsson iðnaðarráðherra áfund starfsfólks sins i iðnaðar- ráðuneytinu. Hann hélt strax fund með starfsfólkinu og þegar Ijósmyndara og blaðamann Þjóðviljans bar að gdrði gafst ekki tími til viðtals. Myndin er tekin á fundi ráðherrans með ráðuneytisfólkinu. Talið frá v. Gunnar Guttormsson, Jafet S. Ólafsson, Páll Flygering, Hjör- leifur Guttormsson, Arni Þ. Árnason, Guðrún Skúladóttir, Kristmundur Halldórsson og Unnur Jónsdóttir. (Ljósm. eik.) Ný kaupránslög segir Bandalag háskólamanna Stjórn Bandalags háskóla- manna gerbi eftirfarandi ályktun á fundi sinum i gær: Hinn 1. mars 1978 skipuðu laun- þegasamtökin i landinu, þ.á.m. opinberir starfsmenn innan BHM, sér i órofa fylkingu um kröfuna: Kjarasamningana i gildi. Hinn 7. mai s.l. kröfðust launþegar þess enn að kaupráns- lögin yrðu afnumin og kjara- samningar tækju gildi. Nú, i byrj- un septembermánaðar, eru boðuð ný kaupránslög og krafan er þvi ennsem fyrr: Kjarasamningana i gildi. Krafa þessi er enn jafn brýn og fyrr, þvi þótt rikisvaldið hafi nú tvívegis hopað um skref frá kaupránslögunum i febrúar, stendur það *meginatriði samt ó- breytt, að seilst er inn á svið hins frjálsa samningsréttar og eigi að- eins kauplagi heldur og gerð og innihaldi kjarasamninga raskað með þvingunarlöggjöf. Launamálaráð BHM lýsir á- byrgð á hendur þeim umboðs- mönnum launþega, jafnt hinum faglegu sem pólitisku umboðs- mönnum, sem nú standa að þvi að glopra niður þeim sigri launþega- hreyfingarinnar i landinu sem nú var innan seilingar, sigri sem launþegar höfðu svo samstiga barist fyrir, sigri sem haft hefði viðtækt fordæmisgildi um langa framtið. En nú ber að reyna að bjarga þvi er bjargað verður. Baráttan gegn lögþvingunum og fyrir frið- helgi kjarasamninga verður að halda áfram. 1 þvi skyni munu opinberir starfsmenn innan BHM leita samvinnu við önnur tiltæk launþegasamtök. 1 þvi skyni mun BHM leita eftir viðræðum og samvinnu við hina nýju rikis- stjórn, i trausti þess að siðari verk hennar verði eigi jafn hrapaleg og hið fyrsta. llalldór E. Sigurðsson leggur Ragnari Arnalds llfsreglurnar. A milli þeirra er ólafur Steinar Valdi marsson skrifstofustjóri. (Ljósm. Leifur) Philip Jenkins Guðný Guðmundsdóttir Guarnerius fidlan tekin fram A mánudagskvöldið þann 4. sept. kl. 20:30 munu Guðný Gub- mundsdóttir og Philip Jenkins halda hljómleika i Norræna hús- inu, en þau hafa undanfarin tvö haust gengist fyrir svipuðum hljómleikum við mjög góðar undirtektir. Að þessu sinni verður á efnis- skránni vorsónatan eftir Beet- hoven, sónata eftir Debussy, són- ötuþáttur eftir Brahms og sónata nr. 2 eftir Prokofieff. Þess má geta, að þetta er i fyrsta sinn sem Guðný leikur opinberlega hérlendis á hina frægu Guarnerius fiðlu Rikisút- varpsins, sem verið hefur til við- gerðar i Bandarikjunum i tvö ár. Hljómleikarnir hefjast kl. 20:30 og verður aðgangur seldur viö innganginn. „Þetta heillar þig meira en menntamálin” — sagöi Halldór E. við Ragnar Arnalds „Hér færðu eitt af skemmti- legustu málum i stjórnmálum á Islandi”, sagði Halldór E. Sigurbsson fráfarandi samgöngu- ráðherra við eftirmann sinn Ragnar Arnalds, þegar hann tók við völdum i gær. ,,Ég held að þetta heilli þig meira en mennta- málin.” „Við spjöllum saman við betra tækifæri,” sagði Ragnar þegar Halldór kvaddi og hélt á brott. „Já, ég þarf að tala við þig urn fjárveitinga i brúna,” sagðl Halldór og brosti um leið og hann gekk út. —eös Jón Snorri Þorleifsson. Jón Snorri Þorleifsson: Fyrirspurn til ríkisútvarpsins í gærkvöldi, 1. september var flutt i rlkisútvarpinu hálftima dagskrá um útfærslu landhelg- innar. Jón Snorri Þorleifsson hafði samband viö Þjóöviljann eftir aö dagskráin var flutt og baö um aö eftirfarandi spurningu til forráöamanna rikisútvarpsins yrði komið á framfæri: Hver ber ábyrgð á þvi að flutt er heil dagskrá um útfærslu land- helginnar og án þess að einu sinni geta nafns Lúðvíks Jósepssonar? Ég tel slikt hreina fölsun og al- gert hneyksli að geta aðeins i þessu sambandi þeirra félaga Hermanns Jónassonar og Guð- mundar 1. Guðmundssonar og flytja eftir þeim langa pistla, — og þvi spyr ég, — hver ber ábyrgð- ina?

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.