Þjóðviljinn - 08.09.1978, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 08.09.1978, Blaðsíða 6
'6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN ' Föstudagur 8. september 1978 Börnin og menningin frá ráðstefnu norrænna myndlistarkennara 1 sumar var haldin i Dan- mörku ráðstefna mynd- og handmenntakennara. Ráðstefn- an fjailaði um barnamenningu (Barnkultur) og sóttu hana 80 kennarar frá öllum Norðurlönd- um. Markmið ráðstefnunnar var að ræða myndkennslufræðileg- ar hugmyndir, rannsaka stöðu myndmáls barna i þjóðfélaginu og finna leiðir til að koma niður- stöðum til foreldra, kennara, starfsiiðs við fjöimiðla og stjórnmálamanna. A ráðstefnunni voru sam- þykktar tvær ályktanir, sem hér verða birtar. Menningarneysla og myndkennsla Síðustu áratugi hefur mótast menningarmarkaður sem sér- staklega er ætlaður börnum og unglingum. Að baki þessarar þróunar liggja fyrst og fremst gróða- sjónarmiðog hafa þau bæði ráð- ið útliti og innihaldi varnings þess sem á boðstólum er handa þessum aldurshópum. Vegna almenns áhugaleysis á menningarneyslu barna og unglinga verða þau þátttöku- lausir neytendur skemmtana- iðnaðar. Fé til annarra þátta menningar er af skornum skammti og eiga þeir þvi erfitt uppdráttar i samkeppni við verslunarvarning. Það hlytur þvi að vera skylda þjóðfélagsins að skapa valkosti á móti markaðsefni þvi er flæðir yfir börn og unglinga. Með þvi að leggja til hjálpar- gögn svo sem fjármagn, tima og starfslið er hægt aö framleiða menningarefni sem á rætur i nánasta umhverfi barnsins og i menningu Norðurlanda og legg- ur skerf til mótunar barna, ger- ir unglinga að skapandi einstak- lingum er geta bætt við fjöl- breytta menningu lands sins, i stað óvirkra áhorfenda skemmtanaiðnaðar. Mjög mikil ábyrgð á menningarþroska barna hvilir á skólunum. Þrátt fyrir það hafa náms- greinar sem eru mótandi fyrir þróun menningar svo sem mynd- og handmennt og tónmennt haft mjög rýran hlut i menntakerfinu. Mynd- og hand- menntarkennarar álita að nú þegar verði aö leggja stóraukna rækt við þessi menningarsvið barna og unglinga, þvi meginhluti þess menningarefnis sem á boðstólum er i dag er myndefni. Vegna hins mikla hraða tækniþróunar til framleiðslu og útbreiðslu myndefnis hefur myndmálið sem tjáningarform fengið nýjar viddir. Þessu er þvi miöur ekki gef- inn gaumur i skólunum, þar er timi til myndkennslu mjög tak- markaður. Óverjandi er hve timi til mynd- og handmenntakennslu er knappur. Skólinn vikur sér undan þeirri skyldu að kenna nemendum að nota og þróa myndmáliö. Geta ráðandi öfl þjóðfélagsins og skólayfirvöld látið viögang- ast að nemendur ljúki skólanámi ÓLÆSIR á myndmál? Viö álitum: aðmyndmálskennsla i skólum eigi að vera i hlutfalli við notkun mynda og útbreiðslu þeirra i þjóðfélaginu. aðhver einstakur nemandi eigi kröfu til góðrar kennslu i mynd- og handmenntum og sem svari til þarfa hans. aðskyldunámið verði þvi að ætla mynd- og handmenntum a.m.k. 2 kennslustundir i viku hverri á öllum aldurs- stigum og nemendafjöldi sé aldrei fleiri en 20 i senn. aðstórauka verði rannsóknir á myndinni sem máli, mynd- uppeldi og notkun mynda i þjóðfélaginu. ■* aðhjálpargögn til valfrjálsrar mynd- og handmenntavinnu og náms utan skólans verði aukin og lögð að jöfnu við iþróttir og tónlist. Meðal þeirra spurninga sem teknar voru til umræðu á ráö- stefnunni voru áform um norrænan sjónvarphnött (Nordsat). Sjónarmið fylgjenda sjónvarpshnattar eru: I. Aukinn styrkur samnorrænn- ar menningar. II. Þeir sem hafa flust milli Norðurlanda geti fylgst með sjónvarpsdagskrá ættlands sins. III. Valkostir sjónvarpsáhorf- enda verði fleiri. Ráðstefnan álitur að þessi rök fái ekki staðist. Hún álitur þess i stað, að áhrif frá samnorrænum sjónvarpshnetti myndu hafa mjög neikvæð áhrif, ekki sist á sviði barnamenningar. Þær rannsóknir sem gerðar hafa verið á Norðurlöndum varðandi útvarps og sjónvarps- notkun sýna að fjölmiðlar eru þýðingarmikill þáttur i lifi barna. í skýrslu starfshóps er rannsakaði efnið „Börnin og menningin” er kom nýlega út i Sviþjóð er notkuninni lýst á eftirfarandi hátt: Hljóðvarp og sjónvarp eru þeir fjölmiðlar sem börn nota mest. Börn 10-12 ára horfa á sjónvarp i nærri 2,5 stundir á dag meðan fullorðnir horfa ein- ungis 1,5 stundir á dag. Börn horfa ekki einungis á „barnaefni”. Þau horfa einnig á efni ætlað fullorðnum og sér- staklega um helgar. Börn á aldrinum 9-14 ára eru fjölmennustu neytendur glæpa- og hasarmynda sem sýndar eru seint á kvöldin. 3/4 þess sjónvarpsefnis sem keypt er handa börnum t.d. i Sviþjóð er innflutt fyrst og fremst frá enskumælandi löndum, sérstak- lega frá Bandarikjunum. Þeir alþjóðiegu auðhringar sem framleiða þetta efni hafa sjónarmið sem eru gagnstæð markmiðum grunnskólans. Enn hverfur fólk A meðan á heimsmeistara- keppni i fótbolta stóð I Argentínu fyrr á þessu ári, beindist athygli heimspressunnar mikið að vita- verðu ástandi mannréttinda þar i landi. Þrátt fyrir gagnrýni sem kom hvaðanæva að, hefur öryggi landsmanna ekkert aukist. Mannréttindahreyfingar I Argen- tinu hafa krafist upplýsinga um afdrif tæpra þriggja þtísunda landsmanna sem horfnir eru, þar á meðal margra blaðamanna. I lok júlimánaðar rændu öryggissveitir stjórnarinnar fréttaritara dagblaðsins Clarin i Neuquén sem er borg sunnarlega i Argentinu. Fyrir tveimur vikum var hjónunum Luis Córdoba og Alciru Rios rænt i smábænum San Nicolás I nágrenni höfuðborgar- innar Buenos Aires. Þau hjónin voru bæði i ritstjórn dagblaðsins E1 Litoral. Samtök argentinskra blaöamanna á Spáni hafa sent út ályktun til margra spænskra dag- blaða um atburöi þessa, sem þeir álita afleiðingar óvenjulegs hat- urs i garð blaðamannastéttarinn- ar. A siðustu árum hafa 40 blaða- menn horfið sporlaust, þrjátiu verið handteknir ogauk þesshafa sjötiu verið myrtir. Tölur þessar hafa Amnesty International og franska dagblaðiðLeMonde gefið upp. Fyrrnefnd blaðamannasamtök minnast á dularfullt hvarf rit- stjórans Julián Delgadó i Buenos Aires I byrjun júnimánaðar. 1 þvi sambandi skýrði innanrikisráð- herra Argentinu, Albano Harguindeguy hvarf Delgados á þannhátt að ritstjórinn hefði ver- ið andlega þjáður. Þegar lik Del- gados fannst hinn 14. júni gáfu yf- irvöld þá skýringu að hann hefði verið á flækingi. Ef treysta mætti orðum innanrikisráðherrans ætti ritstjórinn að vera enn að flækj- ast um. Fólk kynni að spyrja hvers vegna yfirvöld vildu losna við þennanritstjóraog er þvl ekki úr vegi að útskýa það að ein- hverju leyti. Julián Delgado var aðalritstjóri og auk þess meðeigandi áhrifa- mikils dagblaðs sem nefnist E1 Cronista Comercial og fjármála- timaritsins Mercado. Auk þess átti Delgado náin viðskipti við fjármálaráðuneytið og var þvi vel að sér um fjármálaaðgerðir her- foringjastjórnarinnar og afleið- ingar þeirra. Blaöamannasam- tokin spyrja þvihvort blaðeigandi geti gufað upp án þess að stjórn- völd gefi nokkra skýringu. Ekki eru það aðeins blaöamenn san hverfa sporlaust i Argentlnu. Daglega hverfur fólk þar I landi. Fyrir tveimur vikum krafðist mannréttindahreyfingin I Buenos Aires upplýsinga um afdrif tveggja þúsunda niu hundruða fimmtiu og tveggja manna sem horfið hafa og talið er að öryggis- lögregla Argentinu hafi rænt. Af þessum tæplega þremur þUsund- um hafa um það bil fimm hundr- uð horfið síöan i miðjum mai- mánuöi. Fyrr á þessu ári lýsti herfor- ingjastjórnin I Argentinu þvi yfir að 3.337 pólitlskir fangar sætu i fangelsum þar i landi. Mannrétt- indahreyfingin segir I þessu sam- bandi að auk þess hafi þúsundir annarra verið handteknir eða myrtir siðan herforingjar tóku völdin I sinar hendur I marsmán- uði 1976. Hvað varöar refsiaðgerðir Bandarlkjanna gegn herforingja- stjórninni i Argentinu áli'ta ráða- menn i Buenos Aires hinn mikla fjölda horfins fólks vera helsta vandamálið. Bandarikin hafa stöðvaö hergagnasendingar til landsins svo og lánaveitingar. Spænska dagblaðið E1 Pais segir að ráöamenn i Argentinu séu áhyggjufullir yfir stefnu Carters og telji hana koma I veg fyrir eðli- legt samband þessara tveggja landa. Þó bendir ekkert til þess aö þeir muni beygja sig fyrir kröf- um Bandarikjamanna. Þess i staö hafa ráöamenn i Argentinu brugðist harkalega við oröum Bandarikjamanna um að herfor- ingjastjórn Videla beiti pólitlsk- fanga pyntingum.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.