Þjóðviljinn - 08.09.1978, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 08.09.1978, Blaðsíða 8
t 8 SIÐA — ÞJÓÐVILJINNL Köstudagur 8. september 1978 ADDA BÁRA SIGFÚSDÓTTIR, borgarfulltrúi í Reykjavík: „Samtökin hafa mikilvægu hlutverki aö gegna” ,,Þar sem ég hef veriö formað- ur allsherjarnefndar þingsins hefur hugur minn verið bundinn • viö viðfangsefni nefndarinnar fremur en við verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga eða stað- greiðslukerfið, sem eru aðalmál þingsins,” sagði Adda Bára Sigfúsdóttir, borgarfulltrúi i Reykjavik, þegar blaðamaður gómaði hana vestur á Hótel Sögu. „1 allsherjarnefndinni höfum viö einkum tekið á ýmsum málum sem erubrennandi i augnablikinu hjá sveitarfélögunum fremur en langtímaskipulagningu. Þar ber hæst fjármálin og m.a. fjallaði nefndin um þann hluta tekna sem felast i Jöfnunarsjóöi sveitar- félaganna. t þann sjóð rennur m.a. viss hluti söluskatts og þeg- ar söluskattur er felldur niður af ákveðnum vöruflokkum, eins og nú stendur til að gera, þá þýöir það tekjurýrnun sem sveitar- félögin eiga erfitt meö að mæta.” — Hvernig er Uthlutað Ur þess- um sjóði? ,,1 meginatriðum erUthlutunúr sjóðnum gerð i hlutfalli við ibúa- fjölda, en svo er einnig gert ráð fyrir þvi aö hægt sé að rétta hlut þeirra sveitarfélaga sem höllum fæti standa. Þetta er aðeins eitt dæmi um mál, sem er sameiginlegt hags- munamál allra sveitarfélaga og um leið sérmál litilla sveitar- ,,t mörgum málum eiga öll / sveitarfélögin sa meiginlegra' hagsmuna að gæta.” félaga sem litlar tekjur hafa. Slik mál eru mýmörg, og þing sem þetta vekur gjarna athygli á mál- um sem eölilegt er að sveitar- félögin i heild beiti sér i gagnvart rikisvaldinu. Þannig er þvi t.d. farið með verðlagningu á landi, en dýr landakaup brenna mjög á mörgum sveitarfélögum. T.d. var samþykkt hér á þinginu áskorun til rikisstjórnarinnar um að hún setji lög um aö eignarnámsverð- mæti lands skuli miöast við þann afrakstur sem eigandi hefur haft af landinu en ekki miöast við legu landsins, eins og algengt er. Þetta er að minu mati mikiö þarfaverk, og óskandi væri að slik lög yrðu sett hið fyrsta. Samtök sveitarfélaga og lands- þing þeirra hafa mikilvægu hlut- verki að gegna. I mjög mörgum málum hafa öll sveitarfélögin sameiginlegra hagsmuna að gæta og þvi er nauösynlegt að einhver aðili,eins og samtökiageti komiö fram fyrir hönd þeirra allra gagnvart alþingi og rikisstjórn.” —AI HILMAR INGÓLFSSON, bæjarfulltrúi í Gardabæ: „Samvinna um stærri verkefni stendur okkur næst” ,,Ég hef saknaö þess úr um- ræðum hér að ekki skuli frekar hafa verið rætt um að taka upp nauösynlega samvinnu sveitar- félaganna um stærri verkefni,” sagði Hilmar Ingólfsson, bæjar- fulltrúi i Garðabæ. „Ég tel nauðsynlegt að ná sliku samstarfi sérstakiega á sviði skipulagsmála hér á höfuðborg- arsvæöinu, en þaö strandar á ýmsu. Kópavogur hafði á sinum tima forgöngu um að kalla saman til samtaka sveitarfélaga á höfuð- borgarsvæðinu, — þau vorusettá laggirnarogbúiðer aösetja þeim lög. Meginverkefnið var að setja upp þróunarstofnun höfuðborgar- svæðisins, en i þessum efnum hefur bökstaflega ekkert gerst. Hilmar Ingólfsson: ,,Bind ákveönar vonir viö að hinn nýi f élagsmálar áðherr a, sem er reyndur sveitarstjórnarmaðui hreinsi til varðandi verkaskipt- inguna.” AUir vilja halda sinu og vera smákóngar hver á sinum stað, og meðþeim hætti er ekkihægt aö ná heUbrigðu samstarfi.” ,,Það er ekki nóg að tala um sameiningu litlu hreppanna úti á landi, þegar stóru sveitarfélögin geta ekki komið sér saman við lausn stærri mála sem brenna á þeim öUum. Ég eins og fleiri set nú aUt traust á aö Reykjavikur- borg gerist virkur aðili að sam- tökum sveitarfélaga á höfuð- 1 fyrradag lauk i Reykjavik .11, landsþingi Sambands isl. sveitar- félaga. Eins og skýrt hefur verið frá i Þjóðviljanum var aðalumræðuefni þingsins verkaskipting rikis og sveitarfélaga og skattkerfið. Einnig var kosin ný stjórn og formaður sam- bandsins, en landsþingin eru haldin á fjögurra ára fresti að afloknum sveitarstjórnarkosningum. Hér birtist siðari hluti viðtala sem blaðamenn Þjóðviljans áttu við þing- fulltrúa. SKULI ALÉXANDERSSON, oddviti á Hellissandi: borgarsvæðinu til að þessi mál þokist eitthvaö áfram, og ég vona að á næsta landsþingi snúist um- ræður frekar um þessi mál. Þetta eru nefnilega þau mál, sem standa næst okkur bæjarfuU- trúum hér á svæðinu, og liklega væri réttast að stofna til ,/iöfuð- borgarráös” sem fjalli um og leysi brýn verkefni, þvi bæjar- stjórnirnar viröast ekki geta komið sér saman um sUkt. Ég bendi Uka á ágæta sam- vinnu sveitarfélaganna á Suður- nesjum. Þeir eru með sameigin- lega hitaveitu, sameiginlegan fjölbrautaskóla, vegagerð o.fl., og nú stendur til að reisa sam- eiginlega sorphreinsunarstöð. Þetta samstarf hefur reynst hag- kvæmt öllum aðilum og sveita- stjórnirnar eru sjálfstæðar eftir sem áöur. Spurningin er hvort samstarf þeirra leiðir ekki til þess að SASIR, Samband sveitar- félaga i Reykjaneskjördæmi skiptist í tvennt, þannig að sveitarfélögin á Suðurnesjum veröi sjálfstæðir aðilar og jafnvel sjálfstætt kjördæmi og við hinir snúum okkur að frekari sam- vinnu við Reykjavik.” — Hvað með verkaskipting- una? ,,I ýmsum málum rikir afar ó- eðlileg verkaskipting milli rikis- ins og sveitarfélaganna. Siðasta rikisstjórn stóð sig t.d. engan veginn í stykkinu i skólamálum, og enn eru engin lög til um fram- haldsskólastigið. Ibúar sveitar- félaganna þrýsta auðvitaö á um þá þjónustusem eðlilegt er, og af- leiöingin er sú aö sveitarfélögin sitja uppi með framhaldsskóla- reksturinn. Ég bind ákveðnar vonir við að hinn nýi félagsmála- ráöherrasem er reyndur sveitar- stjórnarmaður hreinsi til varð- andi verkaskiptinguna. Annars hafa menn hér talað um aðnauösynlegt væri að fá skýrari linur og glögg skil milli verkefna rikis og sveitarfélaga. Ég tel þaö engan veginn nóg ef menn fá ekki þá þjónustu hjá rikinu, sem nauð- synleg er, og vil nefna eitt dæmi. Siðan rikið tók yfir alla löggæslu, hafa euðvitaðveriðhreinni linur i verkaskiptingu þar, — en sveitar- félögin hafa engin áhrif á það hvort þau yfirhöfuð fá þá lög- gæslu sem nauðsynleg er. Garð- bæingar hafa hvað eftir annað fengið synjun þegar beðið hefur verið um aukna löggæslu i bæinn, og m.a.s. bauðst bæjarstjórnin til að borga brúsann, en allt kom fyrir ekki. Leyfið var ekki veitt.” —A1 „Samtökin eru ólýðræðis- lega byggð upp” ,,Égtel að þessi samtök séu góö sem upplýsingaaðili og umræöu- grundvöllur, en ég tel frálcitt aö gera þau aö ákveöinni stjórn- sýslustofnun eins og hugmyndir hafa verið uppi um, vegna þess aö þau eru ólýöræöislega byggö upp,” sagöiSktili Alexandersson, oddviti á Hellissandi. „Fulltrúar á þetta þing eru kjörnir af sveitarstjórnunum sjálfum og eru fyrst og fremst fulltrúar hvers meirihluta, sem myndast hefur. Minnihlutaflokk- arnirhafaáttmjögfáafulltrúa og ekki I neinu hlutfalli við atkvæða- fylgi sitt i landinu. Þess vegna er þingiö ekki ályktunarhæft i sveitarstjórnarmálum sem eru stórpólitisk mál. Sem umræöu- og fræðslustofnun hafa samtökin hins vegar komiö að mjög miklu gagni, og ég hef nákvæmlega sömu skoðun gagnvart lands- hlutasamtökunum. Þau eru ágæt heima I héraði til síns brúks, en alls ekki sem stjórnunartæki.” — Hvað segir þú um verka- skiptinguna? „Eg varð fyrir vonbrigðum með að tvéir seinni þættirnir i vinnnu verkaskiptingarnefndar- innar, — tekjustofnabreytingin og stórnsýslubreytingin, — skyldu ekki liggja fyrir þessu þingi. Þess vegna var ekki unnt að taka af- stööu til verkaskiptingarinnar Skúli Aiexandersson: ,,Mínni- hlutaflokkar hafa átt fáa fulltrda og ekki i neinu hlutfalli viö at- kvæðafylgi sitt.” sjálfrarnema að litlu leyti. Ég tel það lika galla aö umræður um þessi efni voru litlar og nær engar um framtið nefndarinnar sjálfr- ar.” — Hvað með aukna samvinnu sveitarfélaganna um stærri verk- efni? „Slikt getur að vissu leyti komið til greina, en þó eru mögu- leikarnir takmarkaðir vegna sveitarstjórnarskipunar. Það er auðvitað hægt að stofna til sam- vinnu 2ja eða 3ja sveitarfélaga um ákveðið málefni, en slikt hleö- ur utan á sig Þá þarf aö búa til nýja stjórn utan um samstarfið, sem siðan vinnur sjálfkrafa að mestu. Þannig er ákvörðunar- valdið fært frá sveitarstjórnunum yfiri fjarlægaristofnanirogmeö þvi tel ég hættu á að tengsl og þátttaka almennings og jafnvel sveitarstjórnarmanna i ákvörö- unartektinni minnki." —AI SIGURJÓN PÉTURSSON, forseti borgarstjórnar Reykjavíkur: „Pólitísk samsetning þingsins í engu sam- ræmi við þjóðarvilja,-” „A þessu þingi má sjá annmarka hins fullkomna full- trúalýöræðis,” sagði Sigurjón Pétursson, forseti borgarstjórnar Reykjavikur. „011 sveitarfélögin kjósa sér a.m.k. 1 fulltrúa, sem i raun er fulltrdi þess meirihluta sem myndast hverju sinni I sveit- arstjórninni. Pólitisk samsetning þingsins er þvi i engu samræmi við þjóöarvilja og breytt flokka- fýlgi i siðustu kosningum skilar sér aö litlu leyti inná þetta þing”. „Ég hef nú á þessu þingi starfað I kjörnefnd og er það I fyrsta sinn sem Alþýðubandalags- maður á sæti þar. Menn munu al- mennt sammála um að viö upp- stillingu til stjórnar og fulltrúa - ráösberiað fylgja þremur megin- sjónarmiöum: 1. Að samsetning stjórnar úr þéttbýli og dreifbýli sé sem jöfnust. 2. Að allir lands- hlutar hafi fulltrúa inni i stjórn- inni og fulltrúaráðinu og 3. að pólitisk samsetning þjóðarinnar á hverjum tima endurspeglist i stjórninni. Það hefur tekist misjafnlega að fylgja þessum markmiöum, ágæUega með hin fyrri tvö, en tæpast er hægt að segja hið sama um hið siöast talda. Alþýöuflokkurinn hefur t.d. ekki átt fulltrúa I stjórninni s.l. 8. ár. Alþýðubandalagið hefur s.l. 4 ár átt 1 fulltrúa, Loga Kristjáns- son, en engan þar á undan. Ég tel ákaflega mikilvægt að stjórn og fulltrúa- táö Sambands Isl.sveitar- félaga sé þannig samsett aö þar komi fram öll sjónarmið sem uppi eru i sveitarstjórnum, bæði byggðaleg og pólitisk. Flokkarnir hafa að visu markað litla stefnu I málefnum sveitarfélaga á flokkslegum grundvelli og mér er nær að halda að skoðanir manna á sveitar- stjórnarmálum fari ekki eftir flokkslinum nema að takmörkuðu ieyti. Það hefur t.d. verið almenn skoðun sveitarstjórnarmanna, hvar i flokki sem þeir standa, að auka beri verkefni sveitar- félaganna. Sveitarstjórnir standa verkefnunum nær og hafa staðar- þekkingu, sem aðrir, svo sem em- bættismenn rikisins,hafa ekki til að bera. Hins vegar þegar um stærri mál, svo sem raforkumál er að ræöa, þá eru skoð- anir skiptar og þar má greina misjöfn sjónarmið sem tengjast annars vegar flokkspólitik og hins vegar landshlutasjónarmiðum”. — Hvað með verkefni þingsins? „Þetta þing fjallar um um- ræðuefni sveitarfélaga og þinga um langan tima: Verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga og skatta- kerfið. Það fyrmefnda er nú aðeins að þokast áfram, en ákaf- lega gengurþað hægt. Éghef uppi ákveðnar efasemdir um stað- greiðslukerfi skatta og er hræddur um að það reynist sveitarstjórnunum ekki nógu hagkvæmt. Min skoðun er þvi sú, að það veröi aö gaumgæfa sér- staklega vel áður en þaö verður KRISTINN V. JÓHANNSSON, forseti bæjarstjórnar í Neskaupstaö: „Sameiningin er brýn naudsyn” Kristinn V. Jóhannsson, forseti bæjarstjórnar á Neskaupstaðjvar einn þeirra 6 sveitarstjórnar- manna sem unnu upp i samvinnu við jafnmarga fulltrúa ríkisins tillögur um verkaskiptingu rikis og sveitarfélaga, en tillögur 12 manna nefndarinnar voru aðal- umræðuefni landsþingsins. Krist- inn átti einnig sæti i þingnefndinni sem fjallaði um tillögurnar, en þingið samþykkti yfirlýsingu um verkaskiptinguna, þar sem lýst var yfir ánægju með þennan áfanga og jafnframt lögð áhersla á að siðari þáttunum tveimur, tekjuskiptingunni og stjórnskip- aninni yrði lokið hið fyrsta. „Menn voru almennt sammála um að ekki væri unnt að taka fullnaðarákvöröun um verka- skiptinguna fyrr en siðari þættirn- ir tveir liggja fyrir”, sagði Krist- inn. „Nefndarálit þingsins var al- mennt orðað, — tekin var jákvæð afstaða til tillagnanna i heild og um ágreiningsefni urðu ekki miklar umræður, einfaldlega vegna þess að þó að ýmislegt ork- aði tvimælis i tillögunumþá töldu menn að ekki væri unnt að taka afstöðu til einstakra þátta fyrr en séð er fyrir endann á tekjuskipt- ingunni og umdæmaskipaninni.” — Telur þú að nefndin geti lokið störfum fyrir áramót eins og lagt er að henni i áliti þingsins? ,,Ég tel það nú nokkra bjart- sýni. Ég held við gætum klárað annan þáttinn á þeim tima en varla báða. Ætli það verði fyrr en undir vorið sem þessu lýkur hið fyrsta, en þó fer það auðvitað eftir hversu mikla áherslu félags- málaráðherra leggur á að hraða störfum nefndarinnar. Við skiluð- um áfangaskýrslunni i april s.l. en siðan hefur nefndin ekki verið kölluð saman.” — Nú hafa orðið stjórnarskipti og nýr félagsmálaráðherra tekið við, auk þess sem mikil manna- skipti hafa orðið i sveitastjórnum og i stjórn sambandsins. Verður nefndin ekki stokkuð upp með til- liti til þess? „Ég held að menn telji eðlilegt að þessi nefnd ljúki sinu verki en þaö er félagsmálaráðherra aö ákveða hvort skipt veröur um menn i nefndinni.” — Verður ekki erfiðast að taka á sameiningu sveitarfélaga og breytingu á umdæmaskipun landsins? „Skilningur sveitarstjórnar- manna á nauðsyn þess að sam- eina sveitarfélögin hefur farið vaxandi. Stór hluti þeirra er of litill til að taka við auknum verk- efnum en auðvitað er óljóst hvað „starfhæfar einingar” eru i þess- um efnum. 1 Danmörku hafa þeir komist að þeirri niðurstöðu að i Sveitarstj órnarmenn teknir tali Sigurjón Pétursson lögfest til þess að það skapi ekki aukna fjárhagserfiðleika fyrir sveitarfélögin.” — En sameining sveitarfélaga? „Sameiningin hefur verið lengi á dagskrá. Aðalmarkmið hennar er að skapa það stórar heildir að þau gætu unnið vel að nauösyn- legum verkefnum og skapa þannig aukið jafnræði f þjónustu við landsmenn. Þetta hefur reynst erfitt viðureignar og siðan ég man eftir i bili, hefúr aöeins einsameining átt sér stað, en það var þegar Eyrarhreppur og tsa- fjöröur voru sameinaðir. Hins vegar hefur stóraukist aðsveitar- félög tækju upp samvinnu sfn i milli um stærri verkefni, svo sem byggingar og rekstur skóla”. - Hvað með samvinnu eða sam- einingu sveitarfélaganna á höfuð- borgarsvæðinu? „Sameining þessara sveitar- félaga hefur ekkikomiö alvarlega tilumræðu. Þessisveitarfélög eru öll stór á íslenskan mælikvarða og stærðar sinnar vegna eru þau fær um að halda uppi nauð- synlegri þjónustu. Hvaö sam- vinnuna varðar þá eru til Samtök veeitarfélaga á höfuðborgar- svæðinu, en verkefni þeirra hefur aðallega verið hugsað á sviði skipulagsmála. AI Kristinn V. Jóhannsson hverju sveitarfélagi þurfi að búa 5000 manns hiö fæsta, en okkar einingar yrðu að sjálfsögðu að vera minni. Menn hafa oftast nefnt tölu einhvers staðar á bilinu 60-70 sveitarfélög i þessu sam- bandi og það tel ég ekki fjarri lagi, en nú eru sveitarfélögin hér 224 og mörg þeirra með innan við 200 ibúa. Þar sem ég bý I Neskaupstað eru tvö sveitarfélög innan sama fjallahrings. Þetta var einn hreppur fram til 1913 en þegar þéttbýli fór að aukast þótti ekki eðlilegt að saman væru i sama sveitarfélagi þorp og sveit. Nú búa um 1700 manns i Neskaupstað en i sveitahreppnum um 130-140 manns. Þeir sækja alla sina þjón- ustu út til okkar. Þetta er sama læknishérað, sama kirkjusóknin, sami vinnumarkaðurinn og sama skólaumdæmið, nema hvað þeir eru með barnaskóla fyrir 6 fyrstu bekkina, en eftir það koma krakkarnir út til okkar. Sameining sveitarféiaganna er mjög viðkvæmt mál og mikið til- finningamál fyrir marga, sér- staklega á smærri stöðunum. Ég tel algera nauðsyn á að fækka og sameina sveitarfélögin, helst með frjálsri sameiningu eins og gert hefur verið i Finnlandi, en ef það tekst ekki, þá með lagaboði. Ég held það yröi skammær sársauki, sem menn yrðu fljótir að gleyma. Menn halda að með sameiningu við stærri sveitarfélag veröi þeir útundan, en eins og nú er hafa litlu hrepparnir ekki fjárhagsiegt bolmagn til neins, og ógerningur er að færa þeim aukin verkefni”. Föstudagur 8. september 1978 ÞJÓÐV.ILJINN — StÐA 9 Sveitarstjórnarmenn á landsþingi: Vilja stað- greiðslu skatta sem allra fyrst 11. landsþing Sambands isl. sveitarfélaga, sem lauk í fyrra- dag í Reykjavík/ f jallaði um staðgreiðslukerf i skatta. I ályktun þingsins um stað- greiðsluna segir að þingið sé fylgjandi því að slíkt inn- heimtukerfi komist á sem fyrst. Verðtrygging helstu tekjustofn- ana sveitarfélaga hefur aug- Ijósa kosti fyrir þau og um leið ibúa þeirra að því tilskyldu, að staðgreiðslukerf ið reynist framkvæmanlegt og virkt. Landsþingið telur þvi út af fyrir sig jákvætt, að lagt hefur verið fram á Alþingi frumvarp til laga um stað- greiðslu opinberra gjalda en hefur ekki aðstöðu til að meta, hvort ákvæði frum- varpsins tryggi framkvæmd þess, verði þaö lögfest. 1 þessu sambandi er bent á, að öll stjórnun og framkvæmd staðgreiðslu- innheimtunnar verður samkvæmt ákvæðum frumvarpsins I höndum embættismanna rikisins. Er þvi eðli- legt, aö rikisvaldið ábyrgist og tryggi sveitarfélögum skil á hlutfallslegum greiðslum samkvæmt fjárhagsáætl- unum þeirra, svo sem lögð var áhersla á i umsögn sambandsins haustið 1968. Hér er um grundvallaratriöi að ræða, sem markar i veigamiklum atriðum afstöðu landsþingsins til frumvarpsins i þeirri mynd, sem það liggur nú fyrir. Um önnur einstök ákvæði frumvarpsins vill landsþingið taka fram: 1. Ekki verður fallist á nauðsyn þess, að innheimtufé alls staðar af á landinu verði jafnóöum safnað til innleggs á reikning hjá Seðlabanka Islands (sbr. 43.gr.) 2. Nauðsynlegt er að greiðsla stað- greiðslugjalda til sveitarsjóða berist mun oftar en mánaöarlega, helst dag- lega og alis ekki sjaldnar en vikulega (sbr. 57. gr. 1. mgr.). 3. Akvæði um, að haldið veröi eftir 3% af innborguðu fé til að standa undir kostnaði við innheimtu og álagningu stefnir að þvi að velta verulega aukn- um kostnaði yfir á sveitarfélög og krefst þvi endurskoðunar og lækkunar að þvi er tekur til sveitarsjóðagjalda (sbr. 57. gr. 2 mgr.). 4. Frumvarpið gerir ráð fyrir að „eftir- áinnheimta” sveitarsjóðsgjalda verði i höndum innheimtumanna sveitar- sjóða (sbr. 63 gr.). Þótt ljóst sé, að sveitarfélög verða áfram með marg- vislega innheimtu, sem ekki fellur undir staðgreiðsluna, viröist hag- kvæmara og eölilegra, að slik „eftir- áinnheimta” verði i höndum inn- heimtuaðila staðgreiöslugjalda. Leidrétting 1 frétt Þjóðviljans um stjórnarkjör á iandsþingi Sambands isl. sveitarfélaga i gær leyndist meinleg villa. Rétt er að i tillögu Suðurnesjamanna aö stjórn var gert ráð fyrir 1 Alþýðubandalagsmanni en ekki eingöngu Sjálfstæðis- og Fram- sóknarmönnum eins og sagt var i frétt- inni. Þá sagði ennfremur að i tillögu Björgvins Guðmundssonar hefði Jóhann G. Möller verið settur inn i stað Sigur- geirsSigurðss. bæjarstjóra á Seltjarn- arnesi, en rétt er að gerð var tillaga um Ólaf Björnsson úr Keflavik i stað Sigurgeirs. Eftir sambræðslufund kjör- nefndar og tillögumanna var gerð ný tillaga sem siöan var samþykkt og var þá Jóhann Möller frá Siglufirði settur inn f stað Bjarna Þórs Jónssonar, bæjarstjóra á Siglufiröi, en Sigurgeir var áfram inni. —AI Sjálfvirk símstöð veröur tekin í notkun nú um mánadamótin fyrir Gaulvetja- bœjar- og Villinga- holtshreppa Þrjár aörar sjálfvirkar stöðvar í gagnið fyrir áramót Reiknaö er með að sjálfvirka sim- stöðin á Hamri verði tekin I notkun um næstu mánaðamót, en stöðin mun þjóna Gaulverjabæjar- og Villingaholts- hreppum. Samkvæmt upplýsingum Þorvarðar Jónssonar hjá Tæknideild Landssimans, var sjálfvirka stöðin sett upp á Selfossi til bráðabirgða. Húsið var siðan flutt fyrir nokkrum dögum á grunninn, sem búið var að steypa á Hamri, og verður nú unnið aö þvi að setja allar einingar i stöðina og tengja húsið viö vatn, raf- magn, klóak og strengjalögn og prófa stöðina. Talið er að þetta verk taki septembermánuö og veröur stöðin þá tilbúin i byrjun október. Sjálfvirka sim- stöðin á Hamri átti samkvæmt áætlun að vera tilbúin 1. september sl. Stöðin er 100 númera, og leggst hand- virk simaafgreiðsla niöur þegar hún verður tekin i notkun. Simanúmer á öllu landinu eru i kringum 80 þúsund, og eru 6-7% þeirra handvirk, þ.e. ekki tengd sjálfvirkum stöðvum. A einstaka stað á landinu hefur máitð verið leyst meö radió- stöðvum, t.d. hafa eyjar á Breiðafirði simasamband um radióstöö við Stykkis- hólm, Mjólkárvirkjun hefur slikt radio- samband til Bildudals og veöurat- hugunarstöðin á Drangsnesi til Nes- kaupstaðar. Þorvarður taldi að helsta aðferðin til að leysa simamál dreifbýlisins væri að koma upp litlum sjálfvirkum stöðvum á þéttbýliskjörnum, sem viöa virtust vera að myndast, einkum á Suöurlandi. Landssiminn væri með 30 númera stöðvar, sem siðan má stækka upp i 90 númer, og virðast þær henta vel i slikum þéttbýliskjörnum. Nýjar sjálfvirkar simstöðvar, sem opnaðar verða á næstu mánuðum fyrir utan stöðina á Hamri eru þrjár: Á Laugalandi i Holtum, Rangárvalla- sýslu, aö Fljótum i Skagafirði og Ara- tungu i Biskupstungum. Allar þessar simstöðvar verða opnaðar fyrir árslok. —eös

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.