Þjóðviljinn - 08.09.1978, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 08.09.1978, Blaðsíða 5
Föstudagur 8. geptember Í978 ÞJÓDVILJINN — StÐA 5 Á formannaráðstefnu Bandalags starfsmanna ríkis og bæja, sem hald- in var 31. ágúst sl., var samþykkt, að fagna skyldi þeim ráðstöfun- um sem rikisstjórnin hyggðist gera i efna- hagsmálum. í ráðstöf- unum stjórnarinnar felst, eins og kunnugt er, að kjarasamningamir skyldu teknir i gildi frá 1. september. Ráðstefnan benti á, að með þvf að setja visitöluþak við vissa krónuupphæð væri rikisstjórnin þó ekki að koma samningunum i gildi og væri BSRB nií sem fyrr andstætt sliku þaki. Hins vegar segir i ályktuninni, að sá þáttur loforða rikisvaldsins, að afnema Frá formannaráðstefnu BSRB: Ráðstefnan vill fyrir sitt ieyti stuðla að þvi að rikisvaldið geti náð þeim árangri að hamla gegn verðbólgu og afleiðingum hennar. Haraldur Steinþórsson, framkvæmdastjóri BSRB: Haraldur Steinþórsson: Lit svo á að straumhvörf þau sem áttu sér stað við siðustu kosningar séu að verulegu leyti afleiðing barátt- unnar 1. og 2. mars sl. Meirihluti félagsmanna fær fullar vísitölubætur lögbundinn tveggja ára samn- ingstima og geröardóm um sérkjarasamninga, auk þess sem opinberum starfsmönnum væri ætlaður sami verkfallsréttur og öðrum launþegum, sé svo mik- ið mál, að sambandið muni beita sérfyrir þvii samningi að afsalað verði 3 prósent launahækkun sem átti að koma til framkvæmda 1. april næstkomandi. I aðgerðum rikisstjórnarinnar felst einnig, að endurskoöun skuli framkvæmd á visitölugrunninum og tekið verði upp samstarf milli stjórnvalda og stéttarfélaga. Sér- stök undirnefnd rikisstjórnarinn- ar hafi ávallt samband við laun- þegasamtökin um þau mál sem sérstaklega snerta hagsmuni fé- lagsmanna. Til þess aðfá nánari skýringu á þvi sem felst i samþykkt for- mannaráðstefnu BSRB, ræddi Þjóðviljinn við Harald Steinþórs- son framkvæmdastjóra banda- lagsins, og spurði hann fyrst, hversu mikið vantaði á að kjara- samningar BSRB væru i gildi. — Við höfum ekki nákvæmar upplýsingar um fjölda BSRB-manna i hverjum launa- flokki. Þóskilst mér að fyrir ofan 13. launaflokk sé um helmingur félaga og þá annaö eins fyrir neð- an. Fullar visitölubætur yrðu greiddar upp I 3. þrep 15. launa- flokks, þannig að meirihluti fé- lagsmanna innan BSRB væri kominn með fullar visitölubætur og allir þeirra sem á vantar með mun minni skerðingu ener i dag. Það þýðingarmesta fyrir alla BSRB-menn, hvar i launaflokki sem þeir standa, er að kaupráns- lögin verði numin lir gildi. Ávinn- ingurinn sem fæst við það er margfaldur á við það sem vantar á að samningarnir séu aö fullu i gildi. Endahef égeinhvers staðar séð útreikning á þvi, að kjara- skerðingin muni verða bætt allt að 96 prósentum hjá opinberum starfemönnum. — Breytir það engu í afstöðu sambandsins, að eitt félag, Starfsmannafélag Reykjavikur- borgar, verður með samninga sina að fullu i gildi frá næstu ára- mótum, samkvæmt ákvörðun borgarstjórnarinnar? — Nei, það ætti ekki að breyta neinu. Skipulag samtakanna er þannig, að BSRB semur fyrir rikisstarfsmenn, en hvert bæjar- starfsmannafélag viö sina sveit- arstjórn. Útkoman úr siðustu samningum varð til dæmis þann- ig, að starfsmannafélög voru með ýmis ákvæði i sinum samningum sem ekki voru hjá rikisstarfs- mönnum, og sum auk þess með öðru visi launastiga en BSRB. Svona lagað hlýtur að geta gerst þegar verið er að semja á mörg- um vigstöðvum. Vitanlega má Verðum að stuðla að því að fíja ríkisstjórninni verði ekki aðeins tjaldað til einnar nætur gera ráð fyrir, að þeir sem skemmra eru komnir i samning- um vitni til samninga borgar- starfsmanna, en hvenær er slikt ekki gert? — Eru opinberir starfsmenn með einhverjar hugmyndir um i hvaða átt endurskoðun visitölu kerfisins skuli beinast? -Við höfum verið með okkar sér- stöku stefnu i sambandi við visi- töluna. 1 siðustu samningum lögðumvið þannig til, að bil milli launaflokka væri föst krónutala en ekki prósenta. Við lögðum einnig til að munur milli hæsta og lægsta launaflokks yrði minnkaö- ur frá þvi að vera tæplega þre- faldur i það að vera rétt liðlega tvöfaldur. Skerðingin sem við höfum núbúið við um skeið hefur að visu minnkaö launamuninn nokkuð, en okkur finnst það hins vegar ekki rétt leið, að það skuli vera verðbólgan sem sér um að ákveða launamuninn. Launamun á að semja um, rétt eins og gert er á skipum, þar sem sumir eru ráðnir upp á einn hlut, sumir upp áeinnog kvartog skipstjóri upp á tvohluti. Slikt hlutfall helst, hvort sem vel veiðist eða illa. Þetta er okkar kenning og við viljum siðan við endurskoðun samnings minnka þennan launa- mun eftir þvi sem hægt er. Þetta er megin munurinn á þeirri visi- tölustefnu sem gilt hefur hjá BSRB og þeirri sem gilt hefur hjá ASl, þar sem prósentureglan er látin gilda um ýmsa kaupliði. Varðandi gerð visitölunnar, þá er það hlutverk hennar að mæla hækkanir. Slikt er hægt að gera á marga vegu, en það verður að vera ákveðið samræmi i þvi. Það er útílokað að sumt i kjarasamn- ingum sé mælt i prósentum, eins og verkstjórn, hæðarálag og jafn- vel verkf ærapeningar, sem bundnir eru prósentum og verða þannig þeim mun meiri sem minna er notað af verkfærum. Þetta ætti að afnema allt saman ef taka skal upp almenna krónu- tölureglu. Slikt gæti þýtt endurmat á hug- tökum eins ogyfirvinnu og nætur- og helgidagavinnu. Við hjá BSRB höfum sjálfir fyrir löngu tekið það upp i samningum, að vaktaálag er það sama i krónutölu til allra, hvaða launaflokki sem þeir til- heyra. Sá sem er i hærri launa- flokki fær ekki meiri peninga fyrir aðvaka á nóttunnien sá sem erlægralaunaður. Öþægindineru þau sömu. Þannig koma margir möguleik- ar til greina, en það verður að vera fullt samræmi i framkvæmd hjá öllum starfsstéttum, bæði hjá verkalýðsfélögunum og BSRB, og allir verða að lúta sömu lögmál- um að öllu leyti. — Nú mætti álita að rikisvaldið hefði aðeins áhuga á að breyta vlsitölugrunninum þannig, að vægi visitölunnar yrði minna fyrir launþega. Ertu ekkert smeykur við þaö? — Ekkert sérstaklega. Það er hægt að láta visitölubætur og tryggingarkerfi vinna saman. Þannig voru fyrstu visitölubæt- urnar sem opinberir starfsmenn fengu svonefndar ómagabætur. Þá fékk sá meira, sem stærri hafði fjölskylduna. Þannig eru til ótal fletir á þessum málum og margar aðgerðir við fram- kvæmd. Ég vil ekki útiloka neina aðferð fyrirfram né heldur halda neinni einni fram sem öðrum betr i. — Er afnám lögbundins samn- ingstima og kjaranefndar svo mikið mál fyrir opinbera starfs- Framhald á 14. siðu Hjólbarðasólun, hjólbarðasala og öll hjólbarða-þjónusta Nú er rétti tíminn til að senda okkur hjólbarða til sólningar Eigum fyrirliggjandi flestar stærðir hjólbarða, sólaða og nýja Mjög gott verð F/jót og góð þjónusta PÓSTSENDUM UM LAND ALLT VINNU STOFAN HF Skiphoit 35 105 REYKJAVÍK sími 31055

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.