Þjóðviljinn - 08.09.1978, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 08.09.1978, Blaðsíða 11
Föstudagur 8. september 1978 ÞJÓÐVILJINN — StÐA II Forma&ur Bræðrafélags Biistaðasóknar, Sigurður Magnússon, afhendir hjónunum að Grundarlandi 22 verðlaun. Verdlaun fyrir snyrtímennsku Það er orðinn árlegur viðburð- ur hjá Bræðrafélagi Bústaöa- sóknar að úthluta viðurkenningu fyrir „snyrtilega umgengni á lóð og húsi”.Að þessu sinni hlutu viðurkenningu hjónin Edda Jóns- dóttir og Ólafur Briem, Grundar- landi 22. 1 greinargerð úthlutunarnefnd- ar segir m.a.: , ,Það er álit okkar að ræktunarmenning, snyrting og fegrun umhverfis aukist og batni með ári hverju, bæöi frá hendi einstaklinga og þess opinbera.”. Morgar ss Kanr Ný bók um Morgan Kane Prenthúsið hefur sent frá sér nýja bók um Morgan Kane, þá elieftu i röðinni. Heitir hún Hefnd'. Þessar verksmiðjufram- leiðslu-sögur úr Villta vestrinu njóta sem kunnugt er mikilla vin- sælda hér á landi. Þær eru norsk- ar að uppruna, en þýðanda er ekki getið. Til fróðleiks látum við fylgja hér með lýsingu á hetjunni Morgan Kane: Fæddur: Haustiö 1855, dagsetn- ing ókunn, einhversstaðar við Santa Fé-veg. Hæð: 192 sm.Þyngd u.þ.b. 75 k. Háralitur: dökkur. Augur: stálgrá. Sérstök einkenni: stjörnulaga ör á hægra handar- baki. Lamaður baugfingur á hægri hendi, festur með skinnhólk við löngutöng. Persónulegir eiginleikar: Mundar byssu á 2/5 sek. Veikur fyrir konum og fjárhættuspili. Taugaveiklaður og einrænn. Ýmislegt sem bendir til geðveilu. Bókin er I vasabroti, 116 bls. að stærð. Ný Ijóöabók: Fyrir stríð eftir Erlend Jónsson Erlendur Jónsson hefur sent frá sér þriðju ljóöabók sina: „Fyrir strið”. Þar segir frá bernsku skáldsins og ungdómsárum „milli kreppu og striðs”. Bókinni er skipt i þrjá kafla: Barnaskap- Gras gegn gláku PHILADELFIA (AFP) — Attatiu ára gamall banda- rikjamaður hefur beðið fylkisstjórnina um leyfi til að kaupa marihuana á löglegan hátt. Maðurinn segir efniö draga úr gláku sem hann þjáist af og er aö gera hann blindan. Fyrir dómstólum sagðist hann hafa reykt marihuana fvrir fimm vik- um og hafi sjónin lagast mikið við það. Heimilislækn* ir mannsins hefur synjað honum um lyfseðil út á gras- iö. ur fyrir strið; Alvaran fyrir strið og Norðurrútan ’39. Fyrsta ljóð bókarinnar heitir Mánudagur og lýkur þannig: Ég kom I heiminn á mánudegi. Litir heimsins blöstu fyrst við augum minum á mánudegi. Lækurinn varð leikbróðir minn. Þjóðvegurinn varð heimili mitt. Hafið varö draumur minn Lifsmyndir hrönnuðust upp og fylltu daga mlna sjónhringum. Visindamenn við háskólann i Montana i Bandarikjunum hafa uppgötvað að fái apynjur ekki nægilegt sink i fæðu sinni um meögöngutiman. eignist þær af- kvæmi sem hegða sér á óeðlileg- an hátt. Þessir apaungar, sem ekki höfðu fengiö nægilegt sink i móðurkviði, léku sér minna en önnur apabörn og voru ekki eins framkvæmdasamir, og þeir sótt- ust meira eftir þvi að kúra hjá mæðrum sinum, að sögn visinda- Bókin er 69 bls. að stærð, pappirskilja. Otgefandi er Almenna bókafélagið. mannanna. Sams konar rannsókn á rottum leiddi einnig i ijós að af- kvæmi rotta, sem ekki höfðu fengiö sink i fæðu sinni á með- göngutimanum , hegöuðu sér óeðlilega þegar þau voru full- vaxta. Reyndust þau hafa minni heila en aðrar rottur og eignuðust minni afkvæmi. Ekkert er vitað um áhrif sink- skorts á mannanna börn, en ólík- legt er hann sé eins alvarlegur fyrir þau og fyrir afkvæmi apa og rotta. — (Reuter). Sinkskortur hefur illar afleidingar Blaðberar óskast Austurborg: Sunnuvegur (nú þegar) Akurgerði (1. okt.) Vesturborg: Háskóli — Tjarnargata (nú þegar) Hjarðarhagi (nú þegar) Kvisthagi (nú þegar) Miðsvæðis: Laufásvegur (nú þegar) UOBVIUINN Siðumúla 6. Simi 8 13 33 Sölumaður/ Skrifstofustörf Óskum eftir að ráða sölumann að Bif- reiðadeild vorri, nú þegar. Einnig óskum við eftir að ráða i almenn skrifstofustörf. Frekari upplýsingar gefur Starfsmanna- hald. Samvinnutryggingar Ármúla 3, Reykjavík. Sendill óskast eftir hádegi til léttra sendiferða tlJOÐVIUINN Sími 81333 Framkvæmdastjóri Búnaðarfélag íslands óskar að ráða fram- kvæmdastjóra við nautauppeldisstöð félagsins i Þorleifskoti (hjá Laugardæl- um) hið fyrsta. Nauðsynlegt að umsækj- andi sé landbúnaðarkandidat. Umsóknir berist Búnaðarfélagi íslands fyrir 15. okt. n.k. * Búnaðarfélag íslands. Við sendum öllum hjartans þakkir, er sýndu samúð og vinarhug við andlát og jarðarför móöur okkar, tengda- móður, systur, ömmu og langömmu, Valgerðar Bjarnardóttur frá Hreggstöðum. Margrét Sturludóttir, Gunnar Bjargmundsson Unnur Sturludóttir, Svanur Skæringsson Kristjana Sturludóttir, Sigurbergur Andrésson Kristfn Andrésdóttir, Einar Sturluson Einar Bjarnason, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.