Þjóðviljinn - 08.09.1978, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 08.09.1978, Blaðsíða 7
Föstudagur 8. september 1978 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7 (Höfundur aðhillist skinsamlega rjettritun og finnst uppátæki svosem Ypsilon og tvöfaldur samhljóði i áherslulausum atkvæðum til þess eins fallin aö fæla fólk frá skrifum, sje þad ekki langskólagengið.) Orn Olafsson, mennta- skolakennari. Getsakir Árna Hjartarsonar Mikiö hefur veriö ritaö um þau tiöindi aö „vinstri”stjórn skildi minduö án þess aö hún stefndi aö brottför hersins, svo mikiö sem „i áföngum.” baö er mjög aö vonum aö slik stjórnar- þátttaka Abl. veki athigli, en hitt er verra, er menn kalla þetta mikin ósigur herstööva- andstæöinga. ósigur — á hverju áttu menn von? Herin fer ekki viö núver- andi aöstæöur og skiptir engu máli um þaö, hvað stendur i stjórnarsáttmálum. Til þess aö herin fari, þarf einfaldlega miklu þróttmeiri baráttu her- stöðvaandstæðinga. Jeg get ekki kallað það ósigur ef menn átta sig á þvi og hætta aö búast við kraftaverkum af alþingi. Aö þessu leiti er jeg alveg sammála dagskrárgrein Arna Hjartarsonar 31. ágúst s.l. En svo fer I verra, þegar hann tekur til við túlkun tillögu um breitta stefnuskrá Samtaka herstöðvaandstæðinga, undir- ritaðrar af Eliasi Daviössini og ellefu öörum, þ.á.m. mjer. Þar þikir mjer margt fráleitt. Tillagan er um vikkun á stefnuskrá SHA. Auk þess að berjast gegn veru tslands i NATÓ og herstöövum á tslandi skuli SHA einnig beita sjer gegn itökum fjölþjóðlegra auðhringa i efnahags- og menningarlifi íslendinga. Hortittur Það er rjett hjá Arna að i til- lögu okkar tólf er ástæðulaus endurtekning i 1. grein. Þetta er ekkert mál og fljótgert að fella niður lok klausunnar: „og standa vörð um sjálfræöi tslands”, er áður segir: SHA... „eru samfilking allra sem vilja efla sjálfstæði islensku þjóðar- innar.” Svik. Arni segir tillögu okkar tólf- menninga til þess gerða að lama baráttu SHA gegn herstöðvun- um, svo aö ABL eigi þægilegri setu i rikisstjórn sem stefnir ekki að afnámi þeirra: „Breit- ingar þessar eru fólgnar i þvi að minnka áhersluna á baráttuna gegn hernum og NATÓ en beina samtökunum meira inn á al- menna þjóðernisbaráttu ss. gegn erlendri stóriðju.” Þetta er kolrangt. Þótt grund- völlur SHA verði vikkaður, þið- ir það als ekki minkaða and- spirnu gegn herstöðvunum. Nú- verandi starfsemi SHA er als ekki i neinu endanlegu hámarki eins og Arni bendir sjálfur á. Það er meira að segja mögulegt að þvilik vikkun grundvallar efli baráttuna almennt. Nánar um það siðar, en heldur Arni i al- vöru að einir tólf svikarar geti beint herstöðvaandstæðingum frá herstöðvaandstöðu bara með þvi að rjetta þeim annað baráttumál? Skelfing væri þá herstöðvaandstaðan ifirborðs- leg hjá öllum fjöldanum, hrein- asta sjálfsblekking, ekki satt? Auövitað væri þetta ómögulegt. Þjóöremba Arni segir tillögu okkar gagn- sirða af þjóðernisrembu og smáþjóðarómantik. Ekki finnur hann þessum orðum sinum stoð i textanum, enda irði það of erfitt. „Þessi borgaralegu þjóö- ernisslagorð” (þ.e. sjálfstæði þjóðarinnar, sjálfræði landsins) — „hafa þann tilgang að breiða ifir firirbrigði sem allir almenn- ilegir sósialistar vilja afhjúpa — andstæður borgarlegs þjóð- félags og stjettaskiftingu.” Þetta er nú vægast sagt alger þvættingur. 1 tillögu okkar er ekki einu orði andmælt þvi að á Islandi sje stjettaskifting og borgarlegt þjóðfjelag. Það segir svosem ekki heldur i tillögunni — enda fælist þá i henni að SHA skildu vera sósialisk samtök. Það held jeg að fáir sósialistar vilji setja þeim núna. En það eitt að tala um „að efla sjálfstæði islensku þjóðar- innar” er kannski til að „breiða ifir... andstæður borgaralegs þjóðfjelags og stjetta- skiftingu”? Má jeg þá minna á að Lenin og f jelagar hans — sem jeg vona að Arni viðurkenni sem „almennilega sjósialista” — lögðu megináherslu á sjálfsá- kvörðunarrjett þjóða, þegar heimsvaldastefnan drottnar i veröldinni. Töluðu semsje um þjóðarhagsmuni! Þvi sinist mjer að marxistar ættu að geta unað þessu orðalagi ekki siður en þeir sem eru á móti herstöðv- unum af þjóðernisástæðum. En það er höfuðnauðsin að hvorir tveggja rúmist i SHA. Rjett er að taka fram að „sjálfsákvörðunarrjettur þjóða” merkti hjá Lenin ein- göngu rjett til aðskilnaðar, póli- tisks sjálfstæðis eöa fullveldis (sjá Lenin: Sósilisk bilting og sjálfsákvörðunarrjettur þjóða. Collected Works 22, bls. 146, Moskvu 1974). Að sjálfsögðu lögðu bolsjevikar áherslu á stjettabaráttu innan undirok- aðra þjóða ekki siður en drottn- andi, en af þessu leiðir að mis- munandi tengsl auðstjettar til- tekins lands viö erlendar, geta verið verkaliðinum mishagstæð (sama rit, bls 145), enda er það augljóst mál. Hví þessi breiting? Enn segir Arni: „Þarna er vegið að þeim stóra hópi her- stöðvaandstæðinga sem setja vilja herstöðvamálið i stjettar- legt samhengi og telja aö eitt meginhlutverk hersins hjer sje að triggja sjálfstæði (og sjálf- ræði) isl. borgarastjettarinnar gagnvart lágstjettunum.” Þetta er alrangt. Eins og áður segir, fjallar tillagan ekki um stjettaskiftingu nje gefur hún skiringu á til hvers herinn er hjer, enda eiga SHA að rúma fólk sem er á móti herstöðvun- um af imsum ástæðum. Innan SHA eiga sósialistar að sjálf- sögðu að útbreiða sinar skoðan- ir, en þá mega þeir ekki vera einir innan SAH. Jeg skrifaði undir tillögur Eli- ,asar, sannfæröur um að herlið- inu sje ætlað að triggja auð- valdskerfið á Islandi. Altjent gæti vigstaða verkaliðsstjettar- innar stórbatnað við það að her- in færi. Af sömu ástæðum er jeg á móti þvi að erlendir auðhring- ir flæði inn i islenskt efnahags- lif, það mindi veikja stöðu verkaliðsstjettarinnar veru- lega. Þetta hefur verið rökstutt svo oft hjer i Þjóðviljanum að jeg læt nægja að benda á einstök atriði. Eða er ekki augljóst að Scheving-Thorsteinson, SIS, Gunnar Friðriksson & co. eru miklu veikari andstæðingar verkalýðsins en Kennecott, Unilever, AEG og viðlika auð- hringir? Stóð ekki i Neista, að þegar breskir verkamenn gerðu verkfall hjá Ford, ljeti Ford bara auka framleiðsluna i Frakklandi eða Þiskalandi? Þvilika aðstöðu hafa ekki islenskir kapar, en hvernig haldiði að aðstaða verkaliðsins til baráttu irði i þessu dvergriki, ef útibú erlendra auðhringa væru þungamiðja efnahagslifs þess? Hvenær irðu hringirnir nauðbeigðir til að láta undan? Það hefur áreiðanlega oft verið bent á það áður, að sje erfitt að losna við herstöðvarnar nú, þá irði það mun erfiðara ef erlendir auðhringir ættu mjög verulegra hagsmuna að gæta á tslandi. Og er það ekki augljóst? Jeg minni á S-Afriku I þessu sambandi. Fjölþjóölegir auð- hringir bera uppi efnahagslifið þar. S-Afrika er mesta herveldi Afriku sunnan Sahara, en nú, þegar von er aukinna átaka þar, kemur upp sá kvittur að auð- hringir þessir ætli að koma upp eigin herliði i SAfriku. Mjer sinast þvi þessi mál I ó- rofa samhengi. Ef menn eru á móti erlendum herstöðvum hjer og veru Islands i NATÓ, þá hljóta þeir einnig að vera á móti innstreimi erlendra auöhringa. Baráttan gegn herstöðvunum verður þvi ekki marviss nema hún tengist hinni — að þvi til- skildu að herstöövaandstæðing- ar hafi almennt þessa skoðun. Það sinist mjer einmitt vera af þvi sem jeg hefi heirt i her- stöðvaandstæðingum eða lesiö eftir þá, að undanskildum 30-40 sjervitringum. Nú, en úr þvi verður skorið á þingi SHA, hvort þetta er eins og mér sinist. Afstaða Filkingarinnar. Filkingin hefur þá sjerstöðu meðal islenskra vinstrimanna að vera hlint erlendri fjárfest- ingu á íslandi. Rök hennar virð- ast helst vera: a) hún er andvig þjóðernis- stefnu, en það höfum við þegar rætt, þetta kemur málinu ekki við. b) Einokun og alþjóðleg sam- þætting sje eðlileg framþróun auðvaldskerfisins — og sú þróun endi i sósialiskri biltingu. Vissulega álita allir marxist- ar að þróun auðvaldskerfisins sje óhjákvæmilegur undanfari sósialismans. Mjer sinist auð- valdskerfið bara löngu orðið fullþroska. Með heim'svalda- skeiðinu um aldamótin samein- aðist heimurin i eina efnahags- heild. í 3. heiminum, þar sem at- vinnulifið er vanþróaðast, er löngu útsjeð um að það nær ekki stigi vesturlanda á meðan þessi vanþróuðu lönd haldast innan auðvaldskerfisins. Þau eru komin á ákveðin bás. Og hvað ætti aö skorta á þróun efnahagslifsins á Vesturlönd- um? Þar drottna einokunar- hringir i flestum greinum. Á Islandi er þvi ekki eftir neinni þroskun auðvalds að biða áður en unnt verði að hefjast handa um biltinguna. c) Filkingin virðist hlint erlendri fjárfestingu hjerlendis vegna þess, að þegar auðstjettin islenska verði alþjóðlegri, verði verkaliðsstjettin það lika. Sbr. stefnuskrá Filkingarinnar: „Framþróun stóriðju mun breita stöðu og hagsmunum islenska auðvaldsins innan hins heimsvaldasinnaða kerfis. Alþjóðleg tengsl þess munu aukast og gera nauösin alþjóð- legrar skipulagningar barátt- unnar gegn auðmagninu stöðugt ljósari.” (Stjórnmálaáliktun 29. þings Filkingarinnar, Rvik 1975, bls. 77). Þessa „alþjóðlegu skipulagningu baráttunnar” á væntanlega „4. Alþjóðasam- band kommúnista” aö annast, þ.e. trotskistar en i þvi er Filk- ingin. Mjer þikir þessi draumur um vaxandi alþjóðahiggju verka- liðsins — vegna meiri áhrifa fjölþjóða auðhringa hvarvetna — bara vera draumur. Efna- hagslif landa er samþættast i EBE, en efnahagslegt ástand og pólitiskt er samt gjörólikt i Italiu, V-Þiskalandi, Bretlandi, osfrv., og ósköp virðist fara litið firir samstarfi verkaliðsins milli landa, samþættribaráttu. Jeg trúi þvi mætavel að sósial- ismi komist ekki á gott skrið neinsstaöar, firr en biltingin hefur sigrað alþjóölega, jafn- ljóst viröist að hún getur aðeins orðið i hverju þjóðriki firir sig. En út i þá sálma vil ég ekki fara hjer, það er annað mál en hjer ræðir. Hitt sinist mjer ljóst, að Filkingarmenn hafa ekki hald- bær rök firir umræddri sjer- stöðu sinni, enda álit jeg hana stafa af þvi, að þeir setja traust sitt á Alþjóðlegt samband frem- ur en eigin vitsmuni. Slika af- stöðu er ekki hægt að viröa. ,/Svik Alþíðubandalags- ins." Þetta orðasamband er nú á vörum margra. Jeg hefi svosem ekkert við það að athuga. Aðal- atriðið er að Abl. er eins og hver annar borgaralegur kosninga- flokkur. Allt starf þess — með strjálum undantekningum — snist um framboð og kosningar, eða þingmenn flokksins verja gerðir sinar frammi firir trigg- ustu flokksmönnum. Siðan rein- ir þingflokkurinn — fólk með sannfæringu likt og jeg og þú, Arni, - að ná sem hagstæðastri útkomu samninga viö hina. Abl. er ekki sósialiskur flokkur nema i orði, þvi það reinir ekki að vekja fjöldabaráttu, og formar naumast að breita borgaraleg- um hugmindaheimi alþýðunn- ar. An sjálfstæðrar fjölda- baráttu svifur þingflokkurinn i lausu lofti og hefur ekki afl til neins, hversu ágætu fólki með góðar skoðanir sem hann er skipaður. Þvi hagar Abl. sjer eins og það gerir, og það heldur þvi áfram. Þú getur kallað það svik, jeg kalla það eðlilega af- leiðingu þess að við eigum eng- an sósialiskan baráttuflokk, að- eins fjóra borgaralega kosningaflokka, einn þeirra við- hefur sósialiskt orðbragð, inni- heldur enda marga sósialista. Og svo eru þrir sjertrúarsöfnuð- ir, fámennir og einangraðir, enda þiða þeir fræðikenningar sinar hráttúr erlendum bókum, i stað þess að smiða þær úr þeirri þjóðfjelagsbaráttu sem þó er á Islandi. 6. s-jpt. 1373. örn Ólafsson. Náttúruverndarmenn á Norðurlandi: Yara viö olíuleit erlendra auðfélaga Samtök um náttúruvernd á Norðurlandi (SUNN) héldu aöal- fund sinn i Hafralækjarskóla i Aðaldal dagana 1.-3. september. Á fundinum var samþykkt eftir- farandi ályktun um oliuleit við Norðausturland: „Aðalfundur SUNN 1978 varar eindregið við þeirri hættu sem er þvi samfara að erlendum auðfélögum sé veitt leyfi til oliuleitar hér við land. Telur fundurinn að isiendingar eigi sjálfir að annast slikar rann- sóknir. Fundurinn bendir á, að oliu- vinnsla við Norðausturland hljóti að valda geysilegri byggðaröskun i þeim landshluta og raunar i öllu landinu, sem leiða myndi til eyði- leggingar hefðbundinna atvinnu- vega. Einnig myndi hún valda mikilli mengunarhættu i sjónum á þessu svæði, sem leitt gæti til eyðingar fiskimiðanna þar og gæti haft áhrif á sjávarlif um- hverfis allt landið. Fundurinn telur sýnt, að islenskir aðilar muni ekki hafa fjárhagslegt bolmagn til oliu- vinnslu við landið, og þvi muni það verða erlendir auðhringar, sem fyrst og fremst hagnast á vinnslu oliunnar hér. Umsvifum oliuhringanna mun fylgja marg- visleg ihlutun i málefni þjóðar- innar, svo hætta er á að sjálfstæði hennar verði stórlega skert. Þvi ályktar fundurinn að olia, sem hugsanlega er til staðar við landið, sé best geymd á hafsbotni fyrst um sinn.” Aðalfundurinn samþykkti einnig ályktun um hvalveiðar Is- lendinga, þar sem segir að veiðar á úthafshvölum séu þjóðinni til vansæmdar. Þeim tilmælum er beint til stjórnvalda, að þau beiti sér fyrir þvi að hvalveiöum á út- hafinu verði hætt og hvalveiðar i N-Atlantshafi bannaöar a.m.k. i tvo áratugi. Sex aörar ályktanir voru sam- þykktar á aðalfundinum, og fjölluðu þær um varnir gegn oliu- mengun, nýtingu úrgangsefna, virkjun fallvatna og Norðurlandi vestra, verndun Aðaldals og Laxárdals, stjórnun verndar- svæða i Þingeyjarþingi og verndun Hraunsréttar i Aðaldal. Tveir menn áttu að ganga úr aðalstjórn félagsins og voru þeir báðir endurkjörnir. Stjórnin er þannig skipuð: Arni Sigurðsson, Blönduósi, Bjarni E. Guðleifsson, Möðruvöllum, Helgi Hallgrims- son, Akureyri, Hjörtur E. Þórar- insson, Tjörn og Sigurður Jóns- son, Ystafelli.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.