Þjóðviljinn - 08.09.1978, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 08.09.1978, Blaðsíða 16
Aðalsimi Þjóðviljans er 81333 kl. 9-21 mánudaga til föstu- daga, kl. 9-12 á laugardögum og sunnudögum. Utan þessa tima er hægt að ná i blaðamenn og aðra starfsmenn blaðs- ins i þessum simum: Ritstjórn 81382, 81527, 81257 og 81285, útbreiðsla 81482 og Blaðaprent 81348. Skipholti 19, R. 1 BÚÐIKi simi 29800, (5 , Verslið í sérverslun með litasjónvörp og hljómtœki Greiðlr fyrir togara- kaupum frá Portúgal svo saltfisksalan þangað komist aftur í eðlilegt horf ötullega hefur verið unnið að því undanfarið að hálfu stjórnvalda að reyna að greiða fyrir auknum innflutningi frá Portúgal# til þess að unnt verði að halda áfram að flytja þangað saltfisk. Á fundi ríkisstjórnarinnar í gær- morgun var ákveðið að greiða fyrir því, að þeir tveir aðilar sem ætla að kaupa togara frá Portúgal geti innt af hendi tilski Idar greiðslur, til að samningar um skipakaupin öðlist gildi. Að sögn Björgvins Guðmunds- sonar skrifstofustjóra i Við- skiptaráðuneytinu er ekki enn al- veg ljóst með hvaða hætti þessi fyrirgreiðsla verður, en verið er að vinna að endanlegri lausn málsins. Það er vilji rikis- stjórnarinnar að samningarnir um togarakaupin komist i gildi, vegna mikilvægis saltfisk- markaðarins i Portúgal. Tvö fyrirtæki, Samherji Grindavik og Hraðfrystistöö Reykjavikur, hafa samið um' smiði skuttogara i Portúgal. Til að greiða fyrir þessum viðskipt- um var þeim báðum heimilað að taka 67% af kaupverði skipanna að láni erlendis, i stað 50%, sem hefur verið meginreglan i slikum skipakaupum. Kaupendur togar- anna þurfa að greiða inn á smiða- samninginn 3% af kaupverðinu fyrir 1. nóvember nk. til að samn- ingurinn öðlist gildi. Bæði fyrir- tækin eiga pólska togara sem þau NÝSTÁRLEGAR HAVAÐAMÆLINGAR Pórarinn MagnUsson og Bergsveinn Jóhannesson 100 metra frá Keflavfkurveginum. Meiirinn sló upp i 67 decibel þegar biiar óku framhjá. Ekki er leyfilegt að byggja Ibúðarhús erlendis við slikan hávaða. (Ljósm.: Leifur). Umferðardynur langt yfir marki Miklar saltfiskbirgðir eru nú til i landinu. Þessi mynd var nýiega tekin í saitfiskverkun Siidarvinnslunnar I Neskaupsstað og sýnir birgðasöfn- unina þar. Mynd. HM. DIOÐVIUINN Köstudagur 8. september 1978 RÍKISSTJÓRNIN: Blaðamenn Þjóðviljans ráku _ augun i tvo úlpuklædda menn á I Hvaleyrarholti skammt frá ■ Keflavikurveginum með heljar- I mikinn hljóðnema og mælingar- ■ tæki og gáfu sig á tal viðþá til að I forvitnast um hvað þeir væru að I gera. Þetta reyndust vera þeir Þórarinn Magnússon verkfræð- I' ingur og Bergsveinn Jóhannes- ■ son rannsóknarmaður frá | Rannsóknarstofnun byggingar- ■ iðnaðarins og voru þeir að mæla ■ hávaðann frá umferð á Kefla- jj vikurvegi með tilliti til nýrrar ■ byggðar sem á að risa á 1‘ suðaustanverðu Hvaleyrar- “ holtinu. Tækiö sem þeir voru I með er nýtt og kostaöi 2 miljónir ■ króna og er þetta i fyrsta sinn I sem raældur er hávaði áður en m nýtt ibúöarhverfi ris. L............. Búið er aö teikna hverfið og er gert ráð fyrir húsum i 50 metra fjarlægð frá veginum en til þess að dempa hávaðann var gert ráð fyrir hljóðvarnarmúr meðfram honum. Slikt mann- virki kostar auövitað mikla peninga ef það á að koma að einhverju gagni og fékk þvi Björn Arnason bæjarverkfræð- ingur i Hafnarfirði Rannsóknar- stofnun byggingariðnaðarins til að mæla hávaðann áður en lagt yrði i framkvæmdir. Þórarinn sagði að hér á landi væru engar viðmiðunarreglur til um hversu mikill utanhús- hávaði mætti vera við ný ibúðarhús en i Skandinaviu er yfirleitt miðað við 55 decibel og er þá gert ráð fyrir 35 decibela hávaða innan dyra. Þeir tvimenningar voru komnir 100 metra frá Kefla- vikurveginum, þegar blaða- menn bar að, og sló mælirinn upp i 63 til 67 decibel þegar bilar óku framhjá og var þvi langt yfir þeim mörkum sem leyfö eru erlendis. Þórarinn sagði að maður sem býr i húsi sem stendur þarna i svipaðri fjar- lægð hefði sagt sér að gestir svæfu ekki i húsinu vegna hávaöans en heimafólk hefur vanist honum. Þá sagði Þórarinn að ýmis- legt væri til varnar hávaða og t.d. i Sviþjóð væri álitiö ódýrara fyrir bæjarfélög að kosta hljóö- einangrandi gler i hús frekar en að leggja út i stórkostlega mannvirkjagerð til að útiloka hávaðann. —GFr ætluðu að selja og nota andvirði þeirra til að borga inn á portúgalska samninginn, en hefur hins vegar gengið mjög illa að selja þá, og hafa þessir aðilar þvi ekki getað greitt umrædd 3% sem eru 153.000 bandarikjadalir á hvort skip. Kaupverð hvors tog- ara er um 3.3 miljón bandarikja- dalir. 1 júni sl. var samið við Portúgala um sölu á 8000 lestum af saltfiski til afskipunar i júli og ágúst. Þegar afhentar höfðu verið 3800 lestir upp i þennan samning, töldu Portúgalar sig ekki geta tekið við meiru fyrr en þeir hefðu tryggingu fyrir auknum útflutn- ingi til Islands. Talið er nauösynlegt að flytja til Portúgals um 20.000 lestir af ísraels- menn reiöir út í Kreisky VIN, 6/9 (Reuter) — Ummæli austurríska kanslarans um forsætis- ráðherra (sraels hafa vakið mikla reiði i fsrael. Innanríkisráðherra lands- ins, Yosef Burg, ásakar Kreisky kanslara um, nasískt orðalag Ummælin sem vakið hafa slikan úlfaþyt voru höfð eftir kanslaranum i holiensku dag- blaöi. Þar kallar hann Begin pólitiskan hrossakaupmann og litinn pólskan lögfræðing frá Varsjá. Kanslarinn segir þetta rétt eftir sér haft, en aftur á móti hafi hann ekki ætlast til að ummælin birtust i blaðinu. Kanslarinn er sjálfur af gyðingaættum og hefur haft af- skipti af málum landanna fyrir botni Miðjarðarhafs. Hann benti blaðamönnum á að sjálfur hefði hann greitt götur sovéskra gyðinga til Israels gegnum Vin. saltfiskframleiðslu þessa árs. Birgðir hafa safnast upp eftir að Portúgalsmarkaðurinn lokaðist, og eru birgðir i landinu nú einmitt um 20.000 lestir. A undanförnum árum hafa að jafnaði verið fluttar út alls 40—44 þúsund lestir af salt- fiski á ári. Aðrir helstu saltfisk- markaðir Islendinga, á Spáni, Grikklandi og ttaliu, eru með eðlilegum hætti. —eös Kjartan ólafsson. Kjördæmis- ráðstefna Alþýðu- bandalagsins áVestfförðum Um aðra helgi heldur Alþýðubandalagiö á Vest- fjörðum kjördæmisráðstefnu að Reykhólura i Reykhóla- sveit. Fjallaö verður um stjórnmálaviðhorfið og um ýmis hagsmunamál Vest- firðinga. Kjartan ólafsson alþingismaður sækir ráð- stefnuna. Kjördæmisráðstefnan hefst kl. 2 siðdegis laugar- daginn 16. þm. og stendur fram á sunnudag. Þess er vænst aö öll Alþýðubanda- lagsfélög á Vestfjörðum sendi fulltrúa á ráðstefnuna. j Chílefundur Baráttuhreyfing gegn heimsvaldastefnu (BGH) mun gangast fyrir fundi i Félagsstofnun stúdenta j mánudaginn 11. september kl. 20.30, til að minnast þess að fimm ár eru liðin frá valdaráninu i Chile. Dagskrá fundarins verður auglýst siðar. BGH er félag sem stofnað var upp úr Vietnam- nefndinni i fyrra og stóð m.a. fyrir mjög fjölmenn- J um og vel heppnuðum Chile-fundi fyrir ári.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.