Þjóðviljinn - 09.09.1978, Page 4
4 SIDA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 9. september 1978
DJOÐVIUINN
Málgagn sósíalisma, verkalýðs-
hreyfingar og þjóðfrelsis
Útgefandi: útgáfufélag Þjóöviljans. Framkvæmdastjóri: Eiöur
Bergmann. Ritstjóri: Kjartan Ólafsson. Fréttastjóri: Einar Karl
Haraldsson. Umsjón meö sunnudagsblaöi: Arni Bergmann. Aug-
lýsingastjóri: Gunnar Steinn Pálsson. Ritstjórn, afgreiösla, aug-
lýsingar: Síöumúla 6, Simi 81333 Prentun: Blaöaprent hf.
Trygging
gegn
kauplækkun
Með bráðabirgðálögum um ráðstafanir i kjaramálum
sem ríkisstjórnin setur nú eru loksins staðfest í verki þau
pólitísku tímamót sem urðu með kosningunum í vor.
Kjaraskerðingarstef nu þeirri sem f ráfarandi rikisstjórn
fylgdi hefur verið hrundið.
Kjarasamningar alls þorra launafólks taka að fullu
gildi f rá 1. september og þótt ,,þak" sé sett á verðbætur
við 233 þúsund króna mánaðarlaun fá þeir sem hærri
laun hafa umtalsverða kjarabót i krónutölu.
í þriðju grein bráðabirgðalaganna felst mikilvæg
trygging fyrir því að ríkisstjórnin muni ekki ganga á
kaupmátt launatekna fram til loka næsta árs. Þar er'
gert ráð fyrir, að hafi ekki verið um annað samið fyrir 1.
desember næstkomandi verði grunnlaun og tilhögun
verðbóta óbreytt frá því sem nú er. Hér er ekki um að
ræða lögbindingu kjara heldur tryggingu af hálfu ríkis-
valdsins fyrir því að þeirri launastefnu verði fylgt sem
um hefur verið rætt við verkalýðshreyfinguna. Takist
ekki nýir samningar fyrir 1. desember er ótvírætt að
þetta tryggingarákvæði þriðju greinar laganna heldur
sínu fulla gildi.
Þetta er kjarni máls og forsenda þess að sæmilegur
vinnufriður haldist á næsta ári og tóm gefist til þess að
móta árangursríka efnahagsstefnu til frambúðar án
stórátaka við samtök launafólks í landinu.
Meirihluti þingf lokks Alþýðuf lokksins hefur lagt á það
ofurþunga að fyrir 1. desember verði búið að taka
ákvarðanir um nýtt vísitölukerf i sem dragi úr víxlhækk-
unum verðlags og launa. I samræmi við þetta fengu ráð-
herrar Alþýðuflokksins sérstaka bókun í sinn hlut á
ríkisstjórnarfundi, þar sem áhersla er lögð á endur-
skoðun á visitölugrundvelli og útreikningi kaupgjalds-
vísitölu fyrir næsta verðbótaútreikning 1. desember.
Ráðherrar Alþýðubandalagsins fengu því hinsvegar
framgengt,að tekin voru af öll tvímæli um það í bráða-
birgðalögunum,að verði þessari endurskoðun ekki lokið
fyrir þennan tima haldist samningar óbreyttir eða eins
og um semst við verkalýðshreyfinguna.
Innanflokkserjur Alþýðuflokksins útaf vísitölumálinu
eru einkamál þess flokks. Ráðherrar Alþýðubandalags-
ins hafa fullt eins mikinn áhuga á því eins og þingmenn
Alþýðuflokksins að visitölumálið verði tekið til mjög
ítarlegrar athugunar og henni verði hraðað eftir föng-
um. En þó að rikisstjórnin i heild hafi frómar óskir í
þessum efnum geta ráðherrar Alþýðubandalagsins ekki
staðið að vísitölubreytingum sem brjóta i bága við við-
horf launafólks og verkalýðssamtakanna.
Ef ætlunin er aðgera neyslukönnun á ný og búa til nýj-
an grundvöll undir visitölu f ramfærslukostnaðar meðal-
heimilis tekur það langan tíma. Ef einungis er ætlunin
að breyta kaupgjaldsvísitölunni þarf samt sem áður að
ná um þær breytingar víðtækri samstöðu meðal aðila
vinnumarkaðarins. Takist það á rúmum tveimur
mánuðum væri það fagnaðaref ni. Því verður á hinn bóg-
inn ekki trúað að Alþýðuf lokkurinn ætli sér að setja lög á
verkalýðshreyf inguna og neyða uppá hana nýju vísitölu-
kerf i ef ekki semst um slíka tilhögun f yrir l.desember.Þá
er blásið til svipaðrar styrjaldar og íauk nú í vor með
f ullkomnum ósigri samstjórnar Ihalds-og Framsóknar;
og hlyti að boða endalok núverandi stjórnar.
Af hálfu verkalýðshreyfingarinnar hefur verið marg-
lýst yfir því að núverandi vísitölukerfi og verðbótaút-
reikningur samkvæmt því sé engin heilög kýr. Trygging
kaupmáttar launa er höfuðatriðið og það eru og hafa
verið farnar margvíslegar leiðir að því marki með mis-
jöfnum árangri. Þær eru og hafa verið samningsatriði
við verkalýðshreyfinguna. Svo verður nú enn að vera
þótt svo kunni að fara að ekki náist samstaða og sam-
ræming í málinu fyrir 1. desember.
Sú ógnaráhersla sem lögð er á skyndiendurskoðun
vísitölukerf isins gæti vakið upp grunsemdir um að kaup-
lækkunarsinnar ætluðu með henni að ná fram mark-
miðum sínum. Gean bví þarf að standa vel á verði.
Neyslukönnun
vinnufrek
Visitölukerfiö er enn einu
' sinni i brennidepli. Menn ræöa
I bæöi um þann visitölugrunn
■ sem mælir hækkanir á fram-
I færslukostnaöi meöalfjöiskyldu
, og tengingu kaupgjalds viö
■ hann.
Visitölugrundvölur hefur
J veriö endurskoöaöur árin 1939,
| 1959 og 1968. t öllum tilfellum
■ hefur veriö um viötæka neyslu-
I könnun að ræöa og er hún i eðli
„ sinu mjög Umafrek.
Núverandi vísitölugrunnur er
' nú nær ellefu ára gamall, en
! neyslukönnun, sem hann
I byggist á, má segja aö hafi
■ byrjað fyrir 13 til 14 árum.
| Fylgst var meö neyslu fjölda
■ heimila og fór könnunin bæöi
■ fram í yfirheyrslu- og bókhalds-
J formi, þaö er aö viökomandi
. fjölskyldur héldu búreikninga.
I Sjálfur vísitölugrunnurinn
miöaöist endanlega viö 100 fjöl-
skyldur sem valdar voru Ur
þegar aö því kom aö vinna úr
niöurstööum neyslukönnunar-
innar.
Til þess aö eitthvaö raunhæft
komi út Ur neyslukönnun af
þessu tagi þarf hún aö taka til
eins árs, þvi miöaö er viö
heilsársútgjöld fjölskyldu. Þá
tæki viö timafrek úrvinnsla og
þvi er lágmarkaöætla þvi starfi
eitt til tvö ár aö undirbyggja
nýjan visitölugrunn á full-
kominn hátt.
Gamlir draugar
Hinsvegar koma til greina
«margháttaöar kannanir, sem
gætu verið minni i sniðum en
horft til leiðréttingar á núver-
andi grunni. Þaö hlýtur alltaf aö
vera matsatriöi hversu langt á
aöganga i endurskoðun af þessu
tagi, en huga veröur vel aö þvi
aöekkisé um aö ræöa skenunri
skirn sem i engu bætir Ur.
Við fyrri endurskoðanir á
visitölugrunni hafa þeir jafnan
veriö mjög úreltir og i þeim
verið á kreiki margvfslegir
gamlir draugar sem stjórnvöld
hafa fengib i liö vib sig til þess
aö snúa á launafólk og mæla þvi
vitlaust kaup.
Nothæfir enn?
Sá visitölugrunnur sem nú er
stuöst viö i mælingum á fram-
færslukostnaöi heimilanna er ef
til vill ekki eins slæmur og
margir vilja vera láta. Þar
koma til aö breytingar á neyslu-
venjunum á sl. 10-15 árum hafa
ekki veriö eins stórkostlegar og
á fyrri skeiðum. Visitölu-
grunnurinn hefur sifellt veriö
undir gagnrýni og meö þvi að
heimildir til lagfæringa hafa
veriö rýmri en áöur eru gamlir
draugar þar sjaldséöir. Hitt er
ljóst aö nauðsyn er aö kanna á
ný Utgjaldaskiptingu manna,
sem breyst hefur verulega m.a.
vegna þess aö ætla má að feröa-
lög, skemmtanir og bifreiða-
kostnaöur vegi meira i út-
gjöldum heimilanna en áður.
Allt þetta má kanna en það
tekur tima og hversu hratt þaö
vinnst fer eftir mannafla,
peningum og pólitiskum vilja.
■ Alþýðuflokksmenn sem nú
leggja mikla áherslu á að end-
urskoöun visitölukerfisins
verði skveraö af i hvelli eiga þó
ef til vill fremur viö aö breyt-
ingar veröi á tengingu launa viö
þá mæiistiku á verölagshækk-
anir sem framfærsluvisitalan
er.
Um launamun
á að semja
Um þetta efni er fróölegt að
lita til viötals sem Þjóbviljinn
átti við Harald Steinþórsson
varaformann BSRB i gær. Þar
segir hann frá hugmyndum
opinberra starfsmanna um þaö,
Haraldur Steinþórsson
hvert endurskoöun visitölu-
kerfisins skuli beinast.
„Viö höfum veriö meö okkar
sérstöku stefnu i sambandi viö
vfsitöluna. 1 siöustu samningum
lögöum viö þannig til, aö bil
milli launaflokka væri föst
krtínutala en ekki prósenta. Viö
lögöum einnigtil aö munur milli
hæsta og lægsta launaflokks
yröi minnkaöur frá þvi aö vera
tæplega þrefaldur I þaö aö vera
rétt liölega tvöfaldur.
Skeröingin sem viö höfum nú
búiö viö um skeið hefur aö vlsu
minnkaö launamuninn nokkuö,
en okkur finnst þaö hins vegar
ekki rétt ieiö, aö þaö skuli vera
veröbólgan sem sér um aö á-
kveöa launamuninn. Launamun
á aö semja um, rétt eins og gert
er á skipum, þar sem sumir eru
ráönir upp á einn hlut, sumir
upp á einn og kvart og skipstjtíri
upp á tvo hluti. Sllkt hlutfall
helst, hvort sem vel veiðist eöa
illa.
Þetta er okkar kenning og viö
viljum siðan viö endurskoöun
samnings minnka þennan
iaunamun eftir þvi sem hægt er.
Þetta er megin munurinn á
þeirri vlsitölustefnu sem gilt
hefur hjá BSRB og þeirri sem
gilt hefur hjá ASt, þar sem
prósentureglan er látin gilda
um ýmsa kaupliði”.
„Varöandi gerö visitölunnar,
þá er þaö hlutverk hennar aö
mæla hækkanir. Slikt er hægt aö
gera á marga vegu, en þaö
verður aö vera ákveöið sam-
ræmi i þvi. Þaö er útilokað aö
sumt i kjarasamningum sé
mælt I prósentum, eins og verk-
stjtírn, hæöarálag og jafnvel
verkfærapeningar, sem bundn-
ir eru prósentum og veröa
þannig þeim mun meiri sem
minna er notaö af verkfærum.
Þetta ætti aö afnema allt saman
ef taka skal upp almenna krónu-
tölureglu.
Slikt gæti þýtt endurmat á
hugtökum eins og yfirvinnu og
nætur- og helgidagavinnu. Viö
hjá BSRB höfum sjálfir fyrir
löngu tekiö það upp i samn-
ingum, aö vaktaálag er þaö
sama i krónutölu til allra, hvaöa
launaflokki sem þeir tilheyra.
Sá sem er i hærri launaflokki
fær ekki meiri peninga fyrir að
vaka á ntíttunni en sá sem er
lægra launaöur. óþægindin eru
þau sömu.
Þannig koma margir mögu-
leikar til greina, en þaö veröur
aö vera fullt samræmi i fram-
kvæmd hjá öllum starfsstéttum,
bæöi hjá verkalýösfélögunum
og BSRB, og allir veröa aö lúta
sömu lögmálum aö öllu leyti.”
tJtiloka enga
möguleika
t viðtalinu er Haraldur einnig
aö þvi spuröur hvort hann óttist
ekki aö rikisvaldiö hyggist
aðeins breyta visitölugrunn-
inum til þess aö snúa á launa-
fólk. Hann svaraöi á þennan
veg:
..Ekkert sérstaklega. Þaö er
hægt aö láta visitölubætur og
tryggingarkerfi vinna saman.
Þannig voru fyrstu visitölu-
bæturnar sem opinberir starfs-
menn fengu svonefndar tímaga-
bætur. Þá fékk sá meira, sem
stærri haföi fjölskylduna.
Þannig eru til ótal fletir á
þessum málum og margar að-
geröir við framkvæmd. Ég vil
ekki útiloka neina aöferö fyrir-
fram né heldur halda neinni
einni fram sem öörum betri.”
—e.k.h.
Norrænt samstarf um
hagnýtar rannsóknir
I ágústlok voru staddir
hér á landi 15 vísinda; og
tæknimenn frá Norður-
löndum á vegum
NORDFORSK.semiersam-
starfsráð Norðurlanda um
hagnýtar rannsóknir. Einn
höf uðtilgangur ferðar-
innar var að kynna fyrir
íslenskum, vísindamönn-
um og embættismönnum
nokkur af þeim rann-
sóknarverkef num sem
NORDFORSK vinnur að
eða eru í undirbúningi hjá
samtökunum.
31. ágúst var haldinn almennur
kynningarfundur á Hótel Esju i
Reykjavik. Þangað var boðiö
tæplega 40 stjórnendum stofnana,
visindamönnum og tækni-
mönnum. A fundinum kynntu
fulltrúar NORDFORSK
rannsóknaverkefni á sviði
hávaðamengunar og starfsum-
hverfis. Nokkrir íslendingar
fluttu erindi á fundinum. Skúli
Johnson borgarlæknir flutti
erindi um hávaöavandamál I
islensku atvinnulifi. Siguröur
Þórarinsson tæknifræöingur hjá
öryggiseftirliti rikissins flutti
erindi um slysatiöni i atvinnu
lifinu og vinnustaöaeftirlit á
íslandi. Þá flutti ölafur Ólafsson
landlæknirathyglisvert erindi um
fjarvistir og vinnuálag i atvinnu-
lifi á íslandi og samanburö viö
Noröurlöndin.
Fundarstjóri var Eyjólfur
Sæmundsson verkfræöingur hjá
Heilbrigðiseftirliti rlkisins, en
hann er jafnframt fulltrúi Islands
i umhverfismálatækninefnd
NORDFORSK.