Þjóðviljinn - 09.09.1978, Side 9

Þjóðviljinn - 09.09.1978, Side 9
Laugardagur 9. september 1978 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 9 Þriðja grein laganna er mjög mikil- væg: Þar er gert ráð fyrir að hafi ekki verið um annað samið fyrir 1. desember næstkomandi verði grunnlaun og tilhög- un verðbóta óbreytt frá þvi sem nú er. Hér er ekki um að ræða lögbindingu kjara heldur tryggingu rikisvaldsins fyrir þvi að þeirri launastefnu verði fylgt sem um hefur verið rætt við verkalýðs- hreyfinguna af hálfu stjórnarflokkanna i sumar gangur á þvi aö tryggingabætur fylgdu sjálfkrafa öðrum kaup- hækkunum i landinu. 1 þessum lögum er beinlinis kveðið á um að svo skuli vera. — Það er rétt að i þessum lög- um er svo fyrir mælt að bætur al- mennra trygginga skuli hækka til jafns við verkamannalaun. Oft hefur það verið látið dragast úr hömlu og áður verið heimild i lög- um til þess að hækka þau á næstu sex mánuðum eftir almennar kauphækkanir samkvæmt kjara- samningum. Vinstri stjórnin sið- asta gerði það að reglu að hækka bæturnar samhliða og nú slær þessi rikisstjórn þvi beinlinis föstu i löggjöf. Niðurfærsla verðlags Þjóðviljinn: Frá upphafi hefur það veriö Ijóst að þessi rikisstjórn hygðist beita sér fyrir einhvers- konar niðurfærsluleið. Hvernig er það útfært samkvæmt þessum lögum? — Með niðurfærslu vöruverðs, niðurgreiðslum á landbúnaðar- vörum og mjög ströngu verölags- eftirliti. Þá er gert ráð fyrir að sömu reglum verði fylgt og áður um skerðingu á álagningarpró- sentu við gengislækkanir. Þetta mun hafa það i för með sérað álagningarhlutfall verður lægra en verið hefur um langt árabil. Ljóst er að nýju verðlagslögin sem áttu að taka gildi i nóvember munu ekki verða framkvæmd að þvi er varðar frjálsa verðmynd- un. Tekjuöflun fyrir ríkissjóð Þjóðviijinn: En i þessum bráða- birgðalögurn eru ýmis ákvæði um tekjuöflun fyrir ríkissjóð til þess að standa undir kostnaði við niðurfærsluna. — Um það má almennt segja að um er að ræða eignaskattsauka, viðbót við tekjuskatt fjölskyldna sem höfðu vel yfir meðallaun árið ’77, hækkun vörugjalds á nokkr- um vöruflokkum og skatt á ferða- lög til útlanda, auk niðurskurðar á útgjöldum rikissjóðs. Um það hefur verið rætt að sú afturvirkni sem þarna er bryddað upp á i sambandi við tekjuskatt brjóti i bága við lög, en lögfræðingar frjármálaráðuneytisins hafa siað þennan lagabálk af mikilli ná- kvæmni og ég treysti þvi að svo sé ekki. Einfaldara með veltuskatti Þjóðviljinn: En er hér ekki um að ræöa ærið fiókna skattlagningu sem hefði mátt gera einfaldari? — Við Alþýðubandalagsmenn hefðum talið það æskilegra aö hafa hluta þessarar skattlagning- ar i formi veltuskatts frekar en vörugjalds. Um það náðist hins- vegar ekki samstaða meðal stjórnarflokkanna. Ég bendi á að i samstarfsyfirlýsingunni er ákvæði um að flýta endurskoðun skattalaganna i heild. Þá koma þessir skattar sem nú er verið að leggja á að sjálfsögðu einnig til endurmats. Þvi hefur verið borið við að veltuskatturinn leggist á tap- fyrirtæki en ég minni á að stjórn- völd hér á landi hafa löngum ver- iðófeimin við að leggja einskonar veltuskatta — t.d. útsvar sem flatan skatt — á „fyrirtæki” sem nefnast heimili án tillits þess hvort um væri að ræða taprekstur eða ekki. Mikilvægt skref Þjóðviljinn: Það stefnumá! Alþýðubandalagsins að fella niö- ur söluskatt af matvöru virðist nú komið i höfn með þessum bráða- birgðalögum. Hver er þýðing þess? — Ég hef alltaf verið þeirrar skoðunar að söluskattur sem legðist á allar vörur væri óeðli- legur og ranglátur. Og að það sé réttlátara að hafa skattheimtu i beinum sköttum en óbeinum. Við höfum nú stigið skref i þessa átt. Það er að segja með þvi að fella niður söluskatt af brýn- ustu lifsnauðsynjum almennings. Þar með er þeirri skattlagningar- stefnu hafnað að börn og aldraðir þurfi að borga skatt af þvi sem þau leggja sér til munns burtséð frá tekjum þeirra og öllum fé- lagslegum aðstæðum. Kerfistregða og ferðamanna- gjaldeyrir Þjóðviljinn: Afhverju var ekki haldið fast við þá hugmynd að leggja 20% skatt á umframgjald- eyri? — Það er rétt að stjórnarflokk- arnir voru með þá hugmynd að tvöfalda gjaldeyrisskammtinn til ferðamanna — úr 350 dollurum i 700 — en leggja 20% skatt á við- bótina. Það voru hinsvegar talin á þvi öll tormerki i bankakerfinu að framkvæma þetta og embættis- menn rikis og banka töldu að með þessu væri rikið i raun og veru að efna til beinnar samkeppni við svartamarkaðinn með gjaldeyri sem sagt er að blómstri i landinu. Ég er þó á þvi að frekar heföi átt að reyna þetta form heldur en 10% flatan ferðalagaskatt af ýmsum ástæðum. En ég vil leggja á það áherslu að hér er um tfma- bundinn skatt að ræða og reynist hann illa ber að fella hann niður. Framhald á 18. siðu Með bráðabirgðalögunum hefur þeirri skattlagningarstefnu verið hafnað að börn og aldraðir þurfi að borga skatt af þvi sem þau leggja sér til munns burtséð frá tekjum þeirra og öllum félagslegum aðstæðum. Þórir Daníelsson frkvstj. Verkamannasambandsins Óraunsæi að vísitölumálið leysist fyrir 1. desember Þórir Danielsson Já, ég hcf heyrt um þessa bókun ríkisstjórnarinnar um visi- tölumálið og er ekkert nema gott um hana að segja en málið er svo stórt i sniðum að það er óraunsæi að það leysist fyrir 1. desember, sagði Þórir Danielsson fram- kvæmdastjóri Verkamannasam- bands Islands i samtaii við Þjóðviijann i gær. Nefnd, sem skipuð væri til að endurskoða visitölukerfið gæti hugsanlega skilað einhverju byrjunaráliti i lok nóvember en þetta er svo mikið hagsmunamál bæði fyrir launþega og þjóðina i heild að ekki má hrapa að neinu. Út af fyrir sig er mikill sigur fyrir launþega að kaupránið er nú numið úr gildi, og framlenging kjarasamninga til 1. des. 1979, nema um annað verði samið, fellur mjög að okkar hug- myndum, sagði Þórir að lokum. —GFr ÞUNN HELGI ÁN ÞJÓÐVILIANS Sunnudagsblað Þjóðviljans flytur fróðlegt og skemmtilegt helgarlesefni Efni m.a.: — Mér er það fyllilega ljóst, að þeim sem sinna dagskrárstörf- um finnst þeir oft vera óþægilega háðir ákvörðunum útvarps- ráðs. • Andrés Björnsson segir álit sitt á starf- semi Ríkisútvarpsins, stöðu þess og fram- tiðarmöguleikum. — Börnunum leyfist að taka þátt i opin- skárri umfjöllun um kynlif, án þess að vera þrúguð af þeirri hafta- stefnu, sem mörg þeirra búa við dag- lega. • Þjóðviljinn ræðir við tvo þýska leikara, sem starfa við barnaleik- hús i V-Berlin. Atvinnuleysi, ofsóknir og mannhvörf er hið daglega brauð alþýð- unnar i Chile. • Fimm ár eru liðin frá valdaráni herfor- ingjakliku Pinochets. Erla Sigurðardóttir skrifar ýtarlega grein um ástandið i Chile i dag. — 1 þessari bók eru ýmsar upplýsingar, sem ég hef orðið mér úti sem blaöamaður. • Sunnudagsblaðið kynnir i þetta sinn nýja skáldsögu eftir Úlfar Þormóðsson, sem kemur út á næst- unni. — Égvardæmdur ár- ið 1953 i lifstiðar fangelsi. Hinar opin- beru ákærur voru all- ar á sama veg; við vorum dæmdir fyrir landráð, svik við þjóð- ina og njósnir. •Helgarviðtalið er við tékkneska prófessor- inn og útlagann Eduard Goldstiicker. — Þeir krakkar, sem hafa mestar tekjur eða vasapeninga fremja mun oftar af- brot en hinir sem litið fá. • Silja Aðalsteinsdótt- ir fjallar um athyglis- veröa ritgerð um af- brot og glæpi islenskra unglinga. UOWIUINN BLAÐIÐ SEM MENN LESA

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.