Þjóðviljinn - 09.09.1978, Síða 11
10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 9. september 1978
ý* ■
'i*-'
3*-.
Ti
Laugardagur 9. september 1978
ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 1.1
Hér er verið að koma nýrri borstöng fyrir (sú sem þeir halda
um) og er hún skrúfuð við hina.
Nú hefur borstöngunum verið rennt niður I borholuna og er þá
drifskaftið fest við enda borstanganna. Mynd: — eik
Borkjarninn
„BORMENN ÍSLANDS”
Fylgst með vinnu
borsins Jötuns við Skipholt
í Reykjavík
Eins og flestum Reykvíkingum er kunnugt, og ekki
hvað sist þeim sem búa í nágrenni Sjómannaskólans, er
jarðborinn Jötunn að bora eftir heitu vatni fyrir Hita-
veitu Reykjavíkur við Sjómannaskóiann. Stutt er síðan
Jötunn hóf verk sitt, en borinn Dofri lauk fyrir skömmu
borun tveggja hola, við Sjómannaskólann og við gatna-
mót Suðurlandsbrautar og Kringlumýrarbrautar. Hlut-
verk Jötuns er að dýpka þær holur er Dofri hef ur borað,
en Dofri boraði niður á nærri 2000 metra dýpi. Áætlað er
að Jötunn bori talsvert niður fyrir 3000 metra dýpi, en
hann getur borað niður að 3600 metrum og jafnvel enn
dýpra, ef að hentug jarðlög eru fyrir hendi. Jarðfræð-
ingar telja að vatnsgefandi jarðlög séu allt niður að 4000
metra dýpi.
Þessar holur sem Jötunn mun
bora, verða þær dýpstu sem bor-
aðar hafa verið i landi
Reykjavikur.
Þess má og geta að dýpsta
holan sem Jötunn hefur borað er
2820 metrar, i Eyjafirði.
Dagbjartur Sigursteinsson er
yfirverkstjóri Jötuns og hefur
verið það frá 1975, en Jötunn kom
til landsins það ár, og tók Dag-
bjartur við honum er verið var að
ljúka við fyrstu borholuna, sem
var við Þorlákshöfn. Dagbjartur
er enginn nýgræðingur i þessu
starfi, þvi hann hefur unnið viö
jarðboranir i tuttugu ár. Aður en
hann tók við Jötni var hann með
Dofra, sem er næstur Jötni að
borgetu. Við tökum Dagbjart tali
og biðjum hann að fræða okkur
um Jötunn.
Hvað er Jötunn?
— Aðaltæki Jötuns er bor-
turninn, sem er tæplega 50 metra
hár. 1 turninum er spil sem er
með 200 tonna lyftigetu. Jötunn
gengur fyrir rafmagni og sjá
þrjár ljósavélar, sem framleiöa
1,5 megavött, honum fyrir þvi.
Ljósavélarnar brenna disiloliu.
Tvær dælur dæla skolvatni niður
i holuna. Til samans geta þær
dælt um 60 s.ekúndulitrum af
vatni, en nú dæla þær 30—40
litrum á sekúndu. Vatniö kælir
borkrónuna og fiytur upp svarf,
sem krónan malar bergið i. Vatn-
inu er dælt niður i gegnum bor-
stangirnar og flýtur upp utan með
þeim. Þetta eru helstu tækin, en
ef lýsa ætti þessu nákvæmlega
mætti skrifa um það heila bók,
segir Dagbjartur.
Hvernig fer
borun fram?
—Þegar borun byrjar
borar höggbor fyrstu 25—30
metrana. Fyrster borað meö svo-
nefndri borkrónu, en hún er úr
stáli og sverfur bergið i smámola
sem vatnið fleytir upp, eins og ég
sagði áðan. Borkrónurnar eru frá
20 sentimetrum að þvermáli og
allt upp i 50 sentimetra. Bor-
krónan er ekki nema nokkrir
sentimetrar að þykkt, oft 10—20
Krónan endist yfirleitt ekki nema
150—300 bortima. Ofan á krónuna
koma álagsstangir, um 100
metrar. Siðan koma borstangir,
misjafnlega margar alit eftir þvi
hve djúpt er borað. Hver borstöng
er 9,5 metra löng. Efster svonefnt
drifskaft.
Fyrstu 200—300 metrarnir eru
boraðir með um 45 sentimetra
borkrónu. 1 þá holu er komiö fyrir
dælum sem sjá um að dæla heita
vatninu, þegar borun er lokið, og
holan þvi næst fóðruð með stál-
rörum. Eftir að þessu er lokið er
borað með 25—30 sentimetra
krónu. Ef að borholurnar eru
gufuholur eru þær fóðraðar i botn,
en hitaveituholurnar eru fóðraðar
niður á þá dýpt sem dælurnar
eru.
Borunin er
happadrætti
— Yfirleitt fylgir sama áhöfnin
hverjum bor. En á Jötni er núna
áhöfnin sem var með Dofra,
þegar hann boraði þessa holu.
Dofri boraði þessa holu niður i
1938 metra dýpt. Dofri er gefinn
upp fyrir 1800 metra borgetu, en
hefur borað dýpst 2200 metra.
Hver bor er með sér tækjasam-
stæðu, ekki er hægt að nota hluti-
úr öðrum borum. Meðaltals
flutningstimi og uppsetning er 8
dagar. Nú vinna 16 manns við
Jötunn og eru þriskiptar vaktir.
Við borum núna 4—6 metra á
klukkustund, en getum farið allt
upp i 40—50 metra, og svo niður i
nokkra sentimetra, það fer allt
eftir berginu. Við ætlum að bora
talsvert niður fyrir 3000 metra.
Það er dálitið happadrætti hvað
við getum borað langt. Jarðfræð-
ingar fylgjast með verkinu og
borsýni eru tekin á 2 metra fresti.
Samkvæmt mælingum þeirra eru
likur til að vatnsgefandi jarölög
geti verið allt niður á 4000 metra
dýpi.
— Þegar Jötunn kom til lands-
ins var hann 530 tonn að þyngd.
Þunginn i sjálfri borholunni er 71
tonn, miðað við að hann sé i vatni,
en þegar upp á yfirborðið er
komiðer hann um 90 tonn. Nú eru
komnar 230 borstangir i holuna og
er hver borstöng um 300 kiló,
sagði Dagbjartur að lokum.
Þegar skolvatnið kemur upp úr borholunni, er tekiö sýni af borsvarfinu sem berst með þvi, og það slðan
rannsakað af jarðfræðingunum. Mvnd: Leifur.
Dagbjartur Sigursteinsson, yfirverkstjóri. Mynd: Leifur.
Þessi vigtarmælir sem hér sést segir til um þungann I borholunni. Skal-
inn er í pundum. Mynd: Leifur. Fremst til vinstrieru vatnsdælurnar, sem dæla vatni niöur I borholuna. Mynd: — eik.