Þjóðviljinn - 09.09.1978, Síða 13

Þjóðviljinn - 09.09.1978, Síða 13
Laugardagur 9. september 1978 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 13 sérstakt fyrir þeirra stöðu og þeirra vandamál. Það var bæði vekjandi og kom illa við suma. Verkalýðsforystan brást illa við þegar þær gagnrýndu kaup- trygginguna. Það má ekki. Allir voru svo ánægðir með hana á sinum tima, hún var áfangasig- ur, en hefur siðan ekki reynst neitt neitt. Þær fengu skammir og þótti hart að þær skyldu segja þetta, en þessi mál verður að ræða opinskátt. Dæmigert kvennamál! Jafnréttissiðan: Við höfum minnst litillega á starfið eins og það hefur veriðyen hvaða verk- efni finnst ykkur vera brýnust á næstunni? Vil. Dag.: Væri ekki hugsan- legt verkefni að snúa sér að barnaárinu. Það hefur verið skipuð nefnd i sambandi við barnaárið og i henni eru ein- göngu konur, sem er alveg dæmigert. Karlmennirnir sem fara með öll völd i samfélaginu eru ekkert með. Þetta er dæmi- gert kvennamál! Vil. Harð.: Hvað er þettalEiga karlar engin börn? Vil. Dag.: Af þvi að við vorum að ræða um kynferðislega kúg- un þá dettur mér i hug að skóla- kerfið bregst enn þá skyldum sinum i sambandi við kyn- fræðslu i skólum. Það mætti vekja athygli á þvi. Vil.Harð.: Það mætti einnig' taka dagvistunarmálin fyrir ekki veitir af. Guðrún H.: Við þurfum að leiðrétta þann misskilning að við séum einhverjir barnahat- arar eins og margir álita frá þvi að umræðan um fóstureyðingar stóð sem hæst. Það sem við viljum i raun og veru er að börn verði velkomin. Það þarf að hætta að einblina á að þarna er einhver ólétt stelpa sem þarf að fá fóstureyðingu strax. Það á að mæna á öll ófæddu börnin og segja: Þarna eru miljónir ófæddra barna sem þurfa betri heim og það strax. Það þarf lika að taka upp mannréttindi fjöl- skyldunnar. Sannkallad guösord! Vil. Dag.: Já, en þarna kemur einmitt stéttaskiptingin i ljós. Borgarastéttin kemur sér alltaf upp einhverri þrælastétt til að vinna að uppeldis- og þjónustumálum i samfélaginu. Við sjáum hvernig þessi mál þróast i Sviþjóð t.d. Þar flytja þeir inn vinnuafl langt að. Það eru Asseriumenn og islenskar lækisfrúr sem skúra sjúkrahús- in i Uppsölum. Það er engin lausn að koma upp vanbúnum barnaheimilum eða lengja skólatimann, varpa verkunum yfir á nýja láglaunahópa — kvennahópa — nýja þrælastétt. Svo er það þetta með barna- vinnuna. Hana þarf að kanna. Við hvaða störf fást börn, það er stór hluti barna sem vinnur allt árið. 1 fyrsta lagi eru næstum öll blöð borin út af börnum, þau eru sendlar o.fl. Þetta fólk er orðið útslitið og gamalþreytt um tvi- tugt. Jafnréttissiðan: Að ekki sé minnst á allan þann fjölda stelpna sem eru að passa börn allan guðslangan daginn — Nei það er ábyggilegt að ástandið i dag er ekki beysið hvorki hvað varðar konur eða börn. Vil Dag.: Astandið i dag er konum ekki i hag. Nú er sungið um það i blöjum ihaldsins hvað barnaheimili séu hættuleg. Þetta er merki þess að kreppa er i nánd. Það er óttinn við at- vinnuleysið. Nú á að ná kon- unum aftur inn á heimilin og prestarnir taka undir sönginn. Ræðan hans Þóris Stephensen þótti sannkallað guðsorð! Jafnréttissiðan: Það er greinilegt að á öllu þvi sem hér hefur verið rætt að það er nóg af verkefnum framundan. Bæði þarf að verja það sem áunnist hefur og láta ekki hrekja okkur til baka, og eins þarf að halda baráttunni áfram á ýmsum sviðum. En fyrst og fremst verðum við að sameinast betur og ræða saman til að skipu- leggja nýja sókn. Um Evrópu- mót o.fl... Evrópumótið í Skotlandi — yngri flokkur Eins og komið hefur fram i fréttum, hafnaði islenska liðið i 14. sæti af 19 þátttökuþjóðum. Liðið náði viðunandi árangri gegn efstu þjóðum mótsins, en slökum gegn neðri þjóðunum, hverju sem það er að kenna. I heild má segja að árangur 'liðs- ins sé svipaður og náðst hefur á slikum mótum fyrr. tsland hefur þrivegis tekið þátt i keppni þessari, árið 1974 hafnaði liðið i 11. sæti af 20 þjóð- um. Arið 1976 varðliðið i 13. sæti af 18 þjóðum og nú verður það i 14. sæti af 19 þjóðum. Næst verður mótið haldið i tsrael, árið 1980. Lið tslands var þannig skipað: Sverrir Armannsson fyrirliði, Guðmundur Sv. Her- mannsson, Sigurður Sverrisson, Skúli Einarsson og Sævar Þor- björnsson. Aðeins 1 lið annað á mótinu var skipað 4 mönnum eins og það islenska og 1 lið hafði 5 menn. öll hin höfðu 6 manna lið. Með smámeðbyr hefði liðið getað náð 9.-10. sæti, svo segja má að við stöndum svipað og við höfum verið s.l. 3-4 ár. Úrslit mótsins urðu þessi: 1. Bretland 271 stig 2. Sviþjóð 253 stig 3. Austurriki 232 stig (sigv.76) 4. V-Þýskaland 232 stig 5. Pólland 227 stig 6. Noregur 219 stig 7. Belgia 214 stig 8. Frakkland 202 stig 9. ttalia 188 stig 10. Grikkland 184 stig 11. Spánn 181 stig 12. Danmörk 173 stig 13. trland 167 stig 14. tsland 156 stig 15. Holland 154 stig 16. Finnland 151 stig 17. Ungverjaland 143 stig 18. Portúgal 108 stig 19. tsrael 104 stig Ef við athugum úrslit i ein- stökum leikjum tslands við þessar þjóðir, kemur i ljós að gegn 9 efstu þjóðunum hlýtur Is- land 80 stig, en gegn 9 neðri þjóðunum aðeins 76 stig. Ef sæmilega hefði gengið á mótinu gegn neðri þjóðunum, t.d. liðið hefði fengið 110-120 stig út úr þeim (af 180-190 mög.) þá hefði liðið lent i 8“9. sæti á mótinu. Þá er einnig vert að vekja athygli á þvi, að liðið varð „norrænn” meistari i Skotlandi, hlaut flest stig innbyrðis i keppni norrænu þjóðanna. Alls 54 stig. Frá BR Félagið mun hefja vetrarstarf annan miðvikudag, 20. sept., með 1 kvölds tvimennings- keppni þar sem allir eru að sjálfsögðu hjartanlega velkomnir. Sú nýbreytni verður tekin upp, til að byrja með, að keppni hefst kl. 19.30, hálf-sjö. Arið- andi er þvi fyrir væntanlega þátttakendur að mæta timan- lega til skráningar. Keppnis- stjóri verður Ólafur Lárusson, Formaður félagsins er Baldur Kristjánsson. Nákvæm keppnisdagskrá er i vinnslu og mun liggja fyrir innan skamms. Félagar eru hvattir til að taka með sér nýja félaga. Mætum öll Frá Ásunum Úrslit s.l. mánudags urðu þessi: A-riðill: 1. Guðmundur Páll Arnarson — Sverrir Armannsson 209. 2. Jón Þorvarðarson — Omar Jónsson 199. 3. Runólfur Pálsson — Vigfús Pálsson 191. 4. Steinberg Rikharðsson — Tryggvi Bjarnason 186. 5. Albert Þorsteinsson — Sigurður Emilsson 171. úmsjón: Ölafur Lárusson 6. Sigurjón Tryggvason — Valur Sigurðsson 163. B-riðill: 1. Erla Sigurjónsdóttir — Jó- hannes Arnason 219. 2. Halla Bergþórsdóttir — Esther Jakobsdóttir 193. 3. Baldur Bjartmarsson — Jón Oddsson 190. 4. Einar Valur Kristjánsson — Steingr. Steingrimsson 171. 5. Einar Þorfinnsson — Sig- tryggur Sigurðsson 167. 6. Einar Guðjohnsen — Þor- lákur Jónsson 164. Meðalskor 165stig. Keppt var i 2x12 para riðlum. Sumarspilamennsku Asanna lýkur næsta mánudag, og annan mánudag hefst svo haust-tvi- menningskeppni BAK, sem er 3 kvölda tvimenningur. t stiga- keppni félagsins i sumarbridge er keppni orðin mjög spenn- andi: 1. Esther Jakobsdóttir 11 stig 2. Þorlákur Jónsson 10,5 stig 3. Guðmundur Páll Arnarson 10 stig 4-6. Sævar Þorbjörnsson 8 stig 4-6. Baldur Bjartmarsson 8 stig 4-6 Jón Oddsson 8 stig 7-9. Guðmundur Pétursson 6 stig 7-9. Oddur Hjaltason 6 stig 7-9. Sverrir Armannsson 6 stig Aðalfundur félagsins verður haldinn á næstunni. Nánar siðar. Léttmeti frá New Orleans Eins og oftlega vill brenna við, þegar haldið er stórmót, likt og i New Orleans, þá eru saman komnir margir „andans” menn, sem gjarnan láta gamminn geysa, við öll möguleg og ómöguleg tækifæri. Hér er einn góður: Pierre Jais er frægasti spilari Frakklands, fyrr og siðar. Hann spilaði lengi á móti öðrum fræg- um Frakka, að nafni Albarran, sem var frægur fyrir það að tala alltaf á frönsku, við öll tækifæri. t landsleik á Evrópumóti á móti Bretum, þar sem enska var að- eins leyfð, varð Albarran það á að tala á frönsku við Jais og Bretar mótmæltu við keppnis- stjóra, sem gaf Albarran áminningu. Skömmu siðar varð Albarran það á að tala á frönsku aftur, og enn var kallað á keppnisstjóra, sem sagði að Albarran yrði visað frá keppni, ef þetta kæmi fyrir aftur. Albarran sást ekki bregða i neinu, heldur sneri sér að Pierre Jais og sagði (á ensku): „Let us get on with the game, Pierre. I beg you pardon, Peter, Peter.” Albarran var lengi kallaður eins konar franski hr. Culberts- son. Hann dó 1960. Pierre Jais spilaði einmitt á mótinu i New Orleans, á móti ungum frönskum spilara, lið- lega tvitugum, að nafni Dom- inique Pilon. Sá er bráðefni- legur, og hlaut einmitt góð verð- laun. á mótinu, er nefnist: Verðlaunaspil blaðamannsins i ár. Það leiðréttist hér með, að Pilon er karlmaður en ekki kvenmaður, en það kom fram i einu dagblaðanna hér i bæ fyrir skömmu. Reykjavíkurdeildin í bridge Bridgedeild Reykjavikur er nefnd manna, sem skipuð er fulltrúum félaganna i Reykja- Framhald á bls. 18. Myndlistaskólinn í Reykjavík flytur nú í nýtt húsnæði að Laugavegi 118 Kennsla hefst 9. október. Börn og unglingar: 5 — 7 ára mán. og f immt. kl. 10 —11.30 Kennari, Björk Einarsdótfir. 5 — 7 ára þrið. og föst. kl. 13 —14.30 Kennari Katrín Briem. Blandaður aldur 5— 10 ára þrið. og föst. kl. 10 — 11.30 Kennari, Katrin Briem. 8—llára mán. og f immt. kl. 15 — 16.30 Kennari, Sólveig Helga Jónasdóttir. 10—12ára þrið. og föst. kl. 15 —16.30 Kennari, Borghildur Öskarsdóttir. 8— 11 ára mið. kl. 15 — 16.30 og laug. kl. 10 — 11.30 Kennari Sigrún Gunnlaugsdóttir 10— 12 ára mið. kl. 17 — 18.30 og laug. kl. 12 — 13.30 Kennari, Sigrún Gunnlaugsdóttir Unglingar 13— 16 ára mán. og f immt. kl. 17 — 18.30 Kennari, Katrín Briem. Unglingar 13— 16 ára þrið. og föst. kl. 17 — 18.30 Kennari, Margrét Friðbergsdóttir. Unglingar 13— 16 ára þrið. og föst. kl. 19 — 20.30 Kennari, Valgerður Bergsdóttir. Unglingar 13 — 16 ára mið. kl. 19 — 20.30 og laug. kl. 14 — 15.30 Kennari, Björk Einarsdóttir. Skólagjöld í barna og unglingadeildum er kr. 22.000.- tímabilið 9. okt. 78 — 27. jan. 79. Allt efni er innifalið (leir, glerungar, pappír, dúk- ur og fleira). Ath. Við veitum 10% systkinaafslátt Fullorðinsdeildir Teiknun fyrir byrjendur (hlutateikn.) mán. og fimmt. kl. 20. — 22.15 Kennari, Hilmar Helgason. Verð kr. 26.000.- Teiknun fyrir byrjendur (hlutateikn.) þrið. og föst. kl. 20 — 22.15 Kennari, Lísa Guðjónsdóttir. Verð kr. 26.000.-. Modelteikn. fyrir byrjendur, mán. og fimmt. kl. 17.30 — 19.45 Kennarar, Guðrún Svava Svavarsdóttir og Hilmar Guðjónsson. Verð kr. 33.000.-. Módelteikn. mán. og f immt. kl. 20 — 22.15 Kennari, Hringur Jóhannesson. Verð kr. 33.000.-. Modelteikn. þrið.ogföst. kl. 17.30 —19.45 Kennari, Jón Þ. Kristinsson. Verð kr. 33.000.-. Modelteikn. þrið. og föst. kl. 20 — 22.15 Kennari Hringur Jóhannesson. Verð kr. 33.000.-. Framhaldsdeild laugardaga kl. 10 — 15.15 Kennarar Baltasar, Hringur Jóhannesson og Magnús Pálsson. Þessi deild er ætluð fólki með teiknimenntun. Verð kr. 33.000.- (7. okt — 20. jan). Höggmyndadeild mánud. kl. 17 — 22.15 og modelteikn 1 sinni i viku eftir vali. Kennarar Hallsteinn Sigurðsson, Helgi Gíslason og Ragnar Kjartansson. Verð kr. 42.000.-. Höggmyndadeild miðvikud. kl. 17 — 22.15 og modelteikn 1 sinni í viku eftir vali. Kennarar Hallsteinn Sigurðsson, Helgi Gíslason og Ragnar Kjartansson. Verð kr. 42.000.-. Ath. Allar deíldir miðast við ;ímabilið9. okt. 78 — 27. jan. 79. Innritun fer fram í skólanum á gamla staðn- um Mímisvegi 15, Ásmundarsal kl. 9 — 12 og 13.30— 18.30 alla daga nema laugardaga^sími 11990 Skólagjöld greiðist við innritun. Málaradeildir verða auglýstar siðar. / Myndlistaskólinn býður ykkur velkomin í nýtt húsnæði að Laugavegi 118 Skólastjóri

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.