Þjóðviljinn - 09.09.1978, Síða 16

Þjóðviljinn - 09.09.1978, Síða 16
16 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 9. september 1978 Umsjón: Ásmundur Sverrir Pálsson SPJALLAÐ VIÐ GUÐNA HALLDÓRSSON Um Evrópumeistaramótíö í Guðni Halldórsson er nýlega kominn heim írá Evrópumeistara- mótinu i Prag, sem haldið var á dögunum. Þangað fór hann sem aðstoðarmaður ís- lenska iþróttafólksins. Blaðamaður spurði Guðna nokkurra spurn- inga: — Hvernig varö árangurinn á mótinu? — I mörgum greinum náðist ágætur árangur, sem þegar er búið að geta um i islenskum blöðum, en mesta athygli vakti, hve yfirburðir A-Evrópuþjóða voru miklir. Það er ljóst aö iþróttamenn þessara þjóöa eru studdir mun meira en þekkist i V-Evrópu. Þeir þurfa engar áhyggjur að hafa af afkomu sinni. Þeim er gert mögulegt að stunda æfingar af eins miklu kappi og þeir hafa áhuga á. Efnilegum iþróttamönnum er strax sinnt, ekki einungis eftir aö þeir eru komnir á toppinn. Þeir búa við bestu skilyröi til iþróttaiðkunar, sem þekkjast i veröldinni. Það má segja, að EM f frjálsum séu eiginlega orðin A-Evrópumeistaramót, slikir eru yfirburðirnir. Vestur- evrópskir frjálsiþróttamenn eru studdir af einstökum fyrirtækj- um, en frekast þannig, aö þau taka þá upp á arma sina, þegar toppnum er náð. Þetta er um leið augiysing fyrir fyrirtækin, þvi að Iþróttamennirnir skarta þeirra nöfnum. Prag og fleira — Teluröu aö þetta sé æskileg lcið til stuönings? — Ja, með þessu móti er vel séð fyrir þeim bestu og vinsæl- ustu og við það hef ég i rauninni ekkert að athuga. Mætti hugsa sér, að þessi leiö yrði farin á Islandi, en Frjálsiþróttasam- bandinu jafnframt séð fyrir nægu fjármagni, til að sinna þeim vel, sem vilja stunda þessa iþrótt ogsýna hæfileika til þess. Staðreyndin er sú, að timi Frjálsiþróttasambandsins fer mjög mikið i peningasnap og sér ekki út úr. Hitt vil ég taka fram, að ég tel þaö siðferðilega rangt, að iþróttamenn auglýsi t.d. tóbak og vin. En hvernig sem stutt veröur við bakið á islenskum iþróttamönnum, stendur sú staöreynd óhögguö, að æfingar taka tima og timinn kostar pen- inga. — Þú talar um mikla yfirburöi A-Evrópuþjóöa. — Já. Það vakti t.d. athygli, Guöni Halldórsson að i aðeins einni keppnisgrein áttu þær ekki fulltrúa á verð- launapallinum,en það var i 1500 m. hlaupi. — Fór mótiö vcl fram? — Því verður ekki neitað. Röð og regla var á öllum hlutum. Hins vegar átti sér stað leiðin- legtatvik fyrirúrslitakeppnina i kúluvarpi. A mótinu var sér- stakt kallherbergi, sem iþrótta- menn þurftu að vera mættir i eigi siðar en 30 mfn. fyrir keppni. Var þar athugaður út- búnaður keppenda. Starfsmenn meinuðu breska kúlu- varparanum Capes að hefja keppni á þeim forsendum, að ekkert númer var framan á honum. Var þetta auðvitaö bara at- hugunarleysi af honum. Capes var kominn i keppnisham og i hita leiksins ruddi hann starfs- mönnunum frá. Úr þessu varð mikiðmál og Capes dæmdur frá keppni. Langur timi leið, áður en keppnin gat hafist og hafði biðin mjög slæm áhrif á hina keppendurna, svo sem Hrein, sem átti fyrstur að kasta, og Stahlberg þann finnska. Misstu þeir einbeitinguna og keppnisskapið niður. Capes áttaði sig auðvitaö fljótt á þvi, að þetta stimabrak hafði mjög slæm áhrif á hina keppendurna, a.m.k. suma, og kom m.a. til okkar, niðurbrotinn maður, og baðst afsökunar. En það vakti athygli okkar, aö rússnesku kastararnir héldu ró sinni. En það þarf ekki að vera svo undar- legt, þvi aðsálfræðingarsjá um, að rússneskir keppendur haldi andlegu jafnvægi i svona mót- um. — ÞU hefuroftaren einu sinni fariö utan. Hefurðu orðið var viö, aö almenningur þekkti tii fslenskra frjálsiþróttamanna? — Já, það hef ég orðið var við. A Noröurlöndum þekkja t.d. all- ir Hrein Halldórsson. Hann hefur orðið meiri landkynning fyrir Island, ef svo má að oröi komast, en margur bæklingur- inn, sem átt hefur að þjóna þvi hlutverki. — Aö lokum vil ég taka það fram, aö Reykjavikurleikarnir eru tvlmælalaust iþróttinni til framdráttar. Okkur gefst kostur áaö sjá snjalla Iþróttamenn og etja kappi viö þá, þetta örvar menn mikiö. Wolfgang Schmidt sagöi mér, aö Island væri hans draumaland sem keppnis- staöur. —ASP. Leikir um helgina 1. deild, laugardagur: Keflavikurvöllur kl. 14.00 IBK :Vikingur Vestmannaeyjavöllur kl. 14:00 IBV:Fram Kaplakrikavöllur kl. 14:00 FH:ÍBK 1. deild, sunnudagur: Laugardalsvöllur kl. 15:00: Valur:tA 2. deild, laugardagur: Laugardalsvöllur kl. 16.30: Fylkir: IBÍ Akureyrarvöllur kl. 16.30: Þór:Austri I dag leika einnig Magni og Sel- foss á Akureyrarvelli. Keppa liöin um þaö, hvort þeira hlýtur bik- arinn i 3. deildJLeikurinn hefst kl. 13.30. KR- dagurinn á morgun Sunnudaginn 10. sept. ætla KR-ingar aö tileinka félagi sfnu og nefna hann KR-dag. Veröur hann haldinn f félagsheimili þeirra viö Frostaskjól. Slfkur dagur hefur veriö árlegur viðburður i starfi félagsins, en siðan 1975 hefur hann fallið niöur vegna endurbóta og nýbygginga á völlum félagsins. Aö þessu sinni verður dagurinn haldinn hátfö- legur með leikjum og keppni i ýmsum iþróttagreinum, sem félagiö hefur á stefnuskrá sinni. I lögum KR segir: „Tilgangur félagsins er aö iöka knattspyrnu og sem flestar aörar likams- iþróttir og glæöa áhuga almenn- ings fyrir gildi þeirra.” I fréttatil- kynningu frá félaginu kemur fram, aö þaö hafi meö stööugri uppbyggingu og endurbótum KR-ingar hafa lengi átt góöu körfuknattleiksliöi á aö skipa. Hér eru núverandi tslandsmeistarar I fþróttinni. reynt aö nálgast þetta takmark. A félagssvæöinu standi nú yfir miklar byggingaframkvæmdir, -- á iþróttahúsum og skiöasvæöi , félagsins i Skálafelli. Leggja' KR-ingar allt kapp á að útbúa sem besta aðstööu til iþrótta- iðkunar og aö hún hæfi sem flest- um. Einnig segir, að félagiö vilji viðhalda og ef la góðan félagsanda og undirbúningur sé þegar hafinn að teikningu nýs félagsheimilis. KR verður 80 ára á næsta ári og vonir standa til, aö þá veröi hafin bygging á þessu þarfa húsi. Dagskráin hefst kl. 10.00 á morgun með knattspyrnuleik KR og Vals i 6. flokki, og fjöldi ann- arra leikja fylgir svo I kjölfariö. 1 Iþróttahúsinu fer fram hand- knattleikur, körfuknattleikur (sýningaratriði), lyftingar, borötennis og fjaöraknattleikur. KR-ingar vænta þess, að sem flestir sjái sér fært aö koma. Kaffiveitingar veröa i félags- heimiiinu. Keflavíkurvöllur 1. deild Keflavík — Víkingur kl. 14.00 _____ Krækjja kefflvikingar í UEFA sætið? ÍBK

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.