Þjóðviljinn - 16.09.1978, Qupperneq 4

Þjóðviljinn - 16.09.1978, Qupperneq 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 16. september 1978 DJÖDVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýðs- hreyfingar og þjóðfrelsis ÍJtgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans. Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann. Ritstjóri: Kjartan ólafsson. Fréttastjóri: Einar Karl Haraldsson. Umsjón meö sunnudagsblaöi: Arni Bergmann. Aug- lýsingastjóri: Gunnar Steinn Pálsson. Ritstjórn, afgreiösla, aug- lýsingar: Siöumúla 6, Simi 81333 Prentun: Blaöaprent hf. Kaupmáttur launa í september er 6-9% hœrri en i ágúst Aðgerðir rikistjórnarinnar til að setja kjara- samningana i gildi hafa i för með sér verulegar kauphækkanir, sennilega ekki minna en 5% á heildarupphæð greiddra launa i þjóðfélaginu. Kemur sú hækkun fram við samanburð á ágúst- launum og endanlegum septemberlaunum, sé mið- að við sama verðlag. Að auki kom umsamin áfangahækkun á kaup frá 1. september, 3 til 3,5%. Sú kjaraskerðing sem fyrri rikisstjórn fram- kvæmdi með sinum illræmdu lögum kom fram við það að felld höfðu verið niður kaupgreiðsluvisitölu- stig sem námu 11,36% álagi á allt kaup, og er þá miðað við ástandið i mánuðunum júni, júli og ágúst. Lág dagvinnulaun voru þó bætt með svokölluðum verðbótaviðauka, þannig að skerðingin var engin hjá þeim sem höfðu allt að 150 þúsund krónur i heildarmánaðarlaun fyrir dagvinnu á þessum tima. Hins vegar var full 1,36% skerðing á yfirvinnutöxt- um þessara sömu manna, svo og á bónusálagi. Lág dagvinnulaun hækka i sjálfu sér ekki neitt við það eitt að samningarnir eru settir i gildi, vegna þess að þau höfðu áður fengið fulla hækkun þegar tekið er tillit til verðbótaviðaukans. Þess vegna er hækkunin á lægstu mánaðarlaunum fyrir dagvinnu aðeins um 5 þúsund krónur fá ágúst til september (ASÍ-félög), en það er umsamin áfangahækkun grunnkaups. öðru máli er að gegna um yfirvinnu- taxta, þeir hækka undantekningarlaust. Þannig hækka allir taxtar fyrir eftirvinnu og næturvinnu yfirleitt ekki um minna en 15%, svo og öll álög sem reiknast af sama grunni, svo sem bónusálag og vaktaálag. Dagvinnukaup i meðalháum launataxta er nú i september 6-9% hærra en það var i ágúst. Samsvar- andi yfirvinnukaup er hins vegar 14-17% hærra. Þær aðgerðir til verðlækkunar sem rikisstjórnin hefur nú beitt sér fyrir lækka kaupgreiðsluvisitölu mánaðanna september, október og nóvember niður i það sama og hún stóð i mánuðina júni, júli og á- gúst. Þess vegna miðast endanlegt kaup nú i sept- ember við sömu visitölu og ágústkaupið. Mismun- urinn á ágústkaupi og septemberkaupi felst annars vegar i áfangahækkun grunnkaups og hins vegar i þvi að nú eru greiddar verðbætur sem ekki voru greiddar i ágúst. Allar ASí-stéttir og flestir aðrir hópar launafólks fá fleiri krónur i kaup nú i sept- ember en verið hafði i ágúst og þessar krónur eru jafnframt aukning á kaupmætti. Nú má spyrja hvað verði um kaupmáttinn ef verðlækkunin reynist ekki eins mikil i reynd og hún er ráðgerð, eða ef verðlag hækkar af einhverjum á- stæðum. Við þessu er séð með núgildandi verðbóta- fyrirkomulagi. Allar verðhækkanir sem verða nú i mánuðunum september, október og nóvember um- fram það mark sem kaup nú miðast við, verða bætt- ar með verðbótaauka á þvi þriggja mánaða timabili kaupreiknings, sem hefst 1. desember næstkom- andi. - Þjónustuhlutverk kaupmanna Heildsalar og kaupmenn eru ■ ekkert annaö en vöruflutninga- 1 menn sem hafa það hlutverk aö 2 koma vörunni frá framleiöenda | til almennings. Þeta þjónustu- ■ hlutverk er aö sjálfsögöu ■ mikilvægt einsogöll önnur störf J i þjóðfélaginu þó aö deila megi ■ um þaö hvernig það veröi best 1 af hendi leyst. Kaupmennska 2 krefst kunnáttu en samt sem | áður er ekki krafist sérstakrar n menntunar til aö menn fái ■ verslunarleyfi, a.m.k.ekki i J reynd. Þetta starf verður þvi aö h teljast til svokallaöra ófag- I læröra starfa. Meö þetta allt i ■ huga verður aö meta hver | veröur talin hæfileg umbun m fyrir aö flytja vöru frá fram- ■ leiöanda tÚ kaupanda. | Árni Arnason framkvstj. Verslunarráös: „Innflytjendur m gripu til þess ráðs að hækka inn- 1 kaupsverð erlendis”. Hvernig ! væri aðkaupendur gripu til þess | ráðs að lækka útsöluverð hér- ■ lendis? i Lita kaupmenn i á sig sem j yfirstétt? ! íslendingar eru ekki kaup- I mannaþjóð aö upplagi eins og 5 t.d. Gyöingar og Armenar. Þeir I hafa veriö bændur og fiskimenn ■ frá örófi alda og litiö kaupmenn I heldur hornauga. Gamalgróin H andúö á kaupmönnum er inn- ■ greypt i þjóöarsálina frá timum * Austmanna og danskra " einokunar- og selstööu- 9 kaupmanna. Litið var á þá sem ■ fjandsamlega yfirstétt sem | kúgaöi alþýðu. m Nú eru að sjálfsögöu breyttir | timar og menn viöurkenna ■ nauðsyn verslunar þó aö enn Ieimi eftir af gamla hugsunar- hættinum. Þaö versta er þó að ■ margir kaupmenn virðast líta á | sig sem yfirstétt i landinu. ■ Kynda þeir þannig undir hina K. gamalgrónu andúð almennings J á sér. Þannig lýsa samtök Iþeirra blákalt yfir að þau geti tekiö sér lög og rétt i eigin m hendur ef þeim likar ekki lands- B lög. Ef álagningarprósenta er ekki nógu há aö eigin mati þá ákveði þeir sjálfir umbun sina með þvi að svindla á innkaups- veröi erlendis sbr. ummæli hag- fræöings Verslunarráös Islands i Morgunblaöinu 10. september. Ofan á þetta bætist að hver heilvita maður sérflottræfils- hátt þessarar stéttar. Þaö þarf ekki annaö en að lita á bilaeign hennar oghúsakost til aö sjá aö þar fara engir venjulegir verka- menn. Heildsalar og kaupmenn hafa tekið sér sjálftækan rétt til að ákveöa laun sin og fest þannig í sessi hiö gamalgróna álit að þeir séu yfirstétt í landinu i staö þess aö vera þjónar almennings. Engar kvartanir þegar vara hækkar 1 ljósi þessa er opinber bar- lómur þeirra yfir lækkun sölu- skatts ákaflega hlægileg, ekki Er kaupmennska sjálftekinn sist meö tilliti til þess aö ekki réttur eða þjdnusta með hæfi- hafa heyrst óskaplegar kvart- legriumbun? anir kaupmanna þegar vara hækkar af völdum nýrra álagna sem hljóta að hafa svipaða bók- haldserfiöleika I förmeö sér. að hlæja að þessu. Sföan birta blöðin alls konar skýringar og þykjast vera að gegna upp- lýsingarskyldu sinni, sem eru bara staðhæfulausar upp- hrópanir. Sannleikurinn er sá, að þaö er verið að reyna að vinna að kaupmáttaraukningu, og menn hafa barist fyrir þvi að hún verði mest hjá þeim lægst launuðu. Það er staðreynd, að laun hafa ekki oröið hærri hjá þeim lægstlaunuðu. Þeir þurfa aöeyðamegin hluta sinna tekna til kaupa á nauðþurftum, til að halda lifinu, svo að niöur- greiðslur á matvælum, að miklum mun, hljóta að koma þeim lægst launuöu mest til góða”. —GFr Kaupmáttur og upplýsingaskylda jjölmiðla ITfmanum i gær er viötal viö Gunnar Gunnarsson fram- kvæmdastjóra Starfsmanna- félags rikisstofnana um þaö mikla fjaörafoksem oröiö hefur út af þvi aö kaup þeirra lægst launuöu hjá BSRB lækkar miðað við septemberlaun skv. gömlu lögunum. Undirstrikar hann að verkalýðshreyfingin berst fyrir auknum kaupmætti en ekki ákveðinni krónutölu i umslaginu. Síöan segir hann: ,,Ég held aö þaö sem er aö gerast og þaö sem veldur þessu róti sé það aö fjölmiölar og þeir sem upplýsingarskyldir hafa brugðist. Þeir vita einfaldlega ekki hvað þeir eru aö gera, sbr. yfirlýsingar Benedikts og Tómasar i Visi, sem gersam- lega stangast á. Það er furöulegur hlutur aö þessir menn skuli vera búnir aö standa í tveggja mánaöa um- ræöusyrpu, m.a. hvernig eigi aö vinna gegn himinhrópandi kjaraskerðingarlögum, en vita siöan ekki hver var niðurstaða af þeirraeigin umræðu. Þetta er bara sorglegt, þaö er ekki hægt Tómas Arnason fjármála- ráöherra: Veit hann ekki hver er niðurstaöan af eigin umræöu?

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.