Þjóðviljinn - 16.09.1978, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 16.09.1978, Blaðsíða 14
14 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 16. september 1978 Rætt við Ioan Kunst-Ghermanescu Þetta viðtal, sem hér birtist, var tekið mánu- daginn 11. þessa mánaðar. Ioan Kunst-Gher- manescu fer nú með yfirumsjón handknattleiks- mála i Rúmeniu og var fulltrúi lands sins á ráð- stefnu Alþjóðahandknattleikssambandsins á dög- unum. Hann var þjálfari rúmenska landsliðsins i handknattleik frá 1952 til 1967. Á þessu timabili urðu Rúmenar einu sinni heimsmeistarar, eða árið 1964, og árið 1967 urðu þeir i 3. sæti. í heims- meistarakeppni i útihandknattleik, sem háð var i Austurriki árið 1959, hreppti liðið silfurverðlaun. Félagsliðið Steua varð tvisvar sinnum Evrópu- meistari meðan Kunst þjálfaði það. Hér talar þvi maður með mikla reynslu. Ertu ánægOur meö ráöstefn- una, sem var að ljúka? — Já, ég er mjög ánægður með hana. Hótelið (Loftleiðir) virðist kjörið til svona sam- komu, ekki sist fyrir það hvað það er rúmgott. Skipulagning ráðstefnunnar var nánast eins góð og kostur er og aðbúnaður til fyrirmyndar. Mig grunar, að þeim sem næst halda ráðstefnu sambandsins, verði mikill vandi á höndum, ef þeir eiga að sinna sinu hlutverki jafnvel og hér hefur verið gert. Vil ég þakka HSt sérstaklega fyrir það, hve vel var hér að öllu staðið. Var ráðstefnan árangursrfk? — Það var hún vissulega. Hér var fulltrúum skipt niður i vinnuhópa og með þvi móti var hægt að kafa miklu dýpra i mál- in en verið hefði, ef öll mál hefðu verið rædd sameiginlega og til þess notað ræðupúltið. Mikil- vægt var, að fjárhagur sam- bandsins var tryggður til næstu tveggja ára. Ætti þvi m.a. að vera hægt, aö reka öflugan áróður fyrir handknattleiks- iþróttinni i hinum ýmsu löndum og álfum, sem skammt eru á veg komin. Nú þegar er búið að koma upp sérstökum þjálfara- skóla t.d. I Arabalöndum, Austurlöndum fjær og i Ameríku. Skólarnir eiga siöan að vinna að skipulegri út- breiðslu handknattleiks i þessum löndum. Þessi starf- semi er mikilvægt spor i rétta átt, en gera þarf meira og mest er um vert, aö viðkomandi lönd sinni iþróttinni af krafti. Þiö Is- lendingar hafið t.d. náö langt, mest af eigin rammleik, og skapað ykkur eigin handknatt- leik. Annað vil ég' nefna, sem er mikilvægt. Fulltrúarnir komu sér saman um, að I næstu heimsmeistarakeppni verði leikið um hvert sæti I 16 liða úr- slitunum — þetta er mikilvægt. Hvað finnst þér um islenskan handknattleik? — íslendingar leika prýðis handknattleik. Oft hafið þið sigrað sterk lið i Evrópukeppni og oft skipað ykkur á bekk meðal 16 sterkustu handknatt- leiksþjóða heimsins. Það er til að mynda eingin tilviljun, að svo margir Islendingar leika með erlendum liðum! Siðast sá ég lið ykkar á HM i Danmörku og þá sannaði það tilverurétt sinn meðal hinna sterku. En varla eigið þið lengur mögu- reiðst ykkar mönnum, þó þeir tapi fyrir sterkum Úðum leika á, að komast i hóp 7 sterkustu ha.ndknattleiksþjóð- anna, sem að minu viti eru þær hinar sömu og náðu bestum árangri i Danmörku. Þá kemur hópur þjóða, sem Islendingar eiga samleið með: Ungverjar, Tékkar, Svíar, Norðmenn, Svisslendingar, Spánverjar og Búlgarir. Hins vegar getur hver þessara þjóða sem er sigrað hinar bestu, en þegar barist er til þrautar, eiga fæstar þeirra möguleika. Ykkur vantar ekki góða ein- staklinga, en það er liðsheildin, sem nær bestum árangri. Hér verður lika að hafa i huga, að fjölmennar þjóðir hafa úr mun fleiri leikmönnum að velja og þvi er meiri trygging fyrir sterku landsliði. Þið eruð bara á þriðja hundrað þúsund! Er það ekki? Þrátt fyrir það verður að teljast undarlegt, hve lslend- ingar leika góðan handknatt- leik. É g minnist þess, að árið 1958 sigraði islenska landsliðið okkur á HM i A-Þýskalandi. Þá var Birgir Björnsson fyrirliði liðsins. Hvað þurfa islendingar að gera til að eiga góðu landsliöi á að skipa? — Til þess að eiga gott landslið þarf margt að gera. Ég legg áherslu á þátt félagslið- anna. Úr þeim þarf að vera hægt að velja vel þjálfaða leik- menn. bæði hvað likamlegan og sálfræðilegan styrk snertir. Landsliðið þarf siðan að æfa eftir ákveðinni langtima áætlun undir góðri stjórn og helst að leika 20-30 landsleiki á ári gegn sterkustu þjóðum heimsins. Ég geri mér þó grein fyrir, að þetta verður erfitt vegna þess, hvernig þið eruð i sveit settir. Hver er skýringin á þvl, að A- Evrópuþjóðir eiga svo sterk handknattleikslið? — Skýringarnar eru margar, en i stuttu máli eru þessar helstar: Handknatt,leikur er kenndur i skólum og þvi strax tekinn föstum tökum. Þar eru þeir unglingar valdir úr, sem sýnt er að hafa hæfileika til að iðka handknattleik fremur en einhverja aðra grein iþrótta. Lögð er áhersla á góða skipu- lagningu þjálfunar, bæði i fé- lagsliðum og landsliði og mikiö lagt upp úr að mennta þjálfara og koma i veg fyrir að þeir staðni. Aðstaðan er lika óviða betri en i A-Evrópu. En i stórum áttum má segja, að visindaleg- um aðferðum sé beitt. Þegar hér var komið sögu, minntist Kunst á kerfi, sem hann hefur útbúið og notað er I 1. deildinni I Rúmeniu. Við báð- um hann að segja okkur stutt- lega frá þvl. — 1. deildarkeppnin hefst 1. september. Rúmum mánuöi fyrr þarf hvert lið, að vera búið að tilkynna 16 leikmenn. Til að fylgjast með ástandi þeirra er beitt eins konar hæfnis- og þrek- prófum. Prófin eru lögð fyrir 1. ágúst og siðan aftur 25. ágúst. Takmarkið er, að 12 menn úr hverjum liðshópi standist próf- in, en geri einhver, eða ein- hverjir, það ekki i seinna skipt- ið, dragast 2 stig frá viðkomandi liðum. Þannig geta lið byrjað keppni i 1. deild , ekki með 0 stig, heldur jafnvel með -í-2stig. Fyrra leiktimabilinu lýkur i no'vember og hið seinna hefst i april og endar I júni. 1 mars og 25. mars er enn prófað og aftur dregið frá, ef einhverjir standast ekki i siðara skiptið. Félögin fá þarna dálitinn tima til að bæta sina menn, ef þörf er á. Þetta er aðeins eitt með mörgu, sem stuðlar að þvi, að hægt er að velja I landsliðið úr stórum hópi og vel æfðum. Þessi próf leggjum við bæði fyrir konur og karla. Hafa landsliðsmenn ykkar einhverjum skyldum að gegna við liðið? — Já. Landsliðsmenn okkar fá ekki að leika með erlendum lið- um. Rikið skapar þeim mjög góða aðstöðu til æfinga og hennar vegna ná þeir að þroska vel þá hæfileika, sem þeir búa yfir. Þess vegna gerum við kröfu á, að landsliðið njóti hæfni þeirra meðan hún er mest. Siðan geta leikmennirnir snúið sér að öðru og núna er Gruia t.d. þjálfari i Mexicó. Hvernig brugðust landar þlnir við frammistöðu landsliðsins á HM I Danmörku? — Þeir voru reiðir, sem eðli- legt er, og kröfðust þess, að það næði betri árangri i framtiðinni. Það sem við gerðum, var að þyngja prófin, sem ég ræddi um áðan. Þar sem svona mikið er lagt i handknattleik hafa menn efni á að reiðast, ef árangur er ekki sem skyldi, en þið íslend- ingar standið i allt öðrum spor- um. Þið getið ekki reiðst ykkar mönnum, þó að þeir tapi fyrir sterkum liðum. Hvað þarf að vera fyrir hendi, til að góður handknattleiks- maður verði til? — Hér á undan hefur aðeins komiðfram, hvað við fyrir aust- an gerum til að svo verði. En það er sama hvar eða hvenær það er, að til að góður hand- knattleiksmaður verði til, þarf aðallega þrennt að vera fyrir hendi: Likamsvöxtur þ.e. vöðvabygging, handstærð og fleira. I öðru lagi þjálfari, sem veit hvað hann er að gera, ber skyn á líkamsstarfsemina svo og persónugerð leikmannsins. I þriðja lagi aðstaðan, sem er reyndar fyrir mestu. Það segir sig sjálft, að hafi efnilegur iþróttamaður ekki aðstöðu til æfinga, verður ekkert úr honum. Það leyndi sér t.d. ekki, að Birtalan hafði alla burði til að verða góður handknattleiks- maður. Honum var komið til Búkarest þar sem annað og þriðja atriðið, sem ég nefndi, var fyrir hendi og árangurinn lét ekki á sér standa. Hér urðum við að slá botninn i viðtalið, þó að enn ættum við margt órætt við þennan geð- þekka Rúmena. ASP/JIG Þið getið ekki „Þrátt fyrir þaöverður aö teljast undarlegt, hve Islendingar leika góöan handknattleik.” ,,...núna er Gruia t.d. þjálfari í Mexicó.” ,,Þá var Birgir Björnsson fyrirliði liðsins” ,,Þið eruð bara á þriðja hundrað þúsund! Er það ekki?” „Þannig geta lið byrjað keppnií 1. deild, ekki með 0 stig, heldur jafnvel með '+ 2 stig”

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.