Þjóðviljinn - 16.09.1978, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 16.09.1978, Blaðsíða 11
I Tungnaréttum Rekib i almenning Bændur meft hýrri brá Þó var söngur ekki upp hafinn Skyldi þetta vera gimbrin mln? Bergur Rögnvaldsson frá Garöabæ fékk frl I skól- anum til aö fara iréttirnar en hann hefur veriöi sveitá sumrin i Kjarnholtum. húsfreyjur voru að byrja að hafa áhyggjur af þvi hvernig deginum reiddi af fyrir börn og bónda. tslenskir fánar blöktu hægt i golunni meðan siðustu fjárhóþ- arnir voru reknir með ópum, ærslum og látum inn i almenning- inn. Sveinn fjallkóngur i Bræðra- tungu stóð við hliðið og gætti þess að allt færi fram með festu og hæfilegum virðuleik. t almenningi mátti ekki á milli sjá hvort væri fleira fólkið eða féð. Gamlir og traustir bændur eins og Ingvar á Hvitárbakka og Guömundur á Kjaransstöðum gáfu sér vart tima til að lita frá fénu á fólkið en yngstu krakkarn- ir riðu þeysireið á rollum. Rúnar litli Guðmundsson frá Torfastöð- um viðurkenndi fyrir blaðamanni að hann þekkti engin mörk en fékk sér hins vegar margan góð- an reiðtúrinn um almenninginn og var orðinn skitugur upp fyrir haus. Þrjár litlar kaupstaðarstelpur sátu prúðar á rétjarveggnum með glampa i auguih og roða i kinnum og fannst ógurlega gam- an. Kona á hvitum buxum gekk ó- feimin upp þvera rétt með flösku á lofti. Tungnaréttir eru i landi Vatns- leysu á svokölluðum Fosstanga við Tungufljót. Blaðamaður og Ijósmyndari Þjóöviljans óku austur á miðvikudaginn og stöldruöu við I réttunum eina dagstund. Um hádegið var langt komið að draga og réttarstemmningin fór vaxandi. Jarmur fjórtán þúsund fjár blandaöist hundsgá, hófa- taki, hlátrasköllum og bilhljóði. Ekki voru bændur farnir að syngja en brún þeirra var að lyft- ast og flestir spáðu þvi að um tvö- leytið upphæfist i ferskum haust- svala margraddaður fagnaðar- söngur þeirra manna sem nú hafa heimt vænt og hraust fé af fjalli. Pelar sáust viða á lofti. Upp i brekkunum sátu stelpur og strákar með mannalæti og krakkar þeystu á klárum um velli innan um fyrirferðamiklar gljá- tikur sem spændu upp jarðveginn og gáfu frá sér frethljóð. I hund- um var æsingur og sómakærar f •<" Tveir gamlir bændur með pela upp úr rassvasanum stóðu á hljóðu tali við réttarvegginn og föðmuðust og kysstust þess á milli. Mikil bliða var i faðmlögum þeirra. Kannski hafa þeir verið að sættast eftir landamerkjadeil- ur. Unglingsstrákur kyssti ungl- ingsstelpu undir réttarvegg svo að litið bar á og svo gengu þau i burtu eins og ekkert hefði i skor- ist. Svona var þetta og þó var söng- ur ekki upp hafinn. —GFr Myndir: Leifur Texti: GFr Rodeo? Rúnar litliGuömundsson frá Torgastööum fór marga þeysireiöina um almenninginn. Þrjár prúöar og rjóöar kaupstaðarstúikur sátu á réttarveggnum og fylgdust spenntar meö. Þær eru Svanfrfður Sturludóttir frá Selfossi, Helga Lilja Bergmann frá Reykjavlk og Eyrún Ragnarsdóttir frá Sel- fossi. AfiHelgu og Eyrúnar er Einar i Holtagöröum. Smástrákar kusu frekar aö sitja á veggnum heldur en aö hætta sér I ill vlgar rollurnar. Baldur Oskarsson varaþingmaöur Suöurlandskjördæmis var mættur I réttunum og hér fær hann sér I staupinu meö einum góöum fram- sóknarmanni, Braga Þorsteinssyni á Vatnsleysu. Meö brjóstbirtu I rassvasa og kind I klofi. Stendur heima. Stift og gagnbitaö 10 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 16. september 1978 Laugardagur 16. september 1978 .ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 11

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.