Þjóðviljinn - 23.09.1978, Side 7

Þjóðviljinn - 23.09.1978, Side 7
Laugardagur 23. september 1978 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7 ógur i Kaldakinn Úr Ystafellsskógi. ABalfundargestir Skógræktarinnarnjóta ltfsins i rjóðrinu. — Mynd: j.j. Rauðgreni i Ystafellsskógi. — Mynd: j.j. birkiskógum landsins” kynna Fellsskóg, þótt i litlu verði. Er hér þrædd frásögn Skógræktarinnar ífyrrnefndum ritlingi um skóginn. Landslag Fellsskógur er i austurhliðum Kinnarfells, sem er allhár basalthryggur, (rishæst 343 m), er skilur sig frá Kinnarfjöllum. Gengur fellið frá suðri til hánorðurs og undir þvi að austan rennur vestari kvisl Skjálfandafljóts, er brýst út úr gljúfrum vestanundir hömrum Þingeyjar. I þeirri kvisl fljóts- ins er foss, er Barnafoss nefnist. Eystri kvisl Skjálfandafljóts er mun vatnsminni en hin vestari og fellur hún um Ullarfoss i Skipapoll, sem aö sunnanveröu er girtur stuðlabergshömrum. Norðan við pollinn taka við stór- grýtiseyrar og utan við þær hólmar, vaxnir viði og birki- kjarri. Milli fljótskvislanna er Þingey, en þar var hinn forni þingstaður héraösins. Til austurs sést m.a. til Fljóts- heiðar og gegnt Fellsskógi blasir við Fossselsskógur, en þann skóg leigði Skógræktar- félag S-Þingeyinga af Skógrækt rikisins til afnota áriö 1960 og er þar nú aöalathafnasvæði félagsins. Skógurinn Fellsskógur er með fegurstu birkiskógum landsins, og veldur þar bæði næsta umhverfi, sem er sérstætt og fagurt og svo sjálfur skógurinn, en i honum eru einhver vöxtulegustu birki- tré hér á landi. Hæsta tré, sem þar hefur verið mælt, var 12,7 m á hæð. Þá er óhætt að fullyrða, að vaxtarskilyrði i Fellsskógi eru með þeim betri i Þingeyjar- sýslum, og veldur þvi hinn óvenjumikli jarðvegsraki, enda þótt jarðveg megi flokka að mestu undir móajarðveg. Þá er skógurinn á tiltölulega skyldum stað, þótt norðaustanátt nái sér þar upp á stundum. Svarðgróöur skógarins er fjölbreyttur og gróskumikill. Heilgrös, blómjurtir og lyng- gróður einkenna undir- gróöurinn. Gras- og blómlendi eru rikjandi, þar sem jarðvegur er frjór og rakur og má þar finna svo sem: Reyrgresi, hálingresi og kjarrsveifgras en innanum þessar grastegundir vaxa ýmsar blómjurtir, t.d. blá- g r e s i , b r e n n i s ó 1 e y umfeðmingsgras o.fl. Þar sem jarðvegur er þurrari ber meira á lyngtegundum s.s. bláberja- lyngi og öðrum nægjusamari tegundum., Ganga má að þvi visu aö áöur fyrr hafi skógar i Kaldakinn veriö miklu viðlendari en nú, en birki er nú aðeins að finna i austanveröu Kinnarfelli. Skóg- ur hefur þvi verið nýttur svo lengi sem hann entist. Litið um öxl Arið 1703 bjó á Ysta-Felli Þórður hreppstjóri Magnússon og var þá áhöfn bús hans: fimm kýr fullorönar, kviga ársgömul og tvö naut þrevetur. Ær 52, Tvævetlur og eldri 32, vetur- gamlir 34. Geitur voru 21, hafrar eldri 6, hafrar vetur- gamlir 7 en hestar alls 9. Sauðfé var þvi alls 118, en „geita- hyskiö” alls 34. Um það er tekið fram, að það „lifir meiripart á skógi”. Eflaust var þá einnig nautpeningi beitt á skóginn og birkið óspart nytjað til kola- gerðar, eldiviðar og til hús- bygginga. 1 Jarðabók Arna Magnús- sonar og Páls Vidalins, 1703- 1712, segir, að Ystafelli tilheyri: raftviðarskógur bjarglegur, til kolagerðar nægur, brúkast og til heystyrks”. Arið 1935 var byggt ibúðarhús á Ystafelli. Þegar grafið var fyrir kjallara hússins var komiö niöur á undirstöður húss og sást þar glöggt fyrir kolum og bálki úr grjóti. Noröanundir tóftinni var mikið af rauöablásturs- gjalli, svo þar hefur verið stund- uð járnvinnsla á fyrri öldum. Þegar Siguröur Jónsson, siöar alþingismaður og ráöherra, kom að Ystafelli 1863, hafði verið mjög svo gengið á Fells- skóg. Hann kvað enga hrislu hafa veriö meira en álnar háa i svonefndri Staðarrófu meðfram fljótinu. Þessi skógarspildurönd á fljótsbakkanum var kirkju- itak og haföi mönnum veriö leyft þar frjálst skógarhögg harðindavegurinn 1859. Breytt um til hins betra Eftir þetta urðu mikil og góð umskipti i meðferð skógarins. Ungviði var hlift svo sem framast var unnt og skógur grisjaður i hófi. Engu að siður var skógurinn alla tið nokkuð mikið nytjaður, sérstaklega frá Ystafelli, bæði til viðarkolageröar, á meðan þeirra var þörf, og efnis til bygginga. Þá var eldiviður sóttur i skóginn árlega i rikum mæli og staurar, eftir að tekiö var að giröa af lönd manna. Skógurinn gaf þvi af sér nokkr- ar tekjur, sem voru allveruleg búdrýgindi. En skógarvinnunni fylgdi mikið amstur og erfiöi. Vikum saman að vorinu var unniö þar við kolagerð og á haustin viö að höggva eldivið og raftvið, sem á vetrum var fluttur á isum noröur eftir fljótinu, út fyrir Kinnarfell, eða dreginn á hesta- sleðum vestur yfir fellið. A timum mæðiveikinnar, eftir 1940, var mikil eftirsókn i girðingastaura. Þá hófst nýr þáttur i nýtingu birkisins. Staurar voru höggnir að vorlagi og þeim siðan fleytt i knippum og flotum niður eftir fljótinu, að svonefndum Fljótskrók, þar sem þeim var ekið i burtu. Samiö viö Skógræktina Arið 1945 gera eigendur Fells- skógar, en það eru eigendur og umráöamenn jarðanna Ysta- fells, Hóls, Hóssgeröis, Hnjúks og Garðshorns i Kinn, samning við Skógrækt rikisins um friðun og nýtingu skógarins. 1 samningunum er kveðiö svo á, að óheimil séu hverskonar afnot lands innan giröingar, án leyfis Skógræktar rikisins, önnur en skóggræðsla, skógrækt og nytj- ar skóglendis og skuli landeig- endur hlita fyrirmælum Skóg- ræktarinnar um meðferð, og nýtinguskógarins. A móti komi, aö Skógrækt rikisins friöi skóginn og kosti girðingu um hann. Með þessum samningi var tryggö samstaöa allra landeig- enda um nytjar og meöferö á skóginum. 1 framhaldi af þessu var gerður samningur milli sömu aðila árið 1958, en með honum var lagður grundvöllur að þeim skógræktarframkvæmdum, sem unnið hefur veriö að i Fells- skógi aö undanförnu. Meö samningunum fékk skógrækt rikisins land fjögurra jarða, um 40 ha. til afnota, gegn þvi að landeigendur fái 4% þess arös, sem fæst af nytjaviðum. Hlutur landeigenda á arði af barr- viðum fyrir landleigu var þá nýmæli i samningum Skóg- ræktarinnar við landeigendur. Gróöursetning Siöan 1960 hefur gróður- setning i Fellsskóg verið: Blágreni 29.590 plöntur, Brodd/Blág. 21.200, Hvitgreni 28.360, Rauðgreni 179.285, Sitka- bastarður 12.165, Sitkagreni 2.365, Þinur 16.820, Þöll 300, Stafafura 3.460, Broddgreni 240, Lerki 11.560 og auk þess nokkuð af Alaskaösp eða alls nokkuð yfir 300 þúsund plöntur. Af þessu yfirliti má ætla, að lokið sé við að gróöursetja i mestan hluta skógarins, eða um 60 h. Gróðursett hafa verið mörg kvæmi sumra tegund- anna. Vegna grisjunar fyrir gróður- setningu hefur veriö fellt mikið af birki i skóginum. Það hefur að mestu verið nýtt i girðinga- staura og efnivið. Þann 27. sept. 1975kyngdi niður snjó i skóginn, en þar sem mikiö lauf sat eftir á birkinu, sligaðist það og brotnaöi mikið, sérstaklega i suðurhluta skógarins. Mikið hefur verið nýtt af þeim trjám, sem brotnuöu i fannferginu, en enn er eftir að nýta töluvert magn. Þar sem vöxtur barrtrjá- tegunda hefur verið framar öllum vonum eru nú nokkur ár siðan fyrst voru tekin jólatré úr skóginum og munu þær nytjar aukast með ári hverju er frá liöur. Þetta á einkum við rauð- greni, en langmest hefur verið gróðursett af þeirri trjátegund. —mhg Asparlundur I Ystafellsskógi, plantaö 1961.1 baksýn: Þingey, Ullarfoss og Skipapollur. — Mynd: j.j.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.