Þjóðviljinn - 23.09.1978, Side 13

Þjóðviljinn - 23.09.1978, Side 13
Laugardagur 23. septembcr 1978 ÞJOÐVILJINN — SIÐA 13 Jóhann Ingi Gunnarsson er 24 ára Reykvíkingur og leggur stund á sálfræði við H.i. Jóhann hefur leikið handknattleik bæði með Val og í’R. og var fyrir- . liöi ungiingalandsliðsins á sinum tíma. Á undanförn- um árum hef ur hugur hans hneigst æ meira til þjálf- unar, og hefur hann aflað sér menntunar í þeirri grein bæði í Júgóslavíu og Sviss. Síðast liðinn vetur þjálfaði hann I. deildarlið Fram og unglingalandslið- ið sem krækti í silf ur á síð- asta NM. í sumar var Jó- hann ráðinn í f ullt starf hjá handknattlei kssa mband- inu m.a. sem einvaldur og þjálfari landsliðsins. Umsjón: Ásmundur Sverrir Pátsson LjósmynaÍK Le, „Það er sérlega hvimleitt að þurfa að velja eftir mati annarra og hvað þá ef ekkert er við að styðjast nema mat leik- manna sjálfra, eins og stundum hefur viðgengist" Jóhann Ingi var fyrst beöinn um að skýra hugmyndir slnar I sambandi við valið á fyrsta landsliðshópnum: — Það er auðvitað fleira en eitt atriði sem þar býr á bak við. 1 fyrsta lagi vil ég benda á, að markmiðin eru aöallega tvö. Annars vegar að byggja upp lið fyrir HM 1982, og hins vegar að farameð sterkasta liðið sem við eigum í B-keppnina á Spáni i vetur. Eg tel rétt að lita á þenn- an hóp sem liö i uppbygging- unni, fyrst og fremst. Vináttu- leikirnir við Færeyjar eru upp- lagt tækifæri til þess að leyfa nýjum mannskap að spreyta sig. 1 öðru lagi vil ég benda á að landsliðssætin hafa verið of föst undanfarin ár. Það hefur oft á tiðum reynst erfibara að komast út úr landsliðinu en inn i það. Þarna tel ég að blaðamenn eigi m.a. sök að máli, þvi þeir eru mjög ihaldssamir. Þeir lita yfir- leitt aðeins á þá sem skora mörkin, vilja eintómar stór- skyttur i liðið. En ég er að leita að liðsheild. Liðið þarf að hafa ákveðna samsetningu til að telj- ast gott. Þar þurfa að vera ákveönir hornamenn, sterkir varnarmenn, skyttur og siðast en ekki sfet góðir menn I hraba- upphlaup.Hraðáupphlaupin eru atriði sem ég kem til með að byggja mikiö á, en þau hafa mjög verið vanrækt hér. Hið eina sem ég er hræddur viö I sambandi við þennan hóp er smæð leikmanna, en þeir ættu þó að geta nýtt sér snerpuna i viðureign við stærri og þyngri spilara. — Er þessi árstimi ekki frek- ar óheppilegur til þess að velja landsiiðshóp? — Jú, það er vissulega rétt. Það er slæmt að hafa ekki séð leikmenn i alvöru kappleikjum og erfitt að dæma um getu þeirra. Margir leikmenn eru einnig seinir til á haustin, kom- ast seint I æfingu og sýna ekki raunverulega getu fyrr en seinna. En valiðá fyrstahópnum gæti þa orðið til þess að ýta við þeim. Félagsliðin hafa einnig flest verið með mjög stifar æf- ingar undanfarið og leikmenn þvi stifir og þreyttir. — Ég hef prófað helming hópsins nú þegar og líkamlegt ástand þeirra er mjög mismun- andi. Það sýnir sig að þeir leik- menn sem stunda æfingar að einhverju marki yfir sumartim- ann eru mun betur á sig komnir. Það er að mlnu viti ekki nóg að taka skorpu á haustin. Næsta skrefið hjá okkur hlýtur að vera fólgið i æfingum allan ársins hring. Nokkur félagsliðanna færast stöðugt nær þessu mark- miði, og er það vel. Strax tekið tfl við að %ggja upp Uð iyrir HM 1982 — Ætlarðu ab nota leikmenn sem dveljast hjá erlendum félögum ef þeir reynast nægi- iega góðir? — Það er ekkert feimnismál, og ég sagði það við leikmenn strax á fyrsta fundi, að ég kém til með ab nota þá bestu sem dvelja erlendis. En ég ætla að kanna ástand þessara leik- manna sjálfur, reyna að sjá þá með eigin augum i leik. Það er sérlega hvimleitt að þurfa að velja eftir mati annarra og hvað þá ef ekkert er við að styöjast nema mat leikmannanna sjálfra, eins og stundum hefur viðgengist. Hléð sem verður á lslandsmótinu frá 14. desember til 15. janúar er einmitthaft með leikmenn i Þýskalandi i huga. A þessum tima er einnig hlé i Bundesligunni, þannig að ef ein- hverjir „útlendinganna” yröu valdir, gætu þeir æft með okkur og spilað allt upp I 10 landsleiki á einum mánuði. — Hver er staða islands I handknattleiknum? Ertu sam- mála þvi sem Rúmeninn Kunst sagði hér i blaðinu fyrir viku? — Ég tel að stefnumarkmið sé eitt mikilvægasta hugtakið i iþróttasálarfræðinni. Stefnu- markmiðið var reist of hátt fyr- ir HM i Danmörku i fyrra. Þá var einungis raunhæft að stefna að þvi að vinna Spánver ja. Þær miklu kröfur sem gerðar voru til leikmanna þrúguöu þá, og stóryrtar yfirlýsingar forvigis- manna fyiltu fólk af falskri bjartsýni. Allt I einu áttum við að sigra þjóðir sem við höfum aldrei áður unnið á útivelli. Slikt kann ekki góðri lukku að stýra. Ég hef sagt frá þvi áður að ég tel hæfilegt stefnumarkmið fýrir okkur núna að ná einu af sex efstu sætunum I B-keppninni á Spáni. Þá veröum við I fiokki með þjóðum eins og Spánverj- um, Normönnum, Svium, Tékk- um, Svisslendingum og Búlgör- um. Ég er ósammála Kunst að einu leyti, mér finnst að Ung- verja beri að flokka með þeim bestu, þótt þeir taki þátt I. B-keppni að þessu sinni. En ég vil vara við of mikilli bjartsýni meö keppnina á Spáni. Við gætum hugsanlega lent i riðli meö tveimur mjög sterkum þjóðum, t.d. Ungverjum og Svisslend- ingum. Margar bestu þjóöirnar i C-flokki hafa tekið ótrúlegum framförum. En ef við náum að tryggja okkur i B-flokkinn held ég að við getum vel viö unað. — Telur þú að islenskur handbolti hafi einhverja sér- stöðu? Þurfum við að breyta einhverju ákveðnu I sambandi við landslið okkar? — Kunst vildi meina að is- lenski handboltinn hafi ætið ver- ið sérstakur að einhverju leyti. Hann á þar eflaust við hinn mikla fjölda af skyttum san einkennt hefur landslið okkar að undanförnu. Það koma sifellt upp nýir leikmenn, stórir og sterkir, og þeir vekja skiljan- lega mestu athyglina erlendis. Björgvin er t.d. eini leikmaður- inn af þeim sem hafa fengið at- vinnutilboð erlendis frá, sem er ekki stórskytta. En ég hef trú á að þetta sé að breytast núna, það er sifellt meira lagt upp úr libs- heildinni. Æskileg liðsskipan gæti verið t.a.m. 2-3 horna- menn, 2-3 linumenn og 4-5 skytt- ur. Viö getum ekki lengur verið þekktir fýrir að fara i keppni með 9 skotfreka útispilara og 1 linumann, eins og hent hefur. Mér finnst danska liöiðsem stóð sig svo vel á siðustu HM gott dæmi um það hversu liðsheildin er stórt atriði. — Ert þú ánægður með þann starfsgrundvöli sem þér hefur verið búinn af hálfu H.S.t.? — Það má segja aö abstaða súsem éghef tilstarfa séheldur bágborin. Núnaer t.a.m. lands- leikur i sjónmáli, en ég hef ekk- ert iþróttahús til að þjálfa i. Fjárhagur H3.1. er einnig mjög erfiður og sniður mér þröngan stakk, en viljinn er vissulega fyrir hendi hjá stjórninni. Þegar rætt er um fjármál íþrótta- hreyfingarinnar kemur ætið að sama atriði, þ.e.a.s. framlagi rikisvaldsins. Það er allt of lágt og stjórnvöldum til lltils sóma. Við i íþróttahreyfingunni erum ekki siður aö skila af okkur góð- um þjóðfélagsþegnum, en önnur æskulýösstarfsemi. tþróttir eru æskilegar frá samfélagslegu sjónarmiði, þar fá menn útrás sem er m jög nauðsynleg, i sam- bandi við geðvernd, t.d. Það virðist þó sem stjórnvöld hafi skilning á fjárþörfinni, en þegar kemur að framkvæmdum lypp- ast þau niður. — Ég vil taka það skýrt fram að ég llt ekki á starf mitt ein- göngu sem landsliðsþjálfari. Ég legg rika áherslu á aukna þjálf aramenntun og nám- skeiðahald i þvi sambandi. Slik starfsemi á örugglega eftir að skila sér i bættum árangri. Það hefur oft einkennt islenska handboltann hversu misjafn hann er frá ári til árs. Astæðan fyrir þessu or hversu fáir þeirra sem fást við unglingaþjálfunina eru hæfir i starf sitt. Með auk- inni menntun leiðbeinenda ættu árgangarnir að geta orðið jafn- ari. — Annars er helsti gallinn við starfsaðsröðuna sá, að ég þarf að snúast i of mörgu. Það fer t.a.m. mikill timi iað semja um landsleiki o.fl. sem ég ætti að vera laus við. Vegna þessa er erfitt að einbeita sér að sérstök- um þáttum, eins og starfinu i tækninefnd sem er mjög knýj- andi. Ég er núna að prófa eina nýjung I sambandi viö lands- liðsæfingarnar. Ætlunin er að skipuleggja æfinguna nákvæm- legafyrirfram og láta leikmenn hafa aðgang að henni uppteikn- aðri u.þ.b. hálftima áður en hún hefst. Þá geta þeir skipulagt hana fyrir sjálfan sig, fram- kvæmt hana i huganum og Framhald á 18. siðu ■ ; - ■ .-

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.