Þjóðviljinn - 29.09.1978, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 29.09.1978, Blaðsíða 2
2 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 29. september 1978 ■ ■I Felagsmalastofnun Reykjavikurborgar IJ ^ I)AGVISTUN BARNA’ FORNHAGA 8 S1MI 27277 Staða forstöðumanns við dagheimilið Selásborg er laus til um- sóknar. Fóstrumenntun áskilin. Laun samkvæmt kjarasamningi borgarstarfs- manna. Umsóknarfrestur er til 9. október. Umsóknir sendist til skrifstofu dagvist- unar Fornhaga 8, en þar eru veittar nán- ari upplýsingar. Kennara vantar við grunnskóla Tálknafjarðar. Upp- lýsingar gefur skólastjóri i sima 94-2537 eða 94-2538 Skólanefnd Nýi Hjúkrunarskólinn Hjúkrunarnám fyrir ljósmæður hefst 8. janúar 1979. Væntanlegir nemendur hafi samband við skólastjóra i sima 81045. Skólastjóri. Augiýsing um aðalskoðun bifreiða í lögsagnarumdæmi Reykjavíkur í októbermánuði 1978 Mánudagur 2. október R-46001 til R-46500 Þriðjudagur 3. október R-46501 til R-47000 Miðvikudagur 4. október R-47001 tu R-47500" Fimmtudagur 5. október R-47501 til R-48000 Föstudagur 6. október R-48001 til R-48500 Mánudagur 9. október R-48501 til R-49000 Þriðjudagur 10. október R-49001 tii R-49500 Miðvikudagur 11. október R-49501 til R-50000 Fimmtudagur 12. október R-50001 til R-50500 Föstudagur 13. október R-50501 til R-51000 Mánudagur 16. október R-51001 til R-51500 Þriðjudagur 17. október R-51501 til R-52000 Miðvikudagur 18. október R-52001 til R-52500 Fimmtudagur 19. október R-52501 til R-53000 Föstudagur 20. október R-53001 til R-53500 Mánudagur 23. október R-53501 til R-54000 Þriðjudagur 24. október R-54001 til R-54500 Miðvikudagur 25. október R-54501 til R-55000 Fimmtudagur 26. október R-55001 tii R-55500 Föstudagur 27. október R-55501 til R-56000 Mánudagur 30. október R-56001 til R-56500 Þriðjudagur 31. október R-56501 til R-57000 Bifreiðaeigendum ber að koma með bifreiðar sinar til bifreiðaeftirlitsins, Bildshöfða 13 , og verður skoðun framkvæmd þar alla virka daga kl. 08:00—16:00. Viktor Kortsnoj lenti í miklu timahraki i 27. skákinni í Bagu.io i gær og þegar skákin fór í bið var hún talin vonlitil fyrir hann. Eftir að skákin hafði verið í jafnvægi framanaf fór Kortsnoj að nota mikinn tímá á leiki sína og bitnaði það á taf I- mennsku hans undir lokin er hann var orðinn ansi „Aðeins kraftaverk fær bjargað Viktori” timanaumur. Tapaði hann þá mikilvægu peði á drottningarvæng og það verður honum ábyggilega dýrkeypt þegar tekið verður til við taflið að nýju i dag. Fari svo að Karpov vinni skákina þá er hann þar með kominn með þriggja vinninga forskot og á aðeins einn vinning eftir til þess að halda titlinum. 27. skákin: Hvltt: Viktor Kortsnoj Svart: Anatoli Karpov Enskur leikur: 1. c4 Rf6 2. Rc3 e5 4. g3 Bz4 3. Rf3 Rc6 5. Rd5?! Óvæntur og sjaldséður leikur. Hinn eðlilegi leikur 5. Bg2 þykir gefa hvitum meiri möguleika. 5. - Rxd5 6. cxd5 Rd4 7- Rxd4 exd4 Þar höfum við það, eftir aðeins 7 leiki er búið að skipta upp á öll- um fjórum riddurunum. — Er verið að tefla til jafnteflis. Hvit- ur átti hinsvegar ekki svo hægt með að vinna peðið á e5 með 7. Rxe5? þvi eftir 7. — De7 8. f4 (8. Rd3? Rf3+mát!;f6 9. Rd3 De4! i er hann illa beygður. 8. Dc2 De7 Býður hvitum peðið á c7, sem hann myndi ná auðveldlega aftur eftir 9. Dxc7 De4 með tvö- földu uppnámi. 9. Bg2 Bc5 10. 0-0 0-0 II- e3 Bb6?! Karpov er ekkert banginn við að leika sama manninum fram og til baka. Þetta virðist þó vera tóm timaeyðsla. Eðlilegur og góður leikur var 11. - d6. 12. a4 dxe3?! Einmitt það sem hvitur vildi. Varla hefur Karpov óttast eftir 12. - a5 leikinn 13. e4? 13. dxe3 a5 14. Bd2 Hvitur virðist standa betur þar sem hann hefur meira rými og þar með fleiri möguleika til staðsetningar manna sinna. 14. - Bc5 Og enn kemur biskupinn. Hvað er hann eiginlega að gera á b6? 15. Bc3 d6 16. Dd2 b6! Það er einmitt svona sem Karpov hyggst verjast. Svörtu — sagði Keen, aðstoðarmaður hans, þegar 27. skákin var komin í bið peðin mynda einskonar hindrun á drottningavæng svo Kortsnoj leitar þvi færa hinumegin á borðinu. 17. Hfel Bd7 18. e4 Hfe8 19. Khl c6! Eftir hinn snjalla peðsleik Karpovs lagðist Kortsnoj i þunga þanka og lék ekki fyrr en eftir 45 minútna umhugsun. Hann hlýtur þvi að hafa vitað hvað hann var að gera. 20. e5 cxd5 21. Bxd5 Had8 23. Df3 dxe5 22. Df4 Df8 24. Bxe5 Bg4! Glæsilegur leikur. Stöðuskyn Karpovs segir honum að það séu hvitreitabiskuparnir sem eigi að skiptast upp á. 25. Dxg4 Hxg5 26. Bxc3 Hed8! En auðvitað ekki 26. - Hxel 27. Hxel Bxf2? Þvi hvitur á hinn snjalla leik 28. He8!! og vinnur. I stað þess að gina við jafn eitr- uðu peði tvöfaldar Karpov ein- faldega hrókana i d linunni og nær yfirhöndinni. 27. Kg2 Bd4 Biskupinn sem svo oft var leikið i byrjun gegnir nú lykilhlutverki i áætlun svarts en hún er að koma hróknum fyrir i vigastöðu á d4 eða d2 eftir atvikum. 28. Hac 1 g6 29. De2 Kortsnoj átti þegar hér var komið sögu aðeins tæpar tiu miútur eftir á 11 leiki. Hann leikur þvi hratt næstu leiki en tvennum sögum fer um ágæti þeirra. 29. - Dd3 30. Dxd4? Þjónar aðeins hágsmunum svarts. Betri möguleiki var 30. Hedl eða jafnvel 30. De7. 30. - Hxd4 Hrókurinn er nú strax kominn á annan óskareitinn. Nú er peðið á a4 i uppnámi og ljóst er að hvit- ur á i stökustu vandræðum aö valda þaö svo viðunandi sé. 31. Db5 31. b3 býður upp á sókn að b peð- inu er e.t.v. var það‘ skársti kosturinn. 31. - Hb4! 32. He8+? Meira viðnám var fólgið i 32. Dc6! t.d. i) 32. - Hxb2? 33. He8+ Kg7 34. Dc3+ Dd4 35. Hxd8 ii) 32. - Dxc6 33. Hxc6 Hxb2 34. He7 ásamt 35. Hf6 eða 36. Hb7 iii) 32. - Dd5+ 33. Kgl! 32. -Kg 7 34. De2 Dd5+ 33. Hxd8 Dxd8 35. f3? Ekki batnar hvita staðan við þessa veikingu.i 135. - Hxa4 Þar með vinnur Karpov mikil- vægt peð og brátt taka svörtu peðin á rás. 36. Hc2 Hd4 39. De2 a4 37. De3 b5 40. De3 b4 38. h4 h5 41. Hf2 Karpov lék hér biðleik á svart. Eins og lesendur sjá getur hvit- ur varla annað en beðið þess sem verða vill. Umsjón: ASGEIR ÁRNASON Bifreiðaeftirlitið er lokað á laugardög- um. Festivagnar, tengivagnar og farþegábyrgi skulu fylgja bifreiðum til skoðunar. Við skoðun skulu ökumenn bifreiðanna leggja fram fullgild ökuskirteini. Sýna ber skilriki fyrir þvi að bifreiðaskattur og vátrygging fyrir hverja bifreið sé i gildi. Athygli skal vakin á þvi, að skráningar- númer skulu vera læsileg. Vanræki einhver að koma bifreið sinni til skoðunar á auglýstum tima verður hann látinn sæta sektum samkvæmt umferðarlögum og bifreiðin tekin úr um- ferð hvar sem til hennar næst. Þetta tilkynnist öllum, sem hlut eiga að máli. Lögreglustjórinn i Reykjavik. 26. september 1978. Sigurjón Sigurðsson. Norma Levy dæmd aftur FORT LAUDERDALE, Florida, 28/9 (Reuter) — Eins og skýrt var frá I blaðinu i gær hlaut Norma Levy, fyrrverandi ástkona breskra ráðherra, dóm fyrir brot á bandarlskum innfiytjendaiög- um. Hún var varla gengin út úr réttarsalnum þegar hún var handtekin á ný, fyrir ölvun á almannafæri. Hún var handtek- in á bar einum þar sem hún var nýbúin aö slá karlmann utan undir og geröi sig liklega til aö löðrunga annan. Auk þess sagði lögreglan aö Norma hafi hrópað ósæmileg orð I ölvun sinni. Hún neitaði að gefa lögreglunni upp nafn sitt en sagðist að lokum heita Nóra Harrington. Hún var tekin upp á stöö, en siðan sleppt eftir að hún hafði borgað fimmtlu dollara sekt. Mary Ortis? Eða kannski Nora Harrington, jafnvcl Norma Levy? Tungumála- erfiðleikar HANAU, V-Þýskalandi, 28/9 (Reuter) — Varnarmálaráðherra Vestur-Þýskalands Hans Apel skýrði frá þvl I dag, að héðan i frá fengi enginn maður háa stöðu innan hers landsins, nema hann væri sæmilega talandi á enska tungu. Hann trúði fréttamönnum fyrir því, að nýlega hefði hann heimsótt árlegar heræfingar Atlantshafsbandalagsins, og hefði það stungiö hann óþyrmi- lega hversu miklir tungumála- öröugleikar riktu enn meöal NATO-manna. Þvi hefði hann heitiö sjálfum sér, að á meðan hann væri og héti varnarmálaráðherra Vestur-Þýskalands, skyldi enginn lifandimaðurláta sig dreyma um háttsetta stöðu innan hersins, ef hann gæti ekki gert sig skiljan- legan á ensku.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.