Þjóðviljinn - 29.09.1978, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 29.09.1978, Blaðsíða 6
6 SIÐA — ÞJÓÐVILJINNvFöstudagur 29. september 1978 af erPendum vettvangi ; mSm , *! "','V Vináttuvottur frá fbúum Taiwan Bróðir Carters forseta, Billyj selur Billy-bjór •X- föstudögum, á meðan henni entist aldur til. Hjónin endurbættu hús- iö, keyptu rándýr antikhúsgögn og hengdu myndir af Carter-fjöl- skyldunni upp um alla veggi. Að þvi loknu opnuðu þau „Fyrsta Carter-heimilið i Plains”. Að- gangseyrir var ákveðinn tveir og hálfur dollari, fyrir fullorðna. Að- sókn hefur ekki verið nógu góð, þrátt fyrir að foreldrar forsetans hefðu eytt brúðkaupsnótt sinni i húsi þessu. Nú eru McMillan-hjón in á höttunum eftir hjónarúmi forsetaforeldranna, i von um að það auki aðsóknina. Frú McMill- an er heldur vonsvikin og bitur. Hún telur ófarirnar stafa af þvi að þau hjónin séu útlendingar og að Meþódistasöfnuðurinn sýni þeim Fæöingarbær forsetans -* í Bandaríkjunum er fylki sem heitir Georgia. I Georgíu er lítill bær sem heitir Plains. Ibúar bæjar- ins eru tæplega sjö hundr- uð og var aðalatvinnuveg- ur þeirra hneturækt. Svo rann sá dagur upp, þegar hnetubóndi einn var kjörinn for- seti allra Bandarikjanna. Nágrapnar hans litu upp frá vinnu: sinni og uppgötvuðu þá fjölda ókunnugra manna sem komnir foru til að sjá bæinn þeirra og jafnvel þá sjálfa. Bænd- ur flýttu sér inn, þvoðu sér og skiptu um föt. Nú var afkoma þeirra ekki lengur háð veðrum, vindum né vöðvum. Velferðartimar fóru i hönd, verð á húsum fimmfaldaðist, verslanir og vöruhús sem staðið höfðu auð i áraraðir breyttust i minjagripabúðir. Skipulagðar voru skoðunarferðir á heimili Jimmys, i skóla Jimmys, til jötu Jimmys (sjúkrahúsið) og jafnvel á heimili kennara Jimmys. Nú er kjörtimabil hans hálfnaö og hiö fræga bros er stifnað á fleirum en honum sjálfum. Gaml- ir leikfélagar hans og nágrannar uröu að bita i hiö súra epli að gróði var ekki eins skjótfenginn og vonast var til. Daglega koma fimm þúsundir manna til Plains. En þvi miður láta gestir sér nægja að aka sjálf- ir fram hjá heimili Carters, forö- ast eins og heitan eldinn að eyða peningunum sinum. Við aðalgötu bæjarins liggja margar verslanir. Að einni undantekinni eru þær allar minjagripabúðir. Minja- gripirnir minna óneitanlega á bros Carters, hnetur hans og fjöl- skyldu. Hægt er að kaupa sér hnetuis, Jimmy Carter penna, öskubakka og krúsir, brosandi upptakara, hnetufræ af akri forsetans, svo ekki sé minnst á hið fjölbreytta úr- val af búsáhöldum, sem likjast hnetu að lögun. Sumar verslanir hafa jafnvel enn dýrmætari vörur á boöstólum eins og múrstein úr sjúkrahúsinu sem „frelsarinn” fæddist á, en þeir kosta tvo dollara eintakið. Einnig er hægt að fá flis úr járn- brautarteinum sem lágu einmitt framhjá heimili hans fyrir tutt- ugu og fimm sent. Fyrir nlutiu og sjö sent fá menn eina krukku af rauðri Georgiumold. I Plains býr frændi forsetans sem heitir Hugh. Hann á forn- gripaverslun og býður þá þjón- ustu, að skrifa nafn sitt á allt sem keypt er af honum. Jimmy á lfka bróður sem heitir Billy. Billy Carter selur bjór sem heitir Billy- bjór. Auk þess er hann fararstjóri sýningarferða um heimabæ sinn. Minjagripir greinilega óvild. Kirkja safnaðar- ins liggur við hlið fyrsta Carter- heimilisins og hafa aðstandendur hennar neitað að láta garðinn af hendi, en McMillan hjónin vildu breyta honum i bilastæði. Meþódistakirkjan á lika i úti- stöðum við Carter-fjölskylduna, vegna ágreinings um hvort leyfa eigi blökkumönnum inngöngu i söfnuðinn. Nú ætlar fjölskyldan að stofna sinn eigin söfnuð sem verður sá niundi i bænum. Friður rikir ekki heldur innan Carter-fjölskyldunnar sjálfrar. Hugh frændi er nefnilega nýbúinn að gefa út bók, sem inniheldur kjaftasögur um fjölskylduna. Þar minnist hann á efasemdir Lillian forsetamóður um ágæti hjóna- bands Jimmys og Rosalynn, nú- verandi forsetafrúar. Móöirin er æf út i frændann, en hann vonast til að hún fyrirgefi honum fljót- lega. Hvað gerist þegar Carter flytur úr Hvita Húsinu? Verslunum verður kannski breytt i hnetu- geyjnslur og hnetubændur munu gá til veðurs. Eitt mun þó standa um í*;v: Wmí*Í m Minjagripir A undanförnum tveimur árum hefur veitingahúsið i Plains orðið fjórum sinnum gjaldþrota. Siö- ustu eigendur staöarins ætluöu þó heldur betur að bjarga staðnum og réöu þvi til sin matsvein, sem hafði það til sins ágætis að hafa unnið hjá Lillian, móður forset- ans. Dagblað bæjarins hóf göngu sina, þegar Jimmy Carter fluttist inn i Hvita húsiö. Fyrir tæpu ári fór þaö lika á hausinn, en var þá keypt af litlum blaðakóng að nafni Larry Flynt. Viðreisn blaðsins fór út um þúfur, þvi Flynt var skotinn til bana fyrir hálfu ári. Það er margs kónar þjónusta sem ibúarnir i Plains vilja bjóða gestum sinum upp á. En aðkomu- fólkið er ekki eins miklar eyðslu- klær og búist var við, svo sam- keppnin er hörö um hvern eyri. Kaupsýsluvitringar i Plains hafa lagt höfuö sin i bleyti og eru óðum að. gera sér grein fyrir þvi að fjögur ár sé ekki langur timi. Eins er ekki vist hvort Carter bóndi verði endurkjörinn. Skipuð hefur verið nefnd méð Billy bróð- Hnetubændur i Plains eru bitrir út i forsetann vegna brostinna gróða vona. ur i forsæti, sem kanna á mögu- leika á bjartari framtið bæjarins, hvað sem öllum kosningaúrslit- um liður. Nefndarmenn ræddu við fulltrúa hótelkeðju einnar, en þeir höföu einungis áhuga á bygg- ingu mótels i bænum, meö þvi skilyrði að þeim yrði bætt upp væntanlegt tap. Daginn sem Carter sigraöi i ■kosningunum, keyptu kanadisk hjón, McMillan að nafni sér hús i Palins. I húsinu bjó eitt sinn amma forsetans, en hann átti til að heimsækja gömlu konuna á óákveðna eilifð, sem minnir ái velferðartima bæjarins. Það er minnissteinn, sem ibúar i Taiwan gáfu bæjarbúum i vináttuskyni. Steinninn stendur á horni aðal- götu bæjarins og járnbrautar- stöðvarinnar. Hvi skyldi Taiwan- búum detta i hug að gefa fbúum Plains slikan stein? Helsta skýr- ingin er sú að allflestir þeirra minjagripa sem seldir eru i versl- unum þar i bæ, eru framleiddir i Taiwan. (Erla Sigurðardóttir, stuðst við The Guardian)

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.