Þjóðviljinn - 29.09.1978, Síða 9
Kustudagur 2». septcmbcr 1978 ÞJOÐVILJINN — SIÐA 9
Svibsmynd úr lcikríti Jökuls Jakobssonar: Sonur skóarans og dóttur
bakarans eða Söngurinn frá My Lai.
Undanbrögd
og aðdróttanir
Þjódleik-
hússtjóra
Fyrir rúmri viku birtist
hér i blaðinu bréf frá
Sveini Einarssyni Þjóð-
leikhússtjóra, þar sem ég
er kraf inn skýringa á eft
irfarandi ummælum í
gagnrýni minni á sýningu
Þjóðleikhússins á leikriti
Jökuls Jakobssonar Son-
ur skóarans og dóttir bak-
arans eða Söngurinn frá
My Lai: ,,Möguleikar
þess (þ.e. leikritsins) eru
ótviræðir og ég er sann-
færður um að í leikhúsi,
meðvituðu um þjóð-
félagslegt hlutverk sitt,
mætti bera það fram til
mikils sigurs." Ég hlýt að
játa að mér var ekki f ylli-
lega Ijóst hvað vakti fyrir
Þjóðleikhússtjóra með
þessari spurningu, sem
hann bar reyndar fram í
nafni listamanna leik-
hússins, en dró þá álykt-
un að hann væri þarna að
auglýsa eftir aukinni um-
ræðu um þjóðfélagslegt
hlutverk Þjóðleikhússins.
Og þar sem ég er þeirrar
skoðunar að ekkert leik-
hús fái staðist án slíkrar
umræðu, brá ég skjótt við
og skýrði ummæli mín
eftir bestu getu.
1 miðvikudagsblaði Þjóðvilj-
ans kemur svo i ljós aö mér
skjátlaðist hrapallega, þvi aö
Sveinn Einarsson virðist engan
áhuga hafa á að ræða félagslegt
markmið þess leikhúss sem
hann hefur nú stjórnað i sex ár.
Hins vegar kemur á daginn aö
hann — eða einhverjir sem hann
segist mæla fyrir — hefur lesið
á milli linanna i umsögn minni
svo um munar og þóst sjá þar
merki skoðana sem ég hef
aldrei haldið á lofti. Eða hvern-
ig má túlka framangreind orð á
þann veg að þar sé gefið i skyn.
að „Þjóðleikhús sem slikt geti
eðli sinu samkvæmt aidrei verið
meðvitað afl i umræðu og um-
róti þjóðfélagsins”? Eða að
„það umrædda þjóðleikhús,
sem hér starfar, hafi aldrei sýnt
þjóðfélagslega meðvitund,
notabene i þeim skilningi, sem
greinarhöfundur leggur i það
hugtak”? Það kann vel að vera
að það sé slæm samviska Þjóð-
leikhússtjóra sem leggi honum
þessi orð á tungu. Sé svo þá er
það hans mál en ekki mitt. Það
hefur hins vegar aldrei þótt sér-
lega heillavænlegt að byrja rit-
deiluáþviaðgera andmælanda
sinum upp skoðanir.
Ofan á allt annað gerir SE
klúðurslega tilraun til að draga
mig inn i ritdeilu sem fór fram á
siðum Þjóðviljans fyrir rúmum
tveimur árum og ég hafði engin
skipti af. Alvarlegast er þó að
hann dróttar þvi að mér að ég
hafi metið sýninguna á grund-
velli stjórnmálaskoðana minna
en ekki þess skyns sem ég kann
að bera á leikhús sem listrænt
tjáningartæki. I grein hans er
þetta þannig orðað: „Getur ver-
ið að hér sé að skjóta upp kollin-
um sú skoðun, sem einstaka
sinnum sést flikað, að til þess að
litið sé með velþóknun á verk
einstakra listamanna eða hóps
þeirra þurfi þeir að vera þjóð-
félagslega sama sinnis og það
blað, sem um þá fjallar, er?”
SE ber reyndar aðra fyrir sig,
svo að það er ekki ljóst hvort
hann er aðeins að koma á fram-
færi dylgjum annars fólks eða
hvort hann ætlar að verja þess-
ar aðdróttanir sjálfur. Og hann
bætir gráu ofan á svart með þvi
að láta að þvi liggja að það séu
ekki aðeins persónulegar
stjórnmálaskoðanir sem stjórni
skrifum minum heldur pólitisk
stefna þess blaðs sem ég skrifa
i. SE hefði átt að hugsa sig betur
um áður en hann setti slikt og
þvilikt á prent. Hér er ekki að-
eins um grófa ásökun að ræða i
minn garð, heldur einnig rit-
stjórnar Þjóðviljans, þvi að með
þessu er gefið i skyn að hún
leggi þeim sem skrifa i blaðið
um listir og menningarmál lifs-
reglurnar og þá væntanlega út
frá meintri flokkslinu Alþýðu-
bandalagsins.
En Sveini Einarssyni er ekki
nóg að reyna að gera mig póli-
tiskt tortryggilegan. Hann reyn-
ir einnig að sýna fram á að ég
hafi i leikdómi minum gert
ákveðin aðferðafræðileg mistök
og gerst sekur um bókmennta-
legt mat á sýningunni: „Hann
(JVJ) feilar á einu grundvallar-
atriði. Hann heldur nefnilega að
sin lestraraðferð á leikritið sé
einhlit og dugi ein tii skilnings
og túlkunar á verkinu”. Aðferð
SE til að sanna þetta er afskap-
lega einföld. Hann vitnar i um-
sögn mina, þar sem ég lýsi með-
ferð ákveðins leikara á einu
hlutverkanna og geri siðan
grein fyrir þvi, sem ég hygg aö
hefði orðið réttmætari túlkun
hlutverksins. Hann lætur þess
hins vegar ekki getið að þessi
samanburður er aðeins litið
skýringardæmi sem ég nota i
miklu viðtækari röksemda-
færslu og alls ekki grundvallar-
forsenda mats mins á sýning-
unni, eins og . lesendur gætu
haldið að óreyndu. Það er ekki
sérlega erfitt að gera mönnum
upp heimskulegustu skoðanir,
ef blekkingum af þessu tagi er
beitt.
Megininntakið i umsögn
minni um umrædda sýningu
Þjóðleikhússins var þetta: Þar
er engin tilraun gerð til þess að
bregða upp heildarmynd eða
setja fram skiljanlegan boðskap
og hún er bæði órökræn og mót-
sagnakennd. Þessari staðhæf-
ingu reynir SE ekki að hagga og
á meðan ekki verður sýnt fram
á annað hlýt ég að telja að ég
hafi stutt hana nægilega gildum
rökum. Um leikritið sjálft fór ég
hins vegar almennum orðum,
enda nægur timi til að gera á þvi
úttekt. Þegar ég sá sýninguna
fyrst hafði ég ekki lesiö leikritið
og þvi enga skoðun myndað mér
á þvi. Ég byggði mat mitt á sýn-
ingunni algerlega á reynslu
minni sem áhorfandi i Þjóðleik-
húsinu og notaði leikritið aðeins
sem hjálpartæki til þess að
skýra hvers vegna hún varð
jafndapurleg og raun varð á. Ég
hef aldrei reynt að sýna fram á
að sýningin sé gölluð vegna þess
að hún komi ekki heim og sam-
an við skilning minn á leikritinu
Jón Viðar Jónsson
heldur vegna þess að hún stenst
ekki scm slik.Allt tal um að mér
virðist „aðeins einn flutnings-
máti réttla'tanlegur og hugsan-
legur" er þvi algcrlega út i hött
og ekkert annað en lilraun til að
leiða athygli manna frá kjarna
málsins.
I lok greinar sinnar Ijóstrar
SE þvi upp, að það hafi ekki ver
ið hann heldur Jökull Jakobs-
son sjálfur sem kaus að Helgi
Skúlason skyldi leikstýra sýn-
ingunni. Ég fæ ekki séð annað
en að með þvi að skýra opinber-
lega frá þessu sé Þjóðleikhús-
stjóri að reyna að smeygja
þeirri ábyrgð, scm hann ber að
réttu lagi sem leikhússtjóri á
þvi hvernig (il tekst með val
leikstjóra, yfir á herðar látins
manns. Hann fullyrðir að Jökli
heitnum og leikstjóranum hafi
gefist „góður frestur lil að móta
sameiginlega heildarstefnu á
þessari uppfærslu”. Þessi orð
verða aldrei sönnuð og hefðu af
fleiri ástæðum en einni verið
betur látin ósögð.
t lok svargreinar minnar bar
ég upp eftirfarandi spurningu
og beindi henni öðrum fremur
til Sveins Einarssonar: „Hvert
hefur þjóðfélagslegt hlutverk is-
lenska þjóðleikhússins raun-
verulega verið á undanförnum
árum — og þá á ég bæði við
valdatima Guðlaugs Rósin-
kranz og þann tima sem Sveinn
Einarsson hefur setið i sama
embætti?” Þessari spurningu
svarar SE þannig: „En ég get
ekki séö að neinn sé færari til
þess en hann sjálfur, íþ.e. JVJ,
að gera úttekt á starfi Þjóöl.) út
frá hans eigin formúlu: að
minnsta kosti myndum við sem
erum sjálf önnum kafin við að
láta köll okkar úr leikhúsinu
heyrast i þjóðfélaginu, trúlega
verða sökuö um skort á hlut-
lægni.” Þessi orð verða aöeins
skilin á einn veg: Sveinn
Einarsson, sem i krafti embætt-
is sins ber manna mesta ábyrgð
á velferð leiklistar i landinu,
skorast undan þvi að ræða opin-
berlega félagslegt hlutverk
þeirrar stofnunar, sem hann
stjórnar. Tal hans um að hann
yrði sakaöur um skort á hlut-
lægni er aðeins viðbára, ekki
röksemd. Fáar listgreinar þurfa
svo mjög á frjálsri og lýðræðis-
legri umræðu að halda sem leik-
hús og mér er ómögulegt að
skilja hvers vegna heiðarlegir
og viðsýnir listamenn ættu ekki
að geta rætt starfsemi sina og
verk á yfirvégaðan og æsinga-
lausan hátt. Ég ætlast til þess
eins af listamönnum Þjóðleik-
hússins að verk þeirra eigi eitt-
hvert erindi til fólks, að „köll”
þeirra séu skiljanleg, svo að
vitnað sé til likingamáls Þjóð-
leikhússtjóra sjálfs. Þegar þessi
köll heyrast ekki, eða.verða að
sundurlausum hávaöa eins og i
umræddri leiksýningu, hlýtur
eitthvað að vera að og þá er
greinilega timi til kominn að
setjast niður og ræða málin. Von
min var sú að geta e.t.v. hrund-
ið af stað málefnalegri umræðu
um ástand leikhúsmála i land-
inu og þvi harma ég mjög þessi
viðbrögð leikhússtjórans.
Að lokum þetta: Þessari rit-
deilu verður ekki haldið áfram
af minni hálfu, fái ég ekki að
vita við hvern ég á orðastað. Ég
tel mig hafa gert hreinskilnis-
lega grein fyrir afstöðu minni og
ræði ekki við mann sem skýtur
sérá bak við aöra. Ég vil fá skýr
svör við þvi, hvort Þjóðleikhús-
stjóri talar i nafni allra lista-
manna Þjóðleikhússins, eins og
hann hefur sums staðar látið
skina i, og hvort dylgjurnar um
pólitiska hlutdrægni mina sem
gagnrýnanda eru frá þeim
komnar eða hvort SE ~heldur
þessari umræðu uppi upp á eigið
eindæmi. Þá vona ég að alvar-
leg tilraun verði gerð til að
svara þeirrispurningu sem ég
varpaði fram hér i blaðinu um
hvert hafi verið félagslegt hlut-
verk Þjóðleikhússins undanfar-
in ár, en fyrr en það hefur verið
gert sé ég ekki ástæðu til að taka
til orða aö nýju um þetta mál.
Jón Viöar Jónsson
Tveir
síðu-
togarar
enn
gerðir út
Þcss misskilnings hefur gætt I
f jölmiðlum að undanförnu að hætt
væri að gcra tit siðutogara hcr við
land. Kom hann fram i frásögn
sjónvarpsins af veiðiför mcð Þor-
móði goða og svo I Þjóðviljanum
á iaugardaginn.
Hið rétta mun hins vegar vera
að enn eru tveir sllkir togarar
gerðir út. Annar er Arsæll Sig-
urðsson II GK 12, sem er 308
brúttólestir og hét áður Freyja,
smiöaöur I Selby 1960. Hinn.er
Rán GK 42, 348 brl. smiöaður I
Beverley 1961. Rán hét áður Bost-
on Wellvaleog strandaði hér við
land en náöist á flot eftir að Is-
lenskir aðilar höföu keypt skipiö.
Þá kom það einnig fram i frétt i
Þjóöviljanum aö engin gömul
skúta værienn til á landinu en það
er að sjálfsögöu rangt. Akurnes-
ingar keyptu gamla islenska
skútu frá Færeyjum fyrir nokkr-
um árum fyrir byggöasafn sitt.
GFr.
Æskan í
september
Septemberhefti Æskunnar er
komið út. Forsiðumynd þess er
frá Vestmannaeyjum, og inni i
blaðinu er frásögn um Eyjar eftir
Karl Helgason. Þar er einnig að
finna frásögnina „Réttardagur-
inn” eftir Margréti Jónsdóttur,
ótal ævintýri og sögur fyrir börn á
ýmsum aldrí, teiknimyndasögur
og fasta liði eins og Flugþáttinn,
Frimerkjaþáttinn, Unglinga-
reglusi'ðuna, iþróttasiðu, Þekk-
irðu landið? Með á nótunum,
o.m.fl.
Ritstjóri Æskunnar er Grimur
Engilberts,
Bókaskrá Æskunnar 1978 er
einnig nýkomin út, meö pöntun-
arlista og upplýsingum um út-
gáfubækur.
Ðæmdur
fyrir að
ráðast á
dómara
FRANKENTHAL, V-Þýskaiandi,
27/9 (Reuter) — Maöur sem
grunaöur er um hryðjuverka-
starsemi, var i dag dæmdur i átta
mánaða fangelsi fyrir að særa
dómara, i mai i vor . Maöurinn
heitir Stefan Wisniewski og var
handtekinn i vor á Orly-flugvelli 1
Paris, þar sem grunur lék á að
hann væri félagi i Haag-Mayer
samtökunum. Þegar dómarinn
las upp ákærurnar á hendur
honum, réðst Stefan á hann.
Seinna veröa önnur réttarhöld
yfir honum, vegna meintrar
hry ðjuv erkastarfsemi.