Þjóðviljinn - 29.09.1978, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 29.09.1978, Blaðsíða 7
Kustudagur 29. september 1978 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7 í öll þessi fjögur skipti, í nýsköpunarstjórninni og vinstri stjórnunum þremur, hefur hin sósialiska hreyfing orðið að vikja stórlega frá óskum sinum um þjóðfrelsi og sósíalisma. Fjórða björgunar- aðgerðin Fjórum sinnum hefur flokkur róttækra sósialista á Islandi gerst þátttakandi i rikisstjórn i öll skiptin til þess aö koma fram mikilvægum málum fyrir land og lýö. Nýsköpunarstjórnin I upphafi lýöveldisins var mynduö til þess aö verja skynsamlega dr júgum gjaldeyrisinneignumj byggja upp atvinnuvegi meö skipa- kaupum og öörum framkvæmd- um, leggja grunn aö stórbættum lifskjörum og atvinnu. Vinstri stjórnin 1956-1958 stækkaöi landhelgina undir haröfylginni forystu Lúövlks Jósepssonar úr f jórum i 12 mil- ur. Ef þetta heföi ekki tekist, heföi ástandiö á fiskislóöum okkar veriö oröiö ömurlegt f lok viöreisnar áriö 1971. Þá var bú- inn aö vera i gildi f áratug samningur hægri stjórnarinnar viö Breta um aö þeir skyldu hafa úrslitavald um þaö hvort við stækkuöum landhelgi okkar eða ekki. 1 þriöja sinn var mynduö stjórn meö þátttöku hinnar rót- ' tæku hreyfingar, vinstri stjórn- in 1971-1974. Þaö var blásiö á la ndhelgissam ninginn við Breta, þvi aöenn vorufiskstofn- arnir í voöa, 50milna iandhelgin varö aö veruleika, fyrst I trássi viö viöreisnarflokkana, siöan I striöi viö Breta á miöunum. Atvinnutæki voru endurnýjuö og aukin. Meginhluti fiskimiöanna komst i okkar lögsögu. Barátta okkar átti þátt i merkilegri alþjóölegri þróun, og eftir aö vinstri stjórnin var búin að' standa i þessu striöi, var á- standiö oröiö svo breytt, aö auö- velt var að færa enn út i 200 milur, jafnvel undir hægri stjórn. í sögu lýöveldisins á þjóðin þannig mikiö aö þakka Só- sialistaflokknum og Alþýöu- bandalaginu. En allar þessar stjórnir hafa verið fremur skammvinnar og þvi hafa þaö veriö hægri öflin, sem hafa lengstaf markaö sporin aö ööru leyti og vægast sagt nýtt illa þá stórkostlegu efnahagsmögu- leika, sem þessar björgunaraö- geröir hafa skapaö. Verkalýös- hreyfinginhefur oröiö aö standa i sifelldu varnarstriöi um kjör sin gegn fjandsamlegu rikis- valdi,semauk þess hefurspilaö svo illa úr efnum okkar, aö Páll Bergþórssori/ veöurfræöingur: rikisgjaldþrot er i sjónmáli, ef ekki er neitt aö gert. Þaö er viö þessar kringumstæöur sem só sialisk verkalýöshreyfing kem- ur enn til bjargar og myndar þriöju vinstri stjórnina i septemberbyrjun 1978, svarta september eins og hann er nú kallaður af vonsviknum stjórnarandstæöingum. Nú er áætlunin aö kalla verkalýös- hreyfinguna til valda og á- byrgöar, leggja þannig linurn- ar, aölifskjörséu tryggö, dregiö úr veröbólgu og landinu foröaö frá yfirvofandi hruni. Þaö er enginn vafi, aöþetta er eitthvert erfiöasta verkefniö, sem þessar fjórar björgunarstjórnir hafa tekiö að sér. Þrátt fyrir fyrri baráttu viö fjandsamleg Nató- veldi. Þaö veröur aö teljast vafasamt, aö islensk verkalýös- hreyfinggetiallt ieinuskipt yfir úr miskunnarlausri varnarbar- áttu i þrautseigt og erfítt upp- byggingarstarf, bæði með auga á þvi aö halda lifskjörum og bæta þau, og svo aö haga mál- um þannig, aö þjóöarhagur sé sem best tryggöur. Lýöskrum i- haldsins i verkalýöshreyfing- unni veröur erfitt viöureignar. En þrátt fyrir allar slikar efa- semdir heföi ekki veriö neitt vit I aö láta þetta tækifæri ónotaö, svo mikiö liggur viö. 1 öll þessi fjögur skipti, i ný- sköpunarstjórninni og vinstri stjórnunum þremur, hefur hin sósialiska hreyfing oröiö aö vikja stórlega frá óskum sinum og stefnu um þjóöfrelsi og sósi- alisma. Mönnum hefur reyndar ekki dottið þaö i hug aö grund- vallarstefnunni væri hægt aö koma fram i þessum sam- steypustjórnum. Þess mega þeir gæta^ sem nú telja sveigt af leiö. Hér hefur einu gilt, hvort forystumennirnir hafa heitiö Einar Olgeirsson, Sigfús Sigur- hjartarson, Brynjólfur Bjarna- son, Lúðvik Jósepsson eöa Magnús Kjartansson. Menn hafa verið sammála um> aö þessir flokkar,Sósíalistaflokkur og Alþýðubandalag , hafi geng ist undir þá grundvallarreglu i trausti þess að aörir gerðu það lika, aö taka þátt I þingræöis- fyrirkomulaginu og vinna sér þannig meö verkum sinum fylgi tilaökoma stefnumálum sínum i framkvæmd. Verstu ósigrarnir hafa iöll þessi fjögur skipti orö- iö á sviöi þjóöfrelsismálanna. Nýsköpunarstjórnin féll vegna ásæini Bandarlkjamanna og undanlátssemi hernámsflokk- anna. Þótt samiö væri um brott- för hersins I báöum fyrri vinstri stjórnum, varö ekkert úr vegna þessara leyndu tengsla flokk- anna viö hernámsliöiö og þess vegna nærri þvi verr fariö en heima setiö aö þvi leyti. Þaö er vissuiega hart aö þurfa enn aö sjá fram á töf á þessu þjóö- þrifamáli, aö koma hinum lifs- hættulega her úr landi og losna úr vansæmandi fóstbræöralagi viö striösþjóöir meö blóöugar hendur. En ekki væri þessum málum nú betur komiö, þótt Alþýöubandalagiö heföi haldiö aö sér höndum og neitaö aö taka þátt I mikilvægum aögerö- um á ábyrgö verkalýös- hrey fingarinnar meö þvi aö mynda septemberstjórn ina. Þessari nýju stjórn, og sérstaklega ungum ráö- herrum Alþýöubandalagsins, skal þvi óskaö allra heilla i mikilvægu starfi. Jafnframt þarf aö'nota timann til aö vinna fylgi framtiöarmarkmiöum okkar, sóslalisma og þjóöfrelsi. Þrátt fyrir allt er ástæöa til bjartsýni um aö björgunaraö- geröirnar takist vel og nýjar kosningar i fyllingu timans veiti okkur brautargengi til stærri sigra. En sú bjartsýni er svo best réttlætanleg, aö raunsæi fylgi meö. Páil Bergþórsson Ekkert öryggiseftirlit er meö dráttarvélum Fjórðungur slysa á unglingum 16-20 ára I nýútkominni skýslu ör- yggiseftirlits ríkisins um vinnuslys á árunum 1970- 1977 kemur í Ijós aö 13,7% slysa verða i trésmíðaiðn- aði og er það hæsta hlut- fallið miðað við mannaf la í greininni. Flest slys eða 22,1% verða i byggingaiðn- aði og verklegum fram- kvæmdum, næst kemur málmiðnaður með 19,5% slysa og svo flutninga- og birgðastörf með 15,3% slysa. Fjórðungur allra slysa verður á unglingum á aldrinum 16-20 ára og er það miklu hærra hlutfall en i nágrannalöndum. Friðgeir Grímsson öryggismálastjóri sagði að um 30% allra slysa mætti rekja til lélegrar fræðslu Undir Oryggiseftirlitiö heyra allir vinnustaðir nema sveitabýli. skrifstofur, verslanir og skip. Ekki er farið inn á heimili. I ál- veriö er fariö hálfsmánaöarlega en á aðra vinnustaöi nokkrum sinnum á ári eða á eins eöa tveggja ára fresti. Stefnt er aö þvi aö færa eftirlitið meira inn á vinnustaðina sjálfa t.d. með trúnaðarmannakerfi. Friögeir sagöi að yfirleitt væri fyrirtækjum gefin frestur til aö lagfæra þaö sem ábótavant er en sjaldan væri gripið til þess ráös að loka þeim. Frekar væru þá innsiglaðar einstakar hættulegar vélar eða skrúfaö fyrir.rafmagn. Ágreiningur er meðal tveggja félaga kennara á grunnskólastigi um að- gerðir þær sem nú eru í gangi vegna kjaradeilu. [ gær barst Þjóðviljanum yfirlýsing frá Landssam- bandi f ramhaldsskóla- kennara i tilefni af um- mælum formanns Sam- bands grunnskólakennara í Morgunblaðinu 23. þ.m. Er hún svohljóðandi: Innan L.S.F.K. eru um 1000 kennarar sem starfa á grunn- skólastigi. Hér er þvi um 2 sjálf- stæð félög að ræöa fyrir kennara á sama skólastigi. Iðulega hafa komiö fram þeirra á milli skiptar skoðanir um stefnu og fram- kvæmd ýmissa hagsmunamála. Oft hefur sá ágreiningur veriö jafnaður og góð samvinna hefur jafnan veriö milli félaganna og yfirleitt hafa þau virt hvors ann- ars skoöanir. 1 sambandi viö þaö deilumál sem nú er uppi milli kennara og rikis er nokkur skoöanamunur milli félaganna en S.G.K. hefur ekki leitað eftir samvinnu við L.S.F.K. við lausn þessa máls eða reynt aö samræma sjónarmiðin. 1 samræmi við skoöanir L.S.F.K. i þessu máli var eftirfarandi álykt- un samþykkt 11. sept. sl. á stjórnarfundi L.S.F.K., en i henni kemur fram skoöanamunur félaganna, sem m.a. felst i þvi að stjórn L.S.F.K. telur ekki rétt að blanda kennaranemum i kjara- deilur kennara: „Stjórn Landssambands fram- haldsskólakennara mótmælir sem fyrr harðlega framkvæmd fjármálaráöuneytisins á úrskurði kjaranefndar varðandi röðun kennara i iaunaflokka á grunn- skólastigi. I úrskurðinum felst það m.a. að byrjunarlaunaflokkur kennara meö kennsluréttindi skuli vera 13. lfl. og kennari skuli mest vera fjögur ár i hverjum flokki. Þannig tekur þaö kennara, sem byrjar nú i haust 8 ár að komast i hæsta launaflokk, hvort heldur hann er með gamla eða nýja kennara- prófið. Hinsvegar er strikaöur út starfstimi kennara er hófu starf fyrir 1. jan. 1978. Stjórnin væntir þess að menntamála- og fjármálaráð- herra endurskoöi afstööu rikisins til þessara mála. Stjórn L.S.F.K. telur hins vegar ekki rétt, aö það ranglæti, sem hér hefur verið haft i frammi sé látið bitna á kennaranemum K.H.I. og mælir þvi ekki með neinum þeim aðgerðum er gætu oröið til að valda þeim óþægind- um eða töfum i námi.” Flest vinnuslys í trésmídaiðnaði Tvö kennarafélög á grunnskólastigi Ágreiningur um aögerðir í kennarad

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.