Þjóðviljinn - 29.09.1978, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 29.09.1978, Blaðsíða 8
8 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 29. september 1978 Laugavegur 44. Þetta vandaba timburhús á nú ab gera upp i gamla stilnum. Gleðileg þróun: Njáisgata 22. Búib er ab endurnýja alia glugga i húsinu I upphaflegri mynd og klæba þab nýju bárujárni. Vindskeibarnar eru teiknabar af núverandi eigendum Sveifla í endurnýjun gamalla húsa t kjölfar mikilla umræbna um húsafribun undanfarin ár hafa augu mjög margra Reykvikinga opnast fyrir gildi gömlu timbur- húsanna sem settu mestan svip á borgina langt fram á þessa öld og mótubu fyrst og fremst einkenni hennar sem borgar. óhætt er ab fullyrba ab þau sjónarmib ab þessi hús séu úreit og heilsuspill- andi séu a' hröbu undanhaidi og umskiptin sem urbu I borgar- stjórn i kosningunum I vor hafi m.a. verib tákn um hugarfars- breytinguna. Stór hluti timbur- húsanna var á slnum tima reistur af góbum efnum úr náttúrulegu og sveigjanlegu byggingarefni sem aubvelt er ab iaga ab nútima- kröfum um þægindi. Niburrif þeirra er þvi sóun á efnislegum og sögulegum verbmætum og spillir oftast ablabandi og notaiegu um- hverfi sem fólk hefur mikla þörf fyrir i upplausn og róti timans. 1 sumar og haust má viöa um Reykjavik sjá þess merki aö ver- iö er aö hefja gömul hús til vegs og viröingar á ný. Þar er ekki aö- eins aö verki ungt fólk sem vill búa i þeim heldur einnig kaup- sýslumenn sem hafa uppgötvaö aödráttarafl þeirra fyrir viö- skiptavini sina. Blaöamaöur og ljo'smyndari Þjóöviljans áttu nýlega leiö upp Frakkastig en viö hann standa geysimörg gömul timburhús og götumyndin aö austanveröu er liklega einhver sú heillegasta i allri borginni. Viö götuna og í ná- grenni hennar er viöa veriö aö flikka upp á þessi hús eöa þá aö þaö stendur fyrir dyrum. Sum þessara húsa voru i mikilli niöur- rifshættu fyrir aöeins fáum mán- uöum. Frakkastigur 12. Fyrir fáum mánubum kom mjög til áiita ab rifa húsib sem er eitt af stærstu timburhús- um bæjarins. Nú er veribaö gera þaö upp. ólafur Einarsson I stofu aö Njálsgötu 22. Aöur var múraö yfir múr- stcinana en nú njóta þeir sin vel I rauöum og gulum litbrigöum. Fjær má sjá panel á veggjum sem áöur var hulinn pappa og veggfóöri Einhver heillegasta götumynd gamalla timburhúsa er viö Frakkastig. A horninu á Laugaveg og Frakkastig er eitt af veglegustu timburhúsum Reykjavikur. Það er alsett kvistum meö fagurlega útskornum vindskeiðum og viö þakbrúnina er lika vandaöur út- skurður. Vegfarendur hafa veitt þvi athygli aö undanförnu aö efri hæöir hússins standa auðar og á neöstu hæöinni stendur yfir rýmingarsala i versluninni Buxnaklaufin sem þar er. Sumir hafa veriö aö gera því skóna aö niöurrif standi fyrir dyrum en þaö er eitthvaö annaö. Kaupmaöurinn i Buxnaklaufinni er eigandi húss- ins og hann er búinn aö fá sam- þykki byggingarnefndar til aö gera húsið allt upp i gömlum stil og jafnvel auka útskuröinn á neðstu hæð. Skammt frá viö Frakkastig 12 er annaö stórhýsi úr timbri. Þaö erhús Kristins vagnasmiðs. Ung- Framhald á bls. 14. Myndir: eik Texti: GFr

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.