Þjóðviljinn - 03.10.1978, Side 9
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 3. október 1978
Þriöjudagur 3. október 1978 ÞJÓÐVILJINN — S1ÐA 9
Ég hef
yfirleitt sagt
alþýðu-
bandalags-
mönnum
að ég kunni
því ekki rétt
vel að vera
I hópi þeirra
sem syngja
hallelúja saman
Ég er eins konar trú-
boði meðal heiðingja
Hrafn Sveinbjarnarson
heitir maöur austur í Hall-
ormsstaðarskógi. Þegar
Þjóðviljinn átti leiö um
skóginn spjallaöi hann
kvöldstund viö Hrafn um
lifiö og tilveruna, og ekki
hvað sist um pólitíkina, því
eflaust munu mörgum
þykja skoðanir hans þar
nýstárlegar. í bréfi sem
Hrafn fékk frá Kristni E.
Andréssyni og birtist í
Timariti máls og mehn-
ingar ekki alls fyrir löngu
kallaði Kristinn hann
sósialista. Hrafn hefur
hins vegar lengst af verið
framsóknarmaður mikill.
Þegar blm. létu i Ijós
undrun sína á að slíkt væri
unnt að sameina svo vel
færi svaraði Hrafn af
bragði: „Þú þekkir bara
ekki Framsóknarf lokkinn
nógu vel!"
— Þekktust þiö Kristinn vel?
— Ég veit ekki hvaö segja skal.
Viö erum samsveitungar frá
fornu fari, báöir frá Reyöarfirði.
Hins vegar þekktumst viö ekkert
þá, við kynntumst ekki fyrr en
löngu siðar að hann bjó hérna um
tima. Svo vorum við nú þremenn-
ingar viö Kristinn, ætli það hafi
ekki leitt okkur saman.
Okkur fór margt á milli, rædd-
um um allt milli himins og jarðar.
Og vorum sammála um flest. Það
kallaði hann kommúnisma hjá
mér. Ég hygg raunar að allt
þróist til vinstri, með framvind-
unni, ég trúi á þróun til sósial-
segir Hrafn
Svein-
b j amarson
í
viðtali
við
Þjóðviljann
isma, annaö væri bara afturhvarf
til skepnuskaparins.
— Hvernig er aö vera sósialisti
i Framsóknarflokki?
— Til að stuðla að sósialisma
verður maður að vera fram-
sóknarmaður aö minnsta kosti
einu sinni á lifsleiöinni, það er i
rauninni lágmark. Það er einfald-
lega ekki hægt að vera sósialisti
án þess að fara i gegnum Fram-
sóknarflokkinn. Þeir eru aö visu
til sem stökkva beint til vinstri
frá ihaldinu en það eru bara
hlaupagikkir sem stefna ekki að
öðru en koma sjálfum sér i nota-
legar stöður.
— Nú ert þú búinn aö vera lengi
i Framsóknarflokknum. Hvers
vegna ertu ekki sjálfur kominn i
gegn?
— Ég hef yfirleitt sagt alþýöu-
ÍÍHÍiSSÍ
jwjM
llipj
Það á við um
alla flokka, að þar
eru komnar
upp klikur sem
mest hugsa um
að hygla sjálfum sér
Þá fölnar
náttúrulega
hugsjónin
bandalagsmönnum, að ég kunni
þvi ekki rétt vel aö vera I hópi þeirra
sem syngja halalúja saman. Ég
hef lika sagt þeim að ég sé eins
konar trúboði meðal heiðingj-
anna. Annars er ég oft kallaður
fra m sókna rkom m i!
— Stefnir þá Framsóknar-
flokkurinn aö sósialisma í þinum
augum?
— Já, Framsóknarflokkurinn
er leiö til sósíalisma. Hann er
vissulega ekki jafn róttækur og
hér áður fyrr, en ég held að Al-
þýðubandalagið sé tæplega jafn
róttækt núna og Framsóknar-
flokkurinn og Aiþýðuflokkurinn
voru á sinni tið. Þetta er orðið
flóknara núna. Það var til dæmis
mikið baráttumál Framsóknar-
flokksins á árum áður að ná allri
verslun með oliu undir einn hatt.
Þegar kom fram frumvarp i þá
átt ekki alls fyrir löngu á alþingi,
ég hygg að alþýðubandalags-
menn hafi lagt það fram, þá var
Framsókn þvi ekki meömælt.
Þarna spilaði inn i sambands-
verslunin, Essó. Það þótti mér
miður þvi þetta þrefalda dreif-
ingarkerfi með oliu er hneyksli.
Hér áöur fyrr held ég að hreinnar
hugsjónamennsku hafi gætt mun
meira i öllum flokkum en nú er i
gildi. Það á jafnt viö um alla
flokka að þar eru komnar upp
klikur sem mest hugsa um að
hygla sér og sinum. Þá fölnar
náttúrulega hugsjónin. Sjálfur
hef ég alltaf verið hreinn og beinn
og ekki goldið á neinn hátt minna
róttæku skoðana i minum flokki.
— Hvert teluröu hlutverk
Framsóknarflokksins f barátt-
unni fyrir sósialisma?
— Við þurfum að ná versluninni
iokkar heffdur, þvi á henni nærist
ihaldið og fitnar. Þar liggur hlut-
verk Framsóknarflokksins og
samvinnuhreyfingarinnar. Það
er svo-aftur annað mál að teori-
unni gengur ekki alltaf vel að
sauma buxur á praxisinn.
— Hvað meö blessaða bylt-
inguna?
— Þegar f jöldinn kallar á aukna
skipulagningu, þá verður bylting,
aukin skipulagning er ekkert
nema sósialismi. Það gerðist jú i
Rússlandi. Ég held að byltingin
þar hafi gert rússnesku þjóöinni
mikið gagn, það er eins og hvitt
og svart að bera saman Rússland
keisaranna og Rússland i dag. En
hér á landi eru menn bara
sósialistar þangað til þeim eflist
fé, þá verða þeir oft ihaldsmenn.
Þetta er svo vel þekkt.
— Við höfum orðiö varir við þaö
hér fyrir austan aö mörgum er
hlýtt til Stalins. Hver er þin af-
staða til hans?
— Eg held mikiö upp á Stalin og
skammast min ekki fyrir það.
Hins vegar verða menn að hafa
það i huga þegar Stalin er til um-
ræðu, að hann liföi mikla átaka-
tima, hann lifði af byltinguna. Og
þessir menn sem lifðu af tuttugu
ára byltingarbaráttu voru ekki
vanir neinni linkind. Það er
hugsanlegt aö Stalin hafi bilast
eitthvað af elli undir það siöasta,
en sagan á eftir að dæma hann af
verkum sinum og þá veröur tekið
tillit til alls ævistarfsins. Hann er
nú fórnarlamb áróðurs, það er
svona svipaö og áróðurinn um
þessa andófsmenn núna.
Ég er mikill Rússlandsvinur og
hef farið austur fyrir. Ég var þar
á 1. mai hátiðahöldunum einu
sinni. Þaöan er þessi rauöi fáni
þarna uppi á veggnum og ennþá á
ig aögöngumiöann aö Rauöa-
torginu. Þetta var ógleymanleg
reynsla. Brésneff hélt ræöu og
krafa dagsins var friöur. Hvergi
sá ég vopn þennan dag. Þetta
voru mikil hátiðahöld, segja má
að þjóðin hafi verið á götunum.
Alls staðar gat maður tekið
myndir, nema af Lenin i grafhýs-
inu. Samt tönnlast Mogginn á þvi
aö i Sovétrikjunum megi engir út-
lendingar taka myndir.
— Lastu eitthvað af ritum
þeirra Lenuis og Stalins hér
áöur?
— Já, ég las svolitið af verkum
þeirra félaganna og ég verð aö
segja að ég tel þessi fræði þeirra
fullkomlega réttlætanleg i þeirra
heimalandi og án efa hafa þau
gert rússnesku þjóðinni mikið
gagn. Nú, svo fylgdist ég dálitið
meö sósialiskri umræðu hér á
landi, maður las Rauða penna og
varð fyrir áhrifum af þvi, og ekki
má gleyma Kiljan og Þórbergi og
áhrifum þeirra. Nú orðið fylgist
maöur helst meö pólitíkinni i
blöðunum og oft géra þeir nú
úlfalda úr mýflugu i fréttum
sinum blaðamennirnir, úr verður
bara einskær áróður. Mest er það
fyrir leti i blaðamönnunum, þeir
taka hrátt upp eftir erlendum
fréttastofnunum. Þeir ættu að
gera meira af þvi að skrifa fræð-
andi greinar, til dæmis um
ástandið i Suður-Ameriku.
— Nú hafa margir dregiö sig i
hlé af hinum eldri foringjum
Framsóknarflokksins, leiötogar
sem hafa ef til vill fylgt róttækri
samvinnustefnu betur aö málum
en núverandi forysta. Helduröu
aö þaö hafi ekki óheillavænleg
áhrif á hin upprunalegu mark-
miö?
— Eins og ég drap á gildir það
um vinstri flokka að þeir eru tæp-
lega jafn róttækir og þeir voru.
Það á við um Framsóknarflokk-
inn lika. En maður kemur i
manns stað segir máltækið. Það
er nú til að mynda skammt siðan
Eysteinn Jónsson dró sig úr
baráttunni. Hann var alltaf rót-
tækur vinstri framsóknarmaður
en oft ranglega túlkaður hægri
maöur Auövitað bregður Fram-
sóknarflokknum við slikan mann,
mann sem er algjörlega laus við
alla eiginhagsmunasemi og sér-
hyggju. Ég held að honum hafi
aldrei verið borið það á brýn að
hann hyglaði sjálfum sér. Jú,
reyndar man ég eftir einu skipti,
það var á striðsárunum að Þjóð-
viljinn að mig minnir sakaði hann
um að hamstra kol. Hann bauð
þeim þá heim til sin að skoða
kolageymsluna og i ljós kom að
hann átti minna af kolum en eöli-
legt gat talist. Það vissi Eysteinn
hins vegar ekki fyrr en þessi á-
bending kom frá Þjóðviljanum.
Við erum raunar systrasynir og
það er trúnaður með okkur.
— Þið eruö miklir herstööva-
andstæöingar hér fvrir austan?
— Sagt var aö framsóknarfólk-
iö á Austurlandi væri meiri her-
námsandstæðingar en sósialist-
arnir þegar nær dregur Keflavik.
Ég er fylgjandi þjóðaratkvæða-
greiöslu um herinn, ekki um ver-
una i Nátó og hygg að meirihluti
sé fyrir þvi aö herinn fari.
— Ertu ánægöur meö ástandið i
póiitikinni nú á dögum?
— Ég var alls ekki ánægður
með siðustu stjórn og fór ekki dult
með það. Þar var ihaldslóðiö allt
of þungt. Annars er ástandið i
þjóðfðaginu einna likast skripa-
leik. Sjáið þið til dæmis skuttog-
arana. Þeir kosta kannski 400
miljónir. Svo eru þeir afskrifaðir
á fjórum til fimm árum, eigand-
inn svokallaði selur þá syni sinum
eða einhverjum öðrum ættingja
sinum og þannig koll af kolli af-
skrifar þjóðin hvern togara á
nokkrum árum. Svo tala þessir
útgerðarmenn um frjálst framtak
en eru i raun og veru farnir að
gera einna helst út á sjóðina, þaö
fiskast svo vel hjá rikinu. Það eru
fyrst og fremst milliliðirnir sem
gera það gott i þessu blessaða
þjóöfélagi, allt fer um margar
hendur og hver hirðir sitt. Þú
færð 2% fyrir fyrir að selja stóran
togara og 2% fyrir að selja litinn
bát. Þó er þarna um sama verkið
að ræöa en munar svimandi upp-
hæðum. Svo gliðnar kaup manna
stööugt með þessari prósentu-
stefnu. Hækki appelsinur suður á
Italiu þá hækka min laun sem
verkamánns ef til vill um 1000
krónur en laun ráðuneytisstjór-
ans um 6—7000 krónur. Hvaða vit
er i þessu. Ég hef alltaf verið
hlynntur jafnlaunastefnu, en hún
viröist eiga eitthvað erfitt
uppdráttar.
ÖS/ÖT
UMSKIPTI í
Eins og stuttlega var
drepið hér á i blaðinu
s.l. laugardag þá fengu
fréttamenn færi að
skoða hina nýju
byggingu vistheimilis-
ins i Amarholti.
Arnarholtsheimilið
tók til starfa árið 1944
en á fundi borgarráðs
3. mars það ár var
„borgarstjórn falið að
undirbúa stofnun
þurfamannaheimilis i
Arnarholti á
Kjalarnesi”. Á meðan
unnið var að undir-
búningi Í Arnarholti ÞannigutaÞa“öthlnnýjuherberglvistinannaIArnarholtI.— Lósm.: eik
rak framfærslunefnd
vistheimili fyrir 23
vistmenn á Korpúlfs-
stöðum, sem flutti
siðan að Arnarholti i
ágúst 1945.
A árinu 1955 var byggt hús
ýfir forstööumann og á árunum
1965-1967 ibúðarhús fyrir aðra
starfsmenn Meö tilkomu
þessara húsa var hægt að fjölga
vistmönnum úr 45 i 60.
A þessum árum rak fram-
færslunefnd heimilið. Með á-
kvöröun borgarstjórnar frá 15.
júlf 1971 hefur vistheimilið verið
rekið sem hluti af Geödeild
Borgarspítalans frá 1. sept.
sama ár og komst sú skipan i
fast form 1/1 1972.
Arið 1970 fól heilbrigðis-
málaráð þáverandi borgar-
lækni, Jóni Sigurössyni, að
semja greinargerö um
Arnarholt og framtiö þess.
Hann taldi þörf þessara
umbóta:
1. Að byggja nýja legudeild.
2. Aö bæta og auka húskynni
eldhúsdeildar og borðstofu.
3. Að auka aöstööu til
fjölbreyttni i vinnu vist-
manna.
4. Að bæta samgöngur fyrir Adda Bára Sigfúsdóttir, formaöur stjórnar sjúkrastofnana borgarinnar: Aöaiatriöiö er aö Arnarholt sé
starfsliö og vistmenn. og veröi góöur staöur fyrir þá.sem þar dvelja. — Ljósm.eik.
NÝTT VISTHEIMILI
tekíð
í
notkun
A grundvelli þessara tillagna
var svo uppbyggingunni haldiö
áfram og i des. 1977 er flutt i
álmu vistmanna. Þar eru nú 45
vistmennen 15 i eldra húsnæði.
Eldhúsálman er aö mestu til-
búin og lokiö veröur við aöal-
anddyri og þjónustuálmu á
næsta ári. Heildarkostnaður er
nú orðinn 370 milj.
Teikningar voru unnar hjá
Einari Sveinssyni, húsa-
meistara. By ggingadeiid
Reykjavikur hefur haft yfir-
uvsjón meö framkvæmdum en
daglegt eftirlit þeir Ingvi Gests-
son arkitekt og Sigurður
Angantýsson, deildarstjóri á
Borgarspítalanum. Helstu
verktakar hafa verið:
Trésmiðja Austurbæjar h.f.
Akurey hi. Kristinn Auöunsson,
pipulagningameistari, Þórir
Lárusson, rafvirkjameistari,
Gunnar Jónsson, döklagninga-
meistari og svo voru ýmsir
verkþættir unnir af iðnaðar-
mönnum Borgarspitalans.
Páll Sigurösson ráöuneytis-
stjóri: Gagngerar breytingar a'
sviöi geölækninga hin siöari ár,
— Ljósm.: eik,
Eftir að hafa skoöaö hin nýju
húsakynni, sem eru mjög
vistleg (hið sama verður ekki
sagt um þau gömlu), var
gestum boöið til kaffidrykkju.
Undir borðum fluttu þau stuttar
ræður Adda Bára Sigfúsdóttir,
formaður stjórnar sjúkra-
stofnana borgarinnar, Páll
Sigurðsson, ráðuneytisstjóri og
Karl Strand, yfirlæknir
Geödeildar Borgarspitalans.
Adda Bára rakti nokkuð
bygginga- og starfssögu Arnar-
holtsheimilisins, eins og fram
kemur hér á undan. Hún kvað
ríkaástæðutilþessaöfagna þvi
með sjúklingum ogstarfeliöi aö
Karl Strand, yfirlæknir: Aöur
voru ýmsir þeir, sem hér
dvelja, á einskonar stofnana-
vergangi. — Ljósm.: eik.
vera flutt I þetta nýja húsnæði
og þakkaði öllum þeim, sem að
þvi hafa stuðlaö. Ættu þar
raunar hlut aö máli allir
landsmenn þvlbæði riki ogborg
heföu kostaö bygginguna og
væri þar fyrst samningurinn
sem þeir aðilar heföu gert um
slikt sameiginlegt verkefni.
Þarna hefðu margir góðir menn
lagt hönd að verki en engum
einum væri þó meira að þakka
en formanni bygginganefndar,
Hauki Benediktssyni, fram-
kvæmdastjóra Borgarspitalans.
Og ekki mætti láta hjá líöa að
minna á það afrek starfsfólks i
eldhúsi, aö geta séð um matseld
fyrir bæði vistmenn og bygg-
ingamenn viö aðstæðurnar i
gamla eldhúsinu. En aðalatriðiö
er aö Arnarholt sé og verði
góður staður fyrir þá, sem þar
dvelja, sagði Adda Bára að
endingu.
Páll Sigurðsson, ráðuneytis-
stjóri, ræddi m.a. um þær
gagngeru breytingar, sem oröiö
heföu á sviöi geölækninga á til-
tölulega fáum árum.
Karl Strand, yfirlæknir, benti
á, aö margir sjúklinganna legöu
sig fram um að sýna sóma
hinum nýju og bættu húsa-
kynnum m.a. meö betri
umgengni og sýndi það hversu
umhverfiö ætti mikinn þátt i að
móta hætti einstaklinganna,
þótt fatlaöir væru á þennan veg.
Ymsir þeirra,sem þarna dveldu
nú, hefðu áður verið á einskonar
stofnanavergangi.Gleðilegt væri
að sjá hvernig þetta fólk
starfaði, m.a. að ýmissi
tómstundavinnu nú, þegar það
hefur fengið fast land undir fót.
Aöalatriðið er, sagði Karl
Strand, að hér riki sá andi, að
bæði vistmönnum og starfsfólki
geti liðiö vel.
Starsliö stofnunarinnar
kvaö Karl ágætlega skipað að
öðru leyti en þvi, að mikill
skortur væri á hjúkrunarfræð-
ingum.
Forstööumaður vistheimilis-
ins i Arnarholti, — og raunar
fyrst á Kolpúlfsstööum, — hefur
frá upphafi ver» Gisli Jónsson
frá Loftsstöðum.
—mhg