Þjóðviljinn - 22.10.1978, Side 10
10 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN iSunnudagur 22. október 1978
Erik Sönderholm býður upp á vindil. Hann horfir góð-
legum augum á blaðamann og brosir vinalega. Þrátt
fyrir nær lýtalausa íslensku er hann svo dæmigerður
skandinaviskur menningarfrömuður/ að fyrsta spurn-
ingin, sem mér dettur í hug, er hvort hann sakni ekki
Danmerkur eftir islandsdvöiina. Og hvers saknar
sannur Dani mest? Spurningin hljómar því eðli-
lega: Saknar þú ekki bjórsins?
Teikning og texti: Ingólfur Margeirsson
BYGGJUM
— Nei, Guö minn góöur. Ég
drekk aldrei bjór. Ég fékk mér
einn eöa tvo Carlsberg eða Tu-
borghérna á shídentsárunum, en
annars er ég voöa litiö gefinn
fyrir bjórdrykkju. Nei, bjórsins
sakna ég ekki.
Hana nú. Vindhögg i fyrstu at-
lögu. Við sniium okkur aö
uppeldisárunum i Kaupmanna-
höfn.
— Ég er fæddur og uppalinn i
Kaupmannahöfn. Þaö er tiltölu-
lega almenn hjátrú, aö Kaup-
mannahafnarbúar vilji hvergi
annars staðar vera. Þetta er
rangt — og á alla vega ekki við
varðandi mig. Aö visu þekki ég til
margra, sem ekki hafa viljað
takastarfiúti á landi i Danmörku
eins og t.d. á Jótlandi. En ég veit
ekki — það er varla erfiöara að
vera á Jótlandi en t.d. i
Reykjavi'k. Alla vega gerist
meira hér en i dönsku sveita-
þorpi. Mér fannstmjög gaman aö
koma hingað fyrst —-þaö var áriö
1955. Ég dvaldi hér samfleytt i sjö
ár — allt til ársins 1966, og var
sendikennari við háskólann og
kenndi dönsku.
Islendingar eiga aö minu mati,
auðvelt meö að læra dönsku.
Þetta er að visu mjög ólik mál i
framburði, og það er oft erfitt
fyrir Islendinga aö læra réttan
danskan framburð.
Annars er ég menntaður sem
um við einn mann með Kammer-
sveitinni, þegar hún fór til Noregs
sl.-vor.
Og fleira höfum við á prjón-
unum til að auka veg Isiands á
hinum Norðurlöndunum, Siðar i
þessum mánuði verður tekin
ákvörðun hjá Norrænu
menningarskrifstofunni i
Kaupmannahöfn, hvort gefa eigi
út sérstaka bók um Island i dag.
Sú bók veröur auðvitað skrifuð af
Islendingum, en fjármögniið með
samnorrænum stuðningi.
— Hefur Norræna húsið sinnt
nóghinum svonefndu minnihluta-
hópum Norðurlanda? Menningu
Grænlendinga, Sama, Færeyinga
og tslendinga?
— Það hefur verið gert, ogsér-
staklega á starfsferli Maj-Britt
Imnander, sem var forstjóri
hússins á undan mér. Hún beitti
sér fyrir sýningu um Færeyjar,
Grænland, Alandseyjar og
Norður-Kalotten.
Annars vil ég ekki telja Island
meðal menningariegra minni-
hlutahópa á Norðurlöndum.
tsland hefur ætið verið þjóð með
eigin menningu. Og landið er alis
VIÐ
'í e>££.'?‘Z -
helgarviðtaiið
Á ÍSLENSKRIHEFÐ
bókmenntafræðingur. Og sérsvið
mitt eru gamlar bókmenntir —
þeas. miðaldir og fram aö 1800.
En ég vil taka það strax fram, að
þetta bókmenntasvið er alls ekki I
tisku um þessar mundir og mjög
fáir hafa áhuga á að kynna sér
það. Stúdentar i dag hafa miklu
meiri áhuga á nútimabók-
menntum — líta helst ekki við
neinu, sem hefur verið skrifað
fyrir aldamót. Sérsviðið mitt
fjallar lika um bókmenntir, sem
eru ekki svo ýkja hættulegar og
pólitískar. Kannski þær séu
leiðinlegar vegna þess. Hvur veit.
En það eru tvö þúsund nemendur
i dönsku við háskólann I Kaup-
mannahöfn, svo vonandi fæ ég
eitthvað að gera, þegar ég kem
aftur heim til Danmerkur.
— 0 —
Samtalið beinist að starfsemi
Norræna hússins.
— Erik, hvernig er það eigin-
lega, líta ekki Skandinavar á
islendinga og island sem ein-
hverja goðsögn? Hafa Norður-
landabúar nokkra raunhæfa
mynd af islensku þjóðinni? Og
gerir Norræna hdsið nóg i aö
kynna land og þjóð?
— Jú, jú, það er margt til i
þessu. Margir Skandinavar lita á
íslendinga sem hálfgerða forn-
gripi, en þarmeðerekkiöll sagan
sögð. Stór hluti Norðurlandabúa
hefur mikinn áhuga a Islandi og
fylgist vel með menningu ykkar
og þjóömálum. Hins vegar skal
ég viðurkenna það, að Norræna
húsið hefur ekki gert svo ýkja
mikið til að flytja út íslenska
menningu.
Þaö er leyfilegt að nota fé úr
Norræna húsinu til að senda
Islendinga til Norðurlanda. Ég
verönúaðviðurkenna, aðégvissi
ekkert um þessa peninga, þegar
ég byrjaöi, en við höfum þegar
notað þá til að styrkja íslendinga
til Noröurlandafara. T.d. styrkt-
ekki minnihlutahópur i vitund
Skandinava. Þarna skiptir tungu-
málið miklu. Islenskan hefur
alltaf verið bókmenntamál, og
Islendingarhafa alltaf lesið firnin
öli af bókum. En íslendingar lesa
einnig mikiðá dönsku og norsku.
Heldur minna á sænsku, en varla
er hægt að telja þá menningar-
iega einangraða á skandinavisk
mál. Ég held, að Islendingar lesi
svona mikið á öðrum Norður-
landatungum, vegna þeirrar
gömlu islensku hefðar, að lesa
bækur á frummálinu.
— 0 —
— Er ekki skandinavisk
menning framandi i augum
tslendinga?
— Nei, nei. Þetta er sama
menning. Það er alls ekki meiri
munur á menningu tslands og
Danmerkur og á menningu
Reyktir
vindlar með
Erik
Sönderholm,
forstjóra
Norræna
hússins
Sjálands og Jótlands. Undir-
staöan er sú sama.
Nú gerir blaðamaður sig gáfu-
legan.
— En byggist ekki menning
Danmerkur mun meira á hefðum
iénsskipulagsins, en hin fslenska
menning, sem stendur með ræt-
urnardjúpt i ættarþjóðféiagi guil-
aidarinnar?
— Að vissu leyti, en þó ekki.
Þegar einveldið kemur til
Danmerkur á 17. öld, var það
mjög frábrugðið dönskum
hugsunarhætti. Þetta voru hug-
myndir frá Frakklandi, sem
Friðrik 3. féll fyrir.og þegar hann
framkvæmdi valdaránið 1660, var
það ekki með vilja aiþýðunnar.
Hann notaði hreinlega herinn til
að hrinda verkum sinum i fram-
kvæmd. Hann spilaði að visu á
óbeit alþýðunnar gegn aðlinum,
en sveik svo þjóðina þegar hann
var búinn að fá völdin i sinar
hendur. Lýðræðisformið hefur þvi
lifaöalls staðar i Skandinaviu. Og
þvi fjær höfuðborgunum, sem
farið er, þvi meiri lýðræðisandi.
Það var aöeins kring um borgir
sem Kaupmannahöfn og Stokk-
hólm, sem hinn eiginlegi léns-
skipulagsandi’réð rikjum.
Og það eru þessi eðlilegu tengsl
Norðurlanda á milli, sem Nor-
ræna húsið byggir tilveru sina á.
Við erum að reyna að vera eðli-
legur tengiliöur en ekki aö troða
einhverri trú upp á tslendinga.
Við byggjum starfsemi okkar á
hefð Islendinga.
— 0 —
Við hættum að tala um
Norræna húsið og snúum okkur
að áhugamálum Eriks. Hann
þarf ekki iangan umhugsunar-
tima.
— Ég hef alltaf haft gaman af
að þýða. Ég hef þýtt bækur á
dönsku siðastliðin 16 ár. Ég tók
fyrst að þýða úr islensku árið
1962, og hef þýtt töluvert af
islenskum bókum. Aðallega hef
ég þýtt Laxness, og reynt að þýða
hann jafnóðum og hann gefur út
seinni bækur sinar. Ég er búinn
að þýða Ungur ég var, en hún er
ennóútkomin, þarsem meiningin
er að gefa út Sjömeistarasöguna
og Ungur ég var i einni bók i Dan-
mörku. Ég bið þvi I ofvæni eftir
Sjömeistarasögunni.
Ég hef einnig skrifað frekar
viðamikla bók um skáldskap
Laxness, allt frá byrjun skáld-
ferils hans og að Ungur ég var.
Þetta verk skrifaði ég mest i
Kaupmannahöfn. Ég byrjaði að
hugsa um þetta þegar ég kom
aftur til Danmerkur eftir Islands-
dvölina 1955-62. Þetta var gifurleg
vinna. Þegar ég var byrjaður að
vinna að bókinni, komst ég að þvi
að ótækt væri að skrifa svona
verk um Laxness, meðan að
ákveðnar lykilbækur á skáldferli
hans, eins og Vefarinn mikli,
væru enn óþýddar á dönsku. Svo
ég skeilti mér i að þýða Vefarann
fyrst. Hún kom út 1975 hjá Gyld-
endal. Núna liggur hins vegar
bókin um skáldskap Laxness til-
búin til prentunar og kemur út á
næstunni i Danmörku. Hún er
fyrst og fremst samin af út-
lendingi fyrir útlendinga.
Islendingum mundi eflaust þykja
margt I henni vera augljósar
staöreyndir.
En annars er það einkennilegt,
að Islendingar hafi aldrei skrifað
eina einustu bók um skáldskap
Laxness. Þeim hiýtur að finnast
hann svo sjálfsagt mál, að það
þurfi ekkert að fjölyrða um það
nánar.
En ég hef þýtt sögur margra
annarra islenskra höfunda og
mjög ólikra höfunda. Það er aðal-
lega kringum norrænu
bókmenntaverðlaunin, sem ég
hef þýtt bækur þeirra fulltrúa is-
lenskra sem keppa um verð-
launin. Þannig hef ég þýtt
Guðmund Danielsson, Þorgéir
Þorgeirsson, Jakobinu Sigurðar-
dóttur, Agnar Þórðarson— og já,
meira að segja Indriða G. Þor-
steinsson. Það var Þjófur í para-
dis. En hún kom aldrei út.
— 0
Aður en við vitum af, erum við
byrjaðir að tala um Norræna
húsið á nýjan leik.
— Fyrirrennari þinn, Ivar
Eskeland, sagði eitt skipti við
mig, að hann hafi sagt upp stöðu
sinni sem forstöðumaður norrænu
menningarskrifstofunnar I Kaup-
mannahöfn, vegna skrifstofu-
báknsins og pappirsmyliunnar,
sem samnorrænni starfsemi væri
samfara. Kafnar Norræna húsið
einnig i birókratiu?
— Ég veit ekki, hvernig skrif-
stofubákni norrænu menningar-
skrifstofunnar i Kaupmannahöfn
er háttað, en pappirsmyllan í
Norræna húsinu er ekki svo ýkja
stór. Það er að visu nauðsynlegt,
að hafa reglu á hlutum og það
kostar einhvern pappir, en það
háir alls ekki starfsemi hússins.
Og það fer f rauninni sáralitill
timi í hrein skrifstofustörf.
Störfin eru unnin jafnt og þétt og
norræna menningarmiðstöðin
skiptir sér ekkert af okkar starfi
þannig.
Þeir vilja bara ekki, að ég taki
aukapeninga úr kassanum
þeirra, og geri ég það ekki, — þá
er allt i' lagi. _im