Þjóðviljinn - 22.10.1978, Síða 12
12 SIÐA — ÞJÓÐVILJINNi Sunnudagur 22. október 1978
Sunnudagur 22. október 1978 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 1:3
Kvöldsólin heldur áfram
að skína þegar hjólið ber
mig niður til strandar, þar
er bær sem á írsku heitir
Cloch na Rón, Roundstone,
eða Kringlusteinn. Og eins
og önnur kvöld þá þarf að
byr ja á að svipast um eftir
húsaskjóli hjá góðri konu
sem auglýsir B og B, Bed
and Breakfast, rúm og
morgunverð.
Það sýnist helsti atvinnuvegur i
sýslunni a$ selja rúm og morgun-
verö. Og I leiðinni er hann vitnis-
buröur um stööu irsku konunnar:
hún er meö tvo krakka á hælunum
og einn i maganum og bóndinn
situr á kránni. Þá er sá kostur
vænstur aö innrétta þrjú eöa fjög-
urherbergi, eöa byggja viö húsiö
og leigja sumargestum — konan
er heima hvort sem er.
Það gæti verið verra
A Kringlusteini fékk ég inni h já
frú Kane. Hún var rauðhærð og
brosmild og haföi fest upp banda-
rlska fánann I stofunni. Daginn
eftir var hellirigning, ég kom
heim gegnvotur eftir daglanga
ferð á hjólinu og þurfti aö leggjast
upp I rúm meöan þaö seig úr
brókum. En frú Kane gekk sig út I
dembuna eins og ekkert væri og
fór aö hengja upp þvott. Einn'
kostgangarinn spuröi hvort þaö
borgaöi sig aö hengja þvott á
snúru I svona vætu.
Hann þornar náttúrlega ekki,
sagöi frú Kane, en hann veröur
aö minnsta kosti hreinn.
Þetta heyröi ég inn um glugg-
ann og mundi allt I einu eftir
samanburöi sem Heinrich Böll
geröi á írum og löndum sínum,
Þjóöverjum. Hjá okkur Þjóöverj-
um, sagöi Böll, er allt sem fyrir
kemur þaö versta sem gat gerst.
En Irar segja: It could be worse
Þaö gæti veriö verra.
Kannski hefur þú handleggs-
brotnaö, en it could be worse, þú
heföir getaö brotnaö á báöum fót-
um. Frú Kane var af þessum
þjóðlega skóla.
Við litla höfn
En ég ætlaöi aö segja frá fyrra
kvöldinu mlnu á Kringlusteini.
Kringlusteinn er lltiö þorp. Þaö
er varla nema ein húsaröö upp af
lltilli höfn. í höfninni eru nokkrir
smábátar, sá stærsti er komin á 1
þurrt og er ónýtur. Klukkan er
farin aö ganga niu, en þetta litla
samfélag er hiö sprækasta. Karl-
arnir viöra sig fyrir utan fimm
krár og fara svo inn aftur þvl þeir
hafa nógan starfa þar: Jósep Cor-
an segir mér aö sá drekki litiö
sem sötrar einn pott á kvöldi, uss
þaö er ekki neitt. Litlar Danfvals-
búðir eru opnar ef þig vantar
filmu, eldspýtur eða The Conn-
acht Tribune, sem er áreiðanlega
Kringusteinn, Cloch na Rón, er ekki nema ein húsaröö.
Myndir og texti ÁB.
KVÖLDKYRRÐA
KRINGLUSTEINI
rýrasta blaö I heimi. Amma
gamla vaktar búöina og kallar á
dóttur sína f rá smákrökkunum og
sjónvarpinu ef með þarf. Mat-
stofan býður upp á soðinn lax og
hefur ekki ennþá komiö sér upp
grilli, LSG.
Tvær stelpur
Þarna viö höfnina eru sögur úr
litlum sjávarplássum aö gerast
enn meö sama hætti og I Keflavlk
fyrir þrjátlu árum. Þaö eru
krakkarnir sem leika þessar sög-
ur, sem eiga sér hvorki upphaf né
endi og fléttast saman meö sjálf-
sögöum þokka eins og þang I
fjöru.
Þarna eru tvær stelpur. önnur
er falleg og veit af því.hin er mjó
og föl og dregur meö nærveru
sinni fram bogana sem eru að
spennast á likama vinkonunnar.
Þær eru niöri viö ónýta bátinn og
strákafans I kringum þær, en
strákarnir eru ögn of litlir. Þaö
væri meira gaman ef þeir væru
stærri. En eitthvaö veröur aö
gera I málinu: sú sem er falleg
fer ööru hvoru úr skónum og stig-
ur út I sjóinn og lyftir pilsinu, slöu
og skrautlegu, alveg mátulega
mikiö upp á legg. Einn strákurinn
stenst ekki mátiö og kastar smá-
steini sem segir plomp rétt viö
fætur hennar — og ósjálfrátt
rykkist pilsið enn hærra. Þær
vinkonurnar stríddu líka strákun-
um með þvi' aö dansa saman: hl,
ekki kunnið þið þetta, asnar. Og
þaö fóru á milli þessar eilifu glós-
ur, haha, hann er skotinn I systur
þinni.
Hér ræöur vestannepjan rlkjum
Hér var áöur klaustur rikmannlegt
Þessi irskumælandi svæöi I vestri búa yfir ein- faldleik miöalda. Fólkiö er bundiö jöröu og hvert ööru. Sérhverjum steini i túninu hefur veriö velt þúsund sinnum, og menn þekkja hvern krók sem hugsun manns tekur á sig. Og Himnariki er hér nálægt jöröu. Þaö er hérna fyrir suövestan, sagöi gömul kona, hálft annaö fet yfir mannshæö. Og Himnariki er eins heimilislegt og þaö var skáldinu sem orti:
Bjór fyrir
Konung konunganna
Fólki Himnaríkis vil ég bjóða inn í hús mitt og bera á borö fyrir það keröld til góðrar kæti. Ég vil að allir séu þeir kátir við drykkju sína. Ég vil einnig að Jesús sitji hér með öðrum.
Ég vildi bjóða Marium þrem því dýrð þeirra er mikil ég mundi vilja fá gesti úr hverju horni Himnaríkis. Stórt vatn af bjór vil ég færa Konungi konunganna. Glaður sé ég f jölskyldu himnanna drekka það um eilífð alla.
t Úr inngangi aö frásögnum Peig Sayers).
Gleymum því ekki aö þaö er
margt aö gerast I einu. Skyndi-
lega hafa krakkarnir I fjörunni
horfiö frá þvl aö skjóta niður dós-
ir úti á höfninni, þvi aö smápolla-
hrekkjusvln hafa dembt yfir þá
möl. Við könnumst vel viö þessa
stráka, þeir eru fimm ára eöa sjö
ára, og þeir fá ekki aö vera meö,
og þess vegna vilja þeir hefna sln
á samfélaginu. Þeir stóöu vel aö
vigi, þvi aö þeir gátu faliö sig á
bak viö vegg viö niöurkeyrsluna
og gátu hlaupið bognir meöfram
honum þegar krakkarnir I fjör-
unni svöruöu þeim meö mikilli
skothriö. Þeir hafa skotgrafar-
vegg og geta verið á sífelldri
hreyfingu og sent sin skeyti úr
nýjum og nýjum staö. Einn
steinninn neöan úr fjörunni
lendir maklega I hausnum á mér,
þetta er eins og smávigsla, eins-
konar innlimun I samfélagiö.
/
A bremsulausu hjóli
Þarna var lika einn pottormur
enn minni: hann var aö gera at I
fulloröna fólkinu, laumaöist aftan
aö þvi, sló þaö I rassinn. Og stórir
slöttólfar, sem brunuöu um á
hjólum, mjög misgóöum og voru
nýbúnir aö læra aö segja fucking.
Þetta voru töffarar. Einn var
með sixpensara sem var miklu
eldri en hann sjálfur, áöan sat
hann á kránni á horninu og bar
sig mannalega enda þótt hann
mætti ekki drekka nema limon-
aöi. Annar sýnir þessum smá-
stelpum, sem hann er eiginlega
skuldbundinn til aö fyrirllta, hvaö
I honum býr meö þvl aö bruna
niður brekkuna niður á bryggju á
sannarlega bremsulausu hjóli og
dempa hraöann meö klossunum
einum saman...
Ung móöir var komin út á stétt
aö kikja á mannlifiö meö spánýtt
barn og dillaöi þvf stolt eins og
aldrei heföi fæöst barn áöur (sem
er satt) og nágrannakonurnar
komu meö lifsreynda forvitni I
svipnum og spuröu um hægöir og
matarlyst. Tvær nunnur, önnur 1
aranpeysu,enbáðarmeö svartar
veifur nýlátins páfa á höföi,
gengu settlega yfir götuna, og þaö
sljákkaöi ögn í krökkunum á
meöan. Handan viö fjöröinn, yfir
á eynni Inishnee, var einhver aö
kaúa. Fjöröurinn var spegilslétt-
ur, þangiö sterkbrúnna en ella i
kvöldsólinni og Tólf Pinnar risu
bláir I noröri. Móreykurinn situr I
nösunum og vill ekki hverfa þaö-
an.
Orðinn að smjöri
t raun og veru hefur ekkert
gerst. En ég er löngu oröinn aö
mjúku smjöri innvortis. Fullur af
sáttfýsi I garö allrar skepnu. Mig
langar I meiri félagskap en þann
sóma sem krakkarnir sýndu mér
meö þvi aö dangla I rassinn á mér
og henda I mig grjóti. Sjáöu fugl-
ana, þeir hafa nógan félagsskap
þar sem þeir sitja i löngum röðum
á fjórum simalinum og höföu svo
hátt áöan þegar ég gekk fram hjá
þeim, aöég trúi þvi ekki aö Cloch
na Rón hafi veriö I símasam-
bandi viö umheiminn þá stund-
ina. En hvaö á ég aö gera? Fara
inn á næstu krá? Þar er komiö
sjónvarp, sem nú þegar hefur
framiö alvarlegt tilræöi á irskri
samtalslist. Og hvaö ætti ég aö
segja viö þetta fólk? Spyrja um
örlög gellskunnar? Þreyta þaö
meö andskotans Bretanum eina
feröina enn? Nei, ég dreg mig
heldur heim til frú Kane. Ég held
mér saman eins og gamli kirkju-
garðurinn sem er vaxinn illgresi
upp fyrir skakka krossa og yfir-
gefna klaustrið úti á tanga, sem
horfir blindum gluggum Ut I
vestanblæinn. Þar er enginn núna
nema einn hvitur hestur. Hann
kom auga á mig og gekk I áttina
til min.
öllu hallar hér niöur aö llitilli höfn.
Stærsti báturinn lá ónýtur I fjöruboröinu, en krakkarnir ekki komnir á ról þegar þessar myndir voru teknar.
Nokkrir sportbátar; héöan er og sóttur lax og humar.