Þjóðviljinn - 22.10.1978, Síða 21
Sunnudagur 22. október 1978 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 21
t
Adolf J. Petersen:
má/
Krónan slegin áli úr
Sumarið er gengið um garð.
Eitttlmaskeið i árinu hefur lok-
ið ferð sinni og runnið inn i tim-
ans djúp, og veturinn hafið sitt
skeið. Visnamál óska öllum les-
endum sinum góös og gleöilegs
vetrar. Þrátt fyrir það að bdast
megi við að veður verði stund-
um meðfrostioghriðum eins og
tilheyrir vetrinum, þá er það
vlst að á góðviðrisdögum skart-
ar náttúran oft sinni töfrafeg-
urð i hvitum klæðum. A vetrum
er hægt að njóta margskonar
unaðssemda náttúrunnar, eigi
slður en á öðrum árstimum.
Það hefur ætlð þótt hyggins-
háttur hvers búandi manns að
byrgja bú sitt af nægum forða
fyrirmenn og djír. Svo mun það
enn vera og veröa um langan
tíma.
Þó Visnamál hafi nokkurn
forðafyrir sig aðleggja, þá gera
þausér vonir um að þeim bætist
verulega I bú á þessum nýbyrj-
aða vetri og fái ríflega ábót frá
vinum sinum og velunnurum.
Full ástæða er til að ætla að þær
vonir rætist, þar sem nú þegar
hafa borist nokkur góð bréf,
sem leiftra af velvild og áhuga
ásamt verulegu dlleggi í vetrar-
kostinn.
Fyrst er bréf frá Magnúsi
Jónssyni frá Barði. Hann lætur
gamminn geysa sem fyrr, fullur
af glettni og gamanyrðum, hef-
ur verið farið að lengja eftir að
Vi'snamál kæmu úr sumarorlofi,
en þegar þau komu aftur þá
kvað hann:
Visnamálin komin á kreik,
hvild úr sumarfrii,
Adoif klár f Ijóöaleik
úr iöngu fyllirii.
1 bréfi sinu segir Magnús:
„Að gamni sendi ég þér nokkrar
visur er éggerði á þeim tima er
mikið stóð til; meðal annars
tóku konur sér verkfallsdag.
Tilefnið til þessa skáldskapar er
auðskilið. Sjálfráður skaltu með
hvort þú lætur það koma fyrir
nokkurs manns sjónir, eða husl-
ar það án yfirsöngs og ræðu.
Fært I letur með vinarhug.”
Visnaflokkinn sem Magnús
sendi má skoða sem tlmarlmu
sem hann segir að sé auöskilin,
enda gerist það I nútimanum
sem hann kveður um:
Vikið skal hér orðum að
elju um þjóðarsómann,
fjöllum hærra flýgur þaö
að fjandinn sleiki rjómann.
Héðan sist er frétta fátt,
fæstir hafa á nokkru vit,
klækjarefir himinhátt
hausinn derra og svlkja iit.
Bretar hóta herskipum.
Hoffmenn fitna á veröbólgum.
Þjóðarbú I þolraunum,
þurfafólk i háskólum.
Nýtt frá niðurgreiðslunum
nautakjöt i veislunum.
Stjórnin veltir vöngunum
á veiöiþjófa-fundunum.
Dátar i varnarvirkjunum,
vöxtur I barnastyrkjunum.
Klerkar i tómum kirkjunum.
krökkt I syndamyrkrunum.
Krónan slegin áli úr.
öll að tæmast forðabdr.
Taprekstur á kisil-kúr.
Krafla sprengir af sér múr.
Geira augu orðin þreytt,
alvarlegum stöðugt beitt.
Breta-fjandinn fær þó veitt,
forðast glápiö ekki neitt.
ólafs hvassa orrahríð
engum sýnir hótin blið,
Vfcis hirtir leigulýð,
iagabáika reifar smið.
Einar Natós-fór á fund,
fékk að tala þar um stund.
Okkar fáu fiskapund
fara i breskan veiðihund.
Pólitikin tvlráð er,
trúða fjölgar builunum.
Moggalið með Framsókn fer
i feluleika ruliunum.
Konur reistar stika um storð,
stoltar kenna máttarins,
slyðru- reka af sér orð
undir lægjuháttarins.
Sterka kynið klórar sér,
krökkt er af lús I fötunum.
1 hvaða flik sem farið er
fjölgar á henni götunum.
I niðurlagi segir Magnús aö
þetta hafi hann ort á árunum
1975-76, og er það auðheyrt.
Magnús er aðdáandi ferskeytl-
unnar;hefur notaö form hennar
til að tjá huga sinn og viðhorf.
Hann kveður til hennar þessa
snjöllu visu:
Ornar stakan arma hlý
andar-taki minu,
meðan vakir veitul I
vængja-blaki sinu.
Björn Jónsson I Alftá skrifar að
hann hafi selt meðeiganda sin-
um sinn hluta I flugvélinni sem
þeir áttu saman, og hafi hann
greitt gjaldið til fulls, en sér
hafi gjaldið orðið litil geðbót,
orðið hvimleitt innanbrjósts og
I óróleikanum hafi smá-komið
fram i hugann þessar visur sem
hann kallar Hugarflugur:
Mér hefur dugað mæta vel
minu I hugarflugi
lltil fluga, létt sem þel,
er lónar i bugum geðs um hvel.
Má sú duga mér nú ein,
mæðu buga veldi,
er með hugar ærin mein
áls ég flugu seldi.
Flugvélin hét Cardinal
(Kardináli), en sama daginn og
Björn seldi hluta sinn I flugvél-
inni kom fréttin um dauöa
páfans i Róm, og Björn kvað:
Ramakvein um Rómarstól
reist er aö fóni Páli.
Syng ég einnig sorgargól,
seldur er Kardináli.
Aður en legra er haldið, segir
Björn: ,,Gef ég þér botn í for-
prjónið siðasta”:
Aður landinn færði fórn
fékk ei neitt i staðinn.
Þrúkkar um völinn þriein stjórn,
þrefaldast nú skaðinn.
Vonandi ekki, segir Björn, en
þannig liggur i ríminu, og mörg
gloppan og stóri sannleikurinn
hefur orðið rimsins vegna.
Björn meinar að botn sinn eigi
þá að skilja sem öfugmæli.
Þökk sé þeim MagnUsi og
Birni fyrir bréfin. „Mættum við
fá meira að heyra.”
í Þjóðviljanum var auglysing
frá þekktri húsgagnaverk-
smiðju sem býður Mekka-hús-
gögn með höfðingssvip, svo sem
allskonar skápa, hornskápa,
vinskápa o.s.frv. Kunningi
Visnamálalas auglýsinguna og
kvað:
Ef þig vantar góðan grip,
glæstan likan Mekka,
þá hafðu skáp með höfðingssvip
I horni og vin að drekka.
garðinum
Allt í gegnum símann.
Spái I spil og bolla. Hringið I
sima XXXXX milli 10-12 á
morgnana og 7-10 á kvöldin.
Strekki dúka i sama númeri.
Auglýsing I VIsi.
Kindarlegar fréttir.
Er sauðaþjófnaður hafinn á ný?
Fyrfirsögun I Tímanum.
Þarfasti þjónninn.
Um dómkerfiö eins og það er nú
framkvæmt hef ég ýmislegt að
athuga. Það er rétt hjá þér. Ég er
á móti þvi að staöla hestadóma
um of. Það er eins meö hross og
kvenfólk. Ég vil bara láta per-
sónulegan smekk ráða.
Magnús Finnbogason I Tlmanum.
Bara til skrauts.
Sjómaðurinn átti aöra byssuna
og ffkniefnin og öxina en kunningi
hans átti hina byssuna. Að sögn
Kristins Ólafssonar kom ekkert
þaö fram viö yfirheyrslur, sem
benti til þess að byssunum hefði
verið smyglað inn i landið meö
það i huga aö þær ætti að nota til
ákveðinna verka siðar meir.
Morgunblaöiö.
Orsök og afleiðing.
Saturday Night Fever er fyrst
og fremst skemmtimynd og sem
slik er hún skinandi góð. Sögu-
þráðurinn er nánast enginn. Tra-
volta leikur átján ára strákkvik-
indi, sem á sér þrjú áhugamál:
diskódans, spariföt og kvenfólk.
Þau notar hann til tvenns, diskó-
dans og uppáferða.
Dagblaðið.
Hvað með Bravó?
Þegar forsætisráðherra hefur
sagt: „heill forseta vorum og
fósturjörð”, hrópa viðstaddir
húrra fjðrum sinnum. Og þótt
annar siður betri hafi ekki veriö
fundinn, verkar þetta slavneska
hróp ætiö jafn ókunnuglega enda
þýöir það samkvæmt orðanna
hljóðan „til Paradisar” og mætti
ætla að Islenskum þingheimi t.d.
væri eitthvað annaö ofar i huga
svona i byrjun þings.
Svarthöfði I VIsi.
...svo sem vér og fyrirgef-
um vorum skuldunautum.
Miðvikudaginn 4. þ.m. ákvað
sambandsstjórn hins alræmda
auövaldsrikis vestast i Þýska-
landi, að gefa 30 hálf- eða al --
sósialiskum eymdarrikjum að
fullu eftir skuldir samtals aö fjár-
hæð DM 4.300.000.000
Morgunblaöið.
Mörg eru Rússans launráð.
Dagblaðið I góðum félagsskap.
Franska stórblaöiö Le Monde
birtir i hverri viku tilvitnanir i
ýmis dagblöö viöa um veröldina.
Óvenjulegt er að islensk blöð séu
notuö til aö vitna I, en á dögunum
var Dagblaðið eitt fimm blaöa
sem tekið var úr. Hin voru
Pravda, Time, New York Times
og Le Soir.
Dagblaðið.
Lýs milda Ijós.
Þannig má segja, að Hagalin sé
i senn einn þjóölegasti höfundur
íslendinga og jafnframt einhver
alþjóðlegasti hornbjargsviti, sem
sögur fara af i samanlagðri bók-
menntasögu okkar.
Morgunblaðið.
Lífshugsjónin.
Ég hefi alla tið verið á móti bjór
og verð það þar til ég dey.
Bragi Sigurjónsson alþm.
Jólagleði í vændum.
Veröum sennilega hengdir i
desember.
Alþýðublaðiö.
Brestur er á illu frestur.
Byggingariönaðurinn : Er við-
komvbrestur á næsta leyti?
Fyrirsögn í Morgunblaðinu.
Iðntæknlstofnun
íslands
Keldnaholti
óskar að ráða skrifstofumann.
Vélritunarkunnátta nauðsynleg.
Umsóknir skulu sendar stofnuninni að
Keldnaholti, 110 Reykjavik, fyrir 28. októ-
ber n.k.
Fundur um kjaramálin
Launamálaráð BHM boðar til
almenns fundar um kjaramál
nk. þriðjudag kl. 13.30 I Súlnasal
Hótel Sögu
Mætum öll
Launamálaráð BHM
LOKAÐ
mánudaginn23. október frá kl. 12 á hádegi
vegna jarðarfarar Sigurðar Ingimundar-
sonar forstjóra.
Tryggingastofnun rikisins
Laugavegi 114
LOKAÐ
vegna jarðarfarar Sigurðar Ingimundar-
sonar forstjóra, mánudaginn 23. október
n.k. kl. 13-15.
Verkstjórnarfræðslan
Iðntæknistofnun íslands
Skipholti 37, Reykjavik.
Auglýsingasíminn er 'l , 81333 j