Þjóðviljinn - 28.10.1978, Qupperneq 2

Þjóðviljinn - 28.10.1978, Qupperneq 2
2 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 28. október 1978 leggja það í vana sinn að „vinna, lesa og iðja"/ og af tilvitnunum í heilaga ritningu má það Ijóst vera að sjónarmið atvinnuveitenda og höfunda Bibliunnar fara æði oft saman. Og auðvitað eru þeir óalandi og óferjandi, sem ekki nenna að vinna myrkranna ámilliog helst í myrkrinu líka: vinnan er guði þóknanleg og þess vegna geta þeir farið til andskotans sem ekki vinna bæði þegar þeir eiga að vera t vinnunni og líka þegar þeir eiga að vera í fríi. Veri þeir minnugir orða Páls t síðara bréfinu til Þessalonikumanna: AF ÞRÆLAHALDI Ég er fæddur á árum kreppu og atvinnu- leysis og alinn upp með það viðhorf til lífsins gaeða, að nægileg vinna sé hámark hugsan- legrar himnartkissælu hér á jörð. Á þessum árum var af mörgun álitið að mestu velunnar- ar mannkyns væru þeir, sem af ómælanlegum gæðum „veittu” fólki vinnu, ef það hafði nægilega góða heilsu til að skila sómasamleg- um afköstum. Heima hjá mér var þó snemma farið að líta svo á, að þó að vinnuveitendur gætu verið ágætismenn heima hjá séij „sköffuðu vel" eins og það var kallað og lemdu ekki konuna til óbóta, né misþyrmdu börnunum úr hófi, þá væri hugsanlegt að þeir væru ekki alltaf jafn ótvíræð gæðablóð og velgerðamenn fólksins, sem þeim þóknaðist að hafa í vinnu. Mörgum varð það Ijóst þegar á þessum árum að því minni sem launin voru og þeim mun meira sem stritað var, þeim mun álitlegri varð pyngja þess sem af gæðum sínum „veitti vinnuna", og mörgum þótti víst vinnuveitand- inn eiga það skilið. Þetta var sem sagt á tímum atvinnuleysis- ins. Síðan er mikið vatn runnið til sjávar og at- vinnuleysi víst nær því úr sögunni. Annað hef- ur aftur á móti komið í staðinn, því sagt er að skammt sé öfganna á milli, en það er hin gegndarlausa vinnuþrælkun hérlendis. Hún er orðin slík að óhætt er að tala um vinnuþjökun og jafnvel vinnuböl. Þessi ófögnuður gæti að sjálfsögðu ekki þrif ist, ef það væri ekki enn ríkjandi skoðun að brauðstritið sé mesta gæfa þjóðarinnar og þá helstá kvöldin, nóttinni/um helgar og á stórhá- tíðum. Sannleikurinn er nefnilega sá að ofþrælkun er að ganga af stórum hluta þjóðarinnar dauð- um bæði í andlegum og líkamlegum skilningi. Vinnustaðir verða óbærilegir fyrir fólk, sem þar verður að dúsa mestanpart sólarhrings- ins, framleiðnin fer afturábak í réttu hlutfalli við vinnuleiðann,og afköstin fara snarminnk- andi. Og þá er það að atvinnuveitendurnir gömlu góðu fara að verða uggandi um sinn hag. Allt er sett í gang til að sýna lýðnum framá hvað það sé nú bæði gaman og „göfg- andi" að vera í vinnunni, að ekki sé nú talað um hvað það á að vera „guði þóknanlegt". I gærmorgun vaknaði ég við það að hafa sofið yfir mig, þóekki alvarlegar en það, að ég náði því að hlýða á morgunandakt prestsins, sem leggur manni lífsreglurnar rétt fyrir átta. Aðalinntak hugleiðingarinnar var að þessu sinni sú dýrð og dásemd að f á að vinna eins og skepna. Fyrir nú utan það að segja morgunfúlum landslýð, sem þar að auki hafði sofið yfir sig, að morgunstund gæfi gull í mund, lét sálu- sorgarinn mannskapinn heyra, að vinnan göfgaði manninn. Þá minnir mig að hann færi með vísupart, þar sem sagt var að fólk ætti að „Ef einhver vill ekki vinna, þá á hann heldur ekki að f á að éta. En ef vér heyrum að nokkrir meðal yðar lifi óreglulega, sem ekkert vinna, heldur gefa sig alla að því'sem þeim kemur eigi við, bjóðum vér slikum mönnum og áminnum þá að vinna kyrrlátlega og éta sitt eigið brauð". Jæja. Þóaðhægtséað flettauppí Biblíunni og sjá hvað það er guði þóknanlegt að vera vinnuþræll, þá vona ég að honum sé það eins þóknanlegt aðfólk eigi einhverja frítima til að lesa í bók,fara í leikhús, bíó, gera „hitt", eða þá bara eitthvað annað en áð mæta á óþolandi vinnustað. Ég er nefnilega kominn á þá skoðun að morgunstund gefi andskotann ekkert gull í mund, nema maður eigi frí þann morguninn og geti sof ið út, eða farið á fætur og notið þess að gera eitthvað annað en það sem maður á að gera. Það er gömul praktísk lýgi vinnuveitenda að vinnan göfgi manninn. Vinnuþrælkun éins og hún er ástunduð af stórum hluta íslensku þjóðarinnar stuðlar hinsvegar að því að gera fólk að sinnulausum vinnudýrum,sem fæðasf og drepast án þess að hafa nokkurn tima séð glætu til að njóta lífsins. Þess vegna má taka undir orð stuðnings- manna tillögunnar, sem nú liggur fyrir þing- inu um takmörkun á yfirvinnu o.fl.: Þó að vinnan víst sé hnoss sem vekur mönnum gleði, þrælahaldið þykir oss þungbært mjög í streði. Flosi Konur — er nauðgun gróðafyrirtæki? Þegar vonir bregðast Þá er hinu illvíga heims- meistaraeinvígi lokið með sigri Karpovs, til lítillar gleði fyrir vestrænar lýð- ræðishetjur, sem óskuðu Kortsnoj sigri, því brott- hlaupnir þjóðsvikarar so- véskir þykja öðrum mönn- um betri á þeim bæ. Mig minnir að Þjóðviljinn hafi tvisvar birt mynd af þeim Gunnari Steini og Kort- snoj, og ég hef átt von á einni mynd enn nú eftir einvigið. Kannske vola þeir nú báðir í sama klút- inn? Siguröur Sigurösson fréttam. útvarpsins sagöi aö brúnin heföi veriö farin aö iyftast á þeim, sem óskuöu aö Kortsnoj ynni, eftir aö hann vann þrjár skákir, svotil í röö, en liklega eru þeir allbrúna- þungir núna, blessaöir. 1 Þjóöviljanum segir, aö telja hafi mátt á fingrum annarar handar þá Islendinga sem stóöu meö Karpov. Þetta er sem betur fer alger lýgí, en ef átt er aöeins viö frétta- og blaöamenn, gæti þetta kannske staöist, en til eru þeir menn — sem betur fer — sem ekki eru svo fullkomlega æröir af þeim hópi manna, aö þeir leyfi sér ekki stundum aö vera á ann- arri skoöun. Ég vil aö endingu votta innilega samúö mina i tilefni þess hvernig einvfgiö fór, en vonandi gleymist þetta sem fyrst og annaö ergelsi geti þá komiö i staöinn. Úskar ólafsson. Síðasta laugardag hóf göngu sína nýr „skemmti- þáttur" í sjónvarpinu. Hann heitir: Gekk ég yfir sjó og land — umsjónarmaður Bryndís Schram. Ég þraukaði fyrir framan sjónvarpið u.þ.b. hálfan þáttinn — þá var ég komin í slíkt manndráps- skap að ég slökkti.. Helstu einkenni þáttarins voru til- gerð: e-s konar þvinguð glaðværð, vandræðalegar uppstillingar og himin- hrópandi smekkleysur. Af nógu er að taka í þeim efnurrven ein var þó sýnu verst... Brandarakall Bryndfs haföi fengið Friöfinn Olafsson forstjóra til aö fara i „sjómannabúning” i tilefni þess aö hann fór einn túr á togara sem unglingur. Aöalhlutverk F.O I þættinum var aö segja brandara. Meöal annarra sagöi hann brandara um sjómann sem var alltaf svo hræöilega blankur — þaö virtist bókstaflega enginn endir á fjárhagskröggum hans. Vinur hans i landi var aö reyna aö hjálpa honum i þessu veseni — en ‘ meö litlum árangri. Einn daginn komsvo sjómaöurinn hýr i bragöi inn á skrifstofu vinarins sem spuröi undireins hvort eitthvað væri aö rætast úr fjármálunum. „Jáj'sagöi sagöisjómaöurinn.^Viö hjónin vorum svo stálheppin, fjárhagslega aö ko nunni minni var nauögaö og hún fékk háar fébætur fyrir”. Og svo veltust Friöfinnur og Bryndis um úr hlátri. Nauðgun Nauðgun er likamsárás og misþyrming, hún er kynferöis- glæpur sem bitnar eingbngu á konum. Skýrslur sýna aö i kapltallskum samfélögum — þar sem aukinn þrýstingurog spenna hjá hinum almenna manni brýst oft út I ofbeldi — þar fer nauögunum fjölgandi á ógnvænlegan hátt.Nauöganir eru yfirleitt annaö tveggja: 1. Likamsárás þar sem jafnframt er beitt alvarlegum misþyrmingum. Þessa tegund nauögunar er auöveldast aö sanna fyrir lögreglu og dómstólum (og fá miskabætur fyrir — ef út i þaö er fariö). Nauögunarákæru er yfirleitt trúaö ef kona er beinbrotin, marin, limlest — ef blæöir úr leggöngum hennar,ef hefur rifnaö út úr þeim, ef hún er sködduð innvortis. 2. í fleiri nauögunartilvikum er konum þó ekki misþyrmt á annan hátt en meö nauöguninni sjálfri. Þær eru hræddar eöa þeim ógnaö til aö hafast ekki aö. Fæstar af slikum nauögunum eru kæröar — enda erfitt aö sanna þær andspænis kerfinu sem er fullt af meövitaöri eöa ómeövitaöri kvenfyrirlitningu.. Konur eru spuröar aö þvi fyrir rétti hvort þær séu vissar um aö þær hafi ekki viljaö láta nauöga sér — hvort þetta hafi ekki veriö þeim aö kenna ef þær hugsi málið. Konur eru þannig næsta réttlitlar ef þær hafa ekki veriö slasaöar samhliöa nauögun. Nauöganir hafa alltaf ömur- iegar sálarlegar afleiöingar fyrir fórnarlömbin. Margar konur fyllast sjálfsfyrirlitningu ogsjális' ásökun: aörar geta seint lifaö eölilegu kynlifi, og I einu tilfelli sem ég þekki til var stúlka nokkur fullkominn sjúklingur i heilt ár — eftir aö henni var nauögaö. Hún gat ekki veriö ein, þjáöist af hræöslu um aö nauögarinn leitaöi hana uppi aftur og var i sem stystu máli sálarlegt flak. Nú spyr ég — Hvaö nákvæmlega finnst Friöfinni og Bryndisi hlægilegt viö fyrirbæriö nauögun? Þaö væri nógu fróöl egt aö heyrasvariö viö þvi l næsta sjónvarpsþætti. D.K Vestræna lýöræöishetjan og brotthlaupni þjóösvikarinn.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.