Þjóðviljinn - 28.10.1978, Síða 9
Laugardagur 28. október 1978 ÞJÓDVILJINN — SIÐA 9
Skömmu áöur en Alþingi var
slitiö i vor samþykkti það ný lög
um Þjóðleikhús. Þessarar laga-
setningar hafði verið beðið með
mikilli öþreyju, þvi að þaö hefur
lengi verib mál margraað skipu-
Iag hússins séað mörgu leyti gall-
að og valdahlutföllin innan þess
ekki sérlega lýöræðisleg. En
röggsemi þingsins sannaði átak-
anlega dæmisöguna um jóðsótt
fjallsins; nýju lögin eru að mestu
soðin upp úr þeim gömlu.og þó að i
þeim sé að finn&einstaka úrbætur
er valdaskiptingin sú hin sama
og áður. Lögin tryggja listamönn-
um hússins engin áhrif á stjórn
þess, sem er öll i höndum em-
bættismanna og fulltrúa stjórn-
málaflokkanna.
Svo römm er óánægja leikhúss-
fóiks með þau að hennar sér jafn-
vel stað I „leiðurum” þeim sem
forráðamenn leikhúsanna skrifa i
leikskrár I haustbyrjun og er þó
gyllti Uturinn sjaldnast sparaður i
slikum skrifum.
Hver stjórnar
Þjóðleikhúsinu?
Ifyrstu grein nýrra laga stend-
ur: „ÞjóðleikhUsið er eign Is-
lensku þjóðarinnar.” Þetta þýðir
auðvitað ekkert annað ai að leik-
húsiö er eign íslenska rikisvalds-
ins. Rlkisvaldinu skipta stjórn-
málaflokkarnir með sér og þaö
eru fulltrúar þeirra, sem skipa
fjögur sæti af fimm i þjóðleikhús-
ráði, sem fara með raunverulegt
húsbóndavald I leikhúsinu. Aö
sjálfsögðu eru lagasmiðir kurt-
eisara fólk en svo að þeir segi
þetta berum orðum, en klausa sú,
sem skilgreinir hlutverk þjóðleik-
húsráðs, hljóöar svo: „Hlutverk
þjóðleikhúsráðs er að hafa eftirlit
með starfsemi og rekstri þjóð-
leikhússins. Leita skal tillagna
þjóðleikhúsráðs um allar meiri-
háttar ákvarðanir er varða stofn-
unina.” Orðalag þessarar klausu
er æði loðið og þar segir hvergi gð
ráðið hafi raunverulegt ákvörö-
unarvald. En siðar I lögunum
kemur berlega I ljós að þjóðleik-
hússtjóri sem á þó að heita hæst-
ráðandi I húsinu, er bundinn á
höndum og fótum af viljaráðsins,
þvl að I 11. grein laganna segir:
„Þjóðleikhússtjóri stjórnar leik-
húsinu samkvæmt samþykktri
starfs- og fjárhagsáætlun...
(undirstrikun min, JVJ). Leik-
hússtjórinn veröur aö leggja
starfsáætlun slna fyrir ráðiö og
fær ekki að hrinda henni I fram-
kvæmdfyrr en meirihluti ráðsins
hefur lýst velþóknun sinni á
henni. Sé ráöið óánægt með áætl-
unina hefur þaö fullt vald til að
skipa leikhússtjóranum að breyta
henni. Stefna hans getur þar af
leiðandi aldrei brotið I bága við
afstöðu ráðsins að neinu verulegu
leyti. ÞjóðleikhUsstjóri er þvi
skör neðar I valdapýramída húss-
ins, þó svo það sé hann sem eigi
aðhafa „forystu um aö móta list-
ræna stefnu” þess og beri alla á-
byrgð á rekstrinum.
óeðlilegt vald.
Er hér um eðlilega valdskipt-
ingu að ræða? Spurningunni verð-
ur að svara I tvennu lagi, því að
hér er um tvenns konar vald að
ræða, annars vegar listrænt, hins
vegar fjárhagslegt. Hvað list-
ræna stefnuhUssins varðar, fæ ég
ekki komið auga á nein rök með
þvi að menn sem valdir eru eftir
pólitiskum verðleikum fái að
skipta sér af henni. Þjóðleikhús-
stjóri ætti að vera fullfær um að
annast þá hlið málsins með allt
það liö ráðunauta sem hann á að
fá sér til aðstoðar samkvæmt
nýju lögunum. Þetta vald ráösins
i er ekki sist fáránlegt vegna jþess
aöllögunúmepekkert sem skyld-
ar flokkána til að skipa leikhUs-
, fróða menn i' ráöið. Stöðnuh og
skortur á endurnýjun eru um
á þessar ipundir-.mjög áberandi. I
vestrænu leikhúsi og ljóst er aö
það á vió ýrnsa örðugleika.að etja
, sem hamla í$trænum þroska
þesg. Afskipti mahna sem ekki
hafáh'ægriegári skilning á þessum
vandámáluni geta beinllnis
somið I v«g fyrir að lausn finnist i
þeim. Lagasmiöir hafa því tæp-
lega vérið aö að hugsa um list-
ræna velferð leikhússins þegar
þeir bjuggu þannig um hnútana.
Peningavaldið.
Um fjárhagshliðina gegnir
e.t.v. nokkuðöðru máli. Leikhús-
iðer aöhlutakostaö af almannafé
og það er ekki óeðlilegt að rlkis-
Athugasemdir viö
ný Þjóöleikhúslög
vaidið vilji fylgjast meö þvL að
peningum skattborgaranna sé
ekki kastað á glæ. En fjárhags-
valdið gefur ráðinu kverkatak á
allri starfsemi hUssins og jaftivel
þótt tekiö væri fram I lögum að
ráöinu bæri aðeins að hafa á
hendi fjárhagslegt eftirlit gæti
það stjórnaö starfi leikhússins ð-
beint I krafti þess. Það gæti t.d.
borið þvi viö að vegna óeðlilegs
halla veröi að setja upp fleiri
„kassastykki” og draga úr flutn-
ingi á alvarlegri verkum. Pen-
ingavaldinu hljóta þannig ævin-
lega að fylgja viötæk áhrif og ég
hygg aö þessi galli sé of samþætt-
ur eðli kerfisleikhUssins (þetta
orð er tilraun til þýðingar á þvi
sem á skandinavfekum málum
nefnist institutionsteater) til þess
að hann megi uppræta með öllu.
Væri rlkisvaldið hins vegar reiðu-
búið að verja nægilegu fé til
reksturs hússins, hlutverk ráös-
ins það eitt að gæta þess að fé sé
ekki beinllnis sólundað, t.d. með
óhagkvæmum rekstri eöa eyðslu-
semi, og fulltrUarnir I þvl allir
áfram um að veita leikhúsfólkinu
fulltlistrænt frelsúdrægi verulega
úr skaðlegum afleiðingum þess-
arar skipanar. Því rpiður er vfct
Htil von til þess að málum verði
þannig háttað I nánustu frámtiö.
En þaðer engu aö slður óverjandi
að löggjafinn skuii ganga á lagiö
og notfæra sér fjárhagsaöstöðu
hússins til þess að geta haft áhrif
á starfsemi þess, svipaö og gert
er {umræddum lögum.
þjóðleikhússi
Vikjum nú að þjóðléiikhússtjóra
og ráðningarskilyrðum hans. í
nýjú lögúnum hefiir sú óhæfa
véríð, afnumsin ; áð þjóöleikhúS--
stjóri skuli ráðinh til lifstiðar eins
og aðrir opinbérir starfsmenn.
Hann er nú ráðinn til fjögurra ára
I senn og má framlengja ráðning-
artjmann. til átta ára; eftirleiðis
mun þvl sami maður ekki gegna
þessu embætti lengur en átta ár I
senn. Þessi breyting er viöur-
kenning á því að þjóðleikhús-
stjóri eigi fremur að vera list-
rænnstefnumótandi en embættis-
maöur og fulltrúi þess opinbera
gagnvart starfsmönnum leik-
hússins. Hugmyndin að baki svo
tlðra stjórnandaskipta er að sjálf-
sögðu sú, aö leikhús veröi að vera
opiðfyrir þeim stefnubreytingum
sem eiga sér stað I öllum list-
greinum, annars staðni það.
Jón vióar
Jónsson
skrðfar um
Seikhús
En hverjir eru það svö sem >
veija þjóöleikhússtjóra og hafá .:
þanmg að mijdu leyti i hendi sér
hvernig starfsemi 1 eikhússins
þr,óast?:; Mértntamálaróðherra.
ræöur þjóöleikhUsstjóra, „að
fenginni umsögn þjóöleikhús-
ráös”, og hann verður einnig að
leita til ráösins þegar ákveöið
skai hvort þjóöleikhússtjóri skuli
endurráðinn. 1 lögunum er ekki
einu sinni gert ráð fyrir að lista-
menn hússins séu spurðir álits.
Skyldi maöur þó ætla að fáir séu
hæfari en þeir til að dæma hverj-
um er best treystandi til aö móta
stefnu hússins og starfsemi,
þannig að kraftar þéssnýtist sem
best. Eigi leikhússtjóra að farn-
ast vel I starfi verður hann að
njóta óskoraðs trausts þeirra sem
hann á að stjórna. Það er afar ó-
heillavænlegt að fram hjá lista-
mönnum hússins skuli gengiö
með þessum hætti.
1 lýðræöislegu leikhúsi velja
listamennirnir leikhússtjórann
sjálfir. Eg er ekki viss um, aö
slikt gæti gengið i leikhúsi með
jafn fjölmennt starfslið og Þjóö-
leikhúsið, þar sem eðlilegt er aö
skoðanir séu skiptar um stefnu-
mótun og umsækjendur. Sé um
verulegan ágreining að ræða
kann einfalt meirihlutakjör jafn-
vel að gera illt verra og auka á
togstreituna. 1 sllkum tilvikum er
nauðsynlegt að einhver utan
hússins taki af skarið og útnefni
leikhússtjórann og er langeölileg-
ast að það sé menntamálaráð-
herra, ekki slst vegna þeirra
skuldbindinga sem leikhússtjór-
inn hlýtur að taka á sig gagnvart
rlkisvaldinu. En það er jafn nauö-
synlegt að ráðherra hafí umsagn-
irlistamanna hússins til hliösjón-
ar og taki tillit til þeirra þegar
hann veitir stööuna.
Staða
þ jóðleikhússt jóra.
Ég hef hér á undan reynt aö
syna fram á að það sé i hæsta
: máta óeðlilégt að menn sem eru I
éngum tengslum við listrænt star f;
'IeikhUs.s ráðiférðþessog að allar
mikilvægustu ákyásðainir séu
teknar án sámráðsvj^Iistamenn-
:iná,' Hér gætu forráðamenn leik-
hússins svarað þvf til að þannig sé
þessu.. alls ékki háttáö i fram-
.Íptæmd og - starfsfólfcíö stöðugt
haft meö i ráðum. Þáö segir sig
raunar sjálft að leikhús verður
ekki rekið án éinhverrar viðleitni
I þessa átt. Þar kemur öörum
fremur til kasta þjóöleikhUsstjóra
að virkja listamennina til þátt-
töku I stjórn hússins.og e.t.v. má
segja aö hér sé um svo sjálfsagða
skyldu að ræöa að óþarfi sé að
lögbjóöa hana. En þvi miður er
ekkert i skipulagi hússins sem
styður leikhússtjórann I þessari
óhjákvæmilegu viðleitni og I raun
og veru er valdskiptingunni þann-
ig farið að þægilegast er fyrir
hann að draga kstamennina sem
minnst inn i stjórn hússins. Færu
þeir að skipta sér af rekstri þess
að ráði, gæti sú staða hæglega
komið upp að þá greindi á viö
þjóðleikhúsráö um veigamikil
mál —og tækist þjóöleikhússtjóra
ekki aö miöla málum, væri hann
kominn 1 býsna óskemmtilega aö-
stööu. Staða hans er nefnilega
ekki sllk að hún leyfi hon-
um að taka afstööu með eða
móti öörum hvorum þessara
aðila. Brygðist hann við slikri aö^
stööu meö því aö snúast á sveif
meö listamönnum gegn ráðinu,
væri hann kominn með hinn
raunverulega valdhafa I húsinu
upp á móti sér og það er
vonlaust aö hann geti haldið
sllkt ástand Ut til lengdar.
Tæki hann hins vegar afstööu
með ráðinu móti listamönnum
myndi hann fyrirgera trausti
þeirra og jafnvel lenda i einhvers
konar einvaldshlutverki innan
hússins. Hvorn kostinn sem hann
tæki er viöbúið að hann myndi
riða til falls fyrr eða síðar. Auð-
vitaðreynirlöggjafinn að látallta
svo út sem togstreita af þessu tagi
geti aldrei komið upp og aðferö
hans til þess er einfaldlega sú aö
útiloka starfsmenn hússins frá
allri þátttöku i stjórn þess. Sá
sem sýpur seyðið af þessu fyrir-
komulagi er svo þjóðleikhússtjóri
og það er hætt við að hann neyöist
oft til að leika tveim skjöldum til
þess að dylja að skyldur hans eru
klofnar frá rótum. Að minni
hyggjubýður þetta fyrirkomulag
upp á alls kyns baktjaldamakk og
valdníðslu, sem getur haft hinar
uggvænlegustu afleiðingar fyrir
alla starfsemi leikhússins.
Lýðræði i leikhúsi.
Skipulag leikhúss hlýtur að
miða að þvl að gera sérhverjum
listamanni þess kleift að nýta
hæfileika sina til fullnustu. A
seinni árum hefur mikið veriðum
það rætt erlendis að þessu marki
verði ekki náð nema með auknu
lýðræði innan leikhússins. Ýmsir
frjálsir leikhópar hafa gengið
mjög langt I þessum efnum og
sýnir þróun sumra þeirra raunar
aö einföld meirihlutastjórn lista-
mannanna er engin trygging gegn
listrænni stöðnun. En þó að stjórn
listamannanna dugi ekki ein til,
þá er hitt víst aö án virkrar og á-
byrgrar þátttöku þeirra I stefnu-
mótun leikhússins, koðnar það
niður. Það er mikil hætta á þvl aö
listamaður sem venst þvl aö farið
sé með hann eins og þræl, sem
hefur það eitt hlutverk aö fram-
kvæma starfsáætlanir valda-
manna, glati þvl frumkvæði og
þeirri ábyrgöarkennd sem er
nauðsynleg þroska hans sem
listamanns.
1 jafn stóru leikhúsi og Þjóð-
leikhúsinu verður ekki komist af
án styrkrar yfirstjórnar. Leggi sá
sem hefur hana með höndum sig 1
Ilma við að virkja lfetamennina
til þátttöku i allri stefnumótun,
ætti slik skipan ekki að torvelda
þroska leikhússins, þvert á móti.
Á meöan stjórnunarform Þjóö-
leikhússins haldast óbreytt er þó
hættviöaögóöur viljiráöamanna
hrökkvi skammt. Ekkert nema
róttæk lagabreyting fær haggað
þeirri staöreynd aö miöstýrö
bákn, litt l anda þeirra stjórnun-
arheföa sem frelsisunnandi lýö-
ræðisþjóöir á borð viö tslendinga
stær a sig af, liggur e ins og m ara á
allri starfsemi hússins. Þetta
bákn eitrar út frá sér á mun læ-
vfelegri hátt en menn gera sér al-
mennt greinfyrir og kemur i raun
og veru I veg fyrir að leikhúsiö
geti náð þeira fögru markmiöum
sem þvier gert að keppa aö, I ann-
arri gretaf laganna. Sagnfræöileg-
ar rannsóknir verða að skera Ur
urp hvaðá þölvun þessir stjórnar-
hættir háfa gert á þeim tæþu
þremur áratugum sem TeikhUsiö
hefur starfað, en mér býðyr I
grurtað sá slaþpleifci sem óft og
tiöum hefur eínkennt listrænt
starf Þjóðleikhússins hafi að tals-
verðu leyti átt rætur aö rekja til
váldaleysis listamannanna.
Nytt Alþingi er nú komiö saman
og ný stjðrn sest að völdum. Það
ættú því aö vera allgóöar horfur á
þvfað þessi lög Veröi hið bráöasta
tekin til endurskoðunar og endir
bundinn á þá hneisu að leikhús,
sem kostað er af almannafé, skuli
drepið I dróma flokksræðis og
gerræöislegra stjórnarhátta.