Þjóðviljinn - 28.10.1978, Síða 13
Laugardagur 28. október 1978 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 13
menning
Asrún, Hilmar, ólöf, Guörún og Brynhildur.
Ljósmyndasýnmg í
Bogasal
A morgun lýkur i Bogasalnum
sýningu sem Félag áhugaljós-
myndara gengst fyrir.
A sýningunni eru myndir eftir
36 ljósmyndara, og eru þær
flestar teknar i Reykjavik og
nágrenni en nokkrar eru frá tsa-
firöi, þar sem áhugaljósmynd-
arar hafa nýveriö stofnaö meö sér
félag.
Sýningin var opnuö á laugar-
daginn var og henni lýkur á
morgun. Hún er opin i dag og á
morgun kl. 2-10.
„Samruni” — eitt verka Bjarna á sýningunni
„Beint í náttúruna”
Bjarni Þórarinsson í Suöurgötu 7
1 dag laugardag þann 28. okt.
kl. 4, veröur opnuö sýning Bjarna
H Þórarinssonar I Galleri Suöur-
götu 7. Ennfremur opnar Bjarni
sýningu i „Galleryi”, en þaö er
sérsmiöuö taska. Hafa nú þegar
nokkrir sýnt verk þar.
Verk þau er Bjarni sýnir eru alk
fjölbreytt aö gerö, og höföa mjög
til umhverfis (environment).
Unniö er beint I náttúruna og á-
samt henni.
Bjarni stundaöi nám viö Mynd-
lista- og Handiöaskóla tslands i
fjögur ár, útskrifaöist þaöan vor-
iö 1977. Þetta er fyrsta einka-
sýning höfundar, en hann hefur
tekiö þátt I nokkrum samsýning-
um. Er hann einn af stofnendum
Galleris Suöurgötu 7.
Sýningin er opin frá 4-10 virka
daga en um helgar 2-10. Sýningin
stendur til 12. nóv.
Félagsheimili stúdenta
1 S tú de nt ak j a 11 a r a n u m .
Félagsheimili stúdenta viö
Hringbraut hangir uppi sýning á
Reykjavlkurmyndum Gylfa
Gislasonar. Kjallarinn er opinn
alla daga frá kl. lOtil 23.30, og þar
eru á boöstólum kaffiveitingar.
1 anddyri Stúdentaheimilisins
er uppi sýning um Che Guevara,
sem Vináttufélag tslands og Kúbu
gengst fyrir i tilefni af þvi aö 50 ár
eru liöin frá fæöingu þessa suöur-
ameriska byltingarmanns.
Sýningin mun standa til 4,
nóvember.
Grænlandsvaka í Kópavogi
Norræna félagiö 1 Kópavogi
efnir til Grænlandsvöku
næstkomandi sunnudag 29. okt.
kl. 20:30 f Þinghól aö Hamraborg
11.
Þar munu þeir Björgvin
Sæmundsson bæjarstjóri og
Jóhann H. Jónsson bæjarfulltrúi
sýna myndir og segja frá dvöl
sinni i Angmagssalik og nágrenni
á liönu sumri.
Einar Bragi rithöfundur og
skáld mun lesa upp úr þýöingum
sinum á grænlenskum ljóöum.
Ennfremur veröur leikin
grænlensk tónlist meö
skýringum.
Aö lokinni dagskránni veöa um-
ræöur um stööu Austur-
Grænlands.
Allir eru velkomnir á fundinn.
Bæjarstjórn Kópavogs hefur
nýlega kosið þrjá menn i nefnd til
þess aö fjalla um nánari
samvinnu viö Ibúa vinabæjarins
Angmagssaliks og eiga sæti I
henni: Jóhann H. Jónsson, Jón H.
Guðmundsson og Axel Jónsson.
Fulltrúar Norræna félagsins i
nefndinni eru: Hjálmar ólafsson
og Gunnar Guömundsson.
Æskulýösvika KFUM og K
Eins og mörg undanfarin ár
gangast KFUM og K fyrir
æskulýösviku i húsi félaganna viö
Amtmannstig 2b hér f bæ.
Samkomur veröa hvert kvöld
vikunnar 29. október til 5.
nóvemberog hefjastþær kl. 20.30.
Aöalræöumenn veröa Helgi Hró-
bjartsson kristniboöi, séra Jón
Dalbú Hróbjartsson og séra
Jónas Gislason dósent. Auk
þeirra tekur margt ungt fólk til
máls. Mikill söngur hefur veriö
á þessum vikum, bæöi almennur
söngur og svo ýmsir sönghópar
einsöngvarar og æskulýöskór,
Allir eru velkomnir á
samkomurnar.
Norræna húsiö
Glerlist
og kvik-
myndir
Aösókn hefur veriö mjög góö aö
sýningunni „Norræn glerlist”
sem nú stendur yfir 1 sýningar-
sölum Norræna hússins, enda
gefur þar aö lita marga undur-
fagra gripi.
Nú um helgina verða sýndar i
samkomusal hússins þrjár
stuttar kvikmyndir um glergerö
og er ein þeirra finnsk, önnur
norsk og hin þriöja dönsk.
Myndirnar veröa sýndar kl. 3-4 i
dag, laugardag, en á morgun
veröurbyrjaöaösýnaþær kl. 3og
þær siöan sýndar áfram fram
eftir degi. Sýningin i kjallaranum
er opin kl. 2-7 daglega og auk þess
eru i anddyri og kaffistofa sýnd
verk eftir Jóninu Guönadóttir,
Leif Breiöfjörö og Mata May
Holmboe, og i anddyri er einnig
ljósmyndasýning um starfsemi
Norræna hússins s.i. 10 ár.
Sýningu
Hjörleifs
að ljúka
Sýningu Hjörleifs Sigurössonar
i FlM-salum, Laugarnesvegi 112,
lýkur á morgun, sunnudag.
Sýningin hefur verið vel sótt og
margar myndir hafa selst, Sem
dæmi um aösóknina má nefna, aö
um siöustu helgi komu um 600
manns — og bendir þaö til þess aö
FIM-salurinn sé aö veröa viöur-
kenndur sýningastaöur. Þaö
tekur alltaf nokkurn tima aö
venja fólk á aö koma á nýja staöi.
Hjörleifur sýnir 44 myndir,
unnar á s.l. 30 árum. Þeirra á
meöal eru 13 myndir úr Kinaför
listmálarans i fyrra.
Sýninginer opin i dag og á
morgun kl. 2-10.
Galleríi SÚM
Klukkan tvö 1 dag, laugardag,
opna fimm listmálarar sýningu 1
Galleri SUM viö Vatnsstig. Þeir
eru Asrún Tryggvadóttir,
Brynhildur ósk Gisladóttir,
Guörún Svava Svavarsdóttir,
Hilmar Guöjónsson og ólöf Birna
Blöndal.
ólöf, Hilmar og Asrún hafa ekki
sýnt áöur en Brynhiidur tók þátt I
haussýning FIM 1975 og Guörún
Svava" hefur haldiö einkasýningar
i Galleri SOM og á Isafiröi.
Hringur Jóhannsesson hefur
veriö aöalkennari þessa hóps, en
auk þess hafa þau notiö hand-
leiðslu Ragnars Kjartanssonar og
Balthazars. Þau hafa öll numið
viö Myndlistarskólann I Reykja-
vik.
A sýningunni kennir ýmissa
grasa. Asrún sýnir myndir unnar
i ýmis efni, svo sem gler og hand-
unninn pappir, fjalla þær allar
um þemaö veöur. Brynhildur
sýnir klippimyndir og lágmyndir
i handgeröan pappir. Guörún
Svava sýnir teikningar unnar I
blýant og litbýant Hilmar sýnir
svartkritarteikningar af húsum
og Ólöf Birna sýnir teikningar af
fólki á mismunandi aldurs-
skeiöum, unnar meö ýmsum
aðferöum.
Sýningin veröur opin kl. 16 til 22
daglega til 7. nóvember.
Helga Stephensen, Kjartan Ragnarsson og Jón Hjartarson (
hlutverkum sinum f Rúmruski.
Nýr gamanleikur á miðnætur-
sýningum LR í Austurbæjarbiói:
Gerist í þremur
svefnherbergjum
I kvöld kl. 23.30
23.30 veröur frumsýndur nýr
breskur gamanleikur á vegum
Leikfélags Reykjavikur i
Austurbæjarbió. Heitir hann
Rúmrusk (Bedroom Farce) og
gerist i þremur svefnher-
bergjum. Höfundurinn er Alan
Ayckborn, sem er meö
þekktustu núlifandi leikrita-
skáldum i Bretlandi og verk
hans öll sýnd I breska Þjóöleik-
húsinu. Itúmrusk var frumsýnt
þar á siöasta ári og er enn sýnt
viö miklar vinsældir.
Leikstjóri er Guörún
Asmundsdóttir en leikmynd
gerir Steinþór Sigurösson.
Búningar eru eftir Andreu
Oddsteinsdóttur en lýsingu
annast þeir Glssur Pálsson og
Daniel Williamsson. Þýöinguna
gerði Tómas Zoega.
Atta leikendur eru i leikritinu,
þau Karl Guömundsson Guörún
Stephensen, Pétur Einarsson,
Edda Þórarinsdóttir, Jón
Hjartarson, Helga Stephensen,
Kjartan Ragnarsson og Soffia
Jakobsdóttir. __GFr
Góð að-
sókn
að Dali
Dali-sýningin á Kjarvals-
stööum hefur veriö mjög vel sótt,
aö sögn Konráös Axelssonar i
Myndkynningu. Hann sagöi aö
þegar heföu u.þ.b. 45% listaverk-
anna veriö seld.
A sýningunni eru 98 grafik-
myndir., eitt gobelinteppi, ein
myndskreytt bók og tvær ;styttur.
Sýningin er opin frá 14 ti 22 nú um
helgina. Henni lýkur um næstu
helgi.