Þjóðviljinn - 29.10.1978, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 29.10.1978, Blaðsíða 2
2 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 29. október 1978 Peter Finch: hlutverk Howards, brjálaha fréttamannsins, varft hans slðasta. Hann lést skömmu eftir að upptöku Network lauk. Bandaríska kvikmynd- in Network/ sem Tónabíó sýnir um þessar mundír, er mögnuö ádeila á sjón- varpið/ þetta //ógnvekj- andi/ bölvaöa afl okkar tíma Höfundar mynd- arinnar, Paddy Chay- efsky og Sidney Lumet, eru báðir þaulkunnugir sjónvarpinu/ þar sem þeir hófu feril sinn fyrir 20-30 árum. Mannskemmandi áhrif imba- kassans hafa oft verið til um- ræðu á ýmsum vettvangi, en undirrituö veit ekki til þess að um þau hafi verið gerð heil kvikmynd áður. Þaö er rétt að taka þaö fram strax aö vel hefur tekist til, og eru menn hvattir til aö láta þessa mynd ekki fram- hjá sér fara. Tveir gamlir. Um Faye Dunaway leikur Diönu, skilgetið afkvæmi sjónvarpsins. I „Network” segir frá tilbiin- um plastheimi, þar sem mann- gildiö er steindautt og peninga- gildiö allsráöandi. I þessum heimi er erfitt aö sjá hvor er meira fórnarlamb: sá sem framreiöir sjónvarpsefni eða hinn sem neytir þess. I allri myndinni er ekki nema ein per- sóna sem hefur nokkurnveginn haldið sönsum þrátt fyrir margra ára starf viö sjónvarp- ið: það er fréttastjórinn Max Schumacher, sem er frábærlega leikinn af Wiíliam Holden. Hann saknar þeirra góöu, gömlu tima þegar sjónvarpið var enn á bernskuskeiði, og finnur sig ekki I nýja timanum, sem gerir allt og alla aö söluvöru. Annar fulltriii gamla tlmans er Howard Beale, leikinn af Peter Finch. Myndin hefst reyndar á þvl að honum er vikiö Ur fréttamannsstarfi vegna þess að vinsældir háns fara þverr- andi, samkvæmt skoðanakönn- unum. Þessar skoöanakannanir eru sjónvarpsmönnum heilög biblia, hæstráðendur um llf og dauöa, I bókstaflegri merkingu. Howard er farinn aö drekka of mikiö og taugaálagið hefur orðiö honum um megn. Þegar honum er sagt upp með tveggja vikna fyrirvara tilkynnir hann áhorfendum þaö, og færir þeim jafnframt þá frétt að hann ætli að skjóta sig i beinni útsendingu eftir viku. Þessar upplýsingar þykja heilmikil frétt, Howard sjónvarpsins illa galdur Boðskapurinn. kemst á forsíður stórblaðanna og uppsögn hans er dregin til baka. t staðinn á hann að gerast einskonar spámaður i sjón- varpssal, brjálaður Messias sem túlkar innibyrgða reiði bandarlsku þjóöarinnar. Vinur hans Schumacher reynir aö koma I veg fyrir aö hann veröi notaður á þennan hátt, en einu launin sem hann fær fyrir þann vinargreiöa er brottrekstur á stundinni. Howard viröist gang- ast upp við það að skoöanakann- anir sýna nú miklar vinsældir dagskrárinnar sem hann kemur fram i. Hann veröur alltaf brjál- aöri og brjálaöri, en um leið vin- sælli. Sérlega vinsæll er hann þegar hann hnigur niður sem dauður sé að loknum hverjum reiðilestri. Lífið er sjónvarp. Nýi timinn er persónugeröur af Faye Dunaway, sem leikur Diönu Christenson, einn af dag- skrárstjórum sjónvarpsstööv- arinnar. Það er hún sem fær hugmyndina um að nota Howard, gera hann að spá- manni. Hún fær lika þá hug- mynd að búa til þáttaröö sem hún kallar „Mao Tse Tung þætt- ina” og fjallar um skæruliöa- hóp. Sama hugsunin liggur að baki báðum þessum hugmynd- um: Diana telur aö bandariska þjóöin sé full af innibyrgðri reiöi og vilji fá útrás fyrir þá reiði með þvi að horfa á krassandi dagskrár i sjónvarpinu. Diana er skilgetið afkvæmi sjónvarpsins. Fyrir hana er enginn veruleiki til, Iífið er sjón- varpsdagskrá. Hún er alveg laus við tilfinningar, og skoð- anakannanir um vinsældir sjón- varpsþáttanna hennar viröast jafnvel hafa úrslitaáhrif á kyn- ferðislega fullnægingu hjá henni. Þessi persóna er mjög farsakennd frá höfundarins hendi, og Faye Dunaway gerir henni aðdáunarverö skil. Góð atriði. Sum atriði þessarar myndar eru með þvl betra sem ég hef séö að undanförnu: t.d. atriðiö þar sem Peter Finch kemur niðurrigndur og þvældur eftir næturgöngu inn I sjónvarpssal- inn og hvetur áhorfendur til að risa úr sætum, ganga út að glugga og æpa úti nóttina: „Ég er kolvitlaus og ég þoli þetta ekki lengur!” Úti er þrumu- veöur og smátt og smátt sjáum viö hvern gluggann á fætur öðrum opnast og fólkið æpa af lifs og sálar kröftum. William Holden leikur eina manninn sem er nokkurn veginn meö réttu ráði. Eða atriöið þar sem annar brjálaður spámaður, eigandi sjónvarpsstöövarinnar og tals- maður auöhringa, heldur ræðu yfir Howard um þá „blessunar- rlku framtið” þegar auðhring- arnir hafa endanlega lagt heim- in undir sig og allar þarfir hafa veriö uppfylltar, öllum spurn- ingum svarað, og einstaklingur- inn verið afmáður sem slikur. Ræðan er flutt i tilefni þess að kvöldið áður hafði reiöilestur Howards snúist um skuggalegt brask auðhringanna sem voru að gleypa sjónvarpsstööina einsog allt annað. Hann haföi lika minnst á arabíska oliupen- inga, en um þá má helst ekki tala. Nú vill eigandinn, Jenson (Ned Beatty),gera Howard aö prédikara slnum, fá hann til að lofa og prisa auöhringana og sið- feröiskennd spámannsins reyn- ist ekki fyrirferðarmeiri en svo, aö hann snýr þegar viö blaöinu. En þegar hann breytir boö- skapnum nennir fólk ekki að hlusta á hann lengur. Skoðana- kannanir sýna þverrandi vin- sældir. Jenson tekur þó ekki I mál að reka Howard, og þvi er aðeins ein „rökrétt” lausn á málinu, að mati Diönu og starfsfélaga hennar I dagskrár- deildinni: Howard skal drepinn. Það er slðan gert —■ I beinni út- sendingu að sjálfsögðu. Þannig veröur dauði spámannsins þeim einnig aö féþúfu. „Network” er það sem á út- lendu máli er kallað satlra. Sé litið á myndina sem heild virðist mér hún hitta i mark. Sum at- riði hennar vekja þó efasemdir og viröast reyndar fara yfir markið. Ég kunni t.d. ekki að meta léttúðuga meöferð höfund- anna á „kommúnistaleiðtogan- um” Laureen Hobbs, sem I ytra útliti minnir óneitanlega á Angelu Davis. Ég skil satt aö segja ekki hvaða tilgangi það þjónar aö gera hana eins frá- hrindandi og mögulegt er og láta Diönu takast að spilla henni á ódýran hátt. Er veriö að segja okkur að sjónvarpiö spilli öllu sem þaö kemur nálægt, lika kommúnistum? Eöa kannski verið aö segja okkur aö allir séu vondir, þar sé enginn undanskil- inn — með öðrum orðum: eng- inn valkostur, engin von. Þarna erum við komin aö þvl sem mér finnst vera megingallinn á flest- um ef ekki öllum þessum ágætu bandarlsku ádeilumyndum. Boöskapurinn um aö hvergi sé glæta, og viö getum ekkert gert til aö breyta heiminum. Hvaö hugsar venjulegt fólk þegar þaö gengur út úr kvik- myndahúsinu að aflokinni sýn- ingu á slikri mynd? Vissulega hugsar það: allt er þetta vont og mikiö er heimsins svinarl. En hvaö getum við gert? Ekkert. Nema i mesta lagi „leitað að sjálfum okkur” einsog Howard Beale ráðleggur áhorfendum i einum af reiðilestrum sinum. En er þaö ekki einmitt það sem þeir vilja, þessir sem stjórna svinariinu? Að hver og einn loki sig inni og horfi fast og einarð- iega á eigin nafla? Mér finnst hollt og gott aö horfa á myndir einsog Nfetwork. En mér finnst lika að við meg- um ekki gleyma þvi, að þessar myndir eru sjálfar hluti af þvi kerfi sem þær eru aö gagnrýna. A bak við Network standa auð- hringarnir Metro-Goldwyn- Mayer og United Artists. Þeir herrar myndu áreiðanlega ekki fjármagna kvikmynd sem kenndi fólki að berjast gegn auöhringum. Tjáningarfrelsinu eru takmörk sett, lika I guös- eiginlandi.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.