Þjóðviljinn - 29.10.1978, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 29.10.1978, Blaðsíða 16
16 SIÐA — ÞJÖÐVILJINN Sunnudagur 29. október 1978 Ný lögreglusamþykkt í Bayern: Mega nota vélbyssur og handsprengjim — og skjóta á börn Sambandslandið Bayern í V-Þýskalandi hefur fengið nýja lög- reglulöggjöf. Samkvæmt henni er lögreglunni leyfilegt að skjóta í því augnamiði að drepa, og einnig er vörðum laganna heimilt að skjóta á börn. Ekkert annað sambands- land V-Þýskalands hefur samþykkt jafn harð- neskjulega lögreglu- löggjöf. Þótt undarlegt megi virðast, voru lögin samþykkt án þess að nein þjóðfélagsumræða hafi verið þeim samfara. Frans Jósef Strauss stjórnar Bayern meö harðri hendi. Helstu atriði lögreglu- samþykktarinnar eru þessi: • Lögreglunni er heimilt að •nota vélbyssur og handsprengju- ur, en ekki gegn fólksfjölda. • Lögreglan hefur hins vegar leyfi til að beita „venjulegum” lögregluvopnum, svo sem skammbyssum og rifflum, gegn fólksfjölda. • Lögreglan má skjóta á börn undir fjórtán ára aldri, en að- eins ef það er eina ieiðin tii að „hindra aðsteðjandi hættu á heilsu og mannslifum”. • Lögreglan má skjóta með það fyrir augum að drepa, en aðeins til að „hindra aðsteöj- andi hættu á heilsu og mannslif- um”. Andstaðan þagði þunnu hljóði Stjórnarandstöðuflokkarnir tveir, sósialdemðkratarnir og frjálslyndir, greiddu ekki at- kvæði þegar meirihlutinn, kristilegir demókratar, báru fram tillöguna um hin nýju lög- reglulög á sambandslandsþing- inu i Bayern i júli sl. Það bregð- ur upp ákveðinni mynd af hinu pólitiska andrúmslofti i Bayern þar sem Josef Strauss ræður rikjum. Fjögur önnur sambandslönd hafa reynt að knýja sömu lög- reglusamþykkt i gegn, en án árangurs hingað til. Samþykkt þessi hefur verið rædd sl. tvö ár i flestum sambandslöndum V- Þýskalands. Andstaðan hefur verið þaö hörð, að nær allar stjórnir sambandslandanna hafa látið málin niður falla. Ekki sist hafa starfsmannafé- lög lögreglunnar sjálfrar verið mjög neikvæð gagnvart þessum lögum, sem þau áiita að ýti und- ir ofbeldi lögreglunnar. Sömu sögu má segja uin lögregluna i Bayern. En breiðfylking kristi- legra demókrata i landi Jósefs Strauss tók ekki minnsta tillit til lögreglunnar. þegar hún samþykkti tillöguna i sumar. Þáttur innanrflds- ráðherrans Maöurinn, sem lagöi fram til- löguna um nýju lögreglusam- þykktina heitir Alfred Seidl. Hann er fæddur i MUnchen, lagði stund á lögfræði og skrif- aði doktorsritgerð i anda nas- ismans árið 1937. Hann var verjandi nasistanna við réttar- höldin I Níirnberg eftir strið og varði m.a. hinn alræmda Hans Frankl,sem stjórnaði fjöldaaf- tökunum á Pólverjum og pólsk- um gyðingum. Hann hefur verið um margra ára skeiö einn af forystumönnum CSU — flokks Josef Strauss. Arið 1958 var , hann nærri orðinn rikisritari i dómsmálaráöuneytinu, en vegna fyrri tengsla hans við nasista var hann ekki settur I starfið. Hin pólitika fortið Seidls hefur hins vegar ekki veriö hon- um þrándur I götu við aö öðlast innanríkisráðherrastööu í sam- bandslandinu Bayern og hann hefur verið sérstakur stuðnings- maður „Berufsverbot” — hinnar nýju löggjafar um atvinnubann vinstri manna. Nú hefurðu lært hvern- ig kvikmyndatökuvélin vinnur og hvaða áhrifum þú getur búist við að ná f ram með því að leika þér að valkostunum. Nú er næstum því kominn tími til að gera kvikmynd, næstum því. Fyrst — skipulagning. Það eru tvær leiöir til að gera kvik- myndir. 1. Ganga út og kvikmynda. 2. Skipuleggja tökuna áður en þú gengur út. Hversu mikilvægt er það að skipuleggja fyrirfram? Sumir segja það mjög mikilvægt. Þeir halda þvi fram aö það sé mikil- vægara en sjálf kvikmyndin — eða það virðist manni ef dæma má eftir ánægjunni sem skin út úr þeim við verkið, og óánægj- una þegar hlutirnir ganga ekki eftir handritinu. Skipulagningin mun liklega hafa tvenns konar áhrif á þig: 1. Hún hjálpar þér til að skilja vandamálin fyrirfram og kryfja þau til mergjar. 2. Hún mun byggja á skyndi- hugmyndum svo þú veður I blindni. Hið siöarnefnda er hætta sem alltaf er fyrir hendi og klár skipuleggjari þjálfar sig upp i það að efast um hvert mynd- skeið og spyr sjálfan sig hvort hann nái nú þvi besta út úr efn- inu og tækifærunum sem honum bjóðast. Ef ekki er skipulagt, risa upp mörg vandamál sem hafa einn samnefnara — FRAMHALD Framhaldið i myndinni er samt ekki eina skyssan — þær eru óteljandi. En framhaldsvill- ur eru hættulegastar, þvi oft uppgötvast þær ekki fyrr en viö klippiborðið og þá er þaö of seint. Og þegar þú hefur komið auga á þær, hverfa þær ekki. Flestar aðrar tökuskyssur uppgötvast þó i tima og jafnvel þó svo sé ekki, er hægt að lag- færa þær I klippingu. En framhaldsskyssur er næstum þvi ómögulegt að leiðrétta, þvi þær eru hrein og bein vanræksla. Það er ekki um að ræða að hafa gert eitthvað rangt — heldur gleymt að gera það. Auðvitaö er lausnin sú að skipuleggja fyrirfram til að komast hjá þessum vandræð- um. En áðuren þú byrjar, veröurðu aö vita hverjar vill- urnar eru. 1. Tíminn líður Það er næstum ófrávikjanleg regla að kvikmyndin sýnir lengri tima en það tekur að sýna hana. Eiginleiki kvikmyndar- innar til að sleppa tima er henn- ar stærsti kostur. Ef þetta væri ekki hægt myndi kvikmynd eins og „Umhverfis jörðina á 80 dög- um” — standa yfir I tæpa þrjá mánuði I stað tveggja stunda. En þessi timahlaup eru engin tilviljun — þau hafa oröið til á langri þróun og af miklu hug- viti. Á þessu stigi er mikilvægt að athuga ekki HVERNIG á að stökkva til i tima, heldur HVE- NÆR. Hér er regla: Timastökk er notað á milli „samhengja”. Hver einasta breyting á sam- hengi er tækifæri til að sleppa úr tima. Til að skilja þetta til fulls, skal ég útskýra orðið „samhengi”. Samhengi samanstendur af mörgum myndskeiðum (mynd- skeið er ein taka), gætu verið hundrað myndskeið eða bara eitt. En hugsum ekki um fjöldan, samhengið sést á þvi að öll myndskeiðin liða áfram og hvert tekur við af öðru án þess að atburðarásin slitni. Dæmi: Rauðhetta heldur út i skóg. Segjum sem svo að um- hverfis hús hennar sé tún og það tekur hana fimmtán minútur að komast að skógarjaðrinum. Það yrði hrein og klár vitleysa aö sýna þetta á fimmtán minútum. Við verðum aö stytta þennan tima með þvi að brjóta atburða- rásina niður i myndskeið, segj- um tvö. Ef við höfum fyrra myndskeiðið 8 sekundur er Rauðhetta heldur frá húsinu og 7 sek þegar hún fer út af túninu og inn I skóginn, höfum viö stokkið yfir tlma sem er 14 mln 45 sek. En hvað um gatið i miöjunni? Ef við klippum frá húsinu yfir I skógarjaðarinn er það „stökk- klipping”, ekki satt? (jump 5.KAFLI cut). Það er rétt og stökk-klipp- ingar eru slæmar. En það eru margir möguleikar til aö koma i veg fyrir þetta i tökunni: a) EYÐING (DISSOLVE): Fyrra myndskeiðið eyðist upp um leiö og hiö siöara birtist. Þetta er mjög góð leiö til að sýna að ákveðinn timi hefur lið- ið. En þvi miður er þetta ekki hægt á S-8 vélum. b) DEKKING (FADE): Hægt er að dekkja myndina niður i flestum S-8 vélum. Ef fyrra myndskeiðið er dekkt niður og seinna lýst upp strax á eftir, vit- um við aö timi hefur liðiö. c) INNKLIPPA (CUT- AWAY): Innklippa er mynd- skeið eða röð myndskeiða, sem skotið er inn i samhengið. Inn- klippa er annars eðlis en sam- hengið og athygli áhorfandans er færð augnablik frá atburöa- rásinni. Þegar sagan heldur áfram I næsta myndskeiði, trúir áhorfandinn þvi að Rauðhetta hafi komist yfir túnið á þeim tima sem innklippan tók — þó svo hún hafi varað I tvær sek. Innklippan gæti verið hvað sem er — landslag eða fugl á þúfu. En það er alltaf betra aö innklippan auki við þráðinn sem hún slitur en dragi ekki úr hon- um. Ef innklippan I Rauðhettu væri af úlfinum sem biði hennar I skógarjaðrinum, yrði sagan strax spennandi. d) GENGIÐ A BRAUT (MOVEAWAY): Hefur mjög svipuð áhrif og innklippa, en i staðinn fyrir að bæta mynd- skeiöi inn er leikarinn látinn ganga út úr rammanum. Slðan gæti hann gengið inn i ramman i byrjun næsta myndskeiös. Einnig væri hægt að nota ein- göngu annað atriðið. e) PAN A BRAUT: Mjög svip- að og d) en 1 stað þess aö leikar- inn gangi út úr rammanum er vélin færð. Þaö er hægt að nota þegar leikarinn er ekki á hreyf- ingu og fer vel saman viö d). Dæmi: Ef þú vilt sýna Rauð- hettu kyrra I seinna myndskeið- inu t.d. að týna blóm, gætiröu leyft henni aö ganga út úr rammanum i fyrra mynd- skeiöinu. Panað slðan frá blómabrekku yfir á Rauðhettu þar sem hún stæði og tlndi blóm. f) SAMHLIÐA SÖGUÞRAÐ- UR: Ef sagan greinir frá tveim atriöum sem eiga sér staö sam- timis er hægt að stytta timann með þvi að klippa á milli þeirra. Dæmi: Úlfurinn hefur yfirgef- ið Rauðhettu og heldur eftir krókaleiðum aö húsi ömmu hennar. Rauöhetta tlnir blóm. Ulfurinn ræðst á ömmu og... Rauðhetta gengur aftur út á stlginn og heldur áfram. úlfur- inn klæðir sig I náttkjól ömmu. Rauöhetta kemur að húsinu o.s.frv. (Byggt á Dagbladet) Þurrkaður harðviður Einnig fyrirliggjandi hnota, japönsk eik og oregon pine. Harðviðargólflistar fyrir parket. Sendum i póstkröfu um allt land. HÖFÐATÚNl 2 - REYKJAVÍK Sími: 22184 (3 Ifnur) k Auglýsingasíminn er 81333 DIOOVIUINN

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.