Þjóðviljinn - 29.10.1978, Blaðsíða 23

Þjóðviljinn - 29.10.1978, Blaðsíða 23
Sunnudagur 29. október 1978'ÞJÓDVILJINN — SÍÐA 23 Afríkönsk þjóðsaga / Þegar maðurinn stal eldinum frá ljóninu I fyrndinni höföu mennirnir ekki eld, og þeim vár kalt. Þá var það dag nokkurn að mað- ur sagði við konu sína, að hann ætlaði yf ir f Ijótið og fil borgar Ijónanna. Þegar hann var kominn yfir fljótið kom hann að helli, þar sem Ijónafjöl- skylda sat umhverfis stórt bál. Höfðingi Ijón- anna sagði <honum að ganga inn og bauð honum heiðurssæti gegnt hellis- munnanum. Á meðan á máltíðinni stóð þokaði maðurinn sér nær hellis- opinu. Þegar máltíðinni var hér um bil lokið greip hann logandi brand úr bálinuog hrinti Ijóshvolp- unum í eldinn um leið og hann hljóp út. Þegar Ijónin sáu komumann hlaupa burt með logandi brandinn, ætluðu þau að elta hann, en urðu of sein, af því að f yrst þurftu þau að bjarga börnum sínum úr eldinum. Þannig komst maðurinn undan og náði yfir á fljótsbakk- ann hinum megin. Hann færði fólki sínu blessun eldsins. Vilborg Dagbjartsdóttir þýddi. Æk íjt BftNDfl- RÍKIKI 0 \ SEGIf? \<IND- 9*4 3 V 4 . 1 ■ 4 3 \heims- \lfa DV/AU\ —h— SKflN NOTUP í fldinn 1 © 4 wm KROSSGATAN Það er orðið langt siðan krossgáta hefur verið i Kompunni. Kannski eruð þið búin að gleyma hvemig á að ráða krossgátu, en það gerir ekkert til, þvi þessi gáta er svo létt. Það er annað hvort mynd eða orðskýring. örin bendir hvar orðið byrjar. Athugið vel myndina. Órðið er heiti hlutar- ins eða dýrsins, sem myndin er af. Slik orð eru kölluð nafnorð. Þau eru öll i nefnifalli. Það finnst með þvi að segja: ,,Hér er”. Nú skrifið þið orðið, einn staf i hvem reit. Sumir hlutir eiga sér mörg nöfn, þess vegna er best að byrja á ein- hverju orði sem maður er alveg viss um að hafa rétt, þá fær maðúr lika stafi i erfiðu orðin. Nafnorðin i þessari krossgátu eru i eintölu, nema eitt; það er heiti á blómum*, ef þið skoðið myndina sjáið, þið aðá myndinni eru mörg blóm, þess vegna er orðið i fleirtölu. í hinum reitunum er einn hlutur og orðið þvi i eintölu. Þar sem orð- skýring er, á að finna samheiti, orð sömu merkingar, þess sem skrifað er i reitinn. Til þess að prófa hvort gátan er rétt ráðin á að skrifa stafina i tölusettu reit- unum i númeruðu .reitina hér fyrir neðan. Þá kemur út heiti á þekktum skemmtistað i Reykjavik en það þýðir lika sjálfseignar- ' jörð eða ættarsetur. Reynið sjálf að búa til krossgátu eða myndagátu handa Kompunni. 7 2 7“ Umsjón: Vilborg Dagbjartsdóttir o>nr\ jðk ofc Atf hei- rYww b% Verðlaunagetraun Ármann Jakobsson, 8 ára, Álfheimum 62, teikn- aði þessa mynd af Línu. Allir krakkar þekkja Linu langsokk og Emil í Kattholti og kannski líka Lottu. En getur þú svarað þessum spurningum: 1. Hvað heitir höfundur sögunnar um Línu lang- sokk? 2. Frá hvaða landi er hann? 3. Getur þú nefnt þrjár aðrar bækur eftir þennan höfund? 4. Hvað heita þeir sem hafa þýtt bækurnar á islensku? Sendu Kompunni svör við þessum spurningum. Farðu í skólabókasafnið og biddu bókavörðinn að hjálpa þér að finna svör við spurningunum. Fyrir jólin verður svo dregið úr réttum svörum og ein- hver fær nýja bók um Emil í Kattholti. Sv?rr/r trs*4 n,*JÁq Kónguló, kónguló Sverrir Jakobsson, 8 ára, Álfheimum 62, teiknaði þessa mynd við töfraþuluna alkunnu: Kónguló/ kónguló, ég skal gefa þér guil í skó, ef þú vísar mér á berjamó. Það gæti nú orðið dýrt að gefa kóngulónni gull í skó, því hún hefur átta fætur. Það sést líka vel á myndinni. Þú skalt bara telja á henni fæturna! Sverrir hlýtur að þekkja kónguló fyrst hann teikn- ar hana svona vel.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.