Þjóðviljinn - 29.10.1978, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 29.10.1978, Blaðsíða 9
Sunnudagur 29. október 1978 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 9 Lúbvtk Jósepsson varaformaöur flokksins frá 1957. Halldór Jakobsson fyrsti starfs- maöur Sósialistaflokksins 1938-39, þó ásamt Brynjólfi Bjarnasynl. Sfftan aftur i starfi hjá miftstjórn flokksins frá 1941 um samtals 15 ára skeift. Eggert Þorbjarnarson fram- kvæmdastjóri Sósfalistafiokksins um og eftir 1950. Ingi R. Helgason framkvæmda- stjóri Sósialistaflokksins fyrir og um 1960. Kjartan ólafsson framkvæmda- stjóri Sósialistaflokksins frá 1962. ÞÆTTIR ÚR SÖGU SÓSÍALISTAFLOKKSINS Á 30 ára skeiði sinu hélt Sósíalistaf lokkurinn 16 þing, stofnþingið stóð 24.- 27. október 1938, en loka- þingið 25.-28. október 1968. Forseti stofnþings- ins var Héðinn Valdi- marsson, en hann kom ekki við sögu fleiri þinga flokksins, þar eð hann gekk úr flokknum rúmu ári síðar í þeim atburðum sem síðar hafa verið kall- aðir „finnagaldurinn". 2. þingflokksins, 1940 þó var haldiö i skugga „finnagaldurs” og þjóöstjórnarafturhalds. A þvi þingi bar hæst baráttuna gegn sameinuöu afturhaldi allra ann- arra stjórnmálaafla i landinu, svo og vandamál hins her- numda Islands. Forseti þess þings var Steinþór Guömunds- son. Ávinningar Þegar 3. þingiö var haldiö 1942, höföu öll valdahlutföll i landinu gerbreyst. Undir for- ystu Sósialistaflokksins haföi verkalýönum tekist aö brjóta niöur geröardómslög þjóö- stjórnarinnar og hækka kaup- gjald i landinu svo mikið aö kalla má lifskjarabyltingu. 1 kjölfar þessa haföi Sósialista- flokkurinn unnið 10 þingmenn I kosningum. Forseti 3. þingsins var Gunnar Jóhannsson, og var hann einnig þingforseti á 4., 6. og 7. þingi flokksins. Enn eflast sósialistar til Frá eliefta þingi flokksins, sem haldift var 1957. Á sextán flokksþingum í þrjátíu ár áhrifa, og flokkurinn var oröinn aöili aö rikisstjórn þegar 4. þing- iö er haldiö 1944. Ráöherrar flokksins i nýsköpunarstjórn- inni, fyrstu stjórn sem mynduö var eftir stofnun lýöveldis á Is- landi, voru Brynjólfur Bjarna- son og Aki Jakobsson. Þingið var haldiö I húsakynnum hreyf- ingarinnar aö Skólavörðustig 19. Blikur á lofti Séra Eirikur Helgason var forseti 5. þingsins haustiö 1945. Þingiö ályktar um sjálfstæöis- málin og leggur áherslu á aö Bandarikjamenn og Bretar hverfi burt meö heri sina frá Is- landi samkvæmt geröum samn- ingum. 6. þingiö 1947 taldi aö flugvall- arsamningurinn sem alþingi samþykkti 5. nóvember 1946 (og leiddi til falls nýsköpunar- stjórnarinnar) fæii I sér geig- vænlega hættu fyrir tslendinga og tengi tsland herstöövakerfi Bandarikjanna. — Nú er fjölgaö i miöstjórn flokksins og ákveöiö aö hún skyldi kjósa i fram- kvæmdanefnd fyrir flokkinn. Fyrsti formaöur hennar varö Brynjólfur Bjarnason. Sorti fyrir stafni Nú koma óhappaár Mar- sjallaöstoöar, Atlantshafssátt- mála og endurnýjaös hernáms. Þegar 7. þingiö er haldiö haustiö 1949 er tsland oröiö formlegur aöili aö hernaðarbandalagi og hlutleysirreglan rofin. Slæmt ástand var I atvinnumálum. I stjórnmálaályktun þingsins er mest áhersla lögö á sjálfstæöis- baráttuna og ráöstafanir til aö mæta kreppunni. Voriö 1951 lætur meirihluti al- þingismanna kúga sig til aö fall- ast á svokallaöan „varnar- samning” viö Bandarikin og miklar Vallarframkvæmdir hefjast. A 8. þingi flokksins um haustiö er samþykkt ávarp um leiö lslands tilsjóöfrelsisog vel- megunar og hvatt til samfylk- ingar allra þjóölegra afla. — Þingforseti aö þessu sinni var Þóroddur Guömundsson, hann átti eftir að stýra 12. flokksþing- inu og einnig lokaþingi flokks- ins. 9. þingiö 1953 ályktaöi: „Mikilvægasta verkefni flokks- ins nú er aö bjarga þjóðinni úr helgreipum ameriska auövalds- ins”. — Sigfús Sigurhjartarson haföi falliö frá fyrr á árinu, og varaformaöur flokksins I hans staö var nú kjörinn Steinþór Guömundsson. Aftur er leiði Nú eignast flokkurinn sitt eig- iö húsnæöi, Tjarnargötu 20, og þar er 10. flokksþingiö haldiö haustiö 1955 (og svo öll siöari þing, nema 13. þingiö sem er aö nokkru leyti einnig I Góötempl- arahúsinu). Pólitik kalda striös- ins hefur beöiö skipbrot, segir i ályktun þingsins, og um leiö er minnt á sigurinn I verkfallinu mikla voriö 1955. Þingforseti er Björn Jónsson og hann er einnig forseti 13. þings. 11. flokksþingið 1957 fagnaöi þeirri samfylkingu sem skapaö- ist I Alþýöubandalaginu 1956 og myndun vinstri stjórnar eftir kosningar þaö ár, en stefnuskrá hennar heitir þvi aö leysa efna- hagsmálin i samstarfi við verkalýössamtökin, láta herinn fara og byggja upp atvinnulifiö. Ráöherrar Alþýöubandalagsins eru Lúövik Jósepsson og Hanni- bal Valdimarsson sem haföi hrökklast úr Alþýöuflokknum nokkrum árum áöur). A þinginu er Lúövik Jósepsson kjörinn varaformaöur flokksins. Þing- forseti var Siguröur Guögeirs- son. „Viðreisnar,,-t«mar 12. þingiö er haldiö i mars 1960, eina flokksþingiö sem ekki er haldiö aö hausti. Nú var „viðreisn” hafin, lengsta sam- fellda afturhaldstlmabil I stjórnmálum siöari áratuga á landinu. Höfuöverkefni flokks- ins var taliö aö skapa pólitisk skilyröi fyrir þjóöfylkingu er nái meirihluta I kosningum og myndi rikisstjórn til nýsköp- unar þjóöfélagsins. Um þaö bil sem 13. þing var háö, 1962, voru nýjar blikur farnar aö hrannast á loft, þar eö valdhafar tslandshöföu lýst yfir fylgi sinu viö inngöngu Islands i Efnahagsbandalag Evrópu. Flokksþingiö eggjaöi þjóöina lögeggjan aö standa gegn þeim fyrirætlunum. A þessu þingi var samþykkt stefnumörkunin Leiö tslands til sósialismans sem unniö haföi veriö aö um nokkurt skeiö. A 14. þingi 1964 var fagnaö sigri verkalýðssamtakanna i kjarabaráttunni, einkum júni- samkomulaginu svonefnda. Varaö var viö erlendu auft- magni i atvinnurekstri. Forseti þingsins var Bjarni Þóröarson. 16. þingiö 1966 leggur áherslu á undirbúning kosninga næsta árs: tslendingar taki upp óháöa utanrikisstefnu og segi her- stöövasamningnum upp. Barist veröi fyrir óskertu forræöi ts- lendinga á sviöi efnahagsmála, og tekin veröi upp ný sókn i landhelgismálinu. Forseti þessa þings var Steingrimur Aöal- steinsson. Alþýðubandalagið tekur við 1 stjórnmálaályktun 16. og siöasta flokksþings Sósialista- flokksins er lögö áhersla á fé- lrgslega forustu i atvinnumál- um og lýöræöislegan áætlunar- búskap. Rætt var um fyrirhug- aöa endurskipulagningu Alþýðubandalagsins og ákveö- iö, aö „veröi Alþýöubandalag- inu breytt I sósialistiskan flokk á landsfundi þess 1.-3. nóvem- ber” 1968 og telji flokksstjornin „horfur á að Alþýöubandalagiö geti i krafti laga sinna og stefnu miöa rækt hlutverk sósialistísks fjöldaflokks,” skuli flokkstjórn Sósialistaflokksins lýsa yfir þvl aö Sósialistaflokkurinn hætti störfum. Tillaga flokksnefndar þingsins um þetta var samþykkt meö 57 atkvæöum gegn g:/. — Sósialistaflokkurinn var lagður niöur i árslok 1968. DEILT UM NAFNIÐ Eindrægni rikti mikiö og góö á stofnþingi Sósialistaflokksins. Mehn ræddu málin vel óg, vándlega og fluttu ýmsar bréýlingartillögur viö þaö sem kom fr$ undirbúningsnefndum e^a þingnefndúín, gn siöan komust menn yfirleitt að v-góöu samkomulagi og geröu fiestar samþykktir þingsins samhljóöa. Eitt olli þó deilum og þurfti aö skera úr ágreiningnum meö afli atkvæöa. Þaö var nafn flokks- ins. Aö lokum var samþykkt meö 60 atkvæðum gegn 11 aö hann skyldi heita Sameiningar flokkur Alþýöu — Sósialista- flokkurinn. Fyrsti liður nafnsins visar til þess, aö vinstri menn- irnir i Alþýöuflokknum kölluöu sig sameiningarmenn, en annar liöur visaöi beint til Alþýðu- flokksins gamla. Allir voru sammála um þaö aö nýi flokk- urinn skyldi vera sósialiskur aö stefnu og i starfi.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.