Þjóðviljinn - 29.10.1978, Blaðsíða 17

Þjóðviljinn - 29.10.1978, Blaðsíða 17
Sunnudagur 29. október 1978 ÞJÓÐVILJINN — SIDA 17 2. Breytt um umhverfi Þetta er annað hættusvæði, þó ekki eins mikið og tima-stökkið. Jafnvel þó þú skiptir óhöndug- lega um umhverfi leikarans, munu áhorfendur verða þess varir að umhverfiö hefur breytst og oft er bein klipping nóg. Það sem varast þarf er þrennt: a) FYRSTU VIÐBRÖGÐ: Þegar þú hefur kynnt áhorfend- um fyrsta umhverfi myndarinn- ar, geturðu klippt fram og aftur til þess og þeir munu átta sig á þvi. En þegrr þú kynnir þeim annað umhverfi (eða þriðja og fjórða) er naui synlegt að undir- strika að umhverfið hefur breytst og beina athygli þeirra að útlinum nýja umhverfisins svo þeir skilji að þaö kemur sög- unni við og þar gerist hluti hennar. b) SVIPAÐ UMHVERFI: Ef nýja umhverfinu svipar mjög til hins fyrra skaltu gæía þin. Ef það er gjörólikt er allt I lagi. Ef þú klippir frá Effielturnin- um yfir i Hallgrimskirkju er engin í vafa. Oft gefa leikararnir sjálfir til kynna að skipt hefur verið um umhverfi. Ef krókódill er á öðrum árbakkanum en kven- maður á sundbol á hinum er strax hægt aö átta sig á þvi á hvorum árbakkanum maður er staddur svo framarlega að leikararnir sjáist. En ef leikar- arnir eru sýnilega svipaðir (ef krókódíllinn væri I samskonar sundbol) væri erfitt að greina á milli. Ef leikararnir stefna hvor i sina áttina eða saman er auðvelt að sýna það með þvi aö láta annan færast frá vinstri til hægri yfir tjaldið en hinn frá hægri til vinstri. Ef báðir leikararnir stefna i sömu áttina verður að skil- greina þá nánar: — annar fer ávallt skáhallt yfir tjaldið en hinn stefnir beint að vélinni eða frá henni. — nota einkenni, giröingu, raf- orkulinu — hvað sem er. Þannig einkenni gefa ekki einungis til kynna að leikararnir séu i mismunandi umhverfi heldur einnig biliö milli þeirra og hvernig það skiptist. (Raf- orkulinan byrjar að sjást yfir girðinguna). Hversdagslegt umhverfi getur verið mjög svipaö. Verslunargata á Akureyri er svipuð verslunargötu i Reykja- vik o.s.frv. Ef um leikara er að ræða er góð hugmynd að hafa klæðnað þeirra mismunandi og bila af sinn hvorri tegundinni og litnum. c) SKIPTING í TIMA OG ROMI: Þetta er það erfiöasta og þaö er auðvelt að sjá hvers vegna. Þó þú notir eitthvaö af timastökkunum (eyðingu, dekk- ingu) eru þau einnig notuð til að breyta umhverfi og þar sem umhverfið breytist, álykta áhorfendur að eingöngu hafi veriö um breytt umhverfi að ræða. Þvi verður að bæta við þetta. Stundum er þetta auðvelt. Ef fyrra umhverfið er dagur en seinna nótt, skilst það strax. En þaö er ekki ávallt svona auðvelt. Innklippa af klukku er ágætt en dálitið ódýrt, nema sagan snúist um tima sem liður. Betra væri að nota eitthvaö sem segir til um timabreytingu, kerti sem hefur brunnið út eöa álika. 3. Farið yfir strikið Þetta er þriðja áframhalds- skyssan. Að fara yfir strikið er að mynda leikarann fyrst frá annarri hliðinni og siðan hinni. A tjaldinu verkar þetta þannig, að hreyfiáttin snýst við — þetta er kallað aö stökkva yfir strikið og skal forðast. Ein leið er að nota innklippu eða sýna leikar- ann fyrst frá hægri hlið, siðan framan á hann eða aftan á hann og þá vinstri hlið. Þetta eru þau vandræði sem skapast ef ekki er skipulagt fyrirfram. Myndasaga Er nauösynlegt aö teikna (myndir og afstöðumyndir) fyrir hvert myndskeið, til að átta sig á gangi myndarinnar? í sjálfu sér ekki ef þú getur imyndað þér hana eða séö hana fyrir þér, en þar sem kvikmynd- in er mynd-miðill er auðveldara að átta sig á myndum en orðum. Skekkjurnar i myndinni geta beinlinis stafað af mismunandi skilningi á orðunum. Þú munt einnig sjá að þegar þú virðir fyrir þér söguna i teikningum, áttarðu þig betur á villunum. Ekki þarf aö teikna hvert myndskeið né hafa þær það margar að annar aðili lesi myndina út úr teikningunum án þess að sjá hana. Myndirnar eru „teikning” þin af kvikmyndinni og engin þarf að skilja hana nema þú. Hún þarf heldur ekki að vera ýtarleg — nota má ljósmyndir, spýtukallateikningar, afstöðu- myndir, tákn eða hvaða blöndu af þessu sem vera skal. Hvaða form sem þessar skýr- ingar þinar taka, ættirðu að undirstrika hættusvæöin sem minnst er á hér að framan, og ákveöa hvernig þú átt að forðast þau. Auðvitaö eru önnur atriði sem þú vilt leggja áherslu á og telur að komi betur út ef skipulögð fyrirfram. Bættu þeim þá við, en foröastu hárnákvæmar lýsingar. En hversu góður teiknari sem Þetta samhengi er ekki erfitt að „setja upp”. A efstu myndinni sem er fyrsta myndskeiðið, sést stúlkan i giugga á efstu hæð. Seinna myndskeiðið er tekið af glugga i hættuminni hæð. Zoomið á siðustu myndinni er erfitt að framkvæma um leið og vélinni er „tilt” þ.e. færð upp, en reyndu sjáif(ur). þú ert, verður hið skrifaða orð að handriti. Myndasaga er ekki handrit, þaö er eingöngu hjálpartæki. Þú mátt trúa þvi að það er erfitt að klippa saman óskipulagða kvikmynd. 1 kvik- myndun er enginn sjúkrabill niðri I gilinu en teikningar eru ágætis varnarveggur á gil- barminn. Verkefni 5 Verkefnið er að teikna myndasögu-handrit. Aðalleikarinn er pósturinn, sem gengur hús úr húsi meö póst og stingur inn um bréfalúg- ur (eða hittir húsmóðurina fyrir utan). Það tekur hann e.t.v. 20 min.að „klára götuna” en þetta er tveggja minútna mynd. Þvi verðuröu að stytta timann og nota allt það sem minnst hef- ur veriö á hér að framan. Pósturinn er ávallt á ferö svo i hvert skipti sem þú notar tima- stökk er hann kominn I nýtt um- hverfi. Reyndu þvi að nota einkenni húsanna til að sýna hvar i götunni hann er staddur. Reyndu eins mörg sjónarhorn og þér dettur i hug. (Séð ofan frá þaki — upp úr kjallaratröppum o.s.frv.) Farðu yfir strikið, en stökktu ekki. Ef þú þekkir götuna sem þú býrö við, geturðu gert þetta án þess að standa upp. En ef þér finnst þú þurfa að lita betur á hana, sérðu að skipulagning fyrirfram á hversdagslegu hátterni er nauðsynleg. Ef þú seinna gerir kvikmynd eftir þessu handriti, finnurðu sjálfur hvaö hægt er að fá út úr fyrir- fram unninni skipulagningu. Börn innfluttra verkamanna. Kretjast bættra kjara erlendra verkarnanna Belgískur sósíalisti að nafni Claude Dejardin hefur lagt til að yfirvöld hinna níu aðildarríkja Efnahagsbandalags Evrópu hyggi meir og betur að innf lytjendum í löndum sínum en nú er gert. t 1 indunum eru nú fjórar miljóuir erlendra verkamanna. Ef f jölskyldur þeirra eru teknar með nemur fjöldinn tiu miljón- um. Menn þessir vinna störf sem innfæddir lita helst ekki við. Oft heyrast raddir um að fólk þetta sé ein orsök hins mikla atvinnu- leysis sem nú rikir, en slik rök- semdafærsla er gersamlega út I hött og byggð á fordómum, þvi auk þess sem mennirnir taka aö sér óvinsæl störf, nemur fjöldi þeirra ekki nema þriðjung þeirrar tölu er gefin er upp um atvinnulausa I þessum rikjum. Einnig má benda á að fjölda- margir innfæddra vinna „svarta” vinnu, þ.e. eru ekki skráöir i vinnu hjá viðkomandi fyrirtækjum og þurfa þvi ekki að borga skatt. í staðinn fá þeir aðeins lægra kaup en gengur og gerist. Þetta gildir ekki um er- lenda verkamenn, en sýnir að atvinnuleysi er ekki eins út- breitt og tölur sýna, þótt vissu- lega sé það ekki litið. Starfsemi margra verksmiöja myndi lamastef manna þessara nyti ekki viö. Yfirvöld i Vestur-Þýskalandi, Frakklandi og Sviss eru nú orö- in haröari i garð þessa fólks en áður. Dejardin leggur til að fólk þetta fái atkvæðisrétt auk þess sem þvi verði gefinn kostur á að taka þátt i ýmsum félagsstörf- um, sitja i nefndum þar sem rödd þeirra fengi að heyrast. Fólk þetta veit mjög litið um réttindi þau sem þvi ber, og hefur enginn haft fyrir þvi að benda þvi á þau. Hann leggur áherslu á vanda barna þeirra sem fæðast i út- landi og alast þar upp sem út- lendingar. Vegna þjóðernis sins og útlits er oft litið á þessi börn sem annars flokks borgara. Finna þau jafnan fyrir þvi i skólum og annars staðar. Taka verður tillit til mann- eskjulegra og þar með félags- legra þarfa þessa fólks, en ekki eingöngu að lita á það sem verslunarvöru. E.S. Byggtá LeMatin. Pólitískur leikflokkur heimsækir Svíþjóð: Smy gluðu brenni- víni í leikbrúðum Pólski leikflokkurinn Teatre Ateneum kom til Svíþjóðar i fyrri viku og hélt sýningu á sjónleikn- um ,,Bal Manekinow” (Ball gin- anna). Eins og nafnið bendir til, var óspart notast viö brúður I sýningunni, en það hefði ekki þótt saga til næsta bæjar, ef ekki hefði komist upp um stórfellda smygl- tilraun pólska leikf lokksins. Flokkurinn hafði nefnilega komið fyrir 65 vodkaflöskum og 4200 sigarettum inni i dákkunum, og var ætlunin að selja varninginn i Sviþjóð til að drýgja vasapeninga lista mannanna. Hópurinn kom i tvennu lagi. Tæknimenn komu með lest til Sviþjóðar og þá fannst varningur- inn við tollskoðun á leikmunum og tækniútbúnaöi. Leikararnir komu degi siðar með flugvél til Stokkhólms og voru þegar teknir til yfirheyrslu. TIu meðlimir leik- flokksins hafa játað á sig smyglið og gáfu upp þá ástæðu, aö pólsk yfirvöld veita svo litla yfirfærslu til Pólverja, sem halda erlendis, aö þeir heföu neyðst til að gripa til örþrifaráða til aö auka ferðafé sitt. Pólver jarnir voru að sjálfsögðu dæmdir i sektir og tók þá mikinn tima að ná i peninga, þar sem pólsk yfirvöld lita slik afbrot al- varlegum augum. Að sögn sænskra blaða, er þetta ekki i fyrsta skipti, sem Pólverjar reyna að smygla áfengi og tóbaki inn i Sviþjóð til að drýgja tekjur sinar. Búist er við að umgetnir smyglarar sæti harðri refsingu er heim kemur. Hins vegar vakti flokkurinn mikla athygli iSviþjóð og flestir leikgagnrýnendur eiga ekki orð til aö lýsa hrifningu sinni. Þrátt fyrir smyglmálið voru Sviar þvi fullir aðdáunar. (Ur Dagens nyheter) Ég skoraði þig ekki á hólm. Sagði aðeins að sósan væri ekki góð'.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.