Þjóðviljinn - 16.11.1978, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 16.11.1978, Blaðsíða 4
'4 StPA — ÞJ6ÐVILJINN Fimmtudagur 16. névember 1978 DIOÐVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýðs hreyfingar og þjóðfrelsis Ctgefandi: Otgáfufélag Þjóöviljans Framkvaemdastjóri: Eióur Bergmann Ritstjórar: Arni Bergmann, Einar Karl Haraldsson. Rekstrarstjóri: Olfar Þormóósson Auglýsingastjóri: Gunnar Steinn Pálsson. Afgreióslustjóri: Filip W. Franksson Blaóamenn: AlfheiBur Ingadóttir, Einar Orn Stefánsson, Erla Sig- urBardóttir, GuBjón FriBriksson, Ingibjörg Haraldsdóttir, Ingólfur Margeirsson. Magnós H. Glslason, Sigurdór Sigurdórsson. tþrótta- fréttamaöur: Asmundur Sverrir Pálsson. Þingfréttamaöur: Siguröur G. Tómasson Ljósmyndir: Einar Karlsson, Leifur Rögnvaldsson. Otlit og hönnun: GuBjón Sveinbjörnsson. Sævar Guöbjörnsson. Handrita- og prófarkalestur, Blaöaprentsvakt: Andrea Jónsdóttir, Elias Mar, Oskar Albertsson. Safnvöröur: Eyjólfur Arnason. Auglýsingar: Rúnar SkarphéBinsson, Sigriöur Hanna Sigurbjörnsdóttir. Skrifstofa: GuBrón GuBvarBardóttir, Jón Asgeir SigurBsson. AfgreiBsla: GuBmundur Steinsson. Kristin Pétursdðttir. Simavarsla: Ólöf Halldórsdóttir, SigriBur Kristjánsdóttir. Bfistjóri: Sigrún BárBardóttir. Húsmóöir: Jóna SigurBardóttir. Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir. Otkeyrsla: Sölvi MagnUsson, Rafn GuBmundsson. Ritstjórn, afgreiösla og auglýsingar: Slöumúla 6. Reykjavfk, simi 81333 Prentun: Blaöaprent h.f. Einn fyrir alla og allir fyrir einn.. • í nýju hefti af Vinnunni, tímariti ASI, f jallar Magnús Kjartansson um réttindabaráttu fatlaðra og tengir hana umræðu um félagshyggju og einstaklingshyggju. Hann bendir fyrst á það, að einatt sé talað um félagshyggju og einstaklingshyggju sem andstæður, en sú sundur- greining sé byggð á misskilningi. Hins vegar, segir AAagnús, eru viðhorfin félagshyggja og einstaklings- hyggja oft notuð í af skræmdri mynd og geta þá umturn- ast f andstæður í orði jafnt sem athöfnum. „Einstakl- ingshyggja er einatt túlkuð sem réttur einstaklingsins til að nota þjóðfélagsaðstöðu, f jármuni og hæfileika til að hef jasig á kostnað annarra. Félagshyggja er á hliðstæð- an hátt skilgreind sem skylda einstaklingsins til að sitja og standa, hugsa og tala samkvæmt fyrirmælum ein- hvers æðstaráðs". Þess í stað minnir Magnús á þá skil- greiningu höfunda marxismans, að „frjáls þróun ein- staklingsins sé forsenda fyrir frjálsri þróun heildarinn- ar. Hver einstaklingur verður að hafa frelsi til að þróa hæfileika sína, sem eru jafn f jölbreytilegir og mennirnir á heimskringlunni, í þágu heildarinnar en ekki á kostnað hennar" • Magnús minnir á það, að þessi hugsun haf i í öndverðu verið kveikja verkaiýðshreyfingar og sósíaliskra við- horfa, sá leiðarsteinn sem menn lýstu gjarna með orðun- um„einn fyrir alla og allir fyrir einn". Þessi samþáttur hafi mótað öll bestu verk íslenskrar verkalýðshreyf ing- ar, þá baráftu sem á skömmum tíma breytti íslensku þjóðfélagi úr eymdarbæli í velferðarþjóðfélag sem svo er nefnt. En mér virðist, segir Magnús, sem „þessi þró- un hafi einnig leitt til þess, að leiðarsteinninn góði hafi orðið f jarlægari mönnum en hann var í öndverðu. Það hefur orðið æ minna um það á undanförnum áratugum aðskýrt skilgreind félagsleg verkefni væru uppistaða í kjarabaráttu launamanna, eftirsókn í vaxandi einka- neys|u hefur orðið meginatriði". • Magnús telur því ærnar ástæður til að minna menn sem rækilegast á upphafleg sjónarmið verkalýðs- hreyfingarinnar,minna á skyldur þeirra við frjálsa þró- un heildarinnar. I því samhengi slær hann á þá fordóma sem víða má heyra og gera ráð fyrir að öllum líði takk bærilega í velferðinni. I íslensku verfarþjóðfélagi, segir hann, eru margir utangarðshópar, en enginn er jafn stór og hópur fatlaðra. Talið er að 30-40 þúsundir íslendinga eigi við fötlun að stríða, flestir sem betur fer tíma- bundna eða væga. Engu að síður er sá hópur sem býr við varanlega fötlun mjög stór — og það vantar mikið á að , fatlaðir einstaklingar geti „þróað f relsi sitt í þágu heild- arinnar" til að mynda á vinnumarkaði. • AAagnús minnir á það, að í lögum um endurhæf ingu er meðal annars kveðið á um að fatlað fólk skuli að öðru jöfnu eiga forgangsrétt til vinnu hjá ríki og bæjarfélög- um. Hann gagnrýnir orðfæri þessara laga, enda vilji fatlað fólk ekki nein fríðindi heldur jafnrétti sem rísi undir nafni, en þó einkum það að efni lagagreinarinnar hefur ekki orðiðað veruleika nema að litlu leyti. • Kröf uganga fatlaðra nú í haust vakti mikla athygli og fulltrúar verklýðshreyfingar og flokka hafa tekið vel undir málstað jafnréttis þessum fjölmenna hópi til handa, f jölmiðlar sýndu og góða viðleitni. En undanhald fyrir kröfum einkaneyslu, sinnuleysi sem leitar sér skjóls í afleitum hefðum í afstöðu til utangarðshópa, þröngsýni sem sér ekki út fyrir eigin hagsmunahóp — allt er þetta dragbítur á raunverulegan áhuga og árang- ur í jafnréttisbaráttu, í baráttu fyrir því grundvallar- sjónarmiði sem f elst í orðunum einn f yrir alla, allir f yrir einn. Af þeim sökum verða jafnréttisrökin aldrei of oft endurtekin. —áb. sú sœla tíð? fjórða áratugnum efndu ungir og efnilegir athafna— og kaup- sýslumenn til bjartsýnishreyf- ingar. Hiin var fólgin i þvi, að menn keyptu sér merki og festu í barminn. A merkinu stóð : Her gár det godt”. Sovétrlkjunum skráveifu... Gert Petersen segir að um- mæli af þessu tagi falli vel I kramið hjá afturhaldsöflum i Japan, en þau setji stjórnar- flokkinn, Frjálslynda, i nokkurn bobba, hann heldur svo áfram: Morgunblaðiö birti I gær (á miðvikudag) leiöara um vaxtamál og reifar þá stefnu erSjálfstæðisflokkurinn hefurnú á lofti: að það beri að hækka vexti, stefna að raunvöxtum, takmarkiö á aö vera aö efla sparnaö og rassskella verð- bólgubraskara. Hér skal ekki fariö út I þá sálma rétt einu sinni enn, hvort það dæmi gengur upp eöa ekki I núgildandi efnahagskerfi. En á einum stað i leiöaranum stendur þetta: „Yfirleitt hafa vextir veriö neikvæöir á þessum áratug”. Það er alveg rétt: eigendur sparifjár hafa tapað á þvi að reyma fé i banka, og aldrei meira en á siðasta áratug. En það væri fróölegt að vita hvenær vextir voru siðast jákvæðir hér Ká landi? Hvenær fengu eigendur sparifjár meira raungildi pen- inga út úr bönkum og spari- sjóðum en þeir lögðu inn? Sólarmegin ílífinu Blöðin eru þessa daga full meö veröbólgujþanka dapurlega eins og vonlegt er: mikill er vandinn og ekki batnar ástandiö og illt er það allt og bölvað og svei þvi. I þessum ábyrgöar- mikla og áhyggjumikla flaumi skrifa um þjóöarhag og kaupmátt virðist sól bjartsýn- innar hvergi eiga heima. Og þó: allt I einu berst inn um dyrnar eitt af þessum sérstæðu timarit- um félaga, sem fáir vita af nema útvaldir: Junion Cham- ber fréttir. En Junior Chamber eru samtök ungra manna sem eru harðákveönir I aö vera sólarmegin i lifinu. Hér gengur það glatt Hin jákvæða lifsskoðun blasir við hvar sem blaðinu er flett: „Það er mál manna að fundur- inn (fundur framkvæmda- stjórnar) hafi tekist mjög vel og sérstaklega er vert aö geta hins ágæta undirbúnings og skipu- lagningar heimamanna”. „Þá var kosin ný stjórn, valinn maöur I hverju rúmi”. „Þetta úrvals lið hefur gefið út stunda- skrá eða starfsáætlun”. „Segja má að skipurit og stundaskrá félagsins undirstriki mark- sókn félagsins”. „Þótti fund- urinn takast skinandi vel og var gerður góður rómur að málflutningi framsögumanns- ins”. Og þegar islenskir JC- menn færa breskum afmælis- gjöf, þá er ekki að þvi að spyrja: þetta var „ein vegleg- asta gjöfin sem barst og okkur til mikils sóma”. Þetta er allt nokkuð skemmti- legt, en ekki nýtt frekar en annaö undir sólunni. Þegar kreppan lék Dani sem verst á Kínverjar og Japanir Mikiö hefur aö undanförnu verið skrifað um hinn nýja vin- skap milli Kina og Japans og heimsókn næstæðsta manns Kinverska alþýðuvelsisins, Tengs Hsaio—Ping til Tokio. Gert Petersen, formaöur Sósialiska alþýöuflokksins danska skrifar um þessi mál i blað flokksins á dögunum og segir þá meðal annars: Teng hefur sagt Japönum að þeir eigi aö treysta bandalag sitt við Bandarikin, hleypa af stað endurhervæöingu og vera þvi fegnir að þeir hafi gert Vinstrisinnar í vanda „Aö þvi er varðar hina sósial- Isku stjórnarandstöðu, Sósia 1 i s t af1okkinn og Kommúnistaflokk Japans — er staöan enn vandræöalegri. Báðir flokkar, og þó einkum sósialistar, hafa haft forystu um aö Japanir leiti sátta við Kin- verja. En nú þegar þaö hefur loksins tekist, þá veröa þeir að blta i þaö súra epli, aö Kina hvetur Japan til að gera þver- öfugt viö þaö sem vinstri- flokkarnir tveir helst vilja. Japanski vinstri armurinn hefur nefnilega barist lengi fyrir auknu sjálfstæði Jap- ans gagnvart Bandarikjunum, fyrir þvi aö haldin veröi þau fyrirmæli stjórnarskrárinnar sem banna endurhervæöingu landsins og fyrir góöum sam- skiptum við alla granna Japans. Þvi eru þeir aöeins sammála Teng meöal Japana sem koma úr hópi öfgafullra afturhalds- sinna og láta sig dreyma um að Japan verði aftur ráðandi stór- veldi I Austur—Asiu”. Og var hnifurinn okkur til mikils sóma... áb Þannig túlkar teiknari Socialistisk Dagblad, Albrectsen, áhuga Kinverja á að nota vináttusamning við Japani sér til tæknilegs framdráttar.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.