Þjóðviljinn - 16.11.1978, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 16. nóvember 1978 ÞJ6ÐVILJINN — SIÐA 11
Hlj ódabunga komin út
Vestfirskt tímarít
tJt er komib 3. hefti timaritsins
Hljóbabungu sem gefib er út á
Isafirði. Þaö er 75 blaðsiöur,
prentað á góðan pappir og vel
myndskreytt. 1 ritnefnd eru Hall-
ur Páll Jónsson (ábm), Ásdis G.
Ragnarsdóttir, Einar Eyþórsson,
Finnur Gunnlaugsson, Guðjón
Friðriksson og Jónas Guðmunds-
son. Prentstofan Isrún á tsafirði
prentar biaðib.
Meðalefnis i blaðinu er þetta:
Jón Jónsson skraddari segir
frá,3. og siðasti hluti. Fært hefur
i letur Guðjón Friöriksson. Hér
segir frá pólitiskum átökum á
Isafirði á árunum um 1930.
Þegar frelsið veröur ánauð, um
innflutningsfrelsi og áhrif þess á
verðbólgu, skuldasöfnun og
fleira. Greinina skrifar Einar
Eyþórsson sem stundar nám I
Tromsö i Noregi.
Gestur V e s t f i r ð i n g u r
1847—1855, fyrsta tímarit á Vest-
fjörðum. Samantekt eftir Hall Pál
Jónsson.
Menntun eða itroðsla, grein um
skólamál eftir Hall Pál Jónsson
kennara og félagsfræðing.
Hallvarður skáld frá Horni
1723—1799. Birtar eru I heilu lagi
Strandleiðarrima (i fyrsta sinn á
prenti) og Ljóðabréf eftir þessa
þjóðsagnapersónu frá Horn-
ströndum. Saman tóku Hallgrim-
HLJÓÐABUNGA
TÍMARÍT 3
Forsiðumyndina af Hijóðabungu
gerði Svala Sigurleifsdóttir. Hún
nefnist Fararskjóti tröilanna og
er frá Skutulsfirði
ur Guðfinnsson frá Reykjafirði
nyrðra og Hallur Páll.
Þróun menningar — hvert
stefnir?, grein eftir Jónas
Guðmundsson sem stundar
háskólanám I Bandarikjunum.
Þegar Atlantis hvarf i þangið.
Hljóðabunga kannar þangvinnslu
I Noröur-Noregi. Eftir Einar
Eyþórsson.
Gústi Jónu Jónseða vandinn að
vera sjálfum sér samkvæmur.
Grátt gaman I einum þætti eftir
Véstein Lúövfksson rithöfund.
Leikþátt þennan sem hér birtist á
prenti samdi Vésteinn sérstak-
lega fyrir kvöldvöku herstööva-
andstæöinga á Isafiröi 1. des.
1976, og leikstýröi sjálfur.
Þá eru i ritinu ljóö eftir Ragn-
heiði Þóru Grimsdóttur kennara
á Isafiröi, Gisla Kristjánsson frá
Breiöalæk á Baröaströnd, sr.
Gunnar Björnssonf Bolungarvik,
Anton Helga Jónsson og Pier Pa-
olo Pasolini (I þýöingu Halls
Páls).
Ennfremur er birt lag Jakobs
Hallgrimssonar tónlistarkennara
á lsafiröi viö ljóö Halldórs Lax-
ness, Um hina heittelskuðu.
Forsiöumynd geröi Svala
Sigurleifsdóttir frá Isafiröi. I
ávarpi til lesenda frá ritstjórn
segirm.a.: ,,Þaö er von okkar, aö
um Hljóðabungu verði hægt að
segja, að þar heyrist hljóö úr
horni, aö hún upplýsi og gefi út-
sýn, likt og sá staöur á hæstum
Drangajökli sem ritiö er kennt
viö”.
Afgreiöslu blaösins annast
Asdis G. Ragnarsdóttir, Neösta-
kaupstaö, simi 94-3278 Isafiröi.
Þaö fæst I helstu bókabúöum i
Reykjavik t.a.m. Bókaverslun
Sigfúsar Eymundssonar og Máls
og menningar.
Saga 1978 komin út
Flestar ritgerðirnar um
íslandssöguna 1890-1920
(Jt er komið XVI, bindi af Sögu,
timariti Sögufélags. Þetta timarit
hóf göngu sina fyrir tæplega 30
árumog hefur nú um skeið komið
út regiulega einu sinni á ári.
Flestar ritgeröirnar I hefti árs-
ins 1978 tengjast meö einhverjum
hætti Islandssögu timabilsins
1899—1920. Fyrst er þar aö finna
ritgerö eftir Jón Guönason um
stjórnarkreppuna 1911, þegar
Kristján Jónsson varö ráöherra,
en þar styöst Jón viö og birtir
m.a. áöur ókönnuö simskeyti og
skjöl úr Rikisskjalasafni Dan-
merkur. — Ólafur R. Einarsson á
hér ritgerö um sendiför Ólafs
Friörikssonar til Kaupmanna-
hafnar voriö 1918 og áhrif
danskra og islenzkra jafnaðar-
manna á fullveldisviöræöurnar
sama ár, þar sem F.J. Borgbjerg
lék stórt hlutverk. Einnig hér er
mjög stuözt viö danskar heimild-
ir.
Gisli Ag. Gunnlaugsson á hér
itarlega samantekt um störf
milliþinganefndar i fátækra-
málum 1902—1905. Gisli færir sér
mjög i nyt þau miklu gögn, sem
nefnd þessi safnaði, og gerir á
grundvelli þeirra rækilega grein
fyrir fátækraframfærslunni eins
og hún var i reynd hérlendis
1870—1907.
Helgi Skúli Kjartansson ritar
um vöxt og myndun þéttbýlis á
Islandi 1890—1915 og ræöir m.a.
um áhrif vaxandi útgeröar á þétt-
býliö. — Sólrún Jensdóttir á hér
ritgerð um áformin um lýöveldis-
stofnun 1941 og 1942 með sérstöku
tilliti til afskipta Breta og Banda-
rikjamanna af þeim. — Loftur^
Guttormsson fjallar um sagn-
fræöi og félagsfræöi meö sam-
búöarvandamál þessara greina i
huga.
Aftarlega i heftinu er aö finna
grein eftir dr. Björn Sigfússon, og
er þar aö stofni til um aö ræöa
kafla úr andmælaræðu hans á
doktorsvörn Gunnars Karlssonar
I marz s.l., er Gunnar varöi rit
sitt, Frelsisbarátta Suöur—Þing-
eyinga og Jón á Gautlöndum.
Margt ritdóma er i þessu hefti
Sögu, m.a. fjallar Lúðvik
Kristjánsson þar itarlega um
Skútuöldina eftir Gils Guömurds-
son. Aftast er svo ritaukas u-á
um sagnfræöi og ævisögur 1977.
Höfundar efnis I Sögu aö þessu
sinni eru 14 talsins á aldrinum
25—73 ára. Ritstjórar eru Björn
Teitsson og Einar Laxness, og er
hinn slðarnefndi jafnframt forseti
Sögufélags. Framkvæmdasyóri
félagsins er Ragnheiöur Þorláks-
dóttir.
Félagar I Sögufélagi geta fram
til 25. nóv. vitjaö Sögu 1978 i af-
greiöslu félagsins aö Garöastræti
I3b (gengiöinnúrFischersundi),
Reykjavík. Aö öörum kosti
veröur heftiö semt út i pósti.
Eindregin
stuðningur
Stjórn Rithöfundasambands ts-
lands hefur sent frá sér fréttatil-
kynningu þar sem lýst er yfir ein-
dregnum stuðningi við iistbann
Félags tslenskra myndlistar-
manna vegna ágreinings um
stjórn listrænnar starfsemi á
Kjarvalsstöðum.
Jafnframt skorar stjórnin á
borgarfulltrúa Reykjavikurborg-
ar aö gera nú þegar gangskör aö
þvi aö leysa ágreining hússtjórn-
ar Kjarvalsstaða og samtaka
listamanna svo aö Kjarvalsstaöir
geti sem fyrst oröiö sá vettvangur
lista I Reykjavik sem aö er stefnt.
SOVETRIKIN:
Ópera á jiddisku
MOSKVA, (Reuter) — Frétta-
stofan Tass skýrði frá þvi I dag að
nýtt óperuhús Gyðinga hefði veriö
opnað i borginni Birobidjan.
Viö opnunina var frumsýnd
fyrsta ópera heims á jiddisku,
eftir leikhússtjórann Yuri
Scherling. Nefnist hún „Svart
beisli fyrir hvfta meri”.
Var þar einnig skýrt frá aö hiö
nýja óperuhús væri aö undirbú
fjögur önnur leikstykki, sei
fjalla myndu um alþjóöahyggj
og baráttuna fyrir friöi.
Leiklist á jiddisku var bönnuö
Sovétrikjunum á valdatlm
Stalins en var endurvakin
byrjun þessa áratugs.
Þess má geta aö leiktjöld ger(
hinn þekkti listmálari Oly
Glazunov.
Stórstúka Islands
gerist blaðaútgefandi
Reginn, blaö templara, hefur
nú komiö út á vegum siglfirskra
templara I 40 ár. Nú hefur sú
breyting orðiö á útgáfu blaösins
aö Stórstúka Isiands hefur gerst
aöili aö útgáfunni, en þaö veröur
þó áfram prentaö á Siglufiröi og
ritstjóri þess veröur áfram Jó-
hann Þorvaldsson skólastjóri.
Akveöiö er aö blaöiö komi út
einu sinni I mánuöi I vetur, 8 blöö
þar til I mat, og er verö þeirra til
áskrifenda 1000 krónur. Bókabúö
Æskunnar tekur viö áskriftum I
sima 10248.
ih
Styrkur tll háskólanáms
í Svíþjóð
Sænsk stjórnvöld hafa tilkynnt aö þau bjóöi fram I löndum
sem aöild eiga að Evrópuráðinu tiu styrki til háskólanáms
I Sviþjóð háskólaáriö 1979—80. — Ekki er vitaö fyrirfram
hvort einhver þessara styrkja muni koma í hlut
tslendinga. — Styrkir þessir eru eingöngu ætiaöir til fram-
haldsnáms við háskóla. Styrkfjárhæðin er 1.950 sænskar
krónur á mánuði I niu mánuöi,en til greina kemur I ein-
staka tilvikum að styrkur verði veittur til allt að þriggja
ára.
Umsækjendur skulu hafa lokiö háskólaprófi áður en styrk-
timabil hefst.
Umsóknir um styrki þessa skulu sendar til
Svenska Institutet, P.O. Box 7434
S-103 91 Stockholm, Sverige,
fyrir 28. febrúar 1979.
Menntamálaráðuneytið
7. nóvember 1978.
Auglýsing um lögtök
Samkvæmt beiðni Rikisútvarpsins dag-
settri 14. nóv. 1978 úrskurðast hér með sbr.
20. grein útvarpslaga nr. 19 frá 1971, að
lögtök fyrir ógreiddum afnotagjöldum út-
varps- og sjónvarpstækja ásamt vöxtum
og kostnaði, skulu fram fara að 8 dögum
liðnum frá birtingu úrskurðar þessa.
Reykjavik 14. nóv. 1978
Borgarfógetinn i Reykjavik
Húsavík
Yfirmaður verklegra
framkvæmda
Starf yfirmanns verklegra framkvæmda
hjá Húsavikurbæ er hér með laust til um-
sóknar. óskað er eftir verkfræðingi eða
tæknifræðingi i starfið.
Umsóknarfrestur er til 1. des. n.k. Nánari
uppl. um starfið veitir undirritaður.
Bæjarstjóri
Laus staða
Staða deildarstjóra innan jarðhitadeildar
orkustofnunar er laus til umsóknar. Nauð-
synlegt er að deildarstjórinn hafi sérþekk-
ingu á efnafræði jarðhitavatns og er hon-
um ætlað að hafa umsjón með rann-
sóknarstörfum á þvi sviði. Laun sam-
kvæmt launakerfi opinberra starfsmanna.
Umsóknir er greini menntun og starfs-
reynslu sendist til Orkustofnunar fyrir 20.
desember 1978.
Orkustofnun
Laust starf
Starf á skattstofu Vestfjarðaumdæmis,
ísafirði, er laust til umsóknar.
Æskilegt er að umsækjendur hafi reynslu i
skrif stof ustörf um.
Umsóknir ásamt upplýsingum um mennt-
un og fyrri störf sendist skattstjóra Vest-
fjarðaumdæmis fyrir 15. desember n.k.
Fjármálaráðuneytið,
10. nóvember 1978.
Auglýsingasíminn er
81333
J