Þjóðviljinn - 19.11.1978, Page 4

Þjóðviljinn - 19.11.1978, Page 4
4 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 19. nóvember 1978 DIOBVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýðs- hreyfingar og þjóðfrelsis btgefandi: Otgáfufélag Þjófiviljans Framkvemdastjóri: Eióur Bergmann Kitstjórar: Arni Bergmann, Einar Karl Haraldsson. Auglýsingastjóri: Gunnar Steinn Pálsson. Afgreiöslustjóri: Filip W. Franksson Blaóamenn: Alfheióur Ingadóttir, Einar Orn Stefánsson, Erla Sig- uróardóttir, Guöjón Friöriksson, Ingibjörg Haraldsdóttir, Ingólfur Margeirsson. Magnils H. Gislason, Sigurdór Sigurdórsson. tþrótta- fréttamaöur: Ingólfur Hannesson Þingfréttamaöur: Siguröur G. Tómasson Ljósmyndir: Einar Karlsson, Leifur Högnvaldsson. Útlit og hönnun: Guöjón Sveinbjörnsson. Sævar Guöbjörnsson. Handrita- og prófarkalestur, Blaöaprentsvakt: Andrea Jónsdóttir, Elias Mar, óskar Albertsson. Safnvöröur: Eyjólfur Arnason. Auglýsingar: Rúnar Skarphéðinsson, Sigriöur Hanna Sigurbjörnsdóttir Skrifstofa: Guðrún Guövaröardóttir, Jón Asgeir Sigurösson. Afgreiösla: Guömundur Steinsson. Kristin Pétursdóttir. Simavarsla: Olöf Halldórsdóttir, Sigriöur Kristjánsdóttir. Bflstjóri: Sigrún Báröardóttir. Húsmóöir: Jóna Sigurðardóttir. Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir. Otkeyrsla: Sölvi Magnússon, Rafn Guömundsson. Ritstjórn, afgreiösla og auglýsingar: Siöumúla 6. Reykjavik, simi 81333 Prentun: Blaöaprent h.f. r Aróður og vígbúnaður • Ekkert er algengara en að á forsíðu Morgunblaðsins birtist rokufrétt, ummæli einhvers af hershöfð- ingjum Nato, sem minnir Natoríki á að halda vöku vinni og verja meira fé til vígbúnaðar vegna þess að Sovét- ríkin séu að fara fram úr Natóríkjum á einhverju til- teknu sviði herbúnaðar eða jafnvel öllum í senn. Það er því tilbreyting að lesa í Dagblaðinu á föstudag endur- sögn á viðtali við Nino Pasti, ítalskan hershöfðingja á eftirlaunum, sem á sínum tíma var helsti fulltrúi ítalska hersins hjá bandalaginu. • Megininntakið í ræðu Pastis er það, að síbyljan um yfirburða hernaðarmátt ogárásaráformsovéska hersins séekki reist á raunsæju mati á aðstæðum, heldur sé hér um að ræða markvissa herferð til að fá almenningsálitið til að sætta sig við hervæðingu í Natóríkjum, nýja áfanga í vígbúnaðarkapphlaupi. • Hér er reyndar ekki um ný sannindi að ræða. Hver sá sem fylgist með blöðum getur greint ákveðið hegðunar- mynstur hjá þeim sem ráða ferðinni í hermálum Banda- ríkjanna. Hvenær sem hermálaráðuneytið telur sig þurfa á nýjum f járveitingum að halda koma talsmenn þessá framfæri hinum skuggalegustu upplýsingum um kafbátastyrk, skriðdrekaf jölda og eldf laugabirgðir and- stæðingsins. Þegar árangur hefur náðst í þeirri herferð er það alsiða, að varnarmálaráðherrann eða einhver fulltrúi hans, stígur á stokk, og reynir að hugga lands- lýðinn og bandamennina í Nató. Þá er sagt sem svo, að ástandið sé nú ekki eins alvarlegt og af er látið. Rússar og bandamenn þeirra eigi að sönnu mikið af skipum, f lugvélum og öðrum vopnum, en allar þeirra græjur séu miklueldri og lakari en það sem Natóá. Þegar eytt hefur verið þeim ugg sem hrollvekjuherferðin hafði áður upp vakið meðal almennings, þá er svo hægt að byrja næstu lotu. • Þetta hefur Les Aspin, þekktur þingmaður bandarískur og gagnrýnandi vígbúnaðarkapphlaups, orðaðá þá leið, að mikiðaf sovéska f lotanum sé hvergi á siglingu nema í skrifstofum Pentagons. Og bandarískir aðmírálar hafa sagt í hálfkæringshreinskilni, að sovéski flotinn sé þeirra besta mjólkurkú. • Nú í haust bauð bandaríska upplýsingaþjónustan nokkrum mönnum, einkum frá f jölmiðlum, að ræða við bandarískan stjórnmálaprófessor, Paul Zinner, sem er sérfróður í sambýlisvanda austurs og vesturs. Prófess- orinn var eins og að líkum lætur lítill sovétvinur og vildi ekki gefa Kremlverjum neitt eftir. En framsetning hans var öll laus við þá móðursýki sem oft einkennir um- f jöllun þessara mála í íslenskum f jölmiðlum. Hann gekk bláttáfram útfrá þvi sem vísu, að stórveldi mundu leita allra færa til að bæta stöðu sína. En hann lagði nokkra áherslu á að möguleikar Sovétrikjanna til þessa væru takmarkaðir. Þau væru mikið herveldi, en skorti efna- hagsstyrk og stöðu í alþjóðaviðskiptum til að geta fylgt þeim styrk eftir. Hann efaðist um að Sovétríkin kærðu sig um að Bandaríkin yrðu á brott með her sinn frá Evrópu vegna þess að í því falli mundi enn f jölga þeim sem Sovétríkin þurfa að semja við um vígbúnaðarmál og myndin yrði enn flóknari en hún er nú. Hann taldi Sovétmenn sýna jákvæða og ábyrga afstöðu í Vínarvið- ræðum risaveldanna um takmarkanir vígbúnaðar. Hann taldi að máttur sovéska flotans væri stórlega ýktur og l meglndráttum væri hér um strandflota að ræða. • Varðbergsmenn meðal viðstaddra voru ekki mjög hressir yfirsvo léttúðugu tali gestsins. Elnn þeirra sagði sem svo, að líklega mundu sérfræðingar í Pentagon, bandariska hermálaráðuneytinu, ekki vera á sama máli. • Vitanlega ekki, sagði hinn bandaríski stjórnmálafræð- ingur. Þeir draga upp eins dökka mynd af ástandi og líkum og hugsanlegt er. Þaðerþeirra skylda í starfi. Það er þetta sem þeir fá borgað fyrir. En það þýðir líka að aðrir menn verða að koma til og leiðrétta þessa ískyggi- legu mynd. Siglaugur Brynleifsson: HAGSAGA EVRÓPU The Cambridge Economic History of Europe. Vol.V. The Economic Organization of Early Modern Europe. Edited by E.E. Rich and C.H. Wilson. Cambridge University Press 1977. Fjóröa og fimmta bindi þessa verks var upphaflega hugsaö sem ein heild. Fjóröa bindiö kom út 1967 og samkvæmt formála þess var þaö nokkurskonar inngangur aö þessu fimmta bindi. I þvi var lögö áhersla á þau mótunar áhrif sem mótuöu efnahagsþróun nýju aldar, félagsleg, tæknileg og and- leg. Aöaláherslan i fimmta bind- inu er lögö á skipulag framleiösl- unnar, landbiínaö og iönaö og verslun og mótun bankakerfisins auk vissra viöhorfa varöandi efnahagsþróun, sem höföu mót- andi áhrif á hagsögu nýju aldar. Inngangskaflinn fjallar um markmiö og leiöir innan hagsög- unnar. C.H. Wilson ritar þann kafla og rekur þar ýmsar kenn- ingar varöandi hagsöguritun einkum varöandi þaö tfmabil sem ritiö spannar frá lokum miöalda og fram undir iönbyltingu. B.H. Slicher van Bath skrifar landbúnaö. A timabilinu 1500-1800 var svo vföast hvar, aö meiri hluti vinnufærra ibúa vann aö land- búnaöi. Á stöku svæöum i Evrópu voru blandaöir atvinnuvegir, einkum i Hollandi og Flandern, þar sem fbúarnir höföu lifsaf- komu slna af iönaöi, fiskveiöum, verslun og landbúnaöi. Jafnvel þar sem aöalatvinnuvegir voru ekki hreinn landbúnaöur, þar var landbúnaöurinn mjög mikilvæg grein. Iönaöurinn var vföast úr- vinnslugrein landbúnaöarafuröa, vefnaöariöja, bruggun, korn- myllur, brauögerö, hampiöja og tóbaksgerö. Kornverslunin var stór þáttur verslunarinnar. 50% þeirra hollensku skipa sem sigldu um Eyrarsund vestur á bóginn, fluttu kornvörur úr Eystrasalts- löndunum á 17. öld. Auöugir borg- arar áttu mikilla hagsmuna aö gæta i landbúnaöi, talsveröur hluti eigna þeirra voru jaröeignir og þeir lögöu talsveröan hluta verslunar og iönaöargróöans til jaröakaupa.Landbúnaöurinn var þvi lykilgrein atvinnulifs álf- unnar og mótaöi allt efnahagslif almennt. Höfundurinn lýsir gengi land- búnaöarframleiöslu á timabilinu, samdrætti og aukningu i ræktun og nýjungum i ræktunartækni. Búnaöarfélög blómguöust i flest- öllum rikjum Evrópu á 18. öld, tilraunastarfsemi var rekin og verölaunaveitingar tiökuöust fyrir framfarir I ýmsum bú- greinum. Fjallaö er um eignarhald jaröa og ánauöarbúskap I Miö og Austur-Evrópu, kjör ánauöar- bænda voru misjöfn og fór þaö eftir verölagi á korni og öörum afuröum, en þau voru aldrei viö- unandi. Þriöji kaflinn fjallar um fisk- veiöar skrifaöur af A.R. Michell, sem er fyrirlesari i hagsögu viö háskólann I Hull. Búast heföi mátt viö aukinni sókn á hin ýmsu miö sem stóöu opin Evrópuþjóöunum á 16. og 17. öld, en svo varö ekki, þrátt fyrir aukna markaöi og aukinn mann- fjölda. Frumstæö tækni og mis- munandi afli uröu til þess aö tak- marka sóknina.Sildveiöar voru einkum stundaöar I Noröursjó og úti fyrir vesturströnd Noregs á þessu timabili, þorskaflinn fékkst helst af miöunum hér viö land og viö Nýfundnaland. Höfundurinn lætur þess getiö aö sókn Eng- lendinga á Islandsmiö hafi hætt á 15. öld, samkvæmt kenningum Carus-Wilsons ofl. Svo var ekki, þvi aö næstu 250 árin sigldu enskir fiskimenn flotum sinum á Islandsmiö. 1528 sigldu 149 skip frá höfnunum frá London til Boston á lslandsmiö. Sildveiöar Hollendinga voru aöal auöspretta þeirra á þessu timabili og miöin viö Nýfundnaland og Nýja Eng- land áttu mikinn hlut aö efna- hagslegri þróun i Vesturheimi. Höfundurinn rekur sögu fisk- veiöa Evrópuþjóöanna og þau áhrif, sem fiskveiöar höföu á efnahagsþróun vissra svæöa. í fjóröa kafla ritar Kristof Gla- mann prófessor viö Kaupmanna- hafnarháskóla um mynd- breytingar i verslun. Inn- flutningur ýnissa vörutegunda til Evrópuiírá ystu heimshornum var oröinn áberandi i upphafi 18. aldar og þaö var i nánum tengsl- um viö sjókortagerö og tækjaút- búnaö siglingaskipa undangengiö timaskeiö. Framboö og eftir- spurn móta verölagiö i auknum mæli viö þaö sem áöur haföi veriö og viss svæöi I Evrópu skera sig úr sem verslunarmiöstöövar fyrir heimsverslunina. Höfundur skrif- ar lipurlega um þessi efni og dregur upp einhvers konar versl- unar atlas af Evrópu þessa tima- bils. Prófessor i hagsögu viö kaþólska háskólann I Louvain skrifar um vaxandi peningaversl- um og bankakerfiö og lánsfjár- markaöinn. Meö aukinni peningaveltu og innflutningi silfurs frá Perú og Mexicó rask- aöist heföbundiö fjárhagskerfi miöaldanna, og meö þvi er taliö aö skapast hafi forsendan fyrir kapitaliskt rekstrarform almennt I Vestur-Evrópu. Peningaversl- unin sem á miööldum haföi veriö bundin borgarrikjunum á Italiu, flyst til Amsterdam, sem veröur miöstöö peningaverslunarinnar i Evrópu. Höfundur rekur itarlega þátt Amsterdam I lánakerfi álf- unnar og ástæöurnar fyrir þvi aö svo varö og afleiöingar þess, blómlegt atvinnulif Hollendinga. Barry Supple prófessor I hag- sögu viö háskólann i Sussex skrif- ar þáttinn um stofnun og rekstur ýmissra fyrirtækjageröa, frum- kvæöa i rekstri fyrirtækja, sem félög eöa einstaklingar stofnuöu til og afstööu stjórnvalda til þeirra. Hin nýju fyrirtæki, hluta- félög og fyrirtæki I einstaklings- eign komust i andstööu viö hin fornu gildi miöalda, en þau uröu smátt og smátt aö þoka fyrir samkeppnisrekstri hinna nýju fyrirtækja. Hermann Kellenbenz prófessor i hagsögu i Erlangen- Nuremberg skrifar sjöunda kafl- ann um skipulag og gerö iönaöar- framleiöslunnar en I þeim efnum varö mikil breyting frá miööld- um. Rikisafskipti jukust stööugt og þau afskipti eru inntak loka- kaflans, þess áttunda, um stjórn- völd og samfélag. Timabiliö spannar tima kaupauögistefn- unnar og búauögistefnunnar. Merkantilisminn þróaöist meö auknum völdum konunga og fursta og var I rauninni ein aö- feröin sem þeir notuöu til þess aö staöla samfélagiö. Rfkisafskipti hafa sjaldan veriö slik og á tim- um erföaeinveldisins. Inntak þessarar stefnu er einkanlega út- listaö i fjóröa bindi þessa rit- verks. Kellenbenz lýsir stefnu einvaldanna I atvinnumálum og afstööu þeirra til hinna ýmsu stétta. Verslunarhættirnir voru víöa mótaöir til þeirrar geröar, aö þjóna sem best kröfum rikisins fyrir fjármagn. Einokunin var snar þáttur i verslunarpólitik ein- valdanna, einkum þó viö hjálend- ur og nýlendur. Þaö form versl- unar var þungt i vöfum, en hvort þaö frjálslegra form verslunar heföi hentaö betur þá, viö þau út- svæöi, er mjög vafasamt. Þegar liöur á 18. öld tekur upplýsingar- stefnan á sig skarpari og ákveön- ari mynd i pólitiskum efnum og meöal fumkvööla stefnunnar þá, er aö finna skoöanir, sem 19. og 20. öldin tóku i arf og reynt var þá aöframkvæma. Visirinn aö öllum stjórnmálastefnum 19. aldar mátti greina I upplýsingunni, öll- um nema fasismanum. Búauögi- stefnan tekur aö hafa veruleg áhrif um og eftir miöja 19. öld á Englandi og Frakklandi og kveikja hennar var i rauninni fá- tækt og volæöi bænda. Einn frum- kvööull stefnunnar haföi aö mottó „Fátækir bændur, fátækt kon- ungsriki” og vissulega stóöst þaö varöandi ástandiö I Frakklandi á siöari hluta aldarinnar. Hungur- dauöi var ekki undantekning i rikjum Evrópu. A árunum 1708- 1711 dóu um 250 þúsund manns af 600 þúsund i Austur-Prússlandi úr hungri (Döhnoff: Namen die keiner mehr nennt, 1962). Afleiö- ing stefnunnar var m.a. aflétting bændaánauöar viöa I rikjum. Rit þetta eru rúmar 750 blaöslö- ur, töflur og kort fýlgja, Itarleg bibliografia og registur. Ritstjór- ar heildarverksins eru M. Postan, D.C.Coleman og Peter Mathias. Af átta bindum eru fimm komin út.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.