Þjóðviljinn - 19.11.1978, Síða 5

Þjóðviljinn - 19.11.1978, Síða 5
Sunnudagur 19. nóvember 1978 WÓÐVILJINN — SIÐA 5 Umbúðimar létta pyngju neytandans en bæta stöðugt við sorp- fjallið stóra Framleiðendur vilja halda því fram að nauð- synlegt sé, sölunnar vegna, að vörur séu í aðlaðandi umbúðum. Þvi kappklæða þeir vörur sínar í enda- lausan pappír og plast til aðfreista okkar, sem síðan borgum brúsann. Sænskur kaupmaöur reiknaöi út aö pappirsöskjur þær sem um- lykja tannkremstúpur vegi hvorki meira né minna en 250 tonn árlega I Svlþjóö einni. Þaö er aöeins örlitill hluti hinna óþörfu umbúöa, sem síöar fljúga strax á sorphaugana. Sjö tonn á íslenska hauga Fyrir ári ákvaö Gunnar Jo- hansson kaupmaöur aö Skógarási I Sviþjóö, aö afklæöa allar tann- kremstúpur I verslun sinni. Aleit hann sllkt jafn sjálfsagt og aö túpur meö sinnepi, mæjonesi, eöa kavlar I væru seldar naktar. Hinar léttklæddu tannkrems- túpur runnu út eins og heitar lummur, þótt ekki væri nema vegna þess aö Gunnar setdi þær fimm aurum ódýrari (3,5 Isl.kr.) en ella. Mismuninn borgaöi hann sjálfur af hugsjón. Hann reiknaöi út aö hver papp- irsaskja utan um tannkremstúpu vægi um átta grömm. Meöaltann- kremsneysla einstaklings á ári næmi fjórum túpum. Þá marg- faldaöi hann þrjátiu og tvö grömm meö fjölda Svla og fékk út aö 250 tonn' af tilgangslausum papplr flygju árlega á sænska öskuhauga. A Islandi samsvaraöi þaö um þaö bil sjö tonnum á ári '8x4x Islendingar). Þá er einungis tannkrem haft 1 huga en tann- krem er aöeins lltill hluti fram- leiöslunnar. Viltu beyglaða tannkremstúpu? Framleiöendur héldu þvi einnig fram aö enginn fengist til aö kaupa beyglaöar tannkremstúp- ur, en slik orö reyndust vera hreinasta fjarstæöa. Auk þess kom i ljós aö mun auö- veldara er aö verðmerkja vör- una, ef hún er án pappirsumbúöa, bvl bá þarf ekki aö rlfa plast- himnu sem er vanaiega utan um ' þær, áöur en hafist er handa viö verömerkingu. Að verömerkingu lokinni, kemur kaupmaður nakinni tann- kremstúpunni fyrir i þartilgerö- Leyfift skógunum aft vaxa, fækkift umbóftum. Auk þess sem neytendur borga óþarfa umbúftir, brennur oft vift aft geigvænlegur verðmismunur sé á sams konar vöru. A myndinni sjálst tvær tannkremstúpur, og verft þeirra f sænskum krónum. um öskjum og setur þær siöan upp I búöarhillurnar, rétt eins og gert er viö sinnep, kaviar og mæjones. Fyrir Islendinga má geta þess aö I útlandinu tiökast sá góöi siöur aö kaupmenn verö- merkja vörur slnar, viöskiptavin- um til mikillar ánægju. Leyfið skógunum að vaxa Einn tannkremsframleiöandi er nú byrjaöur aö senda frá sér klæölausar tannkremstúpur, sem haföi þau áhrif I för meö sér, aö verö tannkrems lækkaöi um tutt- ugu og fimm islenskar krónur. En þótt hér hafi verið mikiö talaö um tannkrem, er þaö aöeins litill skuggi af umbúöadjöflinum. Aörar hreinlætis- og snyrtivörur eru ekki siöur dúöaöar I ýmis konar óþörf efni, sem fljúga beint á haugana án þess aö hafa komið neytandanum aö nokkru gagni. „Leyfið skógunum aö vaxa og fækkiö umbúöum,” segir Gunnar kaupmaöur og sópar úr hillum sinum alls konar kappklæddum neysluvörum. Tannstönglar eru I öskju sem siöan er pakkaö undir plastkúpu á papplrsspjaldi. Handakrikaeitur er i þykkum glerflöskum eöa spraybrúsum sem siöan er stungiö i pappirs- öskjur. Handáburöur i túpu og pappirs- askja utan um. Rakakrem i flösku og pappirs- askja utan um. Rækjur I dósum og pappirs- askja utan um. Freyöisúöi I plastflösku og pappirsaskja utan um. Vel klædd er varan varin Framleiöendur reyna enn aö verja málstaö sinn og segja aö mun erfiöara sé aö hnupla vöru I fyrirferöarmiklum umbúöum. Þá má spyrja hvort kostnaður umbúöa sé i réttu hlutfalli viö tap þaö sem verður af hnupli. Þá benda þeir á aö á umbúöun- um standi ýmis konar nauösyn- legar leiöbeiningar, en Gunnar kaupmaöur heldur þvi ótrauður fram aö fólk lesi alls ekki slikar leiöbeiningar. Eins og tannkrem er aöeins lit- ill hluti hreinlætisvara, eru um- búöir um hreinlætisvörur aöeins blátoppur sorpfjallsins. Litiö á nærföt kvenna, brjósta- höld og nærbuxur. Þau eru iöu- lega pökkuö inn i alls konar plast- kúlur. Eöa herraskyrtur, sem festar eru kyrfilega innan I flókn- ar umbúöir. Konur kaupa skyrtur sinar og blússur beint af heröatrjám, en karlmenn kaupa hins vegar sinar skyrtur I plasti sem innan i er pappaspjaid, þar sem skyrtan er fest á meö tituprjónum, nælum, plaststrimlum og enn öörum tituprjónum og nælum. Lengst, lengst inni i risastórum snjóbolta skelfdur litil feimin neysluvara, sem upphaflega átti aö kaupa og ekkert annaö. (ES studdist viö Dagens Nyhet- er.) ESAB ESAB ESAB ESAB Missió ekki niður þráóinn Það er dýrt að fylgjast ekki með og missa þannig niður þráðinn! Hafið samband við okkar sér- þjálfaða starfslið um: Rafsuður, Rafsuðutransara, þræði á rúllu, eða annan fylgibúnað. Allar upDlýsingar og ráð- leggingar eru fúslega veittar án skuldbindinga. Nýjasta línan frá ESAB er BANTAM _J 1 Bantam Maxi Bantam Letlbyggöur ratsuóu- Lettbyggóur r.itsuóu transan 140amper transan til iðnadar 180 amper = HÉÐINN = VÉLAVERZLUN-SIMI: 24260 LAGER-SÉRPANTANIR-ÞJÓNUSTA Hefur þú heyrt um fyrirtækið sem tapaði 13.000.000 kr. 1977? Stjórnendumir vissu það reyndar ekki fyrr en í apríl 1978. Hvers vegna ekki fyrr? Ástæðan er einfaldlega upplýsingaskortur, þar sem fyrstu og einu tölur um rekstrarárangur komu i Ijós í ársuppgjöri í apríl 1978. Sannast sagna áttu þeir alls ekki von á slíkri útkomu. Þeir bjuggust við að rekstur fyrirtækisins stæði í járnum. ( apríl 1978 var heldur seint að breyta um stefnu. Er fyrirtæki þitt eins á vegi statt? Veist þú fyrr en í apríl 1979 hvernig reksturinn gengur nú? HAGTALA H.F. býður aðgengilega og hagkvæma lausn á þessum vanda: Tölvubókhald, sem sniðið er að þörfum stjórnenda og endurskoðenda, rekstrar- og efnahagsyfirlit á mánaðar eða ársfjórðungs fresti, ásamt lykiltölum, sem gefa til kynna hvar skórinn kreppir að (rekstrinum. HAGTALA HF götunarþjónusta Grensásvegi 13, Reykjavík, sími 8 17 06 •A Blikkiðjan Ásgaröi 7, Garðabæ önnumst þakrennusmiöi og uppsetningu — ennfremur tiverskonar blikksmiöi. Gerum föst verðtilboö SÍMI53468

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.