Þjóðviljinn - 19.11.1978, Side 14

Þjóðviljinn - 19.11.1978, Side 14
14 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 19. nóvember 1978 Gengið á veg með áhugaljósmyndurum Nokkrir hinna ungu áhugaljósmyndara MYNDIR OGMENN * MiOlað af reynslu. Þjóðviljinn fjallar að jafnaði talsvert um listir og menningarmál. Ein list- grein verður þó gjarna útundan, hefur enda aldrei fengið verðuga viðurkenn- ingu á þessum hólma. Hér á ég við Ijósmyndun. Ég hef stundum velt fyrir mér hvað valdi þessu vanmati, en auðvitað ekki komist til botns í því. Þó mætti hafa í huga, að dráttlist hefur lengi verið stunduð hér og varð einna fyrst listgreina fyrir frjóvgandi áhrifum erlendis frá. Dráttlistin eignaðist og snemma góða meistara og snjalla áróðursmenn og iðkendum hennar fjölgaði svo, um miðja öldina og síðan. að sennilega finnst hvergi hliðstæða á byggðu bóli. Skáldskapur og hag- mælska í orði hef ur jaf nvel vikið um set. Málaralist er að verða okkar þjóðarlist. Málarar eru oft harðir kreddumenn og þeir sem aðhyllast eina stefnu fyr- irlita gjarnan hinar og sameiginlega líta þeir flestir niður á Ijósmynd- ara. Af þessu hæpna sjónarmiði draga svo menningarrýnar, blöðin og þjóðin öll dám, með þeim árangri að sterkt tjáningarform er vanrækt í landi sem er myndrænna en önnur, með þjóð sem hefur verið í mikilli um- sköpun. Liklega eru fáir „ónauösynleg- ir”hlutir algengari i fórum Islendinga heldur en myndavélin, þessi undra-kassi. A langflestum heimilum er til slikt apparat og úttroöin „albúm” mynda, sem gestir eru tilneyddir aö skoöa meö bros á vör, þar sem getur aö lita fótalausar fjölskyldur og ættarlauka meö hálf höfuö, fyrir framan ættaróöaliö, sem greini- lega er aö velta um koll, á mynd- um sem ýmist eru of dðkkar eöa alveg glærar i gegn. Meö tilkomu instamatik-vélanna hefur þeim fíölgaö stórum sem taka vondar myndir. Verslanir eru uppfullar af myndavélum i ýmsum gæöa- flokkum, en á engan staö getur fólk leitaö til aö læra meöferö þeirra. Og þeim sem kýs ljós- myndun sem vettvang fyrir sfnar listrænu þarfir er ekki gert auöveldara fyrir. Aldrei eru hald- in námskeiö f ljósmyndatækni og stofnanir eins og Myndlista- og handíöaskólinn hafa ekki séö ástæöu til aö taka þessa grein upp á sina arma. Þrátt fyrir þetta eru þeir til hérlendis sem nota myndavél á sama hátt og málarinn pensilinn. Engum sem þekkir möguleika filmunnar og myndavélarinnar blandast hugur um, aö þar er um aö ræöa merk tæki til túlkunar og tjáningar. Meöhöndlun þessarra hluta krefst hugsunar og sköp- unargáfu. Sé slikt ekki fyrir hendi veröur árangurinn eins og egg án innmatar, rétt eins og gerist f öör- um listgreinum. ♦ Engin hugsun vaknar án hvata og kveikjan aö þessarri grein er félagi sem ég kynntist i tveimur siöustu fjallaferöum mfnum, Einar Halldórsson. I feröalögum er venjulega annar hver maöur meö dýrindis myndavél. Afrakst- urinn er eigi aö síöur minni en efni standa til, aö visu „myndir sem geyma minningar” eins og segir 1 auglýsingu seljendanna, en fyrir aöra en nánustu aöstand- endur varla þess viröi aö skoöa tvisvar. Ekki hef ég séö myndir eftir fyrrnefndan feröafélaga og veit reyndar ekkert um hvort hann tekur góöar myndir, en maöur meö hans hugarfar sem rýnir í litbrigöi og liggur yfir formum er a.m.k. liklegur til þess hvenær sem er. Fyrir nokkru er lokiö sýningu sem Félag áhugaljósmyndara hélt i Bogasalnum. Þeir sem hafa þaö hlutverk aö fræöa almenning um listir i dagblööum létu sýning- una framhjá sér fara og gátu hennar aö engu. Sjálfur hef ég ekki forsendur til þess aö fjalla um þessa sýningu á fræöilegan hátt, þótt ég liti þar inn aö kvöldi slöasta sýningardags. Þegar ég kom i anddyriö stóð yfir sýning á litskyggnum. Litskyggnur njóta sin sjaldan nema meö skýringum og á sýn- ingu sem þessari hefði einhver úr sýningarnefndinni eöa höfundar myndanna átt aö tala meö þeim, en svo var ekki. Ég staldaöi þvi stutt þarna frammi, en hélt inn i salinn. Sýningunni var á þann veg hagaö aö hver þátttakandi fékk til umráöa stórt spjald, og sumir reyndar tvö, og gat hver og einn siöan ráöiö þvi hvernig hann not- aöi plássiö. Sumir komu fyrir á spjaldinu einni stórri mynd, en aörir völdu þann kost áö hafa fleiri og smærri myndir. Engar lágmarkskröfur voru gerðar til sýnenda og dró náttúrlega heildarsvipurinn dám af þvi. Myndir sumra þátttakenda báru vott um mikinn þroska i faginu en aörir virtust eiga langa leiö fyrir höndum. Hér veröa engin nöfn nefnd vegna þess aö ég haföi ailt- of stuttan tima til aö skoöa sýn- inguna og hef enda ekki þaö hlut- verk aö rýna myndlist. Hér gildir þaö sama og Jón Múli hefur stundum minnst á I sambandi viö Lúörasveitir. Þetta fólk er viö erfiöar aðstæöur aö stela sér tima i lifsgæöakapphlaupinu til þess aö þroska meö sér listræna hugsun I leit og sköpun. Það á þvi fyllsta rétt á aö fá umsagnir hjá þeim, sem til þess eru kjörnir I f jölmiðl- um. Þarna á sýningunni gaf ég mig á tal viö mann, sem ég hef lengi vitað af, en ekki þekkt, sem lengi hefur veriö I fremstu röö ljós- myndara hérlendis, Lars Björk. Hann reyndist viðfelldinn og hlýr og fékk ég strax þá tilfinningu aö hann heföi gaman af þvi aö miöla öörum þekkingu. Aö hans frumkvæði ákvaö ég aö láta veröa af þvf aö koma á fund hjá F.A., en þaö haföi ég ekki gert I mörg ár þótt áhugi á ljósmyndun hafi allt- af vakað meö mér.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.