Þjóðviljinn - 21.11.1978, Síða 4

Þjóðviljinn - 21.11.1978, Síða 4
4 SIÐA — ÞJÓÐVILJJNN Þriöjudagur 21. nóvember 1978 UOÐVIUINN Málgagn sósialisma, verkalýös- hreyfingar og þjóðfrelsis Ctgefandi: Otgáfufélag ÞjóBviljans Framkvsmdastjóri: EiBur Bergmann Ritstjórar: Arni Bergmann, Einar Karl Haraldsson. Auglýsingastjóri: Gunnar Steinn Pálsson. AfgreiBslustjóri: Filip W. Franksson BlaBamenn: AlfheiBur Ingadóttir, Einar Orn Stefánsson, Erla Sig- urBardóttir, GuBjón FriBriksson, Ingibjörg Haraldsdóttir, Ingólfur Margeirsson. Magnós H. Glslason, Sigurdór Sigurdórsson. tþrótta- fréttamaöur: Ingólfur Hannesson ÞingfréttamaBur: SigurBur G. Tómasson Ljósmyndir: Einar Karlsson, Leifur Rögnvaldsson. útlit og hönnun: GuBjón Sveinbjörnsson. Sævar GuBbjörnsson. Handrita- og prófarkalestur, Blaöaprentsvakt: Andrea Jónsdóttir, Elias Mar, Oskar Albertsson. Safnvöröur: Eyjólfur Arnason. Auglýsingar: Rúnar SkarphéBinsson, SigrfBur Hanna Sigurbjörnsdóttfr. Skrifstofa: GuBrtín GuBvarBardóttir, Jón Asgeir SigurBsson. Afgreiösla: GuBmundur Steinsson. Kristln Pétursdóttir. Simavarsla: Ólöf Halldórsdóttir, Sigrlbur Kristjánsdóttir. Bflstjóri: Sigrún Báröardóttir. Húsmóöir: Jóna SigurBardóttir. Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir. Ctkeyrsla: Sölvi Magnússon, Rafn GuBmundsson. Ritstjórn, afgreiösla og auglýsingar: SIBumtíla «. Reykjavlk, slmi 81333 Prentun: Blaöaprent h.f. Raunhæfar tillögur • Flokksráðsfundur Alþýðubandalagsins sem haldinn var um helgina var einhuga um að taka frumkvæði að þvi að setja fram tillögur um hvernig leysa beri þann timabundna vanda i efnahagsmál- um sem við blasir 1. desember um leið og bent var á helstu atriði stefnumörkunar i efnahagsmálum sem taka þyrfti ákvarðanir um jafnhliða i þvi skyni að ná frambúðartökum á verðbólgunni. Tillögumar miða að þvi að draga úr hækkun peningalauna 1. desember en tryggja þó lifskjör launafólks i sam- ræmi við fyrirheit rikisstjórnarinnar. • í stjórnmálaályktun flokksráðsfundarins er það itrekað að Alþýðubandalagið hafni algjörlega þeirri kenningu að orsakir verðbógunnar hér á landi séu of há laun vinnandi fólks. Þessvegna sé flokkurinn andvigur tillögum um breytingar á visitölugrund- vellinum sem miði að þvi að draga úr réttlátri verð- tryggingu launa og leiða myndu til kjararýrnunar. Jafnframt er lögð áhersla á að Alþýðubandalagið haldi fast við það grundvallaratriði stjórnarsátt- málans að rikisstjórnin standi vörð um þau lifskjör og þann kaupmátt sem samið var um árið 1977. • í herbúðum Sjálfstæðismanna rikir mikil Þórðargleði vegna þess að nú verði Morgunblaðinu auðvelt að blekkja landsmenn með þvi að Alþýðu- bandalagið sé að leggja inn á sömu braut og fyrr- verandi rikisstjómarflokkar undir forystu Geirs Hallgrimssonar. í þessu felst vanmat á skilningi launafólks á stjórnvaldsaðgerðum. Allar rannsókn- ir benda til þess að hvarvetna meti launafólk ekki mest krónurnar og aurana sem það fær i launa- umslagið heldur setji það aðbúnað á vinnustað, at- vinnuöryggi, kaupmáttinn, félagsleg réttindi og önnur þessháttar lifskjaramál efst á sinn óskalista. • Verði tillögur Alþýðubandalagsins fram- kvæmdar á þann hátt sem flokkurinn ætlast til felst ekki i þeim neinskonar kauprán. Það er ekki um það rætt að launafólk eigi að gefa eftir visitöluhækkanir á laun án þess að nokkuð komi á móti eins og lenska er i tið hægri stjórna. Auknar niðurgreiðslur skila sér i lækkuðum útgjöldum heimilanna,og niðurfell- ing eða lækkun á brúttóskatti eins og sjúkra- tryggingargjaldi samsvarar beinni krónutöluhækk- un á laun. Auknum kostnaði rikissjóðs og tekjutapi vegna slíkra aðgerða er hægt að mæta ef pólitiskur vilji er fyrir hendi. Til þess em nægir peningar i þjóðfélaginu ef stjórnvöld hafa dug til þess að milli- færa þá. • Atriði eins og loforð um félagslegar umbætur eru aftur á móti meiri óvissuþáttur. Þau hafa oft verið svikin,en það þarf ekki að vera lögmál að allar rikisstjórnir sviki slik loforð eins og Lúðvik Jóseps- son benti á i sjónvarpsviðtali. • Þegar meta skal áhrif tillagna Alþýðubanda- lagsins veltur einnig á miklu að þau tvö prósent sem gert er ráð fyrir að atvinnurekendur beri komi alls- ekki út i verðlagið. Þar skiptir framkvæmdin og strangari verðlagsstjórn miklu. • Mikill áróður er nú hafður i frammi um að verkalýðshreyfingin sé nú að gera sig liklega til þess að fallast á tillögur sem hún hefði aldrei sam- þykkt I rikisstjórnartið Geirs Hallgrimssonar og Sjálfstæðisflokksins. Það er mikill misskilningur. Minna má á að i febrúar 1977 lagði Alþýðusamband íslands fram viðamikla greinargerð um hvernig auka mætti svigrúm til kjarabóta og tryggja fulla atvinnu, án þess að það leiddi til verðbólgu. Fyrir utan pólitiska og efnahagslega stefnumótun i greinargerðinni er skýrt tekið fram að ýmsar félagslegar umbætur séu jafnmikilvægar og kaup- hækkanir. • Verkalýðshreyfingin bauð rikistjórn Geirs Hallgrimssonar uppá samstarf um verðhjöðnunar- leið. Þvi tilboði var hafnað. Nú hefur þráðurinn ver- ið tekinn upp að nýju og annarrri rikisstjórn gefið tækifæri. —ekh 'r Dario Fo lan revealed- ex-faseist r, ‘± soldier—-, Jf m I 'V"? It "Tku iuw{unA&; > ilö's c tvetftí.a «“?;on«o£Í! •"■(azine Gcntp pv ''ilh thé arrow ind ’lc^ctor Tíirio Ki fa*ci„i paraciwGsi jn n >>ano todaj wiUi his rranca Rame. • ctrcss u ifr' Kommarnir öf- unda betra fólk Einn einkennilegasti dálka- höfundur Timans kallar sig Dufgus, og viörar hann visku- sængur sinar á sunnudögum. Nú siöast skrifar hann langt mál um Knut Hamsun, Nóbelsskáld- iö norska, sem geröist meö sin- um hætti ræöari á áróöursfleytu fasismans. Spretta af þessu vangaveltur i ótal áttir um hvatir manna I stjórnmálum. Meöal annars notarDufgus tæki- færiö til aö dusta rykiö af þeirri eftirlætiskenningu ihaldsins, aö fleiri menn geristsósialistar ,,af öfund yfir þvi aö aörir menn heföu meira, heldur en hinu aö þeir heföu i raun og sannleika óskaö eftir réttlæti”. Hverjum þeim sem hefur kynnt sér sögu verklýöshreyf- ingar og sósialiskra flokka koma fullyröingar af þessu tagi mjög spánskt fyrir sjónir. Þeir sem geröust frumkvöölar og liösmenn hreyfingar og flokka voru annarsvegar erfiöismenn sem áttu sér sögu lika þeirri sem Tryggvi Emilsson segir frá i ágætri ævisögu sinni. Sá sem vill kalla réttlætiskröfur slikra manna öfund gengur meö meira en litiö brenglaöa siöferöisvit- und. Hentistefna og samviska Á hinn bóginn hafa viö sögu róttækra flokka komiö margir menntamenn, og hefur drjilgur hluti þeirra veriö kominn af all- vel settum fjölskyldum. Þvi mun enginn neita, aö i þessum hópi mætti finna „öfundar- menn” eöa þá slóttuga tæki- færissinna sem vildu láta nýja hreyfingu bera sig fram til met- oröa. Um upphaflegar hvatir manna úr miöstétt eöa yfirstétt sem snúast til fylgis viö sósialisma getur veriö erfitt aö dæma. En viö skulum leyfa okkur aö halda þvi fram, aö samviskubit hafi ráöiö sósialisma þessarra manna miklu miklu fremur en „öfund- in” — þeir gátu lifaö góöu lifi sjálfir, en sú neyö sem allir þeir sáu I kringum sig sem augu vildu opin hafa, vekur meö þeim vitund um sekt og samábyrgö og gerir þá aö hugsjónamönn- um. Uppgjöffyrir ofbeldi 99 Spaugilegur veröur bróöir vor Dufgus þó ekki fyrr en hann fer aö leggja út af nasisma Hamsuns i tengslum viö islenska samtimapólitik. Hann segir aö aumingjaskapur lýöræöisins á fjóröa áratugnum hafi gert Hamsun aö nasista, og eins hafi aumingjaskapur fyrr- verandi rikisstjórnar gert islenska kjósendur halla undir Alþýöubandalag og Alþýöuflokk (sem Dufgusi þykja hæpnir flokkar meö vondar tilhneig- ingar i lýöræöismálum.) I hans málflutningi veröa bráöa- birgöalögin I mai, þegar stjórn Geirs Hallgrimssonar skilaöi aftur aö hluta kaupráninu frá þvi i febrúar, aö þvi undanhaldi, þeim Múnchenarsáttmála, sem veldur þvl, aö íslendingar flúöu S j á 1 f s t æ ö i s f 1 o k k og Framsóknarflokk. Dufgus kemst svo aö oröi: „Þaö sem ég hygg að hafi verið langþyngst á metunum var uppgjöf stjórnarflokkanna fyrir ofbeldinu, bráöabirgöalögunum i mai. Þaö var næsta auövelt aö ræöa viö fólk um efnahagslögin i febrúar. Yfirgnæfandi meirihluti fólks skildi aö þau voru nauðsyn, þó aö mönnum þætti þaö ef til vill súrt I broti. Og þaö var auövelt aö sýna fram á aö lögin gengju fremur of skammt en of langt. Bráöa- birgöalögin I mai hlutu þvi aö verka þannig á fólk, aö veriö væri aö hafa þaö aö fífli. Slikt undanhald veldur vantrú, endurtekiö vekur þaö andúö aö lokum fyrirlitningu. Slikt undanhald lýöræðisins geröi stórskáldiö Knut Hamsun aö nasista”. fasistar sinum skrifum á sunnudaginn. Hann gerir nokkurt veöur út af þvi, aö Dario Fo, stórsnjallt leikskáld, hafi sem ungur maöur barist i fasistahersveit á ítaliu. Siðan hafi hann gerst kommúnisti til aö breiöa yfir fortiö sina — eöa þá af þvi aö fasismi og kommúnismi eru aö veröa eitt og hiö sama hjá Reykjavikurbréfriturum, þaö hefur um skeiö veriö þeirra uppáhaldskenning. 1 bréfinu er þvi skotiö til Alþýöubandalagsins og „rót- tækra leikara” hvers vegna „fyrrverandi fasistar gerast byltingarsinnaöir marxistar viö I hentugt tækifæri”. Gott og vel, við skulum reyna. Hvar eru þeir nú? Þaö undarlegasta viö þessa samlikingu er þaö, aö stjórnar- andstööu („ofbeldi”) verka- lýöshreyfingar, Alþýöubanda- lags og Alþýöuflokks, er likt viö yfirgang Hitlers. En hinar daufu vonir frelsis og lýöræöis eru taldar eiga sérstakt heimilisfang I Sjálfstæöisflokki og Framsóknarflokki. Fyrrverandi Svo merkilega vill til, aö höf- undur Reykjavikurbréfs er á svipuöum buxum og Dufgus i Þaö er hæpiö aö draga af þvi viðtækar ályktanir aö ungur maöur sem elst upp I einræöis- riki lendi i fasistahersveit. Og enn vafasamara að draga af þvi vlötækar ályktanir aö slikur maöur gerist siöar byltingar- sinni — og þá nánast anarkisti en ekki kommúnisti. t ööru lagi: til eru menn sem eru fasistar þar sem fasistar ráöa, kommúnistar þar sem kommúnistar ráöa og Sjálf- stæöismenn þegar Geir Hallgrimsson ræöur. Slikir menn eru margir; Nixon kallar þá hinn þögla meirihluta. í þriðja lagi: fyrrverandi fas- istar gerast yfirleitt alls ekki sósialistar eöa kommúnistar. Þaö er hægt aö fara um öll Evrópulönd og komast allsstaö- ar aö þeirri niöurstööu, aö þeir sem fylktu sér um fasista' meöan þeir voru og hétu eru nú svo til allir, fleiri en niu af hverjum tiu, I hægrisinnuðum borgaraflokkum. Þaö er rangt aö nokkur slikur maöur Islensk- ur hafi látiö sér annaö til hugar koma en styöja Sjálfstæöis- flokkinn. Okkar vegna má Heimdallur setja nefnd I máliö. —áb.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.