Þjóðviljinn - 21.11.1978, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 21.11.1978, Blaðsíða 10
10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 21. nóvembcr 1978 Umsjón: Ingólfur Hannesson Eitt annaö Akurnesingar slógu lslandsmetin í maraþon- knattspyrnu innanhúss nú um helgina, eins og þeir höfðu einsett sér. Þeir léku samtals i 26 kiukkustundir og 45 mtnútur og bættu gamla met Keflvikinga um 43 mimitur. Þessi Teikur var geröur til fjáröflunar fyrir þá Skagamenn og reikna þeir meö þvi aö haf a haf t upp úr krafsinu/á aðra mifjón. Dágóð helgarvinna það. Vestur-Þjóðverjar segjast liklega ekki verða með i Heimsbikarkeppninni i sundi, sem fram á að fara i Tókló i september á nsesta ári. Sömu sögu er einnig að segja um Kanada og e.t.v. einnig Austur-Þjóðverja. Sveitagllmu íslands, sem fram átti aö fara að Laugum i Suður-Þingeyjasýslu, var frestað til næstu heigar, sök- um ófærðar. Islendingar kepptu lands- leik við Finna i badminton á föstudaginn. Finnar sigruðu með 6 vinningum gegn ein- um tslendinganna. A laugardag og sunnudag öttu okkar menn kappi við aðra frændur i Skandinaviu i Norðurlandamóti. Þar fóru öliu verr, þvi landinn tapaði öllum si'num ieikjum. Don Revie, fyrrum þjálfari enska landsliðsins i knatt- spyrnu, kemur á næstunni fyrir svokaUaðan F.A.-rétt, sakaður um að hafa vanvirt iþrðttinajer hann sagði af sér sta/fi einvalds og þjálfara laridsliðsins á sinum tima. Revie er ákærður fyrir ðlijg- lega uppsðgn samnings og vanvirðuna, eins og áður sagði, en slikt lita Englend- ingar mjög alvariegum aug- um. Klnverjar hafa boðið iþróttaföM frá Formósu að taka þátt i Asiuleikunum i næsta mánuðí undir nafni Kina. Ekki'er enn vitað hver viðbrögð Formosumanna verða, én lfkiegt verður aö telja, að þeir hafní þessu boði með öllu. Staðan I úrvalsdeildinni I kðrfuknattleik, eftir leiki hetgarinnar, er nu þessi: IR-UMFN Þór-Valur KR Valur ÍR UMFN ÍS Þdr 9S:89 70:83 5 4 1 455:387 8 6 4 2 545:547 8 5 4 2 554:514 8 6 3 3 570:576 6 5 1 4 419:436 2 6 1 5 468:545 2 Um helgina var haldið á Akureyri minningarmót um Grétar Kjartansson I kraft- lyftingum. Eitt Islandsmet var sett i samanlögðu á mót- inu. ðskar Sigurpálsson lyfti 830 kg. I einstökum greinum voru einnig sett met. Oskar lyfti 325 kg. I réttstööulyftu og Kari Ellasson 115 kg. I bekkpressu. Þorsteinn Bjarnason, UMFN hefur hér sloppið framhjá Kristni Jörundssyni, i.R. og stuttu slðar var knötturinn i körfu þeirra Í.R.- inga. Erlendur Eysteinsson, dómari fylgist spenntur með. Toppliðin í blaki mætt- ust í Eyjum ÍS sigraði Þrótt 3:2 eftir hörkuleik \ Einn leikur var háður I 1. deildinni i blaki um helgina. Þar áttust við lið stúdenta og Þrótt- ar og fór leikurinn fram i I- þróttahusinu i Vestmannaeyj- um. Leikur þessi var færður dt i Eyjar til þess að efla þann blak- áhuga, sem þar rlkir nú, mest fyrir tilstilli Björgvins Eyjólfs- sonar, Iþrdttakennara. Þróttarar sigruðu örugglega I fyrstu hrinunni, 15 — 10. I.S. sigraði I þeirri næstu 15 — 11. Þróttarar komust enn yfir með I sigri I þriðju hrinunni 15 — 7. Stúdentar sigruðu siðan i tveim- ur siöustu hrinunum 15 — 11 og 15 — 12. Bestu menn liðanna voru þeir Indriði Arnórsson og Halldór Jónsson hjá I.S. og Guömundur Pálsson hjá Þrótti. A eftir þessum leik lék Breiðablik gegn heimamönnum og sigruðu Kópavogsbúarnir 3 — 2. Þessi leikur var fyrsti leik- ur IBV i blaki, en þeir leika i annari deild. Næsti leikur I l. deildinni verður I kvöld á Laugarvatni milli Mimis og UMFL. Mesti baráttuleikur í úrvalsdeildinni til þessa Leikur i.R. og UMFN í iþróttahúsi Hagaskóla á laugardaginn var dæmi- gerður fyrir þá miklu og spennandi keppni, sem er í úrvalsdeildinni í körfu- knattleik. Sannaöi þá sókn, sem körfuknattleikurinn er í hér á landi. Troöfullt hús áhorfenda og rafmagnað andrúmsloft vegna leikbanns Stewart hjá I.R./ en hann var dæmdur í þriggja vikna leikbann eftir aðför að Stefáni Bjarkasyni, UMFN í æfingaleik. Ste- wartlausir I.R.-ingar komu öllum á óvart og sigruðu, eftir einn magnaðasta leik, sem undirritaður hef ur séð í ár; 95 — 88. Njarðvikingar komu mjög á- kveðnir til leiksins og i byrjun náöu þeir yfirburðastöðu, 16—6 eftir sex min. og siðan 24 — 10 eftir ellefu min. A þessum tima virtist stefna I stórsigur Njarð- vikinganna. Þeir voru sterkir, bæði I vörn og sókn og Ted Bee, Gunnar og Geir þeirra bestu menn. En I.R.-ingarnir neituðu að gefast upp og smá söxuðu á forskot UMFN. A töflunni mátti sjá þessar tölur: 20—33, 27 — 37 og 32 — 39.1 hálfleik var staðan 45 — 50.1 lok fyrri hálfleiksins þurfti Gunnar Þorvaröarson að yf irgefa völlinn með 5 villur og er ekki að efa, að það var slæmt fyrir UMFN. 1 seinni hálfleik hélt sami barn- ingurinn áfram, 51 — 56, 57 — 62 og 63 — 64. Nú var sem þakið æti- aði af húsinu sökum spennings I áhorfe-idum og keppendum. l.R. komst yfir 67 — 66, en Njarðvlk- ingar náðu forystunni á ný. l.R. jafnar 71 — 71 og sföari hálfleik- urinn rúmlega hálfnaður. Þegar hér var komið sögu voru margir Njarðvikingar komnir I villuvandræði og stuttu slðar þurftu þeir Guösteinn og Þor- steinn Bjarnason að yfirgefa völl- in með 5 villur. Hvað um það, þá þegar IR sigraði UMFN 95:88 var slðasti hluti leiksins eign I.R., þeir sýndu frábæran leik og er mér til efs að nokkurt Islenskt lið hefði haft roð i þá I þessum ham. Staðan breyttist úr 71 — 711 79— 71 og siðan i 91 — 85. Endan- leg úrslit urðu, eins og áður sagði, 95 — 88 fyrir I.R. Liö UMFN virðist ekki enn hafa náð þeim stöðugleika, sem þarf til að sigra I Islandsmóti. Allt of miklar sveiflur eru I leik liðsins og það þolir illa keppni gegn baráttuglöðum mótherjum, eins og var i þessum leik. Þó að þessi leikur hafi tapast er ekki hægt að segja að Njarövikingarnir hafi verið iélegir. Af tveimur góðum liðum voru l.R.-ingarnir einfald- lega betri. Undirrituðum fannst sumar innáskiptingar hjá UMFN gagn- rýnisveröar, svo og þaö hvernig vörnin var spiluð, einkum I siðari hálfleik þegar t.R. var að ná for- skoti sinu. Þá hefði e.t.v. mátt koma betur út á móti þeim bræðr- um Jóni og Kristni, þvi þeir fengu nægan tima til þess að athafna sig og hittu nær undantekningalaust úr langskotum slnum. Bestan leik hjá UMFN áttu Ted Bee, Guö- steinn og Gunnar, meðan hans naut viö. Þá er ógetið Geirs Þor- steinssonar, sem barðist eins. og ljón allan leikinn og skoraði grimmt. En ekki náðu félagar hans að sýna sömu baráttuna og þvl fór sem fór. l.R.-ingarnir voru seinir i gang Iþessum leik og það kostaði mikiö átak að vinna upp þann mun sem varð á liðunum i byrjun. Þaö hafðist með ómældum krafti og þrautseigju. Sigurbergur átti lik- lega sinn besta leik meb t.R. Svo var einnig með Erlend. Kolbeinn var seinn af stað, en átti siðan góða spretti. Að öðrum ólöstuöum voru það bræðurnir Jón og Krist- inn Jörundssynir, sem frábærast- an leik áttu. Langskot þeirra réðu Njarðvikingar ekki við. Að lokum má minnast á þátt Paul Stewart. Þar sem hann gat ekki hjálpað sinum mönnum inná vellinum, stjórnaði hann liöinu utan vallar af skynsemi og festu. þessi stjórnun hefur eflaust vegið þungt á vogarskálunum þegar upp var staðið. Stigin fyrir UMFN skoruðu: Ted Bee 28, Geir 16, Þorsteinn 13, Guðsteinn 10, Jónas 8, Gunnar 8, Jón 4 og Stefán 1. Fyrir Í.R. skoruðu: Jón 26, Kristinn 25, Kolbein 18, Erlendur 10 Sigurbergur 8, Stefán 7 og Kristján 1. Mjög góðir dómarar voru þeir Jón Otti Ólafsson og Erlendur Eysteinsson. Þennan leik var mjög erfitt að dæma og skiluðu þeir félagar hlutverki með prýði. __________ IngH VALUR SIGRAÐI ÞÓR ÖRUGGLEGA eftir nokkurn barning framanaf Reykjavíkurmeistarar Vals í körfuknattleik gerðu góða ferð norður á Akureyri um helgina. Þeir sigruðu Þór með þrettán stiga mun, 83 — 70, eftir nokkurn barning framan af. t upphafi var leikurinn mjög jafn og spennandí, Þórsarar gáfu sunnanmönnum Htið eftir. Reyndar náðu þeir forustunni i byrjun, 6 — 1. Valsarar jöfnuðu og leikurinn hélst I jafnvægi það sem eftir liföi hálfleiksins. I hálfleik var staðan 41 — 38 Val I vil. t seinni hálfleik leit út fyrir sama barninginn, þvi Þórsarar höfðu náö forystunni, 46 — 45. En nú fóru Valsmenn fyrst I gang og skoruöu hvert stigið á fætur öðru. Þeir breyttu stöð- unni I 57 — 46 sér I vil og nánast formsatriði að ljúka leiknum. Lokatölur urðu siðan 83 — 70 fyrir Val. Þórsarar hafa oft á þessu keppnistimabili náð að standa I mótherjum slnum fram I seinni hálfleik, en sfðan ekki söguna meir. Ef þeir næðu að halda taktinum allan leikinn er ekki annað sjáanlegt en þeir bættu rlflega I stigasafn sitt. Bestir þeirra norðanmanna I þessum leik voru Mark Christiansen, Eirikur Sigurðsson og Birgir Rafnsson. Valsmenn hafa oft leikið betur en I þessum leik og veröa að bæta verulega við sig þegar þeir mæta stefkari mótherjum. Skástan leik I liði Vals áttu Tim Dwyer og I siðari hálfleik Þórir Magnússon, Stig Þórs skoruðu: Mark 22, Erikur 18, Birgir 9, Karl 8, Jón 6, Þröstur 6 og Agúst 1. Fyrir Val skoruðu: Tim Dwy- er 30, Þórir 18, Kristjan 13, Rfk- harður 10, Hafsteinn 4, Lárus 2, Sigurður 2, Oskar 2 og Helgi 2.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.