Þjóðviljinn - 02.12.1978, Síða 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 2. desember 1978
Gunnar M. Magnúss
rithöfundur áttræður
Um það leyti sem ég , strákl-
ingur vestur á Fjörðum, fór að
fylgjast dálitiö með samtiöarbók-
menntum, var Gunnar M. Magn-
úss að stiga fyrstu spor sin á rit-
höfundarbraut. Bækur hans vöktu
strax áhuga minn, vafalaust
meðfram vegna þess aö hann var
fæddur önfirðingur eins og ég, en
alinn upp i næstu sveit, Súganda-
firði. Einnig varö ég þess brátt
visari, aö hann var maöur róttæk-
ur í skoðunum, og féll mér það
mætavel. A þeirri hálfri öld, sem
siðan er liöin, hefur Gunnar M.
Magnúss samið mikinn fjölda
bóka af margvislegu tagi, og er
án efa einn afkastamesti rithöf-
undur sinnar kynslóðar. Af öllum
þeim sæg bóka, sem eftir Gunnar
liggja, læt égaðþessu sinni nægja
að nefna eina, Skáidið á Þröm,
sem ég hika ekki viö að skipa i
flokk islenskra öndvegisrita tutt-
ugustu aldar.
Ekki kynntist ég Gunnar að
ráðifyrrensdntá fimmta áratug
aldarinnar, þegar hafin var fyrir
alvöru hin langvinna barátta,
sem nii er orðin meira en þr játiu
ára striö, gegn erlendri hersetu
og Islenskri aðild að hernaðar-
bandalagi. Þar var Gunnar M.
Magnilss um hriö i fremstu vig-
linu herstöðvarandstæðinga og
hlffði sér hvergi. Og enda þótt
hann hafi dregið sig nokkuð i hlé
hin siðari ár, veit ég að hugurinn
er hinn sami, vökull og óhvikull.
Þessi fáu orö eiga að fiytja
Gunnari þakkir minar fyrir
ánægjulega samfylgd og staðfast
atfylgi við þá hugsjón, sem við
sveitungarnir báðir bárum gæfu
til að öðlast á ungum aldri: að
sósialismi, þjóðfrdsi og mann-
helgi, „eining sönn I þrennum
greinum”, sé sú framtiöarsýn er
ein getur talist þess virði aö fyrir
henni sé barist.
Og þrátt fyrir það hve hægt
virðist stundum miða, veit ég að
við Gunnar tökum báðir undir
með Þorsteini Erlingssyni,
að aftur mun þar verða
haldiöafstaö
uns brautin er brotin
tilenda.
Gils Guðmundsson.
Há og brött fjöll, litið undir-
lendi, einstigi og gnipur, harðir
snjóavetur, sést ekki til sólar I
margar vikur, ógæftir, bjargar-
leysi, — hinsvegar langar bjartar
sumarnætur og dagar, blágrænt
hafiö allsstaöar nálægt. Umframt
allt stórkostleg og fjölbreytileg
náttúrufegurð, sem kallar á
manndóm og karlmennsku. —
Slikir eru heimahagar Gunnars
M. Magnúss.
En þótt Gunnar sé vestfirðinga
vestfirskastur eru ættarrætur
hans sunnanlands. Foreldrar
hans voru aðkomin frá suður-
nesjum. Þegar Gunnar fæddist á
Flateyri við önundarfjörð 2. des.
1898 voru þau komin af léttasta
skeiði. Þau fluttu vestur á siðasta
tug aldarinnar og voru þá búin aö
eignast fjögur börn — og missa
þau öll, þegar hér var komiö
sögu.
En vaggan var með i farangri
þeirra og vonin um enn eitt barn,
nýja guðsgjöf, — og eftir nokkra
bið voru þau bænheyrð. Þótt
undarlegt megi viröast kemur
mér þessi gamla vagga fyrst i
hug, þegar ég ætla aö rita nokkur
orð um G.M.M. áttræöan. Ég sé
hana fyrir mér I vestfirska
skammdeginu — og barnið sem i
henni liggur — um leiö og ég
virði fyrir mér öldung dagsins,
hinn kempulega skeggmann, hinn
augnfráa og kviklega vin minn,
sem ég hef þekkt I rúma fjóra
áratugi og átt svo margt saman
viö að sælda.
Svo mun flestum þykja, að þaö
sé einhver ánægjulegasta reynsia
ævinnar að lúta niöur aö ung-
barnsvöggu, mæta augum hvit-
voöungs, rétta barni hönd og
finna hve fast og örugglega þaö
tekur kveðjunni, gripur fingur
manns meö ótrúlegu afli. — Ég
get séö fyrir mér'hina lifsreyndu
foreldra Gunnars við vöggu þessa
efnilega drengs. — Og fyrir þá,
sem þekkja hin athugulu skálds-
augu, er auðvelt aö sjá hann vaxa
úr grasi ár frá ári. Hann flyst með
foreldrum sinum I næsta fjörð og
á mannsdóms og æskuárin ’á
Suöureyri við Súgandafjörö.
En nú ætla ég ekki að rekja
sögu Gunnars. Ég hef undirbúiö
dagskrá i útvarpinu I dag og er
auk þess aö rita alllanga grein,
sem á aö verða formáli fyrir upp-
hafi að ritsafni hans, sem senn
hefur göngu sina.
Ég kynntist Gunnari, þegar við
vorum báðir enn ungir og þegar
hann átti sjálfur konu á lifi og
þrjá unga efnilega drengi,
fylgdist m.a. með honum byggja
þeiim með eigin höndum, tvö hús,
— berjast á mörgum vigstöövum,
sem kennari, rithöfundur og leið-
togi þjóðfrelsishreyfingar. Alls-
staðar drengur góður.
t þessum linum óska ég
Gunnari aðeins langra viðbótar-
daga og nátta, og þakka liðna tið.
Ég veit að hann skortir ekki verk-
efni — og enn á hann mikið þrek
til starfa. JónúrVöi
Afmæiiskveðja frá Félagi is-
Ienskra leikritahöfunda.
Attræður er i dag Gunnar M.
Magnúss, rithöfundur. Hann er
einn þeirra manna, sem með
skýrri athygli og skarpri vitund
hafa sjálfir lifaö umbyltingu Is-
lenskra lifshátta, þekkja fortiðina
og breytingaskeiðið, en virðast
sannarlega eiga heima I nútiðinni
og kunna tökin á henni á borð við
þá, sem ekki þekkja annað.
Gunnar er vestfirðingur að upp-
runa og starfaöi lengi við kennslu
I litium sjávarplássum. Likast til
hefur hann úr þeim stöðum
vegarnesti heimsborgarans.
Gunnar er i hópi afkastamestu
rithöfunda islendinga. Eftir hann
liggja margir tugir bóka og rit-
verka af ýmsu tagi. 1 verkum
hans er aldrei úr augsýn leiðar-
ljósið, hugsjón drenglyndis, rétt-
lætis og félagshyggju, og ástund-
un þeirra mannkosta sem sklna
úr næstum æskubjörtum svip
þessa áttræöa heiðurs-
manns. Islenskir leikrita-
höfundar eiga Gunnari M.
Magnúss margt að þakka. Hann
var helsti frumkvöðull að sam-
tökum okkar og fyrsti formaður
Félags islenskra leikritahöfunda.
Ahugi hans hefur ekki dofnað,þvI
aö enn tekur hann virkan þátt i
starfsemi félagsins.
Þó er kollegum Gunnars
kannski enn meira virði sú upp-
örvun, sem hann veitir hinum
yngri með þvi að bera áttatiu ár
einsog fis. Hann skrifar enn
hverja bókina á fætur annarri,
sjónvarpsleikrit hans ,,I múrn-
um” var fyrir skömmu sýnt um
norðurlönd og innan skamms
mun útvarpið flytja eftir hann
nýtt framhaldsleikrit. Hann er sl-
skrifandi, daglega sést hann
ganga léttur I spori um götur
Reykjavikur og taka marga fjör-
ugu talí, og öðru hverju skreppur
hann svo i ferðalög til útlanda.
Þetta er maður I blóma lifsins.
Það sýnir enn að enginn er eldri
en honum finnst hann vera. Fyrir
hönd Félags islenskra leikrita-
höfunda óska ég Gunnari M.
Magnúss þess að llfsþróttur hans
og starfsorka haldist enn um
langa tiö.
örnólfur Arnason.
Æskuvinur!
Ein er sú minning á meöal svo
margra frá æskuárum þar
vestra, sem hefur oft rif jast upp
fyrir mér, einkum þegár ég hefi
opnað bækur þinar. Frá þessu
hefi ég vist ekki sagt þér fyrr, en
læt nú veröa af þvl I dag á átt-
ræðisafmæli þinu.
Viðvorumorönir útgefendurog
ritstjórar blaðs— minna mátti nú
ekki gagn gera. Þú komst til mln
með grein eftir þig, hún átti að
birtast I málgagninu. Siöar um
daginn, þegar ég sat við borðiö
heima og var að lesa greinina,
kom elsti bróöir minn inn I
kamersið og tyllti sér niður and-
spænis mér. Hann varö svolitið
forvitinn, svo ég sýndi honum
örkina. Að lestri loknum fór hann
viðurkenningarorðum um rit-
smiöina. Svo benti hann mér á
rithöndina, sagði að hún væri
einkar áferöarfalleg og hann
bætti við ihuguil að vanda: „Hún
sýnir einnig sterka skapgerö
Gunnars vinar þins”. Þetta var
nokkrum árum áður en þú gast
hleypt heimdraganum og stefndir
suöur heiðar.
Ummæli bróður mins komu
mér ekki á óvart, þvi ég vissi þá
þegar vilja þinn, einbeittan, hæfi-
lega keimaðan metnaði. Og þau
reyndust sem spá, þú áttir eftir að
verða einn afkastamesti rithöf-
undur þjóðarinnar. Þú hefur
meöal annars samið hálft hundr-
að bóka.
1 þessu stutta spjalli minu við
þig kemur mér ekki til hugar að
rekja langan og merkan rit-
höfundarferil þinn, enda ekki
þess umkominn. Bókmenntalegt
og listrænt gildi verka þinna er og
veröur umfjöllunarefni mér hæf-
ari manna.
En ég vil ekki láta hér ógetið
eins hins ánægjulegasta sem ég
veit um lif þitt og starf: öll þin
margþætta reynsla hefur jafna
rennt nýjum og öflugum stoðum
undir þá félagshyggju sem þú
hafðir ungur tileinkaö þér. Og þvi
hefur þú einatt veriö heill i lands-
kunnri baráttu þinni.
Ég veit þú forlætur þinum
gamla meðritstjóra þessa fátæk-
legu afmæliskveðju sem á^ aö
flytja þér hugheilar árnaöaroskir
og hjartans þakkir.
Daniel Ágúst Danielsson.
Svo hratt liður ævi manns, aö
nú er brátt hálf öld liðin hjá siðan
fundum okkar Gunnars Magnúss
bar fyrst saman. Einn góðan
veöurdag skömmu eftir jónsvöku
kom hann gangandi heim mold-
artraöirnar á Torfastöðum i
Grafningi og drap á dyr, kvaðst
liggja viö i tjaldi i Þrastaskógi
ásamt konu sinni og syni þeirra
ungum, en heföi lagt leiö sina
hingaö til þess að semja viö okkur
um mjólkurkaup. Næstu tvær eða
þrjár vikur var ég svo mjólkur-
póstur á morgnana og hef fáum
embættum unaö betur, enda mun
það hafa orðið mér til nokkurra
andlegra búdrýginda.
Ég rambaði sem sé meö spen-
volga mjólkina fram á Prest-
tanga, þar sem fljótið okkar hætt-
ir að vera Álftavatn og verður
aftur Sog, en Gunnar Magnúss
kom róandi á kænu úr vik lltilli
fyrir handan, stundum einsamall
og stundum meö sameiginlegum
vini okkar, veröinum i Þrasta-
skógi, Aðalsteini Sigmundssyni
kennara. Aldrei haföi ég séð
neinn mann sitja þóftu með við-
lika reisn og Gunnar, né heldur
hafa eins fallegt áralag, en hvort-
tveggja mun hann hafa numið
kornungur af föður sinum og öör-
um vestfirzkum görpum. Hann
var i senn maöur alúölegur og
glaðlegur og þóttist ekki upp úr
þvi vaxinn né yfir það hafinn að
ræöa við ófermdan mjólkurpóst,
fræðast af honum um örnefni og
jafnvel bregöa á glens við hann
þegar svo bar undir. Einhvern-
veginn komst ég á snoðir um það
áöur en hann kvaddi Þrastaskóg
aö þessu sinni og hélt suður, að
hann væri ekki aðeins kennari,
heldur einnig rithöfundur, heföi
jafnan blýant og blað meöferöis
og væri að semja bók. Ég er ekki i
neinum vafa um aö þessi vit-
neskja hlýtur að hafa aukið stór-
lega á þá virðingu sem ég bar
fyrir honum, þvi aö i þann tiö var
ekki búiö að telja sveitafólki trú
um að rithöfundar og skáld væru
framar öllu skrýtnir fuglar, sem
kvökuöu til þess eins að fá styrki
af almannafé. Nokkru siðar las ég
svo, eða öllu heldur gleypti I mig
bókina, sem ég ræð af likum, að
hann hafi veriö að fitja upp á
þarna I skóginum. Hún heitir
Börnin frá Viöigerði og nýtur enn
mikilla vinsælda.
Þegar ég var kominn á mölina
og farinn að arka hér um stræti á
unglingsárum minum, rakst ég
öðruhverju á Gunnar Magnúss.
Þaö brást ekki, aö hann næmi
staðar og heilsaði mér eins og
gömlum vini, innti mig eftir hög-
um minum og segði viö mig að
skilnaöi eitthvað hlýlegt og hvetj-
andi, sem ég bjó siðan að á þess-
um erfiöu timum. Kynni okkar
urðu þó ekki veruleg fyrr en við
hittumst I Kaupmannahöfn á
þorra 1937, en þar var hann þá viö
framhaldsnám i Kennaraháskól-
anum, ef ég man rétt. Hann baö
mig vera velkominn, hvenær sem
ég vildi, heim til þeirra hjóna og
sona þeirra, sem nú voru orðnir
tveir. Mér er nær að halda, aö ég
hafi notað mér gestrisni þeirra
helzt til ótæpilega á stundum og
tafið úr hófi fram fyrir húsbónd-
anum, sem ætiaði sér vitaskuld
ekki að slá slöku við fremur en
fyrri daginn. Sérstaklega er mér
minnisstæð einbeitni hans og
eljusemi vorið 1937, en þá var
óvenjuleg veöurbliöa vikum sam-
an og fagurt um að litast I borg-
inni við Sundiö. Ég skemmti mér
við skáldsagnalestur I herbergi
minu á Krókódilsvegi, eða reikaði
timum saman um torg og stræti,
hafði i stuttu máli litið annað fyrir
stafni en að njóta þessa yndislega
vors. Gunnar Magnúss tjaldaði
aftur á móti I aimenningsgarði
hvern sólfagran morgun og vann
þar kappsamlega að ritstörfum
lengi dags, en kona hans hafði á
meðan ofan af fyrir drengjunum
á grænum grundum ellegar i
skógarrjóöri I námunda við tjald-
iö. Ég vissi það siðar, að þarna I
garðinum hafði Gunnar meöal
annars byrjað að rita Suður heiö-
ar, sem kom út haustiö 1937, en
hún er einhver ágætasta ung-
lingasaga sem Islenzkur höfundur
hefur samiö.
Það hygg ég mála sannast, að
Gunnar Magnúss sé gott dæmi
um menningarsókn og menning-
arvilja þeirra Islenzkra alþýðu-
manna sem uxu upp snemma á
þessari öld og hófu skólaveru með
tvær hendur tómar, en þeim mun
betur búnir að dugnaði og seiglu,
bjartsýni og festu. Hann hefur
samið og gefið út tugi bóka af
ýmsu tagi, skáldsögur, smásög-
ur, barnabækur, kvæði, leikrit,
ævisögur og fróöleiksrit. Hann er
meöal afkastamestu rithöfunda
þjóðarinnar, en hefur þó aldrei
lokaö sig inni i skrifstofu sinni,
svo sem ætla mætti af tölu bóka
hans, heldur tekiö virkan þátt i
margskonar félagsstarfi og oft
beitt sér fyrir stofnun þarflegra
samtaka. Loks má ekki gleyma
þvi, að áratugum saman hefur
hann verið i hópi þeirra manna
sem barist hafa ötullegast og af
mestum heilindum gegn erlendri
ásælni og um leið islenzku þý-
lyndi.
Þess er enginn kostur I stuttri
afmæliskveðju, sem hripuö er I
skyndi, að fara að bera rit Gunn-
arsMagnúss á vogarskálar. Ég vil
einungis leyfa mér að spá þvi, að
hin beztu þeirra, til að mynda
ýmsar barna- og unglingasögur
hans, eigi langt lif fyrir höndum.
En góðu heilli fer þvi fjarri, að sjá
megi fyrir endann á fjölbreytileg-
um ritferli Gunnar, þótt hann hafi
orðiö fyrir áföllum sem nægt
hefðu til að leggja margan mann-
inn að velli. Enn er hann beinn I
baki og sistarfandi, óbugaöur og
óvilsamur, glaður og reifur að
fornu boði, drenglyndur og góð-
gjarn, svo sem hann hefur ávallt
verið. A þessum hátiðisdegi i lifi
hans árna ég hor.um allra heilla
og þakka honum þá elskusemi og
tryggð, sem hann hefur jafnan
auðsýnt mér og minu fólki siðan
fundum okkar bar fyrst saman á
bernskustöðvum minum austan-
fjalls.
Ólafur Jóhann
Sigurðsson.
Hráslagalegt haustkvöld fyrir
rúmum tuttugu árum varö mér
sem oftar gengiö inn á veitinga-
stofu eina við Strikiö I Kaupmh.
þeirra frómu erinda aö hlotaast
einhver hlýja fyrir brjóstið. Sem
ég steig þar inn varð mér óðar
ljtfst að bekkurinn var þéttsetinn
og liklega ekki um annað aö ræða
en snúa aftar út í vætuna, en kom
auga á kunnuglegt andlit viö litið
borö hálffalið bakviö fatahengi.
Nokkrar tæmdar ölflöskur á
boröinu.
Ég fann ekki betur en Sverrir
Kristjánsson væri sæmilega hress
yfir þvi, að ég birtist þarna
óvamt. En þegar ég Var setztar,
reiöubúinn aðgefa honum skýrslu
um nýafstaðna dvöl mina i Sovét
— ef honum þóknaðist svo — þá
virtist hann ekki hafa neina sér-
staka þörf fyrir slikt umræöuefni
að sinni; það var annað sem stóð
honum hjarta nær: bók sem hann
hafði þá nýlokiö viö að lesa. Er
ekki að orölengja það, að þá
drjúgu stund sem ég dvaldist
þarna inni komst varla annaö
umræðuefni á dagskrá. Ég hafði
þá enn ekki lesiö þessa bók, en
Sverri voru einstakir þættir henn-
ar þeim mun tiltækari, heildar-
áhrifin slik að hann fékk ekki tára
bundizt. Ég held ég hafi aðeins
öðru sinni endranær séð þennan
harðgeröa mann vatna músum;
þá rakti hann tragiskan þátt úr
ævi sjálfs sln. En hvaða ritverk
og hvaöa höfundur gat nú komið
þessum tilfinningarika og
viðlesna gáfumanni til að úthella
brimsöltum vestfirzkum tárum
Framhald á 9. siöu.