Þjóðviljinn - 10.12.1978, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 10.12.1978, Blaðsíða 2
2 SIÐA — ÞJ6ÐVILJINN Sunnudagur 10. desember 1978 Ingibjörg Haraldsdóttir skrifar um kvikmyndir Borgarstjórinn i veiðihug. (Jr „Veiöiþjófunum”. Spánn í nóvember Nóvembermánuður sá sem nýlega er yfir okkur gegninn var í Fjalakettin- um helgaður Spáni. Þar gafst mönnum færi á að sjá fjórar kvikmyndir frá landi Bunuels, og voru þær allar frá árunum 1963 — 1975. Spánn hefur á undan- förnum 4 — 5 árum komist í tölu markverðari kvik- myndalanda hins vestræna heims. Einsog gefur að skilja má rekja þá stað- reynd til pólitísks ástands í landinu: eftir f jörutíu ára fasisma fór lýðræðisblóm- ið alltíeinu að spretta. Fjalakettlingum ber aö þakka þetta framlag þeirra til aö koma okkur í takt viö Spán. Þvi miöur gafst mér aöeins færi á aö sjá eina af þessum fjórum myndum: Veiöiþjófana (Furtivos), sem gerð var 1975. Elstu myndina, Bööulinn (El Verdugo, 1963) haföi ég séö áöur, og einnig Veiöiferö- ina (La Caza, 1965). En ég missti slysalega af Andanum i býflugna- búinu (E1 espiritu de la colmena, 1973). „Böðullinn” er ein örfárra mynda sem standa uppúr þvi flóöi lágkúru sem hét spönsk kvik- myndagerð meðan Franco var enn upp á sitt besta. Af þeim kvikmyndastjórum sem störfuðu á Spáni eru tveir þekktastir: Luis Berlanga, sá sem geröi Böðulinn, og Juan Antonio Bardem, sem liklega er frægastur fyrir mynd- ina Dauði hjólreiðamannsins (1954). Carlos Saura kemur svo til sög- unnar kringum 1965, og eftir það viröist spönsk kvikmyndagerð hafa verið á rólegri uppleið þartil Cr mvndinni Veiöiþjófar eftir José Luis Borau. 1974, að Franco var farinn að missa tökin á menningunni. Það ár boöuöu stjórnvöld aukið frjáls- ræði til handa listamönnum og fjölmiölum, og var það óspart notaö. Þá fyrst gátu menn fariö aö fjalla um efni sem haföi legið einsog mara á spönsku þjóðinni i 35 ár: borgarastyrjöldina. Kqiawogskaupstaöiir ?*1 Vanur vélritari óskast til starfa á Bæjarskrifstofurnar i Kópa- vogi , sveigjanlegur vinnutimi. Upplýs- ingar veitir undirritaður á Bæjarskriístof- unni i Kópavogi (ekki i sima). Bæjarritari. En þótt talað sé um aukið frjálsræöi skyldi enginn ætla að Spánverjar séu orönir að ein- hverskonar Svium. Enn eru viö lýði ströng lög um kvikmynda- eftirlit, og fjörutiu ára fasisma hristir enginn af sér I grænum hvelli. Þaö er hinsvegar gleöileg staöreynd, að frá Spáni kemur nú hver kvikmyndin á fætur annarri sem vekur athygli og verðskuld- aða aðdáun. Þaö sem einkennir margar þessara mynda er táknmál þeirra. Það hlýtur að vera eölileg þróun að flókið og myrkt táknmál veröi til i löndum þar sem menn fá ekki að segja hlutina beint út. Þaö liggur þvi nokkuð beint við aö túlka t.d. Veiðiþjófana sem gagn- rýni á spánskt þjóðfélag, þótt á yfirboröinu sé þar aöeins sögð ástarsaga sem fær hörmulegan endi. Þessar táknumfylltu kvik- myndir leiða hugann óneitanlega aö meistara Bunuel, sem á- reiðanlega er spánskastur kvik- myndastjóra, þótt hann hafi ára- tugum sanian neyðst til aö starfa utan ættjarðar sinnar. 1 löndum þar sem einn kvikmyndastjóri hefur komist upp fyrir alla hina vill það oft fara svo aö þessi eini varpar skugga sinum á hina. í augum margra mætti eflaust setja jöfnumerki milli Berg- manns og sænskrar kvikmynda- listar, sama er aö segja um Bunuel og spánska kvikmynda- gerð. Það er ekki erfitt að finna á- hrif Bunuels i myndum Saura, og heldur ekki I Veiðiþjófunum. En það sem skiptir máli er að þessir kallar risa upp þrátt fyrir meist- arann og skapa list sem stendur fyllilega fyrir sinu. Fyrir nokkrum árum var hægt að telja upp áhugaverða spánska kvikmyndastjóra á fingrum ann- arrar handar. Nú eru þeir orönir mun fleiri og þeim fjölgar ört. Samtimis halda gömlu mennirnir áfram sköpunarverki sínu, og nú viö mun björgúlegri skilyrði. Bardem sá sem áður var nefnd- ur hefur nýlokið við gerö myndar sem nefnist Sjö dagar i janúar 1977. Sú mynd er gerð i framhaldi af myndinni Brúin (E1 Puente, 1976) en i henni sagði frá sannsögulegum atburðum I Madrid — moröum á fimm lögfræðingum sem tekið höfðu að sér að verja verkamenn, og voru morðingjarnir hægri öfgamenn. Bardem, sem er gamall og góður kommi, hefur sjálfur sagt um nýjustu mynd sina: „Þetta er kvikmynd um öfgastefnu, hverju nafni sem hún nefnist. Þessir at- burðir hefðu getaö gerst allsstað- ar. 1 myndinni reyni ég að út- skýra þá tilraun sem gerð var til aö bregða fæti fyrir lýðræöiö og koma á haröstjórn á nýjan leik. Þetta er sambland af raunveru- legum upplýsingum og skáld- skap. Skáldleg heimildarmynd, ef svo mætti að orði komast”. Meöal þeirra mörgu mynda sem athygli hafa vakið upp á sið- kastiðer Silungarnir (Las truch- as, 1977). Höfundar hennar eru Manuel Gutierrez Aragón og José Luis Garcia Sanchez, sem báðir höfðu áður gert garöinn frægan. Silungarnir fær orð fyrir að vera rosalegur farsi, uppfullur meö anarkisma og gálgahúmor, furðuleg blanda af alvarlegri á- deilu, þjóðfélagsgagnrýni, skáld- skap og „uppreisn gegn öllu”. Sænskur gagnrýnandi hefur kom- Kvikmynda- safn Fjala- kattarins Kvikmyndasafn Fjala- kattarins er nú tekið til starfa, og býöur upp á 24 myndir til útiána. 1 reglum um útlán segir m.a. aö aöilar sem stunda kvikmynda- sýningar I ágóöaskyni geti ekki fengiö lánaöar myndir úr safninu. Hinsvegar er aö- ilum sem hafa áhuga á aö auka viögang kvikmynda svo og skólum og viöur- kenndum skólafélögum heimilt aö hafa afnot af safn- inu gegn greiöslu leigu- gjalds. Þetta gjald verður að telj- ast mjög skikkanlegt, það er um 8000,- krónur aö meðal- tali. Leigutakar mega ekki selja aðgang að sýningunum, og heldur ekki auglýsa þær. Auk þessa gjalds verða leigutakar að sjálfsögðu að geiöa flutningskostnað. Hvaða myndir er svo hægt að fá lánaðar? Af þessum 24 eru 7 sem til- heyra gullöld þýskrar kvik- myndalistar: meistaraverk einsog Metropolis, M, Skáp- ur dr. Caligari, Nosferatu o.fl. Sigildar þögíar myndir: Chaplin, Buster Keaton, Griffith og Andalúsiuhundur þeirra Bunuels og Dali.Tvær franskar myndir frá fjórða áratugnum: Blekkingin mikla (Renoir) og Blóð skálds (Cocteau). Móðirin eftir Púdovkin og tvær islenskar myndir: Lilja og Gegnum gras yfir sand. Þessi upptalning er ekki tæmandi, en þeim sem á- huga hafa er bent á að snúa sér til Kvikmyndasafns Fjalakattarins, pósthólf 1347, 121 Reykjavik. Með starfsemi kvik- myndasafnsins er hafinn nýr þáttur i sögu Fjalakattarins, og er ekki að efa að skólafólk og aörir áhugamenn um kvikmyndir munu meta þaö mikils að geta fengiö lánaðar ýmsar perlur kvikmynda- sögunnar og sýnt þær sjálf- um sér og öðrum tii gagns og gamans. ist svo að oröi, aö þarna sé veriö að halda uppá það stutta og hættulega frelsi sem fylgi ringul- reiðinni i spönsku þjóðfélagi. Hér hefur aö nokkru leyti verið stuöst við grein sem birtist I sýningarskrá Fjalakattarins og fjallar um spænska kvikmynda- gerö. Þeirri grein lýkur á þessum oröum: „Þaö er vonandi að kynning sú, sem Fjalakötturinn gengst fyrir i vetur á nokkrum spænskum myndum verði til þess aö kvik- myndahúsaeigendur ranki við sér og sjái til þess að viö fáum að fylgjast með þvi hvernig spænskri kvikmyndagerö reiðir af I framtiðinni”. Undir þessi orö tek ég heilshug- ar. ÚTBOÐ Tilboö óskast i gatnagerð, lagningu holræsa og vatnslagna I nýtt hverfi I Selási I Reykjavik. Otboösgögn eru afhent á skrifstofu vorri, Frlkirkjuvegi 3, Reykjavik gegn kr. 15.000- skiiatryggingu. Tilboöin veröa opnuö á sama staö fimmtudaginn 4. janúár 1979 kl. 11. f.h. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 — Sími 25800 Auglysing I Þjóðviljanum ber ávöxt

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.