Þjóðviljinn - 10.12.1978, Blaðsíða 21

Þjóðviljinn - 10.12.1978, Blaðsíða 21
Sunnudagur 10, desember 1978 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 21 unnar —Rut — ogþaö er húnsem er vitundarmiöja þessarar bókar. Lesandi fylgist meö henni, hugs- unum hennar og tilfinningum, alla bókinaogþar af leiöandi sér hann Pat meö hennar augum — horfir á hann utan frá. Rut er sprottin upp Ur jarövegi sem er gjörólikur jarövegi Patricks. Mamma hennar og pabbi eru dæmigert millistéttar- fólk, löghlýöin og siöavönd og töluvert „snobbuö” ef svo ber undir. Hjá þeim er lifiö I föstum skoröum, boröaö reglulega, gras- flötin slegin og hugsaö um „lUs- hægan uppvöxt barnanna” eins og Guöbergur segir á einum staö. Annars er eldra barniö, 22 ára sonur, giftur og farinn aö heiman en hjónaband hans er ekki sér- lega gott. Mamma Rutar hefur ^hyggjur af þessu en þær áhyggj- ur fölna og sölna þegar höggorm- urinn Patrick kemst inn i hennar friösælu millistéttarparadis. Mamma Rutar, Maria, er heimavinnandi hUsmóöir og hún hefur töglin og hagldirnar á heimilinu — pabbi Rutar er hins vegar oftast i bakgrunni. Maria kemur tiltölulega skýrtfram sem persóna I bókinni. Hún hefur ef til vill einhverntima áttsér drauma og þrár (42—43) en hvort tveggja hefur hún bælt kirfilega niöur á löngum hUsmóöurferli. Maria lif- ir meira og minna gegnum börn sin — einkum þó Rut. Hún reynir ákaflega aö móta Rut i sinni mynd, ráöstafa henni eins og hún heldur aö best heföi veriö fyrir sjálfa sig — þetta er allt í góöri meiningu — aö sjálfsögöu. En allt kemur fyrir ekki. Millistéttar- stelpan Rut er ástfangin upp fyrir haus af lágstéttar- og vandræöa- gemlingnum Pat og þaö veröur engum sönsum fyrir hana komiö. Gildismat og stéttarleg viöhorf Marlu eru þó alltaf I baksýn I bók- inni og stundum gægjast þau m.a.s. fram hjá hinni ástföngnu dóttur hennar. Ég veit ekki hvers vegna K.M. Payton skiptir á þennan hátt um félagslegt umhverfi milli sagn- anna af Patrick Pennington. TrUlega vill höfundur sýna hann frá annarri hliö, brjóta upp hina heföbundnu þroskasögu, sýna þaö aö Pat á ekki aöeins bágt meö aö aölagast borgaralegu samfélagi — þaö er lika býsna erfitt meb a& kyngja honum. Rut Rut er aöeins 16 ára. Hún er áhugalaus um skólann sinn en Rut er sem sagt i þessu milli- bilsástandi þegar hún kynnist Patrickogfellur fyrir honum eins og sveskja. Pat er fullur af spennu, andófi og hann er aö gera e-ö sérstakt, skapa e-ö meö erfiöu ogharösóttutónlistarnámi sinu. í Pat sér Rut allt þaö sem hana vantar i hversdagslegt og leiöinlegt lif hennar sjálfrar og hún byrjar umsvifalaust aö lifa gegnum hann. Rut er, þó hún sé vitundarmiöja bókarinnar, stööugur spegill Patricks. Ast hennar blossar, logar og flöktir — allt eftir þvi hvernig Pat kemur fram viö hana. Hún er framan af eins og næm ljósmyndafilma sem festir öfl hans viöbrögö og geymir þau. Eftir þvi sem frá liöur þroskast hún vegna þeirra tilfinningalegu heljarstökka sem hún tekur I sambandinu viö Pat — Rut sér ljóslega aö þaö er ekki nóg aö vera gapandi aödáandi Pats — hann biöur um mikiö meira — hann biöur hana um allt þaö til- finningalega öryggi og kærleika sem hann hefur fariö á mis viö alla sina tiö. Rut tekur þetta aö sér, þó ung sé, og um leiö tekur hún þaö aö sér aö vera til fyrir Pat og þaö sem honum fylgir. Þaö er innifaliö i þvi aö elska Patrick Pennington, aö elska klassiska tónlist og þaö lærir Rut lika. Lýsingarnar á tilfinninga- legriupplifun hennar og uppgötv- unum þegar hún hlustar á tónlist erumjög vel geröar. Best gæti ég trúaö þvi aö einhverjir unglingar upptendruöust af tónlisaráhuga viölestur bókarinnar— mann fer aö langa til aö hlusta meö Rut á meöan maöur les. Patrick Patrick er breyttur frá fyrri bókinni —hannhefur þroskast, er ennþá dulari og haröari af sér (útífrá) en áöur og þaö er minni gálgahúmor i honum. t þessari bók er hins vegar kafaö enn dýpra i persónu hans en i þeirri fyrri. Þaö kemur vel fram i ástasam- bandi þeirra Rutar hve mjög hann þarfnast tilfinningalegrar næringar, hvaö hann hefur mikiö aö gefá i þeim efnum o g hve erfitt honum er gertfyrir I þvi. Hann er tortrygginn og varkár vegna uppeldis sins og þar aö auki á hann mjög erfitt meö aö tjá til- finningar slnar I oröum. Hann getur hins vegar prýöilega tjáö þær meö hnefunum ef þvi er aö skipta, og eins og fyrri daginn er grunnt á ofbeldishneigö og Drottningin gegn Patriek Pennington árásargirni hjá Patrick Penning- ton — einkum ef hann er áreittur — og þaökemuralltaf aö þvi fyrr eöa siöar. Skilningur og samúö lesandans eru alfariö meö Pat þegar hann kýlir lögreglumann- inn (sem átti þaö svo sannarlega skiiiö) — en þá ofbýöur drottning- Framhald á bls. 22 hefur (haft) eldlegan áhuga á hestum og hestamennsku. Hún hefur e-a reynslu af strákum en hvorki mikla né ýkja spennandi. Hún er sem sagt I þessu dæmi- geröa tómarúmi sem alltaf skap- ast einhvern tima hjá unglingum á aldrinum 12—16ára, þeir hafa á þessu ákveöna timabili ekki sér- stakan áhuga á neinu. Fyrir þeim liggur þá annaö hvort aö ganga eftir vissum brautum skóla- kerfisins eins og i svefni eöa þá aö þeir hætta I skóla og fara aö vinna sem ófaglært verkafólk. Kapitalískt hagkerfi þarfnast ungs, handfljóts verkafólks — þess vegna gripur þaö sem allra minnst inn I þetta ráövillta, óákveöna þroskaskeiö unglings- ins — hann er látinn vera, látinn „gera þaö upp viö sjálfan sig” hvaö hann vill gera i málinu þ.e.a.s. ef foreldrarnir ákveöa þaö ekki fyrir hann. Akvöröun foreldranna mótast svo aftur af stétt þeirra og kerfiö viöheldur sjálfu sér. K.M. Payton: Patrick og Rut. Þýö. Silja Aöalsteinsdóttir Bókaútgáfa Máls og menningar 1978 1 fyrra kom út fyrsta bókin um Patrick — Sautjánda sumar Patricks og nú er önnur bókin um hann komin á markaö — Patrick og Rut. Silja Aöalsteinsdóttir las hana I útvarpið i fyrra og ég býst við aö margir muni eftir þeim sælu stundum. Klassiska tónlistin sem talaö er um I bókinni var fléttuö inn I lesturinn og bók og tónlist mynduöu dæmalaust fallega heild. Alþýða — millistétt í fyrstu bókinni um Patrick var hann sjálfur n.k vitundarmiöja bókarinnar. 1 þessari bók er hins vegar komin ný persóna til sög-

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.