Þjóðviljinn - 10.12.1978, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 10.12.1978, Blaðsíða 14
14 SIÐA — ÞJÓÐVILJINNjl Sunnudagur 10. desember 1978 SíbastliOinn sunnudag 3. des. var haldinn Jólákonsert Hljómplötuiitgáfunnar h.f. og fleiri aOila.Var hann haldinn til styrktar geOveikum börnum. Yfir 90 manna hópur gaf sina vinnu til aO tónleikar þessir mættu skila einhverju i sjóO fyrir geOveik börn. Þó voru ein- hverjir sem tóku sitt. Þar á meOai voru nokkrir starfemenn og svo tók Háskólabió sina leigu og rfldö tekur aO s jálfsögOu sitt. Aliavega hefur skemmtana- og söluskattur ekki veriO gefinn eftir þegar þessi grein er skrifuO. Tónleikarnir voru tvennir. Hinir fyrri kl. 14.00 um daginn fyrir fatlaöa sem ekki eiga kost á aö sækja almennar skemmtanir I landinu. Hinir seinni voru um kvöldiö kl. 22.00. Fóru þeir mjög vel fram og gekk allt eins og i sögu. Hófust þeir á því aö öll ljós voru slökkt I salnum og kór Oldutúnsskóla gekk inn i salinn syngjandi jóla- sálm og berandi logandi kerti. Magnaöi þaö stemmninguna strax upp. Siðan rak hvert at- riöiö annaö og rann dagskráin mjög vel i gegn. Samhljómunin (soundiö) var meö skásta móti aldrei þessu vant á islenskum tónleikum. Allt gekk snurðulaust Maöur beiö allan timann eftir aö eitthvaö klikkaöi en sem bet- ur fór skeöi þaö ekki. Allavega ekki alvarlega. Þaö komu reyndar smáklikk. Til dæmis var allt of mikill hávaöi þegar Pálmi Gunnarsson kom inni söng öldutúnsskólakórsins i laginu Ungamóöir af plötunni Börn og dagar. Eins var hávaöinn yfirgengilegur i seinni lögum Brunaliösins i lok tón- leikanna. Aö ööru leyti voru smávægilegir gallar sem alltaf hljóta aö koma uppá. Ragnhiidur Glsladóttir og Pálmi Gunnarsson söngvarar Brunaiiös- ins. Viö erum tvær úr Tungunum...Bræöurnir eru alltaf jafn frábærir. Jólakonsertínn var vel heppnaður Þaöværióskandi aö viö séum aö ná tökum á hljómleika-sam- hljómun. Bræöurnir Halli ogLaddi voru fyndnir sem ávallt þó atriöin hjá þeim séu nokkuö þau sömu aftur og aftur. Þeir eru svo sannar- lega atvinnumenn. Þaö er lltiö um önnur atriöi kvöldsins aö segja annaö en allir skiluöu góöri vinnu. Þó var Ruth Reginalds veikasti hlekkurinn. Lögin eru hreinlega of erfiö fyrir hana. Hún kemst ágætlega frá þeim á plötunni en á sviöi má ekkert útaf bera. Ruth er enn þá ung aö árum en lögin eru yfirleitt þaö hátt útsett aö þau eru ætluö þroskaöri rödd. Ruth hefur mjög skemmtilega barns- rödd sem ber að vernda. En þaö veröur ekki gert meö þvi aö sprengja hana upp. Ég segi þetta af þvi aö Ruth heföi getaö gert miklu betur ef lögin hæföu henni. Stúlkan er gott efni sem ekki má skemma. Tónleikunum lauk á jafn fallegan hátt og þeir hófust. All- ir listamennirnir lýstu upp niö- dimman salinn meö logandi kertaljósum og sungu Heims um ból viö orgelundirleik Magnúsar Kjartanssonar og Reynir Sigurösson klingdi bjöll- um. Og á endanum tók ailur sal- urinn undir þennan jólasálm hinnar kristnu krikju. 1 k)k greinarinnar langar mig aö birta okkur orö úr grein eftir Ómar Valdimarsson sem birtist I prentaði dagskrá jólakonserts- ins. Vona ég aö ómar taki þaö ekki illa upp. „Þaö er næsta fá- titt I hinum vestræna og „siö- menntaða” heimbaö tónlist sé tolluö. Hér er þaö hinsvegar gert í botn. Skólafólk og ungt fólk annaö sem hefur hvaö mestan áhuga fyrir plötum og fullkomnum hljómflutnings- tækjum borgar lúxusskatt af þessu áhugamáli slnu. 1 byrjun september var þaö hluti af „efnahagsráöstöfun- um” núverandi rltósstjórnar aö plötur voru hækkaöar f lúxus- tollflokk sem þýddi aö vörugjald á innfluttum plötum (en allar plötur eru innfluttar á Islandi) hækkaöi úr 16% I 30%. I bein- höröum peningum þýddi þetta aö plötur hækkuöu almennt um ca. 2000 krónur — og er þá gengisfellingin tekin meö I reikninginn. Þaö talar kannski skýrast máli aö á sl. fimm árum hafa erlendar plötur — og islenskar fylgja þeim yfirleitt fast á eftir — hækkaö um hvorki meira né minna en 500%. Björgvin Halldórsson söng lög af nýju plötunni sinni. Rut Reginalds hefur góöa rödd, en þaö veröur aö gæta þess aö skemma hana ekki meö of erf- iðum útsetningum. Astæöan er sifelldar gengis- fellingar og stööugt hækkandi vörugjald, söluskattur ogmargt fleira. Hljómplötuiönaöur er yngsta iöngreinin á Islandi. Margt hefur veriömjög vel gertl þeim iönaði á undanförnum árum en þaö viröist koma út á eitt: plöturnar veröa sifellt dýrari skattpíningin sífellt meiri. Þeg- ar allt kemur til alls er liklega munaöur aö eiga plötur og hlusta á þær.” Nú í upphafi fjórða starfsársins kemur út fyrsta hljómplata Jazz- vakningar. Er hér einnig .iim að ræða fyrstu jazz- breiðskífu íslenskrar hljómplötusögu. Er þessi atburður því stórmerkur. Á þessari plötu er kámmer-jazzverkið Sam- stæður eftir Gunnar Reyn- i Sveinsson tónskáld. Verkið var frumflutt á Listahátíð f Reykjavík árið 1970 eins og greindi frá f sfðasta Fingrarími. Verður hér á eftir farið nokkrum orðum um plötuna sjálfa. Hljóöfæraleikarar eru þeir Gunnar Ormslev, Jósef Magnús- son Reynir Sigurösson, Orn Ár- mannsson, Jón Sigurösson og Guömundur Steingrlmsson. Tón- skáldiö stjórnar svo sjálft flutningnum. Upptakan var gerö I útvarpinu 1970 og er þvf I mónó. Þaö má kannski deila á þaö aö ekki skuli hafa veriö notuö sú tækni sem fyrir hendi er I dag og verkiö hljóðritaö á nýjan leik. En eins og Vernharöur Linnet ritar á bakhliö umslagsins þá er svariö einfalt. „Þaö er ekki hægt aö endurtaka þaö sem áöur var gert. Upptakan heföi oröiö betri en þótt verkiö sé meira skrifað en algengast er I jazzinum heföu Samstæöur hljóöritaöar 1978 oröiö alit aörar Samstæöur en þær sem þessi breiösklfa geymir.” Sérstœtt verk Verkiö Samstæöur er byggt upp úr sex köflum sem bera nöfn fengin að láni frá skáldinu Steini Steinari. A plötuhulstri segir um verkiö: „Verkiö sver sig I ætt þriöja straums þeirra John Lewis og Gunther Schullers, tónskáld- skapur er reynir aö sameina jazz- tónlist og skrifaöa evrópska tón- list, enda segist höfundur trúa þvi aö þessi tónlistaform séu ekki andstæöur heldur Samstæöur.” Verkið vakti veröskuldaöa at- hygli þegar þaö var flutt og þótti mjög sérstætt. Þaö er öruggt aö andstæður mörgum finnst verkiö erfitt I dag, hvaöþá 1970 þegar þaö var frum- flutt. Þó hafa þyngri jazzverk notiö mikilla vinsælda seinni ár hér heima sem annarsstaöar. Hafa plötur þýska fyrirtækisins ECM sem mikilla vinsælda hafa notiö hér unniö þyngri jazz mjög mikiö fylgi. Þaö má gera ráö fyrir þvl aö þeir sem þekkja plötur ECM ogannarra álikra merkja, kunni aö meta Samstæöur Gunn- ars Reynis Sveinssonar. Lofsvert framtak Lengi hefur þess veriö beöiö aö islenskur jazz kæmi út á hljómplötu. Loksins er draumur- inn oröinn aö veruleika. Jazz- vakningin hefur farið þá leiö aö hefja útgáfustarfið á mjög skyn- samlegan hátt. Bæöi er þessi út- gáfa stórt stökk fyrir félagið I starfsemi þess og einnig lofsvert aö Samstæðurnar séu varöveittar á þennan hátt á fyrstu Islensku jazz-breiösklfunni. Þaö hefur lítill áhugi veriö fyrir þvi hjá útgefendum aö festa fé I jazzplötu þar sem útséö hefur þótt aö sá kostnaöur skilaöi sér ali-ei. Er þvl eðlilegt aö Jazzvakning riöi á vaöiö I þessu hugsjónamáli sem og öörum sem hún hefur unn- iö aö. Jazzvakning er ekki gróöa- fyrirtæki enda ekki feitan göit aö flá á þyngri væng tónlistar- gyöjunnar. Er þvi óskandi aö þessi plötuútgáfa veröi hvatning öllu tónlistaráhugafólki. —jg

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.