Þjóðviljinn - 10.12.1978, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 10.12.1978, Blaðsíða 8
8 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 10. desember 1978 Mál og menning hefur gefið út bókina Félagi Jesús eftir Sven Wern- ström, sænskan höfund. Þessi bók er í eðli sínu við- leitni sem oft hefur verið iðkuð með misjöfnum árangri: Höfundur tekur helgisögur og gerir- úr þeim sögu sem honum þykir sennileg eða raunsæisleg. H|á Sven Wernström er Jesus smiður í Nazaret sem kemst í kynni við and- stæðinga rómverskrar yfirdrottnunar og inn- lendrar yf irstéttar, og ger- ist hann foringi upp- reisnarhreyf ingar. Hann trúir á Jahve eins og land- ar hans, en hann er ekki látinn vera sonur Guðs, nema þá í sama mæli og aðrir Gyðingar.. Ragnfærslur og lygi Þessi bók hefur vekiö mikla reiði. Siguröur Pálsson lét sina UM HELGA DÓMA í tilefni bókarinnar Félagi Jesús reiði I ljós i Morgunblaöinu á laugardaginn var, Haraldur Blöndal kemur á eítir I Visi á þriðjudag. Sigurður segir höfund nota ,,þá takmörkuðu þekkingu sem hann hefur aflað sér til aö umturna, rangfæra og ljúga upp sögum um Jesú á hinn ismeygi- legasta hátt”. Báðir tala um það sem gifurlegt hneyksli aö útgáfa þessi sé studd með fé úr norræn- um þýöingasjóði. Haraldur Blön- dal veifar óspart ákvæöum refsi- laga og vill helst aö höföað sé mál gegn útgefanda og þýð- andanum, Þórarni Eldjárn, fyrir „trúarnið”. Þaö yrðu fróöleg málaferli, liklega hin fyrstu siöan Brynjólfur Bjarnason var á þriöja áratugnum dæmdur fyrir guðlast — nánar tiltekið fyrir að vitna i skáldsögu Anatole France, Uppreisn englanna. Haraldi til visbendingar um fleiri sökudólga og ábyrgðarmenn guðlasts skal þess getiö, að skáldsögu þessa gaf Ragnar I Smára út siöar i ágætri þýðingu Magnúsar Ásgeirssonar. Siguröur Pálsson telur bók þessa lygarit og niðrit vegna þess að I henni er Jesús geröur að upp- reisnarforingja, og einnig vegna þess aö Maria Magdalena er köll- uö „stúlkan hans” og hvila þau saman um nætur, og i þriðja lagi lætur höfundur Jesú glata trúnni á Guð þegar uppreisn hans hefur farið út um þúfur. Málsmeðferð Frá sjönarhóli flestra kristinna manna er slikur málatilbúnaöur afbökun á þeim hugmyndum sem þeir hafa gert sér, og eitthvað af honum er llklegt til aö særa trúaö fólk. Þaö er rétt. En þar með höf- um við fátt eitt sagt um þaö, hvernig fara má með persónur og hugtök sem eru öðrum heilög og þaöan af siöur um „fræðileg vinnubrögð” i umfjöllun um forn- ar geimildir, en eftir slikum vinnubrögöum auglýsir Sigurður Pálsson I grein sinni. Nokkur orð um bókina sjálfa. Hún sýnir að Sven Wernström er lipur höfundur. En túlkun hans er bæði þröng og ekki frumleg held- ur. Höfundur er meö hugann allan við þetta eina stef, aö Jesús er uppreisnarmaður, og flest annað veröur að þoka úr lýsingunni. Sú tilhneiging höfundar að gera sem allra minnst úr þætti trúarlifs I lif persónanna er satt best að segja einfeldningsleg, þar brestur Wernström að minu viti næmi fyrir sérkennum þess tima sem lýst er. Hann togar guðspjöllin eins langt til nútimahugtaka og hann frekast getur og glutrar viö það niður miklu af þokka fornra sagna. Að kalla allt Jesú Þetta þema: Jesús er upp- reisnarforingi, er höfuötilefni gremjunnar sem bókin vekur, og þarf enginn aö vera hissa á þvi. En mér sýnist að menn hafi i beyskju sinni látið sér sjást yfir SUNNUD AGSPISTILL það, að þvi fer mjög fjarri að Sven Wernström sé að brydda upp á einhverju nýmæli. Allir sem hafa hnusað ofboölitið af mannkynssögu vita, aö Krist- mvnd hvers tima er háð þörf- umog lifsskilningi þeirra sem hlut eiga aö máli. Jesús Rómar- kirkjunnar á mektardögum aöalsins er óllkur Kristi her- skárrra mótmælenda, og enn annar Jesús er það sem sumir stjórnleysingjar sjá fyrir sér þeg- ar þeir berjast fyrir sinu Krists- riki réttlætis á jörðu — t.a.m. Sacco og Vanzetti, sem fóru i raf- magnstólinn vestur i Banda- rikjunum fyrir um það bil hálfri öld. Halldór Laxness getur þess réttilega I Alþýðubókinni að „sú hefð hefur komist á bæöi með meirihluta og minnihluta flokk- um að kalla alt Jesú Krist sem á hverjum staö og tima þótti ábata- vænlegt að halda á lofti sem hug- sjón fyrir mönnum”. Sjálfur segir hann i sömu bók: „Margt er gott haft eftir Kristi.... og skal ég vitna til þessarar setningar „leit- iö fyrst guðsrikis og hans réttlætis og mun þá alt þetta veitast yður”. en það þýöir: fyrst ber oss að breyta þjóöfélagsskipaninni, annaðhvort með lögum eða ólög- um, og stofna riki jafnari hags- muna”. Ef út I þaö er farið er hér um svipaða „afbökun” að ræða og Sven Wernström stundar, og skrifuðu margir róttækir höfund- ar I þessa veru á tima Alþýöubók- ar. Ekki aðeins þá: Léf Tolstoj var einn þeirra sem skrifaði guð- spjöllin upp á nýtt eftir sinu höföi — og fyrir það og annaö var hann bannsettur af rússnesku rétt- trúnaðarkirkjunni. Veraldleg fræði Eins og Halldór Laxness minnti á, hefur Jesús verið sú stærð i uppeldi manna og vitund allri, að margir menn og ólikir hver öðr- um hafa viljaö eiga sér hann að samherja og túlkaö forna texta eftir þvl. Þetta gerðist ekki hvaö sist meöan Biblian var eina bókin sem allir þekktu. Þá er hún stöð- ugt höfð til skirskotunar og við- miðunar, einnig I þeim deilum sem nú væru kallaöar flokkspóli- tiskar. En þar meö er ekki öll sagan sögö. „Undir yfirskyni þekkingar og fræðimennsku er login upp saga af Jesús Kristi sem skæruliöaforingja og upp- reisnarmanni”, segir Sigurður Pálsson. Þetta finnst mér ekki. Þótt höfundur segist hafa skoðað ýmsar heimildir er ekkert veriö að fela það að bókin Félagi Jesús er skáldsaga. En úr þvi minhst er á þetta: Það eru til alvarlégir fræðimenn sem hafa hinar bestu forsendur til rannsókna á fornum textum og hafa einmitt komist að þessari óvæntu niöurstööu, að Jesús hafi verið foringi uppreisnar sem brotin var á bak aftur af Róm- verjum eftir aö Jesús og stuöningsmenn hans höfðu um tlma haft musteriö I Jerúsalem á valdi sfnu. Eitt slikt rit heitir The Death of Jesus eftir Joel Carmichael, bandariskan sagn- fræðing, sérfróðan i sögu Gyðinga og múhameðskra þjóða. Hann ber og fram sinn rökstuöning fyr- ir þvi, hvernig frásagnir af þess- um atvikum hafi breyst á fyrstu áratugum kristinnar. Það er auð- vitað ljóst, að Joel Carmichael getur ekkert sannað endanlega i þessum efnum frekar en aðrir, þvi „aldirnar leyfðu skörðu” um þessa atburöi, eins og menn vita. En þeir menn, sem vegna trúar- legra viöhorfa sinna hafna fyrir- fram veraldlegum vangaveltum af þessu tagi, ættu sér að meina- lausu að geta sætt sig viö, að þeirra helgirit veröi viðfangsefni samskonar „skynsemdartúlk- ana” og heilög rit annarra manna. Til dæmis getur rit eins og „Dauöi Jesú” vafalaust haft örvandi áhrif á guöfræðilegan þanka: Þarna kemur fram ræki- lega útskýrð kenning sem ögrar til endurmats eöa andmæla, nema hvorttveggja sé. Það er Gyðingum hneyksli... Aðan var minnst á særðar til- finningar. Við erum auðvitað hlynnt þvi, aö menn virði trúarlif annarra, það sem öörum er heil- agt. Fyrirlitningarhroki i garö viðhorfa sem eru þér sjálfum framandleg er meir en nóg út- breiddur — meðal kristinna jafnt sem ókristinna, þó heldur hafi það ástand staöið til bóta. En þótt menn séu allir af vilja gerðir til sanngirni, þá er heimurinn svo troðfullur af helgum dómum að vissir árekstrar milli tillitssemi og málfrelsis eru óhjákvæmileg- ir. Siguröur Pálsson hneykslast á Mariu Magdalenu i skáldsögunni, og margir hneyksluðust mjög á þvi sem sama persóna var látin syngja I rokkóperunni Jesus Christ Superstar. Sú ópera var reyndar mörgum hneykslunar- hella eins og hún lagði sig. Ég hef komið til messu I italskri mót- mælaendakirkju sem telur þaö yfir höfuö syndsamlegt og ámælísvert að sýna Krist á mynd eða leika hann i kvikmynd, þess- ari kirkju voru þeir jafnsekir spottarinn Dario Fo og Zefirelli, sem kvikmyndað hafði ævi Jesú meö blessun Vatikansins. Myndir Micelangelos af drottni eru móðgun við rétttrúaða Gyöinga. Þaö mundi liklega kosta styrjöld ef þeir i Hollywood dirföust að láta einhvern sinna manna fara I föt Múhameðs spámanns I kvik- mynd. Merkir menn Svo mætti lengi telja — og ekki tekur betra viö þegar komiö er aö dýrlingum ákveðinna hreyfinga eöa þjóða. Þýski sósialdemó- krataflokkurinn fór með það eins og mannsmorð aö Karl Marx átti barn með vinnukonu sinni. Asdrei fannst Klnverjum Rússar jafn sviviröilegir og þeg^r þeir út- breiddu umtal um aö Maó oddviti heföi lifaö i bilifi i mat, drykk, og kvenfólki I Jenan. Rússar ráku úr landi bandariskan blaðamann sem lét að þvi liggja i afmælis- grein um Lenin, að byltingarfor- inginn heföi átt vingott viö Inessu Armand. Og þaö er vist best að fara varlega enn i dag þegar taliö berst aö banameini tveggja is- lenskra dýrlinga, Jónasar Hall- grlmssonar og Jóns Sigurösson- ar. Núna siðast erum við komin nokkuö langt frá tilefni þessa spjalls. Samt eru þetta allt hlutir sem menn verða að hafa i huga, þegar þeir velta fyrir sér með- höndlun á helgum dómum. áb. ARNI BERGMANN

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.