Þjóðviljinn - 23.12.1978, Side 4
4 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN 'Laugardagur 23. desember 1978
DHMIUINN
Málgagn sósíalisma, verkalýðs-
hreyfingar og þjóðfrelsis
Útgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans
Framkvœmdastjóri: EiCiur Bergmann
Ritstjórar: Arni Bergmann, Einar Karl Haraldsson.
Fréttastjóri: Vilborg Haróardóttir
Rekstrarstjórl: Clfar Þormóbsson
Auglýsingastjóri: Gunnar Steinn Pálsson.
Afgreióslustjóri: Filip W. Franksson
Blaðamenn: Alfheiður Ingadóttir, Einar Orn Stefánsson, Erla Sig-
urðardóttir, Guðjón Friðriksson, Ingibjörg Haraldsdóttir, Ingólfur
Margeirsson. MagnUs H. Glslason, Sigurdór Sigurdórsson. lþrótta-
fréttamaður: Ingólfur Hannesson
Þingfréttamaður: Sigurður G. Tómasson
Ljósmyndir: Einar Karlsson, Leifur Rögnvaldsson.
útlit og hönnun: Guðjón Sveinbjörnsson. Sævar Guðbjörnsson.
Handrita-og prófarkalestur, Blaðaprentsvakt: Andrea Jónsdóttir,
Elias Mar, óskar Albertsson.
Safnvörður’ Eyjólfur Arnason.
Auglýsingar: RUnar Skarphéðinsson, Sigrlður Hanna Sigurbjörnsdóttjir.
Skrifstofa: GuðrUn Guðvarðardóttir, Jón Asgeir Sigurðsson.
Afgreiðsla: Guðmundur Steinsson. Kristln Pétursdóttir.
Slmavarsla: Olöf Halldórsdóttir, Sigrlður Kristjánsdóttir.
Bllstjóri: SigrUn-Bárðardóttir.
Húsmóöir: Jóna Siguröardóttir.
Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir.
útkeyrsla: Sölvi Magnússon, Rafn Guðmundsson.
Ritstjórn, afgreiðsla og auglýslngar: SfðumUla 6.
Reykjavik, slmi 81333
Prentun: Blaöaprent h.f.
Frumkvœði sósíalista
• I þeirri lotu sem nú hefur staðið í sambandi við ráð-
stafanir í kjara- og efnahagsmálum 1. desember og af-
greiðslu fjárlaga hefur Alþýðubandalagið lagt höfuðá-
herslu á að myndarlega yrði staðið við bau fvrirheit
ríkisstjórnarinnar að koma fram félagslegum umbótum
til handa launafólki. Komið hefur fram að atvinnurek-
endur meta félagsmálapakka þann sem ASI lagði fyrir
ríkisstjórnina ekki sem 3% í kaupi, heldur sem 5 til 6%.
• Nauðsynlegt er að átta sig á því,að hefði ekki frum-
kvæði Alþýðubandalagsins og forystumanna sósíalista í
verkalýðshreyfingunni verið til að dreifa, hefði ekkert
þessara félagslegu réttindamála nú verið lögfest eða
lagt fram í frumvarpsformi á borð þingmanna. Sú
vinna sem lögð var í það af hálf u Alþýðubandalagsins að
móta lausnina 1. desember og fylgja henni fram réð úr-
slitum.
• Eins og minnt hefur verið á í Þjóðviljanum varð
lausn Alþýðubandalagsins þyngst á metunum fyrir 1.
desember vegna þess að hún var þrautrædd innan
flokksins, á samráðsfundum ráðherra og stjórnar
verkalýðsmálaráðs flokksins, á fundum framkvæmda-
stjórnar, á ársfundi verkalýðsmálaráðs og loks á f jöl-
mennum flokksstjórnarfundi. Hún var svona þung á
metunum vegna þess að hún var sniðin að þeim hug-
myndum sem njóta öruggs meirihlutafylgis innan
verkalýðshreyf ingarinnar í heild.
• Alþýðubandalagið lét ekki þar við sitja að gefa þoku-
kenndar yfirlýsingar um félagslegar úrbætur, heldur
voru á vegum stjórnar verkalýðsmálaráðs og annarra
stofnana f lokksins, svo og fyrir tilstilli tilkvaddra kunn-
áttumanna úr röðum sósíalista, útbúin í smáatriðum
f rumvörp um margskonar réttindabætur. Þessi forvinna
kom stofnunum innan ASI og sjómannasamtakanna til
góða þegar þær tóku ákvarðanir um hvaða f élagsleg at-
riði skyldi leggja áherslu á að ríkisstjórnin kæmi í fram-
kvæmd. AAenn mega nefna þetta pólitíska misbeitingu á
verkalýðshreyfingunni ef þeir vilja,en hér verða þessi
vinnubrögð talin órækt vitni um skilning sósíalista á
samtvinnun pólitískrar og faglegrar kjarabaráttu og
þekkingu þeirra á vilja og réttlætisvitund samtaka
launaf ólks. í þeirri miklu tímapressu sem rak á eftir öll-
um aðgerðum var hér á skömmum tíma unnið merkt
starf sem ríkisstjórnin í heild á eftir að fá þakkir fyrir
og launafólk að njóta góðs af.
Sandkassi kratanna
• „Ég tel þessar tillögur vera hneyksli. Þær eru talandi
dæmi um það fyrir alþjóð, hvað við höfum mátt búa við,
sem eigum að starfa með þessum flokki. Þarna eru
krakkar í sandkassaleik, en ekki kratar í stjórnmálabar-
áttu", sagði Svavar Gestsson, viðskiptaráðherra, í við-
tali við eitt dagblaðann í tilefni af tillögum nokkurra Al-
þýðuflokksmanna um hækkun skattvísitölu og niður-
skurðá landbúnaðarframlögum við lokaafgreiðslu fjár-
laga eftir að Benedikt Gröndal hafði lýst yf ir því, að
samkomulag væri milli stjórnarf lokkanna um afgreiðslu
f járlaganna.
• Fyrirvarastríð nýkratanna hefur markast af þeirri*
sannfæringu f jölmiðlamannanna í þingflokknum að há-
vaðinn sé það eina sem nær eyrum fólks og innihaldið
fari f yrir of an garð og neðan. Það byggist á þeirri kunnu
kenningu f jölmiðlafræðingsins AAcLuhan að miðillinn sé
boðskapurinn. Þegartil lengdar lætur mun þetta vanmat
á skynugri og vel læsri þjóð koma Alþýðuflokknum í
heild í koll.
• Sósíalistar hafa fyrir löngu gert sér grein fyrir,að því
eru takmörk sett hvað hægt er að ganga langt í niður-
greiðslu verðlags og millifærslum. Á flokksstjórnar-
fundi Alþýðubandalagsins í nóvember var lögð meginá-
hersla á að móta þyrfti samræmda heildarstefnu í efna-
hagsmálum í samráði við verkalýðshreyfinguna og
vinna á verðbólgunni í markvissum áföngum. í þeim
þrettán atriðum sem f lokksstjórnarf undurinn
samþykkti að leggja til grundvallar við slíka stef numót-
un stendur það uppúr að tryggja verður f ulla atvinnu, ó-
breyttan kaupmátttil skamms tíma og bætt Iffskjör þeg-
ar lengra er litið, stuðning við íslenska atvinnuvegi og
fulltsamráð við verkalýðshreyf inguna um efnahagsráð-
stafanir. Frá, þessum meginmarkmiðum verður ekki
hvikað,hvernig sem nýkratar hamast í sandkassanum.
—ekh
istsegja i þingsölum: „Þaö þarf vara geta kratar ekki sveiflaö
aö rétta Benedikt spotta, hann
Taugastríð gegn
sjálfum sér
Stjórnmálabaráttá Alþýöu-
flokksins hefur vakliö fjölmiöla-
athygli á siöustu vikum eins og
sést á fyrirsagnasúpunni úr
Morgunblaöinu, Visi og Dag-
blaöinu sem fylgir klippinu i
dag. Hver fyrirvarinn hefur
veriö settur af öörum af þing-
flokki og flokksstjórn Alþýöu-
fbkksins og jafnharöan hafa
þeir veriö teknir aftur og settir
nýir. Arangurinn af þessu
taugastriöi sem mest hefur
fengiö á kratana sjálfa er sára-
litill. Fjárlögin eru I megin-
dráttum I þeim búningi sem
stjórnarflokkarnir hafa stefnt
aö á undanförnum vikum. Hins-
vegar hafa kratarnir á hverju
stigi tafiö framgang mála meö-
an Alþýöubandalagiö og Fram-
sóknarflokkurinn hafa þurft aö
veita ráöherrum Alþýöuflokks-
ins og þeim hluta flokksins sem
vill viöhafa almennar sam-
skiptareglur i stjórnarsamstarfi
dygga aöstoö til þess aö ráöa viö
sandkassafólkiö I flokknum.
Benedikt þurfti
spotta....
Siöasta atriöiö i skripaleikþætti
kratanna fór fram viö þriöju
umræöu fjárlagá eftir aö flokks-
stjórnin og Benedikt Gröndal
formaöur flokksins höföu lýst
þvi yfir aö Alþýöuflokkurinn
stæöi aö fjárlagafrumvarpinu i
lokagerö þess eins og þaö lá fy r-
ir i upphafi þriöju umræöu. Þá
fluttu Arni Gunnarsson, Jó-
hanna Siguröardóttir, Eiöur
Guönason, Bragi Nielsson,
Agúst Einarsson, Ólafur
Björnsson, Finnur Torfi Stefáns
son, Vilmundur Gylfason og
Gunnlaugur Stefánsson enn
breytingartillögu viö frumvarp-
iö og nú átti aö skera niöur i
landbúnaöarf ramlögum um
einn og hálfan miljarö og hækka
skattvisitöluna úr 1501 151 stig.
Ekki olli upphlaupiö tiltakan-
legri taugaspennu i stjórnarliö-
inu, enda menn orönir ýmsu
vanir. En Páll Pétursson heyrö-
veröur aö vera stuttur, og hann
má vera fúinn.”
..og hann var
stuttur...
Og þaö stóö ekki á spottanum
frá Ólafi Jóhannessyni. „I janú-
ar munu veröa kannaöar fram-
komnar tillögur Alþýöuflokks-
ins um jafnvægisstefnu i efna-
hagsmálum, svo og tillögur
hinna samstarfsflokkanna um
efnahagsmál sem fram hafa
komiö eöa fram kunna aö
koma.” Ólafur sagöi einnig aö
nefnd ráöherra mundi leggja
frumvarp um efnahagsstefnu til
tveggja ára fram i rikisstjórn-
inni fyrir 1. febrúar eins og
kratar hafa krafist.
1 þennan stutta spotta tókst
Benedikt aö sameina flokk sinn
um aö taka. En þaö er ekki
meira hald i honum en öörum
spottum sem krötum hafa veriö
réttir til þess aö sveifla þeim
yfir fyrirvara sina og úrslita-
kosti. ólafur Jóhannesson gerir
sér nefnilega fullljóst aö stjórn
hans eru sett takmörk og þröng-
ar skoröur. Samstarfiö og sam-
ráöiö viö verkalýöshreyfinguna
er hornsteinn stjórnarsam-
starfsins og framhjá þeim fyrir-
sér nema i spotta frá Sjálfstæö-
isflokknum.
..og gæti
verið fúinn...
Þeir ættu þvi aö hugsa til þess
alvarlega aö renna 1. febrúar
fyrirvara sinum og úrslitakosti
niöur meö jólaölinu, I staö þess
aö þurfa aö gleypa hann meö
trosinu i lok januar. Stjórnar-
vixilinn hljóta þeir hvort eö er
aö þurfa aö framlengja fram á
vor.því fyrr vill ekki Sjálfstæö-
isflokkurinn taka viö þeim. Þvi )
ekki aö framlengja i sex mánuöi
i senatil þess aö menn komist I
almennileg verk frá öllu fyrir-
varaþrasinu.
Ef fyrirvarinn veröur enn upp
á teningnum eftir jólafriöinn
ætti Páll Pétursson endilega aö
veröa sér út um '..farandpólitik-
us”tii þess aö semja frumvarp
þaö sem hann hefur I Timanum
boöaö aö hann hyggist flytja á
Alþingi „um jafnvægis'stefnu í
andlegum efnum og samræmd-
ar aögeröir gegn sýndar-
mennsku”. Fyrst þurfa krat-
arnir aö ná sllku jafnvægi áöur
en nokkurt vit veröur i efna-
hagsjafnvægi þeirra.
—ekh.